Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 Elsku amma, á þessum tíma- punkti veit ég eigin- lega ekki hvar ég á að byrja. Ég er fyrst og fremst ótrú- lega þakklát fyrir allar minning- arnar og góðu stundirnar sem ég átti með þér í gegnum árin, elsku amma. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa átt bæði góða og sterka fyr- irmynd í þér. Það eru alls ekki allir sem geta stært sig af jafn ævin- týraríkri, hugrakkri og ákveðnari ömmu og ég. Ég skil vel að lífið hjá ömmu var ekki auðvelt enda tókst hún á við ótrúlegar áskoranir á lífs- leiðinni. Sumar áskoranir valdi hún sjálf, eins og til dæmis að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám í hjúkrunarfræði, en öðrum áskor- unum var þrýst á hana. Fyrir mér var amma alltaf ofboðslega merki- leg og mikil kona. Ó hvað ég naut þess að hlaupa yfir í Miðleitið í heimsókn þegar ég var nemi í MH. En á þessum tíma nýtti ég ótal hlé til þess að vera hjá þér í góðu spjalli yfir kaffibolla og heitu brauði. Þá sagði amma mér sögur af því þegar hún var lítil stelpa á Akureyri og svo líka sögur af því þegar hún og afi kynntust. Mest hafði ég þó gaman af sögunum frá því þegar hún og Sigga sigldu á stóra skipinu yfir hafið til Banda- ríkjanna. Þegar amma sagði mér sögurnar af ævintýrum þeirra þá sá ég allt svo skýrt fyrir mér, eins og í svarthvítri rómantískri Holly- wood-mynd. Amma var svo glæsi- leg á ljósmyndunum sem hún sýndi mér samhliða sögunum. Hún var eins og kvikmyndastjarna þar sem hún var uppi á þaki á háhýsi í Chi- cago. Við höfum alltaf spjallað mik- ið um allt og ekkert. Ég sakna þín amma. Þú varst einhvern veginn alltaf til staðar, til í spjall og það veitti mér ákveðna festu í lífinu sem er núna allt í einu horfin. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér og strákunum mínum. Ég á eftir að sakna hlátursins þíns og söngvanna sem þú sönglaðir til mín og síðan til Bóasar og Bents. Mest af öllu á ég eftir að sakna óvænts símtals og sögustundanna. Ég vildi óska þess að ég hefði tek- ið upp sögurnar sem þú sagðir mér í Miðleitinu en þá var tíminn eitthvað svo endalaus. Ég elska þig amma og veit að þú verður alltaf hjá mér. Sigríður (Sirrý). Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Sagan um hjúkrunina er jafn- gömul manninum en sérmenntuð hjúkrunarstétt er tiltölulega ung. Heimildir um hjúkrun á Íslandi fyrri tíma eru fátæklegar, ekki þótt í frásögur færandi að konur Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir ✝ Sigríður Jó- hanna (Sirrý) fæddist 11. nóv- ember 1929. Hún lést 23. júní 2021. Útför Sigríðar fór fram 15. júlí 2021. fengjust við hjúkr- un. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað í nóvem- ber 1919 af miklum eldhugum. Aðal- markmið félagsins var að aðstoða ung- ar stúlkur til hjúkr- unarnáms. Málið var erfitt vegna skorts á sjúkrahús- um í landinu og nemendur urðu að fara til Dan- merkur og Noregs til að ljúka námi. Enginn var hjúkrunarskól- inn, það er ekki fyrr en með stofn- un Landspítala árið 1930 að hægt er að stofna hjúkrunarskóla. Hjúkrunarskóli Íslands var stofn- aður árið 1931 og voru bæði kennslustofur og heimavist hjúkr- unar- og ljósmæðranema á efri hæðum Landspítala. Fyrstu lög Hjúkrunarskóla Íslands eru nr. 13 frá 23. júní árið 1932 og kveða á um að ljósmæðra- og hjúkrunar- kvennaskóli skuli starfa í tengslum við Landspítala í Reykjavík og lúta stjórn hans. Hjúkrunarskólinn er því aðeins búinn að slíta barnsskónum þegar Sigríður hefur nám árið 1951. Eft- ir námið árið 1954 heldur Sigríður til Akureyrar, heimabæjarins, ári seinna er hún flutt til Bandaríkj- anna. Þar stundar hún nám í gjör- gæsluhjúkrun við Presbyterian Hospital í Chicago og lýkur því ár- ið 1956. Meðan á dvölinni vestra stóð vann hún einnig á North Western Hospital í Minneapolis, eftir flutning þangað. Sigríður giftist Valtý Bjarnasyni árið 1956 og eignaðist með honum fjögur mannvænleg börn. Valtýr lést árið 1983. Starfsferill Sigríðar var fjöl- þættur, eftir