Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 20

Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 20
Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 K önnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is um afstöðu kjósenda til áframhaldandi stjórn- arsamstarfs núverandi stjórnarflokka set- ur forystu VG í mjög erfiða stöðu. Nið- urstaða könnunarinnar var að 71 prósent af kjósendum VG er andvígt því að VG haldi því sam- starfi áfram. Til upprifjunar má minna á að VG varð til úr þeim hluta Alþýðubandalagsins sem ekki tók þátt í mynd- un Samfylkingarinnar. Þessi könnun verður til þess að þjarmað verður að Katrínu Jakobsdóttur um að gefa skýr svör um hennar afstöðu. Svari hún því til að hún sé opin fyrir slíku samstarfi áfram getur hún verið að hrekja stór- an hóp kjósenda frá flokki sínum. Niðurstaða könnunarinnar kemur þeim ekki á óvart sem eitthvað þekkja til viðhorfa fólks á vinstri kantinum. Þar er andúðin á Sjálfstæðisflokknum mikil. Að hluta til eru það leifar frá dögum kalda stríðsins en hjá yngri kynslóðum tengist sú andúð þróun viðskiptalífsins síðustu þrjá áratugi. Sennilega vita yngri kynslóðir á vinstri kantinum ekki að bæði Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag stóðu að þeirri lykilákvörðun, ásamt Framsókn, að gefa fram- sal veiðiheimilda frjálst án þess að taka upp auðlindagjald um leið. Einhverjir kjósendur VG munu líta svo á að með því að kjósa VG séu þeir að tryggja Sjálfstæð- isflokknum aðild að ríkisstjórn. Þess vegna verður þrýstingurinn á Katrínu að úti- loka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn mjög mikill og kannski óbærilegur. Það hjálpar svo ekki til að hálendisfrumvarpið náði ekki í gegn. Samskipti Sjálfstæðisflokksins og vinstrimanna hafa ekki alltaf verið neikvæð. Í því sambandi má minna á nýsköpunarstjórn Ólafs Thors og eins náið samstarf Bjarna heitins Benediktssonar við verka- lýðsforingja Alþýðubandalagsins á kreppuárunum 1967-1969. Fyrir rúmum fjörutíu árum var reynt að koma á samstarfi Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks í rík- isstjórn en þá kom hörð afstaða sumra forystumanna Alþýðubandalagsins þeim sjálfstæðismönnum á óvart sem í þeim viðræðum stóðu. Skýringin á því var kannski sú að þá höfðu þeir rökstudda ástæðu til að ætla að Sjálfstæðisflokk- urinn væri að klofna vegna þess sem síðar kom í ljós, það er að Gunnar Thoroddsen var á sama tíma að mynda sína stjórn. Hins vegar er það veruleiki að síðustu árin hefur tekizt mjög náið samstarf á milli flokksbundinna sjálfstæðismanna og forystumanna Alþýðubandalags- ins fyrr á tíð um andstöðu við aðild að ESB og um orkupakkamálin. Katrín Jakobsdóttir gæti auðvitað brugðizt við þessari könnun með því að hefja umræður innan síns flokks með það fyrir augum að auka stuðning við nú- verandi stjórnarsamstarf. Það hefur tekizt vel og augljóst að slíkt samstarf skilar árangri fyrir sam- félagið. Á dögum kalda stríðsins var samfélag okkar klofið í herðar niður. Það getur ekki verið nokkrum manni til hagsbóta að viðhalda þeim klofningi. Þvert á móti er ástæða til að vinna í því að þurrka þann gamla klofning út Og veruleikinn er sá að stórir hópar sjálfstæð- ismanna og Vinstri-grænna eru nú sammála um viss grundvallaratriði, svo sem um andstöðu við aðild Ís- lands að ESB og um að við eigum að hagnýta okkur rétt okkar samkvæmt EES-samningnum. Þegar svo er komið er samstarf þessara tveggja flokka eðlilegt. Og ekki má gleyma því að afstaða