Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 40
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
„Ég er búin að vera hérna und-
anfarnar fimm vikur að vinna í
garðinum, allt sumarfríið bara,“
segir Vilborg Arnarsdóttir, en hún
stendur í ströngu þessa dagana við
að taka aðgengismálin í gegn í
Raggagarði á Súðavík.
Raggagarður er áhugamanna-
félag sem stofnað var í kringum
uppbyggingu garðsins fyrir rúm-
lega 15 árum. Markmiðið með garð-
inum var að hlúa að fjölskyldum og
efla útiveru og stuðla að ánægju-
legri samveru foreldra og barna.
Nafn garðsins er þannig tilkomið
að Vilborg, sem er frumkvöðull fé-
lagsins og formaður, fór af stað
með verkefnið til minningar um son
sinn Ragnar Frey Vestfjörð sem
lést í bílslysi árið 2001, aðeins
sautján ára gamall. Vilborg segir
nafnið þó hafa fest í sessi, að vissu
leyti óvart.
„Ég var að vinna í svo mörgum
görðum á þessum tíma þannig að
þetta nafn var nú bara eitthvað sem
ég sagði við börnin mín til þess að
láta vita hvar ég væri.“ Síðar var
haldin nafnakeppni og þá var nafnið
Raggagarður farið að spyrjast út og
að endingu vann nafnið í keppninni.
Nýtt listaverk
Að undanförnu hefur garðurinn
verið tekinn í gegn, m.a. með aðstoð
unglinga úr vinnuskólunum á Ísa-
firði, Bolungarvík og Súðavík. Og í
dag, laugardag, verður haldin hátíð
í garðinum en tilefnið er afhjúpun
útilistaverks sem garðurinn fékk að
gjöf.
Listaverkið er eftir Jón Gunnar
Árnason, en hans þekktasta verk er
án efa Sólfarið, sem stendur við
Sæbraut í Reykjavík.
„Listaverkið var fyrir utan
heimahús á Seltjarnarnesi, svo
flutti fólkið og bauð Raggagarði
verkið,“ segir Vilborg.
Hátíðarhöldin hefjast klukkan tvö
en þá mun Einar Mikael töframað-
ur kenna börnunum töfrabrögð.
Klukkan hálf þrjú verður listaverk-
ið svo afhjúpað og einnig verða
ræðuhöld. Einar Mikael stígur svo
aftur á svið og verður með sýningu.
Að lokum mun Benedikt Sigurðs-
son, tónlistarmaður frá Bolung-
arvík, halda uppi stemmingu með
brekkusöng.
Raggagarður fær lista-
verk eftir Jón Gunnar
- Hátíðarhöld
og afhjúpun í
garðinum í dag
Listaverk Vilborg Arnarsdóttir með myndhöggvaranum Gerði Gunn-
arsdóttir en hún gaf Raggagarði myndverkið Æsku á síðasta ári.
Skemmtigarður Unnið hefur verið að því í sumar að bæta aðstöðuna í
Raggagarði í Súðavík og í dag verður haldin hátíð í garðinum.
Hrafnhildur Schram fjallar um Nínu
Hrafnhildur Schram listfræðingur mun fjalla um Nínu
Sæmundsson myndhöggvara (1892-1965) að Kvoslæk í
Fljótshlíð í dag, laugardag, kl. 15, en hún ritaði ævisögu
Nínu sem Crymogea gaf út árið 2015. Nína fæddist í
Nikulásarhúsum sem eru skammt austan við Hlíðarenda
í Fljótshlíð og er þar Nínulundur til minningar um hana,
fyrstu íslensku konuna sem helgaði sig höggmyndalist.
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Breiðablik gæti átt mesta möguleika af íslensku knatt-
spyrnuliðunum þremur sem eru komin í aðra umferð
Sambandsdeildar karla þrátt fyrir að mótherjar þeirra
séu hið fornfræga lið Austria Vín. Bæði Valur og FH
mæta öflugum norskum liðum, Bodö/Glimt og Rosen-
borg, og hingað til hafa íslensk félög aldrei slegið norsk
út í Evrópukeppni. »33
Á Breiðablik mestu möguleikana?
ÍÞRÓTTIR MENNING