heimkomuna starfar hún bæði við sérgrein sína ásamt því að starfa við geðendurhæfing- ar og almenna hjúkrun. Ákveðin vatnaskil verða þegar hún ræður sig sem kennara að Nýja hjúkr- unarskólanum árið 1975. Hún lýk- ur í framhaldi námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Kennaraháskóla Íslands ásamt því að stunda nám við Nordiska hålsovårdshög- skolan í Gautaborg. Sigríður starfaði sem hjúkrunarforstjóri St. Jósepsspítala í Hafnarfirði í tvö ár áður en hún var ráðin sem hjúkrunarkennari við Hjúkrunar- skóla Íslands árið 1980. Í fram- haldi tekur hún við stöðu yfir- kennara og síðar sem skólastjóri þegar Þorbjörg Jónsdóttir lætur af störfum árið 1983. Þeirri stöðu gegndi hún þar til námið var flutt í Háskóla Íslands árið 1986. Sigríð- ur brautskráði 202 nemendur og stjórnaði einnig framhaldsnámi í hjúkrunarstjórnun þar sem braut- skráðust 30 hjúkrunarfræðingar frá skólanum. Sigríður vann ötul- lega að framþróun hjúkrunar og sat í og stýrði fjölmörgum nefnd- um þar að lútandi. Merk kona er gengin, engum sem þekkti Sigríði duldist dugnaður hennar, ósér- hlífni og framsýni, við sem kynnt- umst henni nánar vissum ekki bara hversu fjölhæf hún var held- ur hversu gott var að eiga hana að og ekki spillti hennar góða skop- skyn fyrir. Guð blessi minningu Sigríðar Jóhannsdóttur. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mér er ljúft að minnast fé- lagskonu okkar og vinkonu Sigríð- ar Jóhannsdóttur sem var félagi í Alfa-deild Delta Kappa Gamma í alls 40 ár. Þessi samtök, sem heita Félag kvenna í fræðslustörfum á íslensku, eru upprunnin í Banda- ríkjunum og var upphaflega ætlað að styðja við konur í réttindabar- áttu þeirra á sviði menntamála þar sem lítið var um möguleika þeirra á starfsframa eða góðum stöðum. Hingað komu samtökin með stofnun fyrstu deildarinnar, Alfa-deildar, árið 1975. Sigríður gekk í samtökin árið 1981 og var þá einn helsti frumkvöðull í menntun hjúkrunarfræðinga hér á landi. Sigríður lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1954 og vann ýmis hjúkrunarstörf um skeið. Árið 1975 var hún kennari við Nýja hjúkrunarskólann og ár- ið 1979 réðst hún sem kennari við Hjúkrunarskóla Íslands, síðar yf- irkennari og loks skólastjóri 1983- 1987. Á þessum árum var mikil gerjun í gangi varðandi menntun hjúkrunarfræðinga og stefnan tekin á að færa námið yfir á há- skólastig. Gríðarlega mikil vinna var í því fólgin að flytja heila stóra starfsgrein á milli skólastiga og var Sigríður þar ötul baráttukona fyrir þessari nýju skipan. Henni tókst að sameina allt nám hjúkr- unarfræðinga á háskólastig og þurfti meira en meðalmanneskju til að ná þeirri áætlun fram. Það verður að teljast sérstakt að vinna að því að leggja starf sitt niður eins og hún gerði, en þarna var Sigríði rétt lýst. Þegar markmið- inu var náð tók hún sér fyrir hend- ur annað starf og var hjúkrunar- forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík 1988-1993 en þá fór hún á eftirlaun. Sigríður var einstaklega glæsi- leg kona, glaðleg og skemmtileg í viðkynningu. Hún hafði mikla frá- sagnarhæfileika og gat alltaf sagt skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum. Hún dvaldi lang- dvölum í Bandaríkjunum, starfaði á Nortwestern Hospital í Minnea- polis um árabil og átti marga góða kunningja vestanhafs. Alls staðar var hún hrókur alls fagnaðar, vin- mörg og vinsæl. Við kveðjum nú Sigríði með söknuði og þökkum henni allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Fjölskyldu og vinum send- um við samúðarkveðjur okkar og óskum þeim alls velfarnaðar. Fyrir hönd Alfa-deildar Delta Kappa Gamma á Íslandi, Sigrún Klara Hannesdóttir. Nú er móðursystir mín Sirrý farin úr sínu jarðlega formi eftir vel lifaðan og langan lífsferil. Fal- lega og hlýja brosið hennar situr fast í minni mínu, ásamt þeim kostum sem einkenndu hana: klár og kraftmikil, jákvæð og gefandi. Sirrý var nútímaleg, því á tíma sem það var enn óalgengt fór hún til Bandaríkjanna til náms. Þá reynslu