Birgis Kjarans til náttúruverndar á sér marga stuðningsmenn innan Sjálfstæðisflokksins enn í dag. Með þessum rökum er auðvelt að halda því fram að þessir tveir flokkar séu eðlilegir samstarfs- aðilar og það á við um Framsókn líka. Könnun Maskínu er engu að síður staðreynd, sem sýnir að gömul viðhorf eru rótgróin meðal fólks. Þeim þarf að breyta vegna þess að nú er svo komið að sam- starf þeirra þriggja flokka, sem nú starfa saman, er augljóslega farsælast fyrir þjóðina. Öðru máli gegnir ef reynt yrði að mynda svokall- aða vinstristjórn. Samfylkingin er ESB-sinnaður flokkur sem virðist ekki leggja neina áherzlu á að þessi litla þjóð haldi sjálfstæði sínu. Viðreisn er sama sinnis. Það þýðir að samstarf í slíkri ríkisstjórn yrði mjög erfitt fyrir VG. Það er því nokkuð ljóst að myndun núverandi rík- isstjórnar markaði ákveðin tímamót og tók mið af ákveðnum breytingum í pólitíkinni hér eftir lok kalda stríðsins. Öll þessi breyttu viðhorf er sjálfsagt að ræða opið við kjósendur í kosningabaráttunni. Slíkar umræður mundu auðvelda fólki að skilja þær breytingar sem hér hafa orðið á þremur áratugum. Sennilega gera stjórnmálamenn of lítið af því að ræða svona mál við fólk og þess vegna lenda þeir í svona klemmu eins og VG stendur frammi fyrir í þessari kosningabaráttu. Allt bendir til þess að VG sé að verða stærri flokk- ur en Samfylkingin. Fyrr á árum hefði ekki komið til greina að forveri VG myndaði ríkisstjórn hér. Nú þykir sjálfsagt að sjá Katrínu Jakobsdóttur á leið- togafundum NATÓ. Við skulum vona að könnun Maskínu verði ekki til þess að við hverfum aftur til fortíðar í framvindu ís- lenzkra stjórnmála. Það er nóg komið af sundurlyndi í okkar litla sam- félagi. VG í klemmu Nóg komið af sundurlyndi í okkar litla samfélagi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þ egar ég var krakki fannst mér skemmtilegt þegar sagt var smér og két, í staðinn fyrir hið hversdagslega smjör og kjöt. Mér fannst líka vinalegt þegar einhver sagði venur og meinti vinur. Mest af slíku sérhljóðaflökti lærði ég að væri flámælgi, ég tengdi það helst við gamalt fólk en setti mig ekki mikið inn í það, enda viðkvæðið að þetta væri á undanhaldi. Í seinni tíð hins vegar, og þá er ég eiginlega að meina á síðustu mán- uðum, hef ég tekið eftir hinum ýmsu tilbrigðum við framburð sérhljóða í miðjum orðum. Ég veit ekki hvort þetta er kerfisbundið, a.m.k. er þetta ekki bundið við latmælin hakka og lakka (hækka, lækka), mér finnst þetta beinlínis út og suður, en hef hvorki á því haldbærar skýr- ingar né fræðiheiti. Kannski ég reyni að færa hér fram nokkur dæmi, því ég hef í alvörunni tekið glósur. Þetta byrjaði með hangi- kjötinu. Sjónvarpsauglýsing um jólin sagði: „Íslenskt hangikjöt, höfðin sem við elskum“ (hefðin). Og þá fór ég að skrifa niður. Barn í viðtali sagði „það var arfitt að vera einn heima“ (erfitt), en ég bar mig síður eftir línum barna. „Hvað var það sem tröflaði?“ spurði þá manneskja í útvarpinu og ég fór aftur að glósa. „Kannski akkert (ekkert),“ var svarið, „en þarna eru einstaklingar sem landa (lenda) milli kerfa“. Ég var ekki farin að sjá neitt mynstur enn. Og áfram hélt þetta í gegnum kófið. „Ég kláraði þatta (þetta) í fyrstu belgju (bylgju)“, sagði einn og annar vildi tryggja að „upplýsingar væru tel“ (til). Íþróttalýsandi lýsti lokamínútum: „Þessi bolti andar (endar) í markinu“ og einsýnt að niðurstaðan „myndi brauta (breyta) mjög miklu“. „Já, það er hægt að berja (byrja) á næstu dögum“, sagði