Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 168. tölublað . 109. árgangur .
JEPPI JIMS
RATCLIFFES
VEKUR ATHYGLI
TITANE
HLAUT GULL-
PÁLMANN
STÍGUR
FYRSTUR Á
SVIÐ Í TÓKÝÓ
CANNES 29 ÍÞRÓTTIR 27BÍLAR 8 SÍÐUR
_ Skortur er á bílum hjá bílaleigum
landsins. Tafir hafa orðið á afhend-
ingu nýrra bíla vegna kórónuveiru-
faraldursins. Þessar tafir hafa kom-
ið sérstaklega illa við bílaleigur
landsins.
„Það er hörgull á nýjum bílum.
Afgreiðslufrestur á þeim hefur
lengst og umboðin fá ekki allar þær
pantanir sem þau vilja,“ sagði Jó-
hannes Jóhannesson, staðgengill
framkvæmdastjóra Bílgreina-
sambandsins. „Sumir fengu bíla í
síðustu viku en ég held að umboðin
séu almennt að fá færri bíla en þau
gætu selt og afhent á þessum tíma
ársins.“ »6
Bílaleigur finna fyrir skorti á bílum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Afhending bíla hefur tafist fram
úr hófi. Tafirnar valda vandræðum.
_ 827 einstaklingar leituðu til Bjark-
arhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur
ofbeldis, í fyrsta viðtal á árinu 2020.
Hefur heimsóknum fjölgað um tæp-
lega helming frá árinu 2019. Ragna
Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri
Bjarkarhlíðar, segist ekki geta stað-
fest að hægt sé að rekja þessa miklu
aukningu til fleiri ofbeldistilvika en
hún vekur þó athygli á að aðstæð-
urnar í heimsfaraldrinum séu til
þess fallnar að ýta undir ofbeldi.
Rúmlega 60% heimsókna til Bjark-
arhlíðar árið 2020 má rekja til heim-
ilisofbeldis og var mikill meirihluti
þjónustuþega konur, eða 83%. »14
Sífellt fleiri leita
til Bjarkarhlíðar
Andrés Magnússon
Steinar Ingi Kolbeins
Ragnhildur Þrastardóttir
Ágreiningur var við ríkisstjórnarborðið um eðli og
umfang sóttvarnaaðgerðanna sem þar voru til um-
fjöllunar í gær. Sjálfstæðismenn töldu tillögur heil-
brigðisráðherra ganga of langt en sögðu að mót-
bárur þeirra hefðu þó haft þær afleiðingar að til
mildari aðgerða hefði verið gripið en lagt var upp
með. Meðal þingmanna flokksins gætir þó efa-
semda um þær, þá helst að sýnt sé að þær ráðstaf-
anir sem nú er verið að grípa til hafi þau sértæku
áhrif sem ætlunin er.
Ekki síst voru það þó orð Svandísar Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra í viðtali við Ríkis-
útvarpið sem fóru fyrir brjóstið á sjálfstæðismönn-
um. „Sjálfstæðismenn hafa auðvitað komið fram
með efasemdir um ýmsar sóttvarnaráðstafanir, í
laug ekki hægt að koma í veg fyrir það að veiran
berist hingað til lands og að líklegt megi teljast að
hún sé komin til að vera í einhverri mynd.
Aðgerðirnar vonbrigði
Áslaug bendir á að hættan á að alvarleg fjölda-
veikindi verði heilbrigðiskerfinu ofviða sé ekki
lengur fyrir hendi miðað við fyrirliggjandi upplýs-
ingar. Er það vegna útbreiddrar bólusetningar
gegn Covid-19.
Í samtölum ráðherra við blaðamenn eftir ríkis-
stjórnarfundinn í gær mátti greina minni einingu
um sóttvarnaaðgerðir en áður. Bjarnheiður Hall-
dórsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar,
sagði það vonbrigði að grípa þyrfti til aðgerða og
að ákveðins ósamræmis gætti í aðgerðum og yfir-
lýsingum stjórnvalda.
raun frá upphafi faraldursins,“ sagði heilbrigðis-
ráðherra og bætti við að eftirtektarverður árangur
í baráttu við kórónuveiruna hefði náðst í andstöðu
þeirra.
