Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Olíuverð hefur lækkað skarpt eftir
fréttir af nýjum samningi um olíu-
framleiðslu OPEC+-ríkjanna sem
gildir til loka árs 2022. Framleiðsla ol-
íu mun aukast að meðaltali um tvær
milljónir tunna á dag út árið og að
meðalatali um 7,2 milljónir tunna á
dag uns samningurinn rennur út.
Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri
hjá Íslandssjóðum, segir að þó að
olíuverðið hafi lækkað séum við ekki
búin að bíta úr nálinni með langtíma-
áhrif tíðindanna.
„Stóru fréttirnar eru þær að
OPEC+ skuli hafa komist að sam-
komulagi eftir sögusagnir um að það
hafi reynst þeim erfitt. Samtökin
hefðu alltaf aukið framleiðsluna sam-
hliða aukinni eftirspurn og svo virðist
sem meiri eining ríki á meðal þeirra
um að halda böndum á markaðnum
en oft áður. Kvótarnir sem OPEC+
komu sér saman um á þessum fundi
eiga jafnframt að gilda lengur en í síð-
asta samkomulagi ríkjanna þannig að
ef eftirspurn heldur áfram að aukast í
samræmi við spár þeirra mun það
styðja við verðið. Eftirspurnin hefur
aukist hratt á síðustu vikum, jafnvel
hraðar en markaðsaðilar þorðu að
vona, sem skýrir hátt markaðsverð
olíu,“ segir Brynjólfur.
Delta veldur áhyggjum
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir lækkunina ekki
eingöngu stafa af fréttum um aukið
framboð olíu heldur gæti líka tengst
Delta-afbrigði kórónuveirunnar.
„Mér sýnist það sem er að valda
verðlækkun olíu og hlutabréfaverðs
núna vera ótti við að Delta-afbrigðið
reynist skæðara en vonir hafa staðið
til. Að mínu mati er líklegt að við
sjáum leiðréttingu í olíuverði til lækk-
unar en ólíklegt að um sé að ræða um-
skipti til lengri tíma lækkunar nema
heimsfaraldurinn sé að taka annan
snúning á okkur,“ segir Yngvi.
Brynjólfur telur að olíuverð haldi
áfram að hækka á næstunni, að öðru
óbreyttu, þar sem framleiðsla á olíu
aukist hægar en áður.
Áframhaldandi hækkanir
„Mestur hluti aukningar á fram-
leiðslu olíu síðustu ár kom frá
Bandaríkjunum. Hún kom til vegna
framleiðslutækni sem er dýr, til
dæmis í samanburði við framleiðslu
Sádi-Arabíu. Bandarísk framleiðsla
hefur þokast hægar aftur upp á við
en búist var við og hafa framleiðend-
ur lagt áherslu á aukna skilvirkni
frekar en meira magn, meðal annars
vegna minni áhuga fjármagnsmark-
aða á olíuvinnslu. Meðal annars
vegna þess held ég að framleiðslan
eigi eftir að aukast hægar en margir
gera ráð fyrir. Þetta hefur haft þau
áhrif að birgðir olíu hafa minnkað
nokkuð og styður það við olíuverð,“
segir hann.
Brynjólfur bætir við að þótt tvær
milljónir tunna virðist lítil magn-
aukning þá hafi hún mikil áhrif.
„OPEC+-ríkin og að einhverju
leyti allur olíumarkaðurinn horfir
helst til mismunar á framboði og eft-
irspurn og hvernig jafnvægið þar á
milli hefur áhrif á birgðastöðu. Því
eru tvær milljónir tunna, sem eru
um 2% af heimsframleiðslu, töluverð
breyting.“
Brynjólfur telur að hrávörumark-
aðir geti enn hækkað, ef hagkerfin
halda áfram að ná sér á strik, þótt
framleiðslugeta flestra markaða sé
að aukast.
„Ég er nokkuð brattur á hrávöru-
verð og held að það eigi eftir að ýta
undir verðbólgu. Hvort hún nái því
stigi að hún hafi veruleg neikvæð
áhrif á efnahagsbatann er hins vegar
erfitt að segja til um.“
Olíuverð lækkar eftir nýjan
samning og Delta-hræðslu
- Brent-hráolíuverð lækkað um tæplega 6% - Telja lækkunina tímabundna
Framboð og heimsmarkaðsverð á olíu
Framboð og eftirspurn eftir olíu í heiminum frá ársbyrjun 2020
Brent olíuverð frá ársbyrjun 2020
Heimild: knoema.com
og bloomberg.com
70
60
50
40
30
20
10
104
96
88
80
2020 2021 2022
2020 2021
Milljónir tunna á dag
Bandaríkjadalir á tunnu
21,44
68,60 73,59
92,44
84,85
98,82
99,03
103,00
102,41
4. ársfj. 2022
Spá EIA fyrir 3. ársfj. 2021
til 4. ársfj. 2022
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Málaðu með
útimálningu frá Slippfélaginu:
HJÖRVI á bárujárnið
VITRETEX á steininn
Hágæða efni sem þola íslenskt veðurfar.
