Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 32
Gítarleikarinn Jón Hilmar heldur sína fyrstu sólótónleika á þremur stöðum á Austurlandi í vikunni. Hann hefur í gegnum árin spilað sem gít- arleikari með mörgum af bestu tónlistar- mönnum þjóðarinnar en er nú að feta inn á nýjar brautir og prófa að gera hlutina hins- egin, eins og stendur í tilkynningu. Á tónleik- unum mun Jón Hilmar tvinna saman tónlist og sögur af sjálfum sér og öðrum. Hann mun einnig frumflytja nokkur splunkuný lög, en gítarhetjustælarnir verða þó ekki langt undan. Tónleik- arnir verða á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði á miðviku- dag, í Beituskúrnum í Neskaupstað á fimmtudag og á Vöffluhúsinu á Vopnafirði á föstudag, kl. 21 öll kvöldin. Jón Hilmar hinsegin á Austurlandi Víkingur úr Reykjavík er aðeins einu stigi frá toppliði Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir sterkan 2:1- sigur á móti Keflavík á útivelli í gærkvöldi. Keflavík var með 1:0-forystu eftir fyrri hálfleikinn en Víkingar voru miklu sterkari í seinni hálfleik og unnu verðskuldað. Nikolaj Hansen og varamaðurinn Helgi Guðjónsson skoruðu mörk Víkings en Sindri Þór Guðmundsson gerði mark Keflavíkur. Þá vann Leiknir Reykjavík góðan 2:1-heimasigur á Stjörnunni og fjarlægðist fallsætin í leiðinni. »26 Víkingur einu stigi frá toppsætinu eftir sterkan sigur í Keflavík Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjölmenni var við guðsþjónustu í kirkjunni á Klyppstað í Loðmundar- firði sl. sunnudag, en löng hefð er fyrir því að messað sé í eyðibyggð- inni einu sinni á sumri. „Þetta var skemmtileg stund og fólk kom víða að til þess að vera við þessa stund,“ segir sr. Þorgeir Arason, sóknar- prestur á Egilsstöðum. Athöfnina önnuðust þau sr. Þorgeir og sr. Jó- hanna Sigmarsdóttir, sem fyrir 15 árum átti upptökin að árlegri sum- armessu í hinni afskekktu eyði- byggð. Haldið í tengslin Loðmundarfjörður er austur á landi, milli Seyðisfjarðar og Borg- arfjarðar eystri. Tæplega hálf öld er síðan föst búseta lagðist af á þessu svæði, sem er fjölsótt á sumrin. Gönguhópar fara mikið þarna um og fólk sem hefur tengsl og rætur á svæðinu kemur þangað mikið. Kirkj- an á Klyppstað var reist árið 1895, og eru viðir hennar að talsverðum hluta úr því guðshúsi sem áður stóð á sama stað. Ástand kirkjunnar er gott enda hefur henni verið vel við- haldið. „Með helgihaldi á þessum fallega stað sem Loðmundarfjörður er höld- um við í tengslin við forfeður okkar, söguna og náttúruna,“ segir Þorgeir. „Útimessur hafa víða verið haldnar hér á Austurlandi, eins og raunar víða annars staðar um landið, og hafa mælst vel fyrir. Þarna, og sennilega hvergi betur, getur fólk skynjað hve sterkt trúarlegt inntak sköpunarverkið hefur. Messur í Sel- skógi hér við Egilsstaði, við tilgátu- torfhúsið Geirsstaðakirkju í Hróars- tungu, inn til dala og upp til fjalla, heyri ég og finn að lifa í vitund þeirra sem mæta.“ Í guðsþjónustunni sl. sunnudag var lagt út frá guðspjalli dagsins, sem fengið var úr 16. kafla Matteus- ar. Boðskapur þess er að fólk skuli varast súrdeig faríseanna, með öðr- um orðum falsboð, og enginn skuli gera mannamun. „Þetta talar skýrt inn í aðstæður dagsins. Margt í nú- tímanum er ekki hvað sýnist. Slíkt er hið varasama súrdeig, svo notað sé tungutak Biblíunnar. Guðs ríki er hins vegar eins og súrdeigið sem konan fól í mjölinu í dæmisögu Jesú; hin góðu áhrif sem breiða út frá sér og mæta okkur í daglegri tilveru venjulegs fólks, þegar við erum opin fyrir nærveru Krists,“ segir Þorgeir. Heimabakað í messukaffi Og talandi um brauð; eftir athöfn- ina var messugestum boðið í messu- kaffi í skála Ferðafélags Fljótsdals- héraðs í Loðmundarfirði. Þar voru veitingarnar ekki af verri endanum; heimabakað í ýmsum útgáfum, svo sem kleinur og skúffukaka. Sr. Þorgeir kom aftur til starfa sem Egilsstaðaprestur í síðustu viku, eftir að hafa búið með fjöl- skyldu sinni í Bandaríkjunum síð- asta árið. „Síðasta messan mín í fyrra, áður en við fórum utan, var á Klyppstað og nú tók ég upp þráðinn þar sem frá var horfið á þeim stað,“ segir Þorgeir. Vestra stundaði hann nám við lúterska prestaskólann í Chicago og nam þar hagnýta guð- fræði með áherslu á helgisiði. Messað í eyðibyggð - Kristnihald á Klyppstað í Loðmundarfirði - Sköpunar- verk og trú - Sagt frá súrdeigi - Sr. Þorgeir er mættur Ljósmyndir/Stefán Bogi Sveinsson Helgihald Sköpunarverkið hefur trúarlegt inntak, segir sr. Þorgeir Arason. Kirkjugestir Nærri 100 manns sóttu messuna, á veðursælum degi eystra. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.