Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Thoroddsen, eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir búið að selja íbúðir á Austurhöfn fyrir tæpa fjóra millj- arða króna eða um þriðjung af íbúð- unum. Alls eru þar 67 íbúðir auk fjögurra þakíbúða við Bryggjugötu. „Það er góður gangur í sölunni. Við erum alsælir enda gengur þetta í raun hrað- ar en við áætluð- um. Við höfum til dæmis selt sex íbúðir í júlí fyrir rúma 1,2 millj- arða,“ segir Gunnar. Þá sé bú- ið að selja at- vinnuhúsnæði á jarðhæð fyrir tvo milljarða. Sölu- verðmæti íbúða og atvinnuhúsnæðis nálgast því sex milljarða. Um fimmti hver kemur að utan – En hverjir skyldu vera að kaupa íbúðirnar? „Það eru bæði Íslendingar og út- lendingar. Um fimmti hver kaupandi er erlendur.“ – Hvað segja erlendir kaupendur? Ætla þeir að dvelja hér á sumrin? „Það er allur gangur á því. Sumir eru með annan fótinn hér á landi, hafa miklar tengingar við landið og eiga fjölskyldu á Íslandi. Aðrir hugsa sér þetta sem stað til að dvelja á þegar þeir eru í fríi á Íslandi.“ – Hvað segja Íslendingarnir? Er þetta fólk sem er að minnka við sig eða býr það jafnframt erlendis? „Það er sömuleiðis allur gangur á því. Þetta er fólk sem er að minnka við sig og fólk sem er að fjárfesta. Og fólk sem er að fara úr einni í íbúð í aðra. Það sem fólk er almennt að segja við okkur er að gæði íbúðanna, staðsetningin og varan öll sé þannig að fólk sjái verðmæti í að eiga íbúð á þessum stað. Telur það góða fjár- festingu. Þess má geta að söluverðið er nánast 100% af listaverði. Við höf- um ekki gefið afslátt heldur kaupir fólk íbúðirnar á uppsettu verði.“ – Hvað með þakíbúðirnar? Til dæmis stóru þakíbúðirnar fjórar við Bryggjugötu hafnar megin? „Þessar fjórar íbúðir eru óseldar. Hins vegar höfum við selt þakíbúð við Reykjastræti á 295 milljónir.“ – Gangið þið út frá því að allar íbúðirnar verði seldar á næsta ári? „Já. Það er raunhæft miðað við ganginn að undanförnu, að stór hluti verkefnisins verði seldur nú í haust.“ – Hafa verðhækkanir á sérbýli orðið til að örva söluna? „Ég ætla það. Hin almenna verð- hækkun á sérbýli og fjölbýli hefur stutt við söluna. Svo hefur vaxta- stigið haft áhrif og takmarkað fram- boð á íbúðum,“ segir Gunnar. Kosta 14-15 milljarða Áætlað var í ViðskiptaMogganum í desember að söluverðmæti um 70 íbúða á Austurhöfn væri rúmlega 13,1 milljarður króna. Verðlistinn hafði þá verið kynntur en verð íbúða á efstu hæð var ekki gefið upp. Síðan kom fram í ViðskiptaMogg- anum 28. apríl að verð dýrustu þak- íbúðarinnar væri um 500 milljónir. Má því ætla að samanlagt kosti íbúð- ir 14-15 milljarða, að sjö þakíbúðum meðtöldum. Við það bætist að at- vinnuhúsnæðið kostaði tvo milljarða. Salan nálgast fjóra milljarða Morgunblaði/Arnþór Birkisson Horft til vesturs Hægra megin eru tveggja hæða þakíbúðir í bakgarði. - Búið er að selja rúmlega fjórðung íbúða á Austurhöfn - Söluverðmætið nálgast fjóra milljarða - Innlendir og erlendir kaupendur - Þakíbúð seld á 295 milljónir - Íbúðir keyptar sem fjárfesting Gunnar Thoroddsen Sýningaríbúð Fullbúin stofa með listaverkum og steyptu sófaborði. Þakíbúð Horft til suðurs, í átt að Geirsgötu, frá neðri hæðinni í tveggja hæða þakíbúð. Mikil lofthæð er í þakíbúðum í þessum hluta Austurhafnar. 