„Kosningabaráttan er greinilega hafin,“ sagði
einn þingmaður flokksins í samtali við Morgun-
blaðið og taldi ummælin ekki til þess fallin að auka
samheldni innan ríkisstjórnarinnar eða einingu um
sóttvarnaaðgerðir. „Markmiðið með þessum orð-
um hennar er öllum ljóst,“ sagði annar þingmaður
og sagði viðbrögðin innan þingflokksins misjöfn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra telur ekki þörf á íþyngjandi aðgerðum vegna
kórónuveirufaraldursins hér á landi. Heilbrigðis-
ráðherra og forsætisráðherra telja að þær aðgerð-
ir sem tilkynntar voru í gær séu mildar. Áslaug
segir um að ræða þyngri kröfur en í öðrum Evr-
ópulöndum.
Í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag segir Ás-
Óeining um aðgerðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn Með aðgerðunum, sem taka gildi 26. júlí nk., verður erfiðara fyrir þá sem eru bólusettir gegn Covid-19 að komast til landsins en áður.
- Efasemda um hertar aðgerðir á landamærum gætir hjá þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins - Orð heilbrigðisráðherra sýni að kosningabaráttan sé hafin
MSkoða framkvæmdina daglega »2 & 14
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Verulegur munur er á fylgi sumra
stjórnmálaflokka eftir kynferði kjós-
enda. Hann er langmestur þegar lit-
ið er til stuðningsfólks Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs. 18,7%
kvenna styðja flokkinn, en aðeins
5,1% karla. Það þýðir að af hverjum
fimm stuðningsmönnum flokksins
lætur nærri að fjórir séu konur, en
aðeins einn karl.
Meðal stuðningsfólks Samfylking-
arinnar eru einnig mun fleiri konur
en karlar, þótt munurinn sé ekki
jafnmikill og hjá Vinstri-grænum.
Á hinn bóginn er hlutfallinu þver-
öfugt farið meðal stuðningsmanna
Viðreisnar, þar eru karlar mun fleiri
en konurnar.
Svipaða sögu er að segja af Sjálf-
stæðisflokknum, þótt þar skeiki ekki
jafnmiklu og hjá Viðreisn. Þar eru
samt þrír karlar á hverjar tvær kon-
ur sem segjast myndu kjósa flokkinn
ef gengið yrði til kosninga nú.
Minni munur er í stuðnings-
mannaliði annarra flokka og hann er
nánast enginn hjá Pírötum og Mið-
flokki og óverulegur í stuðnings-
mannaliði Sósíalista, þótt þar hafi
karlar vinninginn. »10
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinstri-græn Konur eru þar margar
bæði meðal forystu- og fylgismanna.
Mismikið
fylgi eftir
kynjum
- Konur nær 80%
þeirra sem styðja VG
_ „Ef við gerum það ekki núna
verðum við að spyrja okkur hvenær
munum við þá gera það?“ sagði
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, þegar öllum takmörk-
unum vegna kórónuveirufaraldurs-
ins var aflétt innanlands á Englandi
í gær. Nú eru ýmsir viðburðir leyfð-
ir á nýjan leik og er starfsemi
skemmtistaða heimil. Þá verður
hömlum á veitingastöðum og ölhús-
um aflétt. Fjarlægðartakmörk hafa
einnig verið afnumin.
Frá 16. ágúst munu þeir sem eiga
í samskiptum við smitaða mann-
eskju ekki lengur þurfa að fara í
sóttkví. Einangrun smitaðra verður
þó enn skylda
eftir þann tíma.
Johnson er nú í
sóttkví eftir að
hafa átt í sam-
skiptum við heil-
brigðisráðherra
landsins sem
greindist um
helgina með veir-
una, en smitum
hefur fjölgað í
Bretlandi síðustu vikur. Vísinda-
menn hafa varað við því að síðar í
sumar gætu allt að 200 þúsund ný
smit greinst daglega. Nú greinast
um 50 þúsund smit daglega. »13
Aflétta aðgerðum þrátt fyrir smitfjöldann
Boris
Johnson