Morgunblaðið - 17.07.2021, Page 21

Morgunblaðið - 17.07.2021, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 W W W. S I G N . I S H jörvar Steinn Grétarsson komst fram hjá fyrstu hindruninni á heimsbik- armóti FIDE sem hófst í Sotsjí við Svartahaf sl. mánudag. Hjörvar vann Hvít-Rússann Kirill Stupak, 2½:1½. Kappskákunum lauk með jafntefli og þurftu þeir að tefla tvær atskákir, 25-10, til að fá fram úrslit. Hjörvar vann eftir spennandi stöðubaráttu í fyrri viðureign þeirra. Jafntefli dugði svo í seinni skákinni og þar hallaði lengi vel á Hjörvar, sem með útsjónarsemi slapp fyrir horn og var kominn með vinnings- stöðu en lét jafntefli duga. Hjörvar dróst á móti rússneska stórmeist- aranum Maxim Matlakov í 2. umferð og tapaði fyrri skákinni á fimmtudag- inn eftir mikla baráttu. Hann þurfti því að vinna viðureign þeirra í gær til að eiga möguleika á að komast áfram í 3. umferð. Þetta mót dregur til sína flesta úr hópi sterkustu skákmanna heims. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í næsta áskorendamóti. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, fyrst tvær kappskákir og síðan skákir með styttri umhugsunartíma ef úrslit fást ekki í kappskákunum. Magnús Carlsen og stigahæstu þátttakendurnir komust beint í aðra umferð og eru keppendur nú 128 talsins. Þrátt fyrir öll stóru nöfnin var það samt lítt þekktur skákmaður frá Síle sem vakti mesta athygli í 1. umferð fyrir glæsilega fórnarskák gegn full- trúa Dana í mótinu: Heimsbikarmót FIDE; Sotsjí 2021, 1. umferð: Mads Andersen (Danmörk) – Pablo Salinas (Síle) Slavnesk vörn 1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. b3 Bd6 6. d4 0-0 7. Dc2 Rbd7 8. Be2 b6 9. 0-0 Bb7 10. Bb2 De7 11. Had1 Had8 12. Hfe1 Hfe8 Alþekkt staða í slavnesku vörninni. Svartur gætir þess að stilla upp hrókum sínum eins og hvítur gerir. 13. Bf1 c5 14. cxd5 exd5 15. g3 Hc8 16. Bh3 cxd4 17. Rxd4 Bb4 18. Rde2 Re4 19. a3? Tapleikurinn. Best var 19. Dxe4!? Dxe4 20. Hxd7 De5 21. Hxb7 Bxc3 22. Bxc3 Hxc3 23. Rxc3 Dxc3 24. Hd1 og hvítur hefur allgóð færi með hrók og léttan gegn drottningu. - Sjá stöðumynd 1 - 19. … Rxf2! 20. axb4 Ekki 20. Kxf2 Dxe3+ 21. Kg2 d4+ o.s.frv. 20. … Rxh3+ 21. Kf1 Dxe3 22. Df5 Rf6 23. Bc1 Hyggst stugga við drottningunni. - Sjá stöðumynd 2 - 23. … Rg4! 24. Hd3 Aftur reynir hann að hrekja drottninguna á braut. 24. … d4! Nú er hótunin 25. … Rxh2 mát. 25. Hed1 25. … Dg1+! 26. Rxg1 Rxh2 mát. Hrunadans Kasparovs í Zagreb Garrí Kasparov, sem nú teflir und- ir fána Króatíu, ákvað að taka þátt í hraðskákhluta Grand chess tour sem lauk í Zagreb um síðustu helgi, í fé- lagi við nýjan landa sinn, króatíska stórmeistarann Ivan Zaric, sem tefldi níu atskákir. Tvö stig voru í boði fyrir hvern vinning þar en eitt fyrir sigur í hraðskákinni en þar var líka tefld tvöföld umferð. Ekki verð- ur annað sagt en að Zaric hafi skilað keflinu á „góðum tíma“; hann hafði hlotið 10 vinninga þegar Garrí tók við vinningi á eftir efsta manni, Jan Ne- pomniachtchi. Þátttöku Kasparovs var beðið með mikilli eftirvæntingu en hvað gerð- ist? Eftir fyrri daginn hafði Kasparov hlotið ½ vinning af níu. Enginn vissi og allra síst hann sjálfur hvar óskytjuörvar hans myndu geiga; hann tapaði í sjö leikjum fyrir Mame- dyarov, í 17 leikjum fyrir Korobov og 18 leikjum fyrir Nepo. Síðari dagurinn var heldur skárri, tveir vinningar í hús eða samtals 2½ vinningur af 18 mögulegum. Hjörvar Steinn komst fram hjá fyrstu hindruninni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Í sviðsljósinu Heimsmeistarinn Magnús Carlsen dregur til sína mikla athygli í Sotsjí. Hann vann fyrstu skák sína. Eitt sinn varst þú aðeins draumur. Fal- legur