Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Það hefur verið merkilegt að
fylgjast með þeim fjölda karl-
kyns knattspyrnumanna sem
hafa lagt land undir fót og
gengið til liðs við ítölsk félög.
Á síðustu vikum hefur tals-
vert bæst í hópinn þar sem
Hjörtur Hermannsson samdi við
Pisa og Brynjar Ingi Bjarnason
og Þórir Jóhann Helgason
gengu til liðs við Lecce.
Enn bætist svo í unglingalið-
in á Ítalíu því Jakob Franz Páls-
son fór nýverið frá Þór á Ak-
ureyri til Venezia og Birkir
Jakob Jónsson gekk til liðs við
Atalanta frá Breiðabliki.
Mér telst til að alls séu nú
15 íslenskir karlar að spila á
Ítalíu, þar af níu með meist-
araflokki, þó Mikael Egill Ellerts-
son hjá SPAL sé farinn að banka
allhressilega á dyrnar hjá að-
alliðinu. Einhverjir þessara 15
leikmanna eru væntanlega á
förum frá félögum sínum í sum-
ar.
Alls eru níu leikmannanna á
mála hjá A-deildarliðum, fimm
hjá B-deildarliðum og einn, sem
á raunar flesta leiki allra Íslend-
inga í A-deildinni, að spila í C-
deildinni, Emil Hallfreðsson.
Hefur það þótt eðlileg þró-
un hæfileikaríkra ungra leik-
manna hér á landi að halda í at-
vinnumennsku til
Norðurlandanna, Englands eða
Hollands en talsvert minna hef-
ur verið um að þeir fari til Ítalíu.
Undanfarin ár hefur það þó
gerbreyst og verður forvitnilegt
að sjá hvernig þessum mikla
fjölda leikmanna reiðir af á
næstu árum. Flestir þeirra eru
ungir að árum og fá vonandi
tækifæri til þess að spila og
bæta sig, þeim sjálfum og ís-
lenskri knattspyrnu til mikilla
hagsbóta.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Pepsi Max-deild karla
Leiknir R. – Stjarnan............................... 2:0
Keflavík – Víkingur R .............................. 1:2
Staðan:
Valur 13 8 3 2 22:13 27
Víkingur R. 13 7 5 1 19:10 26
Breiðablik 12 7 2 3 29:16 23
KR 13 6 4 3 20:14 22
KA 12 6 2 4 18:9 20
Leiknir R. 13 5 2 6 15:18 17
FH 12 4 3 5 15:17 15
Fylkir 13 3 5 5 17:21 14
Keflavík 12 4 1 7 15:22 13
Stjarnan 13 3 4 6 12:20 13
HK 13 2 4 7 14:23 10
ÍA 13 2 3 8 13:26 9
Bandaríkin
Portland Thorns – Orlando Pride......... 2:1
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Orlando Pride.
Staðan:
Portland Thorns 19, Chicago Red Stars 17,
Houston Dash 16, Gotham 16, Orlando
Pride 16, North Carolina Courage 16,
Washington Spirit 15, Racing Louisville 11,
OL Reign 10, Kansas City 3.
Svíþjóð
Djurgården – Sirius ................................ 5:1
- Aron Bjarnason lék ekki með Sirius
vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Malmö 12 8 2 2 29:16 26
Djurgården 11 7 3 1 21:7 24
Elfsborg 12 7 1 4 18:12 22
AIK 11 6 2 3 15:11 20
Hammarby 11 5 3 3 22:15 18
Norrköping 11 5 2 4 14:10 17
Gautaborg 11 3 6 2 14:12 15
Häcken 11 4 3 4 16:15 15
Kalmar 11 3 5 3 11:13 14
Degerfors 11 4 2 5 13:18 14
Danmörk
Silkeborg – SönderjyskE........................ 0:0
- Stefán Teitur Þórðarson lék ekki með
Silkeborg vegna meiðsla.
4.$--3795.$
Hinn 16 ára gamli knattspyrnumað-
ur Birkir Jakob Jónsson er orðinn
leikmaður Atalanta á Ítalíu. Birkir
kemur til Atalanta frá Breiðabliki.
Birkir fór á reynslu til Atalanta
fyrr í sumar og hafa viðræður á
milli Atalanta og Breiðabliks staðið
yfir. Leikmaðurinn efnilegi lék einn
leik í Lengjubikarnum í vetur.
Hann er uppalinn hjá Fram en fór
þaðan til Fylkis árið 2019 áður en
hann fór í Breiðablik. Birkir verður
ekki eini Íslendingurinn hjá Atal-
anta því Óliver Steinar Guðmunds-
son fór til sama félags frá Haukum.
