Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hljómsveitin amiina hefur nú sentfrá sér nýja plötu, eftir fimm ára út- gáfuhlé. Stuttskífan ber titilinn Pharology, kom út 26. júní og á henni er að finna þrjú tiltölulega löng lög. Eins og glöggir tónlistarunnendur muna þá var amiina stofnuð sem strengjakvartett undir lok síðustu aldar og voru stofnendur María Huld Markan Sigfúsdóttir, Sólrún Sumar- liðadóttir, Hildur Ársælsdóttir og Edda Rún Ólafsdóttir. Síðar bættust í hópinn þeir Magnús Trygvason Eliassen slagverksleikari og Guð- mundur Vignir Karlsson raftónlistar- maður, sem einnig er þekktur undir nafninu Kippi Kaninus. Þær Hildur og Edda sögðu svo skilið við sveitina fyrir nokkrum árum og amiina því orðin kvartett á ný. Titlar fengnir út vitafræðum María Huld sagði blaðamanni frá tildrögum plötunnar: „Tónlistin varð til í kjölfar þess að við amiinu-fólk vorum fengin til þess að gera verk á listahátíð í Danmörku, í vita í þorpinu Gilleleje. Þar vorum við beðin um að gera „performance“-verk á staðnum og svo innsetningu sem átti að vera allt sumarið.“ Þaðan dregur platan nafn sitt Pharology, sem þýða mætti sem vita- fræði. María útskýrir að titlarnir á lögunum þremur á plötunni séu feng- in úr vitafræðum. „Beacon“ sé viti, „Refraction“ sé ljósbrotið í keilunni og „Aton“ sé heiti á ákveðnu neyðar- kalli. „Tónlistin sem við fluttum eftir að hafa dvalið í þessum vita að búa til og semja var í rauninni nokkurn veg- inn það sem er á plötunni. Svo kom- um við bara til Íslands og tókum þetta upp. Efniviðurinn er lauslega tengdur við þessa dvöl, að vera í vita, í ljóskeilunni að horfa út á hafið. Fyrsta lagið, „Beacon“, er til dæmis byggt upp á morskóða sem er einmitt tengdur vita.“ María segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem vitar koma við sögu hjá ami- inu og á þá við plötuna Lighthouse Projekt frá árinu 2013. „Hún var gerð í tengslum við það þegar við ferðuðumst hringinn í kringum land- ið og spiluðum í vitum. Þannig að við höfum verið svolítið á þessum slóð- um, af og á, í gegnum tíðina.“ Gaman að koma saman Liðin eru fimm ár frá síðustu út- gáfu amiinu og plötunnar Pharology því beðið með eftirvæntingu. María segir ýmislegt skýra þetta hlé. Eftir útgáfu plötunnar Fantomas árið 2016 hafi hljómsveitin varið miklum tíma í tónleikaferðalög. Tónlistin á þeirri plötu hafi verið samin við klukkutíma langa kvikmynd frá 1913 og hljóm- sveitin farið víða um heim, spilað kvikmyndina og flutt tónlistina með. „Svo vorum við komin í gírinn að fara að gera ýmislegt, þá flutti einn meðlimur erlendis og síðan kom Covid. Svo eru liðsmenn hljómsveit- arinnar mikið í öðrum verkefnum. Magnús trommar held ég bara með flestöllum á Íslandi og svo framveg- is,“ segir hún og hlær. „En okkur þykir rosalega gaman þegar við kom- um saman. Það verður mikið til á mjög stuttum tíma þegar við gefum okkur tíma til að sinna amiinu.“ Spurð um tónleikahald í kringum þessa útgáfu segir María: „Við vorum með bókaðan túr í maí á síðasta ári sem átti einmitt að vera þessi plata, sitt lítið af hverju annað og nokkur ný lög. Svo við erum bara að sjá til hverjir af þessum prómótúrum koma lifandi út úr Covid.