Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsalan heldur áfram Verið velkomin Svonefndar mathallir hafa verið að ryðja sér til rúms á landinu undan- farin ár og nokkrar til viðbótar eru í undirbúningi. Fyrr í sumar var veitingastaðn- um Restaurant Reykjavík að Vest- urgötu 2 lokað og til stendur að breyta staðnum í mathöll sem feng- ið hefur nafnið Reykjavík mathöll. Þarna er áformað að verði 10-12 minni veitingastaðir, sem bjóði upp á mismunandi tegund matar. Vesturgata 2 er sögufrægt hús og þykir eitt merkasta hús borgar- innar. Það var byggt árið 1863 af C.P.A. Koch útgerðarmanni og var þá kallað Bryggjuhúsið. Vesturgata 2 hefur þá sérstöðu að vera núll- punktur borgarinnar. Við það eru öll götunúmer í borginni miðuð og talið út frá því til allra átta. Ýmsar breytingar voru gerðar á húsinu í gegnum tíðina. Það hefur m.a. hýst heildsölu, skrifstofur og ýmsar verslanir. Um margra ára skeið var í húsinu rekið eitt vinsæl- asta veitingahús borgarinnar, Kaffi Reykjavík. sisi@mbl.is Mathöll í frægu húsi Morgunblðið/sisi Vesturgata 2 Framkvæmdir eru hafnar við nýjustu mathöll borgarinnar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ungmennafélagið Fjölnir og fast- eignafélagið Reginn hf. hafa kynnt fyrir Reykjavíkurborg tillögur/ hugmyndir sem lúta að því að byggja upp við Egilshöll kjarna íþrótta, tómstunda og lýðheilsu fyrir samfélagið í Grafarvogi. Jafnframt verði skipulögð íbúðabyggð á svæð- inu, þar sem risið gætu 400-500 íbúð- ir. Tillögurnar eru nú til skoðunar hjá borginni. Fjölnir teflir fram liðum í meist- araflokki karla og kvenna í knatt- spyrnu. Heimavöllur félagsins í Dal- húsum uppfyllir ekki kröfur KSÍ til keppnisvalla í efstu deild. Félagið hefur verið á undanþágu í fjölda ára og óvíst hve lengi svo verður áfram. Fjölnir og Reginn hafa skoðað og viðrað þá hugmynd að leysa til fram- tíðar keppnisaðstöðu fyrir knatt- spyrnu við Egilshöll, en húsið er í eigu Regins. „Hugmynd og tillögur byggja á því að byggja upp enn öflugri kjarna íþrótta, tómstunda og lýðheilsu í Grafarvogi og víðar. Auk knatt- spyrnuaðstöðu verður mótuð að- staða til heilsueflingar og marg- víslegra íþrótta. Dæmi um möguleika eru bað- og laugasvæði, klifurgarður, tennis, Padel-tennis, hjólabrettagarður og margt fleira,“ segir í bréfi til Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra. Bréfið undirrita Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reg- ins, og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis. Verði byggt í fjórum áföngum Tillögunum er skipt í fjóra áfanga. Í 1. áfanga verði núverandi grasvöll- ur endurnýjaður og honum snúið í 90 gráður. Þá verði byggð áhorf- endastúka, sem síðar tengist bygg- ingum 2. áfanga á lóð Egilshallar. Stúkan mun rúma 1.000-1.500 áhorfendur og verða allir í sætum. Stækkunarmöguleikar verða fyrir allt að 4.000 áhorfendur. Völlurinn mun uppfylla skilyrði KSÍ/FIFA. Gert er ráð fyrir því að núverandi fimm sparkvellir haldi sér. Meðfram Víkurvegi verður byggður skjól- og öryggisveggur. Heildarkostnaður er áætlaður rúmlega 500 milljónir króna, þ.e. við völl og stúku. Reginn hf. er reiðubú- ið að fjármagna og byggja upp að- stöðuna. Á móti komi árlegar leigu- tekjur frá Reykjavíkurborg. Í 2. áfanga er gert ráð fyrir 16 þúsund fermetra íþrótta- og lýð- heilsukjarna norðan Egilshallar og austan við nýjan keppnisvöll. Upp- bygging móti skjól fyrir ríkjandi vindátt og tengi nýjan kjarna við framtíðaríbúðabyggð. Með upp- byggingunni verði mætt þörfum fjöl- breyttrar íþrótta- og heilsutengdrar starfsemi. Í 3. og 4. áfganga er gert ráð fyrir skipulagningu og uppbyggingu íbúðabyggðar, þar sem verði allt að 500 íbúðir. Þetta land er í eigu Reykjavíkurborgar, sem myndi selja byggingaréttinn. Hin nýja byggð tengist kjarnanum, golfvellinum við Korpúlfsstaði og nýju neti almenn- ingssamgangna. Þarna verði boðið upp á einstaka staðsetningu með úti- vistartækifærum, afþreyingu og út- sýni, segir í bréfinu. „Reginn býðst til að koma upp að- stöðu fyrir nýjan knattspyrnuvöll og byggja stúku fyrir Fjölni fyrir 1. apríl 2022 gegn árlegri leigu sem nemur 21 milljón króna til 20 ára. Þá fái félagið byggingarheimildir fyrir allt að 16.000 nýjum fermetrum gegn greiðslu gatnagerðargjalda,“ segir m.a. í bréfinu. Bréfið er dagsett 29. janúar 2021 svo ljóst er að þessar dagsetningar munu ekki standast, taki borgin já- kvætt í þær hugmyndir sem fram koma í bréfinu. Egilshöll í Grafarvogi er stærsta afþreyingar- og íþróttamiðstöð á Ís- landi. Húsið er um 24.000 fermetrar, sem skiptast í 10.800 fermetra knattspyrnusal, 400 fermetra skóla- íþróttasal, 4.000 fermetra skauta- höll, 800 fermetra skotæfingasvæði og 8.000 fermetra í ýmsa smærri sali, skrifstofu, þjónustu, veit- ingasölu, heilsuræktarstöð og margt fleira. Þar er einnig að finna bíósali, sem SAM-bíóin reka. Fjölmargir tónleikar hafa verið haldnir í Egils- höll í gegnum árin. Þeir fjölmenn- ustu voru tónleikar Metallicu í júní 2004, sem 18 þúsund manns sóttu. Morgunblaðið/Rósa Braga Egilshöll Þetta er risabygging í Grafarvogi þar sem fjölbreytt starfsemi fer fram allt árið um kring. Áform eru um að byggja þar knattspyrnuvöll með stúku og 16.000 fermetra byggingu að auki. Lýðheilsumiðstöð verði við Egilshöll - Fjölnir og Reginn kynna tillögur fyrir borginni - Knattspyrnuvöllur Fjölnis verði við Egilshöll Fjölnir er ungmenna- og íþrótta- félag, sem þjónar íbúum Grafar- vogs og nágrennis. Fjölnir var stofnaður 11. febrúar 1988, þeg- ar hverfið fór að byggjast upp, og telst því vera „ungt“ félag. Hverfið er fjölmennt og því hef- ur Fjölnir um árabil verið eitt stærsta íþróttafélag landsins með mörg þúsund iðkendur í níu íþróttadeildum. Hjá Fjölni starfa um 100 manns auk um 150 sjálfboða- liða, sem eru gríðarlega mik- ilvægir fyrir félagið. Deildir inn- an Fjölnis eru: Knattspyrna, körfubolti, sund, fimleikar, handbolti, skák, karate, frjálsar íþróttir og tennis. Ungt en fjöl- mennt félag FJÖLNIR Í GRAFARVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.