Birkir Jakob
til Atalanta
Ljósmynd/Molde
Ítalía Birkir Jakob Jónsson er
kominn til Atalanta á Ítalíu.
Knattspyrnumaðurinn Aron
Bjarnason verður frá keppni í 2-3
mánuði til viðbótar vegna meiðsla
sem hafa verið að hrjá hann síðustu
vikur og mánuði. Aron fer í aðgerð
í ágústbyrjun til að fá bót meina
sinna, en hann staðfesti tíðindin í
samtali við Morgunblaðið. Hann
hefur ekkert getað leikið með
sænska úrvalsdeildarliðinu Sirius á
þessari leiktíð vegna meiðslanna.
Aron kom til félagsins fyrir þetta
tímabil frá Újpest í Ungverjalandi,
en hann spilaði með Val á láns-
samningi síðasta sumar.
Aron frá keppni
í 2-3 mánuði
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Aron Bjarnason er
að glíma við erfið meiðsli.
ÓLYMPÍULEIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í sín-
um öðrum Ólympíuleikum á ferlinum
þegar hann keppir í skotfimi með loft-
skammbyssu í Tókýó í Japan. Áður
hafði hann tekið þátt á leikunum í
Lundúnum árið 2012 þegar hann
keppti í skotfimi með loftskamm-
byssu, þar sem hann lenti í 14. sæti
forkeppninnar, og frjálsri skamm-
byssu, þar sem hann lenti í 32. sæti
forkeppninnar.
Í viðtali við Morgunblaðið undir lok
síðasta mánaðar greindi Ásgeir frá því
að þjálfari hans hefði sagt honum að
búið væri að úthluta öllum kvótasæt-
um og hann því ekki á leiðinni á leik-
ana í ár. Þegar ein þjóðin skilaði inn
einu sæti fyrir keppanda fékk Ásgeir
hins vegar keppnisrétt þar sem hann
átti besta skorið í skotfimi hjá þeim
þjóðum sem ekki höfðu fengið keppn-
isrétt í skotfimi með loftskammbyssu
á leikunum.
Einstakt tækifæri
„Þetta er bara spennandi og ég
hlakka til. Þetta er alveg einstakt
tækifæri. Ég flaug út snemma á laug-
ardaginn,“ sagði Ásgeir í samtali við
Morgunblaðið. Þar sem hann var ekki
búinn að keppa neitt í rúmt ár og búið
að tjá honum að búið væri að fylla í
kvótasætin fyrir leikana var Ásgeir lít-
ið að æfa þegar hann komst skyndi-
lega á leikana.
„Eftir að ég komst að því að ég væri
kominn inn á leikana fór ég að æfa
talsvert meira en ég var að gera. En
ég passaði mig á að fara ekki of skarpt
af stað. Það er bara búinn að vera góð-
ur stígandi í þessu hjá mér,“ sagði
hann um hvernig undirbúningnum
hefði verið háttað fyrir leikana.
Spurður um möguleika sína á leik-
unum í þetta skiptið, sagði hann: „Það
er bara mjög erfitt að segja til um það,
því það hafa nánast ekki verið haldin
nein mót síðan í mars í fyrra og ég er
ekki búinn að keppa neitt síðan þá.
Þannig að það er erfitt að vita hvar ég
stend, það er erfitt að vita hvar allir
aðrir standa. Því fer maður inn í þetta
mót í mikilli óvissu.“
Ásgeir ætlar ekkert að stressa sig
á hlutunum og mun nálgast mótið af
æðruleysi. Því fer hann ekki á leikana
með einhver ákveðin markmið, nema
þá að njóta upplifunarinnar. „Nei, í
rauninni er ég ekki með nein mark-
mið. Ég ætla bara að hafa gaman og
gera mitt besta,“ sagði hann.
Vill vera viðstaddur fæðinguna
Þegar Ásgeir er ekki að æfa eða
keppa er hann í fullu starfi og með
litla fjölskyldu, sem mun þó stækka á
næstunni. „Ég vinn hjá Nova, er í 100
prósent starfi þar. Svo er ég með fjöl-
skyldu, með rúmlega tveggja ára
strák heima og annan á leiðinni, sem
gerir það pínu stressandi að vera að
fara út,“ sagði hann.
„Hann á að koma 7. ágúst þannig
að það er alveg möguleiki að hann
komi í heiminn á meðan ég er úti, en
vonandi ekki,“ bætti hann við. Keppni
í skotfimi karla með loftskammbyssu
fer fram snemma á leikunum, laug-
ardaginn 24. júlí, bæði forkeppni og
úrslit og því aðeins um einn keppn-
isdag í greininni að ræða.
