Morgunblaðið - 17.07.2021, Page 17

Morgunblaðið - 17.07.2021, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 510 7900 Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur www.FASTLIND.is Heklubyggð í nágrenni Heklu STÆRÐ: 86 FM SUMARHÚS SUMARHÚS Á EIGNARLÓÐ Heyrumst Lára Þyri Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is LIND fasteignasala kynnir fallegt sumarhús á eignarlóð í Heklu- byggð í nágrenni Heklu, ca 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Glæsilegt útsýni. Húsið er 86 fm að stærð, á steyptum sökkli, hiti í gólfum, tvö svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, geymsla og stór pallur. Lítill útiskúr undir grill o.fl. Húsið er nýmálað að innan og var málað að utan fyrir þremur árum. Þakjárn var endurnýjað 2020. Lóðin er 1,6 hektara eignarlóð. Svæðið er hluti af Suður- landsskógum. Innbú má fylgja með að mestu. Urður Egilsdóttir Rebekka Líf Ingadóttir Yfir 120 manns hafa látist í flóðum í Vestur-Evrópu. Fjölda fólks er enn saknað. Ástandið er einna verst í vesturhluta Þýskalands en yfir 100 hafa látist þar og mikill fjöldi hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þá eru að minnsta kosti 22 látnir í Belgíu en flóðin hafa einnig áhrif á Holland, Lúxemborg og Sviss. Fjöl- mörg íbúðarhús hafa borist með flóð- unum og enn fleiri hús hafa hrunið. Flætt hefur yfir götur og bifreiðar borist með strauminum. Víða er raf- magnslaust. Stjórnmálamenn benda á lofts- lagsbreytingar sem raunverulega ástæðu flóðanna en vísindamenn hafa lengi bent á að með breyting- unum megi búast við úrhellisrign- ingum líkt og þessum. Hefði getað farið verr „Við erum rosalega heppin þar sem þetta gerðist rosalega hratt. Ég hefði ekki viljað spyrja að leikslokum ef þetta hefði gerst um nóttina,“ seg- ir Sjöfn Mueller Thor prestur, en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í vest- urhluta Þýskalands í bænum Inden. „Maður áttaði sig fljótlega á því að það var ekkert sem við gátum gert nema að hjálpa eldri nágrönnum að komast út,“ segir Sjöfn og bætir við að kjallarinn á heimili hennar hafi fyllst af vatni. „Ég er ekki einu sinni farin að sjá ofan í kjallarann, vatnið hefur lítið minnkað en ég reikna með að gólfið þar sé allt ónýtt,“ segir Sjöfn og bætir við að það eina sem hún hafi náð að bjarga var jóla- skrautið. Þá segir Sjöfn að heimili hennar sé vatns- og rafmagnslaust og því hafi fjölskylda hennar þurft að gista í kirkju í nágrannabæ en maður Sjafnar er einnig prestur. Hún segir mikla samstöðu vera hjá nágrönnum hennar og fólk hjálpist nú að við að bera út dót þar sem búið sé að pumpa vatni úr kjöllurum. „Maður er bara fegin að þetta fór ekki verr hjá okkur,“ segir Sjöfn. Aurskriða féll í bænum Erftstadt- Blessem í gær. Fjöldi húsa hrundi og fengu björgunaraðilar mörg neyðar- köll frá fólki sem var festist vegna flóðanna. „Ég óttast að við eigum að- eins eftir að sjá afleiðingar þessara hörmunga á næstu dögum,“ segir Angela Merkel Þýskalandskanslari. AFP Aurskriða Yfir 120 manns hafa látist í flóðunum í Vestur-Evrópu. Ástandið er einna verst í vesturhluta Þýskalands en yfir 100 hafa látist þar. Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín og mörg svæði eru án rafmagns. Í bænum Erftstadt-Blessem nálægt borginni Bonn féll aurskriða í gær sem olli gríðarlegri eyðileggingu. Mörg neyðarköll bárust frá fólki sem festist vegna flóða. „Þetta gerðist rosalega hratt“ - Yfir 120 látist og fjölda fólks enn saknað - Fjölmörg íbúðarhús borist með flóðunum eða hrunið Úrhellisrigning Flætt hefur yfir götur og bifreiðar borist með strauminum. Dómstóll í Hvíta-Rússlandi sak- felldi í gær ellefu háskólanem- endur og tvo kennara þeirra fyrir þátttöku í mótmælum gegn stjórnvöldum eftir sigur Alexand- er Lukasjenkó í forsetakosningum í fyrra. Forsetinn situr nú sitt sjötta kjörtímabil. Nemendurnir hlutu dóma allt frá sex mánuðum upp í tveggja ára fangelsi. Há- skólanemar hafa verið at- kvæðamiklir í mótmælum gegn Lukasjenkó og telur Amnesty Int- ernational að nokkur hundruð þeirra hafi verið teknir höndum, sektaðir og jafnvel reknir úr skól- um fyrir þátttökuna. Þá voru ellefu nemendur til við- bótar handteknir og ráðist var inn á heimili 18 blaðamanna, að minnsta kosti þrír þeirra voru handteknir fyrir andstöðu við stjórnvöld. HVÍTA-RÚSSLAND Handtaka háskólanema og blaðamenn AFP Mótmæli Fjölmenn mótmæli spruttu upp eftir forsetakosningar í landinu. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, segir víst að óeirðirnar sem staðið hafa yfir í landinu frá því í síðustu viku, þegar fyrrverandi forseti landsins Jacob Zuma var handtekinn, séu skipulagðar. „Það er alveg ljóst að þessi ófriður var skipulagður af einstaklingum sem samrýma aðgerðir. Við munum elta þá uppi, við höfum nú þegar borið kennsl á fjölda þeirra. Við munum ekki leyfa stjórnleysi og óreiðu að þróast í landinu okkar,“ segir Ramaphosa. Að minnsta kosti 212 eru látnir af völdum óeirðanna, sumir hafa orðið fyrir skoti en aðrir látist vegna troðninga. Ramaphosa fór til KwaZulu-Natal- héraðs og hélt blaðamannafund í gær en héraðið er heimahérað Zuma og sætir hann þar fangelsi. Óeirðirnar hafa verið einna blóðugastar í héraðinu. Ramaphosa hefur líst ofbeldinu í héraðinu sem því versta sem íbúar Suður-Afríku hafa upplifað í þrjá áratugi. SUÐUR-AFRÍKA Segir óeirðirnar vera skipulagðar Cyril Ramaphosa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.