draumur í huga Guðs. Draumur sem rættist. Börnin okkar eru ljóð, ort af okkur saman. Ljóð sem lifa. Ávöxtur ástar, óður til lífsins. Lífs sem við kveikt- um saman, með Guðs hjálp. Lífs sem held- ur áfram og verður aldrei afmáð. Ljós í heiminn borið Í skírninni samlögumst við ljósi heimsins sem við okkur skín frá himni og verðum við sjálf í ljósi himinsins. Ljós í heiminn borið. Tendruð af ljósi ljósanna. Ljós af ljósi. Í skírninni erum við upp- vakin til lífsins. Eilífs lífs með frelsaranum Jesú Kristi. Því get- ur skírnin aldrei verið bara ein- falt formsatriði heldur varanlegt augnablik. Ekkert fær þig hrifið úr frelsarans fangi sem foreldrar þínir forðum færðu þig í. Þú varst nefnd/nefndur með nafni og nafn- ið þitt var letrað í lífsins bók með frelsarans hendi. Himnesku letri sem ekki fæst afmáð og ekkert fær eytt og ekkert strokleður getur þurkað út. Þér var heitin eilíf samfylgd af höfundi og full- komnara lífsins. Þú hefur verið grædd eða græddur á lífsins tré og þiggur næringu þína frá stofni lífsins. Næringuna sem viðheldur lífinu til eilífðar. Líttu því upp, fagnaðu og gleðstu. Þakkaðu og lifðu. Leyfðu rótunum að dýpka svo þú berir ávöxt. Mikinn og góðan ávöxt. Ávöxt sem var- ir. Láttu því aldrei aldrei nokkurn ein- asta mann eða hópa líta smáum augum á aldur þinn og það sem þér er gefið af Guði til að hafa fram að færa fólki til blessunar, honum til dýrðar og þannig sjálfum þér eða sjálfri til heilla og hamingju. Láttu held- ur aldrei líta niður á uppruna þinn, skoðanir, litarhátt né kyn- ferði, þekkingu eða reynslu. Handarfar skaparans Í lófa Guðs er nafn þitt ritað. Þú ert handarfar skaparans í þessum heimi og líf þitt hið ljúf- asta og fegursta ljóð. Heilagur andi hefur blásið þér lífi, anda og krafti í brjóst til að vera sá eða sú sem þú ert. Þú er leikflétta í undri kærleikans. Njóttu þess og láttu muna um þig til góðs. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Handarfar skaparans Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Í lófa Guðs er nafn þitt ritað. Þú ert handarfar skaparans í þessum heimi og líf þitt hið fegursta ljóð. Njóttu þess og láttu muna um þig til góðs. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur og aðdáandi lífsins. Sigurður Helgason fæddist 20. júlí 1921 í Reykjavík og eru því 100 ár frá fæðingu hans næsta mið- vikudag. Hann var sonur hjónanna Helga Hallgrímssonar fulltrúa og Ólafar Sigurjónsdóttur kennara í Reykjavík. Sigurður var einn af mestu áhrifamönnum íslenskrar flugsögu og viðskiptafræði- menntun hans frá Columbia- háskólanum í New York og starf hans sem framkvæmdastjóri Loft- leiða í New York frá 1961-74 gaf honum aðra sýn á rekstur en tíðk- aðist á Íslandi. Áður en hann fór í flugið var hann framkvæmdastjóri Orku og Steypustöðvarinnar frá 1948-1961. Þá fór hann vestur um haf og eftir árin hjá Loftleiðum í New York tók hann við sem for- stjóri Flugleiða og leiddi félagið til ársins 1984, en var stjórn- arformaður til 1991. Framsýni Sigurðar í flugmálum var einstök og hann byggði upp sterkan markað í Bandaríkjunum og var leiðin þaðan inn í Evrópu iðulega í gegnum Ísland. Við and- lát hans birti New York Times minningagrein þar sem störf hans eru rómuð og hvernig hann var frumkvöðull í lággjaldaflugi og hvernig hann kynnti heilli kynslóð Bandaríkjamanna flugferðir til Evrópu. Eiginkona Sigurðar var Unnur Hafdís Einarsdóttir og þau áttu fjögur börn, Ólöfu Preston, Eddu Línu, Helga og Sigurð Ein- ar. Sigurður lést á Mustique, St. Vincent, The Grenadines í Kar- íbahafinu 8. febrúar 2009. Merkir Íslendingar Sigurður Helgason ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.