Ásgeir verður því vonandi kominn
heim til Íslands áður en sonur númer
tvö mætir í heiminn. Spurður um
hvað hann fáist við hjá fjarskiptafyr-
irtækinu Nova, sagðist Ásgeir vera
að vinna við nokkuð sem honum þyki
afar spennandi og skemmtilegt.
„Ég hjálpa til við uppbyggingu og
viðhald á dreifikerfinu. Það er mjög
áhugavert. Þetta er nokkurn veginn
draumastaðan mín hjá Nova og ég er
mjög ánægður þarna. Það er margt
spennandi í gangi, 5G og ýmislegt
annað. Það er mikil uppbygging í öll-
um kerfum,“ sagði Ásgeir að lokum í
samtali við Morgunblaðið.
Erfitt að vita hvar ég
og allir aðrir standa
- Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika - Gæti misst af fæðingu annars sonarins
Morgunblaðið/Eggert
Loftskammbyssa Ásgeir Sigurgeirsson er klár í slaginn fyrir sína aðra
Ólympíuleika en hann keppir fyrstur Íslendinganna á laugardaginn.
Ásgeir Sigurgeirsson er 35 ára gamall rafeindavirki, uppalinn í Kópavogi
og býr í Breiðholti, og keppir í annað skipti á Ólympíuleikum.
Hann var á meðal þátttakenda á ÓL í London árið 2012 og hafnaði þar í
14. sæti í undankeppninni í 10 metra loftskammbyssu þar sem hann missti
naumlega af sæti í átta manna úrslitakeppninni. Hann keppti einnig í 50
metra frjálsri skammbyssu og hafnaði í 32. sæti.
Ásgeir hefur hreppt gullverðlaun í 10 m loftskammbyssu á fimm Smá-
þjóðaleikjum í röð, síðast á síðustu leikum í Svartfjallalandi árið 2019.
Hann varð áttundi í greininni á Evrópumeistaramótinu árið 2013 og sjö-
undi árið 2017 og hefur unnið fjögur alþjóðleg mót í greininni.
Á heimsmeistaramóti hefur Ásgeir best náð 25. sæti árið 2018 og hann
varð fimmti á heimsbikarmóti í 50 m skammbyssu í Suður-Kóreu árið 2015.
Þá varð hann fimmti á Evrópuleikunum í Bakú árið 2015.
Ásgeir keppti í efstu deild í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og varð
þar þýskur meistari með liði Ludwigsburg árið 2019 og í þriðja sæti 2018,
en hann hefur einnig keppt með liðum Ötlingen og Hannover.
Ásgeir Sigurgeirsson
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var handtekinn á
föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú
laus gegn tryggingu. Daily Mail greindi fyrst frá.
Félag leikmannsins staðfesti við miðilinn að leikmanninum yrði
vikið frá störfum meðan á rannsókn lögreglu stæði. Leikmaðurinn
er 31 árs, giftur og fastamaður í landsliði þjóðar sinnar samkvæmt
frétt Daily Mail.
The Mirror greinir frá því að lögreglan í Manchester líti málið
alvarlegum augum og hafi gert húsleit heima hjá leikmanninum
fyrr í mánuðinum. Þar hafi verið lagt hald á marga hluti auk þess
sem leikmaðurinn hafi verið yfirheyrður og sakaður um alvarleg
brot. Þá heldur The Mirror því fram að leikmaðurinn hafi þénað
mikið á sínum ferli og verið keyptur fyrir háar fjárhæðir á ferl-
inum.
„Félagið aðstoðar við rannsókn málsins en mun ekki tjá sig frek-
ar um það á þessari stundu,“ sagði talsmaður félagsins við Mirror.
Grunaður um kynferðisbrot
Viðræður forsvarsmanna enska
knattspyrnufélagsins Liverpool og
fyrirliðans Jordans Hendersons um
nýjan samning hafa farið illa af stað,
en hann á tvö ár eftir af núverandi
samningi. Bandarískir eigendur Liv-
erpool hafa haft það fyrir reglu að
bjóða ekki eldri leikmönnum sínum
samninga á háum launum. Sam-
kvæmt frétt The Athletic leist fyr-
irliðanum illa á fyrsta boð Liverpool
og viðræðurnar sagðar flóknar og á
viðkvæmu stigi.
Viðræður
ganga illa
AFP
Fyrirliði Viðræðurnar á milli Hend-
ersons og Liverpool fara illa af stað.