“ Hljómsveitin átti ýmsa tónleika bókaða í Suður- Evrópu, á Ítalíu, Grikklandi og Spáni, þar sem ástandið er enn nokk- uð slæmt. „Okkur langar mjög mikið að halda okkar striki og vonandi fara að túra um Evrópu í byrjun næsta árs. Síðan langar okkur líka til þess að halda eitthvað smávegis í kringum Airwaves,“ segir hún. „Magnað myndbandsverk“ Heimir Freyr Hlöðversson hefur gert myndbandsverk, sem kalla má kvikmyndaljóð, við plötuna. María segir að upprunalega hafi myndbandið einungis átt að vera við eitt lag. „Síðan vorum bæði við og hann svo spennt yfir því hvað þetta kom vel út saman, svo þetta endaði með því að hann gerði rosalega magnað myndbandsverk fyrir alla plötuna.“ Verkið var frumsýnt þann 19. júní í Bíó Paradís. „Það var rosa- lega magnað því þá var það í „sur- round“-hljóði og okkur langar til að gera þetta aftur í kringum Airwa- ves,“ segir María og bætir við að þá stefni þau bæði á að halda tónleika og útbúa einhvers konar innsetningu eða litla viðburði þar sem myndefnið fær að rúlla. „Þá munum við koma saman og halda almennilega upp á þetta,“ segir María og bætir hlæjandi við: „Í þriðja sinn.“ Platan er gefin út á 10 tommu vínyl sem er að sögn Maríu mjög eigulegur og fallegur gripur sem fæst í öllum betri plötubúðum, „eða þeim plötu- búðum sem eftir eru“ bætir hún við. Auk þess er platan fáanleg bæði staf- rænt og á vínyl á Bandcamp.is. Ljósmynd/Juliette Rowling Kvartett „Það verður mikið til á mjög stuttum tíma þegar við gefum okkur tíma til að sinna amiinu,“ segir María Huld Markan um samstarfið. Í ljóskeilunni að horfa út á hafið - Pharology er ný plata hljómsveitarinnar amiinu - Fyrsta útgáfa sveitarinnar í fimm ár er inn- blásin af dvöl í vita í dönsku þorpi - Heimir Freyr Hlöðversson hefur gert kvikmyndaljóð við plötuna Hrafnhildur Arnardóttir/ Shoplifter mun í dag kl. 16 ganga um Hrútey við Blönduós og spjalla um sýningu sína Boðflennu sem þar er. Leiðsögnin fer fram á íslensku og verður endurtekin á ensku kl. 17. Boðflenna var opnuð 3. júlí, er opin allan sólarhringinn og mun standa opin til 28. ágúst. Verkið er víðs vegar um eyjuna sem er í Blöndu, og er unnið úr hári sem er ýmist gervihár eða mannshár. Hrafnhildur er þekktust fyrir að hafa verið fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum 2019 þar sem hún sýndi verkið Chromo Sapiens sem var stór innsetning eingöngu úr gervihári. Verk hennar fjalla um fyrirbæri á borð við hégóma, sjálfs- mynd, tísku, fegurð og goðsagnir poppmenningarinnar, eins og segir í tilkynningu. Hjónin Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar standa að sýningunni. Í Hrútey Hluti af verki Hrafnhildar. Hrafnhildur segir frá Boðflennu Erla Lilliendahl opnar í dag sína fyrstu myndlistarsýningu, Candy- floss, í Gallery Grásteini, Skóla- vörðustíg 4. Á henni sýnir hún olíu- málverk, skúlptúra, klippimyndir og útsaumsverk þar sem áhersla er lögð á endurnýtingu og óhefðbund- inn efnivið. „Þessi fyrsta sýning mín sækir innblástur í barnæskuna; ævintýri, sakleysi en líka hið dulda og myrka. Ég notast mikið við end- urnýttan efnivið bæði í myndir mín- ar og skúlptúra, enda hef ég alltaf verið hugfangin af gömlum hlutum sem hvísla sögur úr fortíðinni. Undantekningin á þessu eru staf- rænu klippimyndirnar mínar, þótt svo að myndefnið sjálft sé oftar en ekki hlutir sem finnast á háaloftum og í rykfylltum geymslum, eins og styttur og gamalt skart,“ skrifar Erla um sýninguna. Litríkt Eitt verka Erlu á sýningunni. Ævintýri og sakleysi en líka hið myrka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.