embættismaður um umbótamál, ekki slagsmál. Framtakssamt fólk í sjónvarpi sýndi veitingahús í vinnslu: „Hér verða snertingar (snyrt- ingar),“ en þegar spurt var hvort aðsókn væri tryggð var svarið: „Við höfum ekki högmund (hugmynd) um það“. Enda faraldurinn verið „þungt hegg (högg)“. Og stofnaður var „hópur þar sem setja (sitja) fulltrúar“ einhverra sem ég man ekki hverjir voru, enda var inntak við- tala þarna tekið að fara framhjá mér út af öllum þessum bjöguðu sér- hljóðum. „Í sömar verður þetta tilkynnt“, sagði e-r, um e-ð. Og uppá- haldið mitt: „Hörðin er opin!“ Það er varla að ég sjái mynstur enn, þótt ég sé búin að lista þetta upp. Og kannski tala ég svona líka, ég hreinlega veit það akki (ekki), treysti því bara að tæknileg heiti séu komin á þennan margslungna framburð, auk félagsskýringa, en það sem mér leikur um leið forvitni á að vita er hvernig okkur mun þá ganga að læra skýr sérhljóðamál, svo sem ítölsku, sem stundum er sagt að liggi betur við okkur en t.d. enskumælandi, sem fela marga framburðarmöguleika í einum og sama ritaða sérhljóðanum. Mun okkar Mílanó breytast í Mílenú? Pasta í peasta? Og af hverju stafar þetta? Það er spörning. Hvar andar þetta? Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Framburðarbreyting Flámælgi er framburðarbreyting sem var út- breidd á Vesturlandi og Suður- landi á fyrri hluta 20. aldar á Ís- landi en hefur verið á undanhaldi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í heimsfaraldrinum hef ég haldið mig heima við, og þá hefur gef- ist tími til að lesa ýmsar ágætar bækur. Ein þeirra er sjálfs- ævisaga Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, sem kom út fyrir nokkr- um árum. Hún er lipurlega skrifuð eins og vænta mátti. Árni fór ásamt Arnóri Hanni- balssyni til náms í Moskvu 1954. Í sjálfsævisögunni segir hann frá því (bls. 110), að á útmánuðum 1956 hafi tveir römmustu stalín- istar Íslands, Kristinn E. Andrés- son, forstjóri bókafélagsins Máls og menningar, og Eggert Þor- bjarnarson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, komið til Moskvu í því skyni að sitja þing kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna. Þeir Árni og Arnór hafi heimsótt þá á gistihús og talið borist að ömurlegu hlutskipti Eystrasaltsþjóðanna þriggja, Eist- lendinga, Letta og Litháa. Kreml- verjar höfðu hertekið lönd þeirra, barið niður alla andstöðu og flutt marga frammámenn í gripavögn- um til Síberíu. Eggert hafi neitað að trúa frásögnum íslensku stúd- entanna um ástandið í Eystra- saltslöndum, en Kristinn tekið þeim betur, enda hafi hann fengið svipaðar upplýsingar frá íslensk- um sjómanni, sem siglt hafi á Ventspils í Lettlandi. „Já, ég veit, að þetta er rétt hjá strákunum,“ sagði Kristinn. Árni bætir við: „Ég segi frá þessu hér, m.a. vegna þess að ekk- ert er eins einfalt og það lítur út fyrir að vera í skrifum manna eins og Hannesar H. Gissurarsonar og Þórs Whitehead.“ En hvað er Árni í rauninni að segja með þessari sögu? Hann er að segja, að Krist- inn hafi gert sér að minnsta kosti nokkra grein fyrir kúguninni í Ráðstjórnarríkjunum. Samt barð- ist Kristinn ótrauður alla ævi fyrir því að koma á svipuðu kerfi á Ís- landi og stóð þar eystra. Skoðun hans breyttist ekki hið minnsta eftir þetta samtal. Yrði Sovét- Ísland, óskalandið, ekki til með góðu, þá með illu. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Eins einfalt og það lítur út fyrir að vera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.