Morgunblaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
B
reiðþota af gerðinni 787
Dreamliner kom inn til
lendingar á Keflavík-
urflugvelli síðdegis á mið-
vikudag. Um borð voru á þriðja
hundrað ferðamanna frá Ísrael.
Fljótt á litið virðist vélin eins og hver
önnur af þessari sömu tegund en svo
er alls ekki raunin. Sú sem hérna
lenti er ein 12 véla sömu tegundar í
flota ísraelska flugfélagsins El Al og
ber einkennisheitið Hod HaSharon.
Er hún nefnd eftir fornri borg í mið-
hluta Ísraels.
Það sem skilur þessa vél, og raun-
ar allar sem fljúga undir merkjum El
Al, frá öðrum farþegaþotum heims-
ins (sömu ráðstafanir hafa verið
gerðar varðandi vélar ísraelsku flug-
félaganna Arkia og Israir), eru þær
öryggisráðstafanir sem gerðar eru í
kringum útgerð þeirra, bæði á jörðu
niðri en ekki síður í lofti.
Allt frá árinu 2004 hafa allar vélar
El Al verið búnar sérstökum eld-
flaugavarnabúnaði sem nefnist
Flight Guard. Er þar á ferðinni
radarbúnaður sem bregst við ef hita-
stýrðum eldflaugum er beint að vél-
unum. Verði búnaðurinn var við
hættu af því tagi losar hann eins-
konar blys sem gerð eru úr málmi
eða magnesíum sem brennur við
hærra hitastig en myndast í þotu-
hreyflum vélanna. Þannig truflar
búnaðurinn aðsteðjandi eldflaug sem
tekur að elta hinn sleppta búnað og
springur fjarri flugvélinni.
Aðsteðjandi ógn
Það er ekki að ástæðulausu sem
Flight Guard-tækninni var komið
fyrir í vélum El Al með ærnum til-
kostnaði. Árið 2002 skutu hryðju-
verkamenn tveimur hitastýrðum eld-
flaugum að ísraelskri farþegaþotu
þar sem hún var í flugtaki frá al-
þjóðaflugvellinum Moi í Mombasa.
Þær geiguðu en engu mátti muna að
misindismönnunum tækist að
granda vélinni og öllum 250 farþeg-
unum sem um borð voru.
El Al var stofnað árið 1948 af hinu
nýstofnaða Ísraelsríki og var ein
birtingarmynd þess stolts sem bjó í
huga fólksins sem landið byggði.
Á öllum tímum hafa öryggis-
ráðstafanir verið miklar í kringum
félagið, enda Ísraelar tekist á við
hryðjuverkavá af ýmsu tagi, m.a.
flugrán en ein þekktasta árásin af
því tagi er kennd við Entebbe-
flugvöllinn í Úganda og átti sér stað í
júnímánuð 1976. Þaðan leystu ísr-
aelskir sérsveitarmenn á þriðja
hundrað farþega Air France úr haldi
sem mannræningjar höfðu gripið
höndum og hótuðu að myrða ef ekki
yrði gengið að kröfum þeirra.
Vegna ógnar af þessu tagi eru allir
flugmenn El Al fyrrum hermenn í
ísraelska flughernum og um borð í
öllum vélum sem fljúga undir merkj-
um félagsins eru tveir óeinkennis-
klæddir og vopnaðir leyniþjón-
ustumenn sem ferðast meðal
annarra farþega og ekki er upplýst
um hverjir séu. Hafa þeir heimild yf-
irvalda til þess að fella hryðjuverka-
menn sem gera sig líklega til þess að
ná valdi á þeim vélum sem þeir gæta
hverju sinni.
Ráðstafanir á jörðu niðri
Á jörðu niðri eru ráðstafanir einn-
ig miklar og gjarnan fer fram tvöföld
vopnaleit gagnvart þeim sem fara
um borð í vélar El Al, og raunar ann-
arra farþegaþota sem beint er á Ben
Gurion-flugvöll í Tel Aviv. Á vell-
inum þar í landi starfa einnig sér-
þjálfaðir starfsmenn ríkisins sem yf-
irheyra ferðalanga sem búa sig til
innritunar í bygginguna. Hefur
blaðamaður m.a. reynt það á eigin
skinni. Árið 2018 var hann í hópi
ferðalanga og var fyrirsvarsmaður
hans dreginn til hliðar og spurður
um ferðir hópsins og tilgang ferða-
lagsins. Á sama tíma var annar úr
hópnum dreginn til hliðar og spurður
samsvarandi spurninga. Voru svörin
svo borin saman. Olli það nokkrum
vandkvæðum að við komuna til
landsins höfðu ferðalangarnir verið
32 en við brottför aðeins 30. Tóku er-
indrekar ríkisins því mátulega trú-
anlegt að tveir úr hópnum hefðu
ákveðið að lengja dvöl sína í landinu
og halda í kjölfarið yfir til Jórdaníu.
Líkt og fram hefur komið í um-
fjöllun Morgunblaðsins er von á fleiri
vélum úr flota El Al til landsins á
komandi vikum. Þar er um að ræða
leiguflug í samstarfi við ísraelska
ferðaskrifstofu sem markaðssetur
lúxusferðir til Íslands.