notaði hún með sínum ein- kennandi viljastyrk og vinnu- hörku til að byggja upp lofsverðan starfsferil á sviði hjúkrunar á Ís- landi. Í mínum barnsaugum kom reynsla Sirrýjar í útlöndum fram í formi kalkúna og maískorna á veisluborðum, góðgæti sem mað- ur hafði aldrei séð áður, né bragð- að. Þau voru ófá fjölskylduboðin haldin hjá Sirrý í Stigahlíðinni á uppeldisárunum okkar systra- barnanna, sem hún undirbjó af krafti og listfengi. Sirrý er stólpi í lífsgrunni og sögu fjölskyldunnar og í minni sögu. Því mun ég hlúa að minn- ingu hennar af ást, umhyggju og þakklæti. Við, fjölskylda hennar hér í Ríó de Janeiro, vottum börn- unum Siddý, Bjarna, Jóhanni og Valla, barnabörnum og barna- barnabörnum okkar innilegustu samúð. Minning hennar lifir! Hulda Geirlaugsdóttir. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁRNADÓTTIR þýðandi, sem lést 9. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. júlí kl. 15. Árni Óskarsson Jóna Dóra Óskarsdóttir Völundur Óskarsson Aagot Vigdís Óskarsdóttir Svanhildur Óskarsdóttir Hrafnkell Óskarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYSTEINN LEIFSSON, Hjallaseli 49, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. júlí. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. júlí klukkan 13. Leifur Eysteinsson Steinhildur Hildimundardóttir Guðrún Eysteinsdóttir Helgi Kristófersson Auður Eysteinsdóttir Sigurður Pálmason Margrét Eysteinsdóttir Árni Níelsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku yndislega mamma mín, amma og tengdamamma, SIGRÚN KARLSDÓTTIR félagsráðgjafi, lést á heimili sínu Eskihlíð 16a 6. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem viljast minnast hennar er bent á Ljósið. Ásta Sighvats Ólafsdóttir Henrik Þór Tryggvason Birgit Elva Henriksdóttir Pétur Kári Henriksson Ástkær bróðir, mágur, stjúpfaðir og móðurbróðir okkar, PÁLL JÓNSSON, lést laugardaginn 10. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Anna Pála Vignisdóttir Páll Loftsson Arnar Pétursson Jóhanna Katrín Pálsdóttir Jón Bragi Pálsson Leifur Pálsson Okkar ástkæri ÁGÚST ÞÓRARINSSON húsasmíðameistari, Rauðalæk 73, Reykjavík, lést á Grund föstudaginn 9. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir Ebba G. Guðmundsdóttir Hafþór Hafliðason Jóhannes Þór Ágústarson Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir Hanna Hulda, Hafliði, Embla María og Hrafnhildur Freyja Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR frá Ásláksstöðum í Arnarneshreppi, andaðist á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 4. júlí. Útför hennar fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal þriðjudaginn 20. júlí klukkan 11.00. Þórður Ingimarsson Björn Ingimarsson Sveinn Ingimarsson og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATLI VIÐAR JÓHANNESSON forstjóri lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 16. júlí, útför Atla Viðars fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan 13. Benna Stefanía Rósantsdóttir Dagmar Ósk Atladóttir Halldór Walter Stefánsson Inga Sigrún Atladóttir Jón Ísfjörð Aðalsteinsson Kristjana Atladóttir Brynjar Örn Arnarson Júlía Rós Atladóttir Hermann S. Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN HLÍÐAR RUNÓLFSSON athafnamaður, lést á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd föstudaginn 9. júlí. Minningarathöfnin fer fram að búddískum sið í hátíðarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. júlí klukkan 14. Eygló Jónsdóttir Eyrún Ósk Jónsdóttir Sverrir Jörstad Sverrisson Steinn Hlíðar Jónsson Heiðdís Halla Sigurðardóttir Sindri Hlíðar Jónsson Tamara Spell og barnabörn Elsku sonur okkar og bróðir, ÞORSTEINN ATLI GÚSTAFSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 12. júlí. Jarðarför Þorsteins Atla fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júlí klukkan 13. Gústaf Helgi Hjálmarsson Sóley Erla Ingólfsdóttir Ingólfur Orri Gústafsson Þorkell Máni Gústafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.