Leyfðu reynslumiklum sérfræðingum okkar aðstoða þig.
Hafðu samband og þeir gera þér tilboð.
Ferjukot er sögufrægur
verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði.
Gamli bærinn er nýuppgerður
og málaður með málningu
frá Slippfélaginu.
20. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.61
Sterlingspund 171.05
Kanadadalur 98.21
Dönsk króna 19.615
Norsk króna 14.046
Sænsk króna 14.244
Svissn. franki 134.43
Japanskt jen 1.122
SDR 175.91
Evra 145.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.3593
« Aðalmarkaður Kauphallar Íslands
með hlutabréf litaðist allur rauður í
gærdag í kjölfar frétta um hertar sótt-
varnaaðgerðir og aukna útbreiðslu
Delta-afbrigðis kórónuveirunnar.
Mest varð lækkunin á bréfum Arion
banka sem féllu um 3,53% í 292 millj-
óna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf
Iceland Seafood International um
2,87% í 61 milljónar króna viðskiptum.
Þá lækkuðu bréf Icelandair Group um
2,56% í 258 milljóna viðskiptum. Önnur
félög sem lækkuðu um meira en 2%
voru Festi, Reitir og Kvika. Minnst lækk-
uðu bréf Sýnar eða um 0,36% í 11 millj-
óna króna viðskiptum.
Tíðindi gærdagsins höfðu einnig telj-
andi áhrif á First North-markaðnum ís-
lenska. Markaðsvirði fimm félaga af sex
hreyfðist þó ekkert en bréf Fly Play,
flugfélagsins nýja, lækkuðu um
4,78% í 109 milljóna króna viðskiptum.
Er markaðsvirði félagsins nú 15,3 millj-
arðar króna.
Verulegur hrollur hrísl-
ast um allan markaðinn
Morgunblaðið/Eggert
STUTT
Blendnar tilfinningar fóru um
breskt samfélag í gær þar sem höml-
um sem í gildi hafa verið vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar var aflétt.
Á sama tíma og hömlum var aflétt
sat Boris Johnson forsætisráðherra í
sjálfskipaðri sóttkví í kjölfar þess að
hann komst í tæri við einstakling
sem reyndist smitaður af veirunni.
Vonir standa til þess að aflétt-
ingar í Bretlandi leiði til aukins
ferðamannastraums hingað til
lands. Birgir Jónsson forstjóri Play
segir fyrirtækið strax finna fyrir
auknum áhuga úr þeirri átt.
„Það er augljós hröðun á bók-
unum frá Bretlandi nú þegar höml-
um er aflétt og greinilegt að fylgst
er vel með þróun Covid-19 í hverju
landi fyrir sig af ferðamönnum.
Breskir ferðamenn eru Íslendingum
mikilvægir og það virðist jafn ljóst
að Ísland sé þeim mikilvægt ef
marka má þessar jákvæðu breyt-
ingar nú.“
Ljóst er að breskir ferðamenn eru
mikilvægir íslenskri ferðaþjónustu.
Á árunum fyrir faraldurinn voru
þeir næstfjölmennasti hópurinn sem
hingað kom, mælt eftir þjóðerni, og
sem dæmi má taka voru þeir 298
þúsund árið 2018, á því ári þar sem
2,3 milljónir ferðamanna sóttu land-
ið heim. Aðeins Bandaríkjamenn
voru fjölmennari en þeir voru 695
þúsund sama ár.
Morgunblaðið leitaði viðbragða
Icelandair við tíðindunum frá Bret-
landi. Var því svarað til að félagið
birti uppgjör vegna fyrri hluta árs-
ins á fimmtudag og gæti af þeim
sökum ekki veitt upplýsingar um
málið að svo stöddu.
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Umferð um flugstöðina
í Keflavík hefur aukist mjög.
Bretarnir koma við
afléttingu ferðahafta
- Annar stærsti markaður Íslands