Öryggisráðstafanir
ólíkar öllum öðrum
AFP
El Al er að meirihluta í eigu einkaaðila en ísraelska ríkið á hlut í því.
Floti El Al
Fjöldi
Boeing 787 12
Boeing 787-8 3
Boeing 737 15
Boeing 737-900ER 8
Boeing 777-200ER 6
Samtals 44
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því eru tak-
mörk sett að
líta megi svo
á að Evrópusam-
bandið sé stjórn-
tækt og það er
kominn tími til að skipta um
kúrs og leggja áherslu á að
draga úr miðstýringu og lárétt
samstarf í stað þess að auka
miðstýringuna og stigveldi þar
sem valdboðið kemur að ofan.
Þetta er niðurstaða þýska
félagsfræðingsins Wolfgangs
Streecks, sem í nýrri bók sinni,
Milli alþjóðavæðingar og lýð-
ræðis, segir að Evrópusam-
bandið gangi ekki upp.
Streeck, sem kemur af
vinstri vængnum, er virtur í
sínu fagi og stýrði um tíma
samfélagsrannsóknum við Max
Planck-stofnunina í Köln, er í
viðtali í nýjasta tölublaði viku-
blaðsins Der Spiegel.
Þar kallar hann ESB frjáls-
lynt heimsveldi vegna þess að
það þurfi að tryggja samstöðu
innan þess án þess að beita
hernaðarlegum meðulum. Það
geri miklar kröfur til þeirra
meðala, sem fyrir hendi séu,
peninga og fallegra orða. Þá sé
mikilvægasta stjórntækið í
slíku heimsveldi að stýra valda-
stéttinni. Með því eigi hann við
að tryggja að í aðildarríkjum
ESB sé við völd pólitísk stétt,
sem sé hlynnt miðstjórninni.
Streeck vísar því í viðtalinu á
bug að ESB sé bandalag full-
valda ríkja. Þegar spyrillinn
segist ekki þekkja neitt dæmi
þess að í Brussel hafi verið
reynt að sópa burt óvinveittri
ríkisstjórn, spyr hann á móti
hvort hann muni ekki hvernig
komið var fram við Grikki í evr-
ukreppunni eða hvernig Evr-
ópusambandsríkin undir for-
ystu Þjóðverja og Frakka
komu Mario Monti til valda á
Ítalíu. Þá sé augljóst að í
Brussel sé verið að reyna að
knýja fram stjórnarskipti í Pól-
landi og Ungverjalandi með því
að hóta að stöðva eða takmarka
fjárstuðning frá Evrópusam-
bandinu.
Vandinn sé sá að rík-
isstjórnir þessara landa hafi
verið kjörnar með lýðræð-
islegum hætti. Evrópusam-
bandið sé að reyna að stýra ut-
an og ofan frá og segja stjórn-
völdum fyrir verkum og það
geti komið í hausinn á því.
Kveðst Streeck telja að Viktor
Orban, leiðtogi Ungverjalands,
muni græða pólitískt á inn-
gripum Evrópusambandsins
næst þegar gengið verður til
kosninga þar í landi.
Félagsfræðingurinn leyfir
sér að auki að efast um hvort
það sé verkefni Evrópusam-
bandins að segja til um ágrein-
ing innan landa á borð við Ung-
verjaland. „Almennt held ég að
borgarar lands þurfi sjálfir að
berjast fyrir lýð-
ræðinu. Það á einn-
ig við í Rúmeníu og
Búlgaríu. Ekkert
slíkt land er til
frambúðar stjórn-
tækt að utan eftir evrópskri
einingaruppskrift,“ segir hann.
Streeck hefur einnig hörð
orð um evruna. Hún sé upp-
spretta velmegunar í Þýska-
landi og lykilástæða efnahags-
vanda ríkjanna við Miðjarðar-
haf. Myntin kljúfi Evrópu í
stað þess að sameina hana.
Efnahagsstjórnmál í Evrópu
hafi í það minnsta síðan í
kreppunni 2008 snúist um leið-
ir til þess að lappa upp á mynt-
bandalagið án þess að tekið
hafi verið á grundvallarvand-
anum.
Aðgerðir á borð við ein-
skiptis innspýtingu sjóða til
Ítalíu séu aðeins brot af því
sem þurfi til eigi Grikkir, Ítalir
og Spánverjar að geta byggt
upp hjá sér að nýju mennta-,
stjórn- og heilbrigðiskerfi, sem
hafi skroppið saman undanfar-
inn áratug vegna aðhalds- og
sparnaðarkrafna myntbanda-
lagsins.
Streeck veltir því upp hvort í
Evrópu væri mögulegt að
koma á ríkjaskipan, sem ekki
byggði á miðstýringu og yfir-
þjóðlegu valdi heldur sam-
starfi.