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf hafnar. Við opnunina á Austurhöfn verði tekið mið af opnun fyrirhug- aðs lúxushótels Marriott Edition milli Austurhafnar og Hörpu. „Við reiknum með að opna seint í haust þegar hótelið hefur verið opnað,“ segir Helgi um Austurhöfn. Hann segir aðspurður að endur- gerð Kolaportsins í Hafnarþorpið muni styrkja svæðið enn frekar í sessi sem þjónustukjarna. Á næstu vikum sé meðal annars stefnt að því að opna Levi’s-verslun á Hafnartorgi. „Við erum að bíða eftir því að línur fari að skýrast og erum að meta hvenær skynsamlegt er að fara í gang. Þegar við förum í gang þá klárum við verkefnið, því við erum búin að leigja nánast allt út,“ segir Helgi um rými Regins á jarðhæð Hafnartorgs og Austur- Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reg- ins, segir umskiptin í ferðaþjónustu hafa haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Hafnartorgi. Það sé greinilegur stígandi í veltunni. Handan Geirsgötu er Reginn jafnframt með jarðhæðina á Austurhöfn. Verða þar annars vegar matarmarkaður og veitinga- hús og hins vegar verslanir. Helgi segir aðspurður að þessi rými verði tekin í notkun þegar óvissan varðandi kórónuveiru- faraldurinn er endanlega að baki. Opna markaðinn í haust - Reginn bíður eftir því að lúxushótelið verði opnað Austurhöfn Jarðhæðin verður leigð undir veitingarými og verslanir. Helgi S. Gunnarsson Unnur Sverris- dóttir, forstjóri Vinnumálastofn- unar, segir útlit fyrir að áfram muni draga úr at- vinnuleysi á Suð- urnesjum. Fram kom í júnískýrslu Vinnumálastofn- unar að í maí mældist 18,7% at- vinnuleysi á svæðinu. Það hafði svo lækkað í 13,7% í júní og telur Unnur raunhæft að talan verði komin niður í eins stafs tölu í haust. „Ef fram heldur sem horfir og við getum haft landamærin opin, og tekið á móti öllu þessu fólki, er ég nokkuð viss um að þessi tala muni lækka,“ segir Unnur um atvinnu- leysið suður með sjó. Svæðið er háð ferðaþjónustu og varð því fyrir þungu höggi í faraldrinum. Heildartalan muni lækka Varðandi horfurnar á landinu öllu í haust segir Unnur að Vinnumála- stofnun sé almennt hikandi við að gefa út spár um atvinnuþróun. „Ég er samt sem áður nokkuð viss um að heildartalan muni lækka fram í september,“ segir Unnur. Skráð atvinnuleysi í júní var 7,4%, samkvæmt skilgreiningu Vinnu- málastofnunar, og telur Unnur að- spurð ekki útilokað að sú tala verði komin niður í 6-7% í haust. Um 14.300 voru án vinnu í haust. Að sögn Unnar er áætlað að annað hvert starf sem hafi skapast á síð- ustu vikum sé í ferðaþjónustu. Samhliða fjölgun starfa í ferða- þjónustu hafi margir verið endur- ráðnir í kjölfar þess að íþróttastarf, menningarstarf, tónleikahald, veit- ingarekstur og önnur þjónusta tók við sér á nýjan leik. Unnur segir aðspurð líkur hafa minnkað á að kórónukreppan hafi langvarandi áhrif á atvinnustigið. „Ég sannarlega vona það. Við- spyrnan er hraðari en við bjuggumst við,“ segir Unnur. baldura@mbl.is Áfram muni draga hratt úr atvinnuleysi á Íslandi Unnur Sverrisdóttir - Forstjóri VMST áætlar að það verði komið niður í 6-7% í haust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.