Þegar hann er spurður hvort
honum finnist Brexit vera vel
heppnað dæmi um endurheimt
fullveldis svarar hann að fyrir
sér snúist málið um það hvort
ríkisstjórnir geti staðið kjós-
endum sínum lýðræðisleg
reikningsskil. Án fullveldis
skipti það engu. Fyrir Brexit
hafi verið dæmigert að skýla
sér bak við að Brussel bannaði
þetta og Evrópudómstóllinn
hitt, nú hafi bresk stjórnvöld
engar afsakanir.
Gagnrýni Streecks er hvöss
og markviss. Sjónarmiðum á
borð við hans er ekki oft gert
hátt undir höfði í fjölmiðlum í
þeim ríkjum, sem ráða ferðinni
í Evrópusambandinu. Frekar
er reynt að afskrifa þau með
því að spyrða þau við pópúl-
isma og öfgar. Stuðningsmenn
inngöngu í Evrópusambandið
draga upp ósvífna glansmynd,
sem á ekki neina stoð í raun-
veruleikanum, og reyna að láta
eins og andstaða við aðild jafn-
gildi steinaldarmennsku.
Staðreyndin er sú að
Evrópusambandið er komið
fram úr sjálfu sér, íbúum aðild-
arríkjanna líður mörgum eins
og svo mikið vald hafi verið
flutt til Brussel að lýðræði hafi
verið afnumið og evran er
dragbítur á efnahag fjölda
ríkja innan þess. Innganga í
þennan klúbb á ekkert erindi á
matseðilinn fyrir næstu kosn-
ingar.
Miðstýring afnemur
lýðræðið og sameig-
inlega myntin klýfur}
ESB gengur ekki upp
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í
vikunni birtist frétt um 16 milljarða
viðbótarkostnað vegna nýja landspít-
alans (NLSH). Þar er vitnað í fram-
kvæmdastjóra NLSH sem segir að
skýringin sé aukið umfangs verkefn-
isins. Stærsta byggingin, meðferðarkjarninn,
hafi verið stækkaður um þriðjung. Það er
mjög undarleg útskýring þar sem bygging-
arleyfi, sem var gefið út árið 2018, byggir á
kostnaðaráætlun sem var gerð fyrir stærri
gerðina af meðferðarkjarna árið 2017. Fjár-
málaráðuneytið segir hins vegar að kostn-
aður hafi aukist, meðal annars vegna stækk-
unar húsbygginga.
Framkvæmdir vegna nýja landspítalans ná
alveg aftur til ársins 2010, en þá hófst und-
irbúningur við byggingu sjúkrahótels sem nú
er nýlokið. Það verkefni tafðist og fór 8,3%
fram úr kostnaðaráætlun samkvæmt svari ráðuneyt-
isins. Bygging meðferðarkjarna hefur einnig tafist og
skýringarnar á því eru misvísandi. Annars vegar er
sagt að fjárheimildir hafi færst á milli ára vegna tafa
og hins vegar er sagt að verkefnið hafi tafist vegna
flutnings fjárheimilda á milli ára. Fólk er því ekki sam-
mála um hænuna og eggið – en þegar talað var við fólk
sem sér um framkvæmdir þá sagði það að auðveldlega
hefði mátt halda áfram framkvæmdum. Tafirnar voru
sem sagt heimasmíðaðar hjá þeim sem héldu á pen-
ingaveskinu, þau vildu einfaldlega ekki borga af því að
efnahagurinn var á einhverri niðurleið. Þetta var fyrir
heimsfaraldurinn, til þess að hafa það á hreinu.
Ég hef áhuga á þessu máli af nokkrum
ástæðum. Til að byrja með af því að ég er í
fjárlaganefnd Alþingis og þegar það þarf
allt í einu að fara að borga 16 milljarða
aukalega án þess að útskýrt sé af hverju,
þá verð ég frekar pirraður – faglega séð.
Mér finnst einnig mjög áhugavert að eftir
að staðsetning er valin fyrir NLSH þá er
spítalinn stækkaður um þriðjung. Ég veit
ekki hvort fólk hefur tekið eftir því en það
er ekki endalaust pláss á þessum
byggingarreit og þess vegna velti ég því
fyrir mér að ef stærð spítalans hefði legið
fyrir frá upphafi, hvort önnur staðsetning
með meira pláss hefði verði valin. Ef fagleg
greining hefði sagt að það þyrfti að stækka
spítalann um 50% en ekki 33%, hefði þá
verið pláss?
Helsta ástæðan fyrir því að ég hef áhuga á þessu
máli er auðvitað að ég vil fá nýjan og góðan spítala.
Kostnaðurinn við að byggja spítalann er í rauninni
mjög lítill í samanburði við rekstur þeirrar þjónustu
sem þar fer fram og ég vil að það sé hægt að veita þá
þjónustu á eins hagkvæman og faglegan hátt og mögu-
legt er. Þess vegna hef ég áhyggjur af því að fá þessar
útskýringar á auknum kostnaði; stærri byggingar,
breytt umfang, breytt form. Ef þessi orð lýsa grund-
vallarbreytingum á stuttum tíma, hvaða breytingar
verða þá nauðsynlegar á næstu árum?
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
26% dýrari spítali
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is