Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 ✝ Eysteinn Völ- undur Leifsson fæddist 31. júlí 1933 um borð í g.s. Nova á leið í Húsa- víkurhöfn. Hann andaðist á Land- spítalanum 10. júlí 2021. Foreldar hans voru Leifur Eiríks- son, kennari á Raufarhöfn og síð- ar í Garðabæ, f. 3.6. 1907 á Rifi á Melrakkasléttu, d. 1.9. 2009, og kona hans Sveinbjörg Lúðvíka Lund, húsfreyja, f. 8.6. 1910 á Raufarhöfn, d. 15.8. 1997. Eftirlifandi systkini Ey- steins eru Rannveig Lovísa, Ingibjörg Fríður og Erlingur Viðar. Þann 31.7. 1954 kvæntist hann lífsförunaut sínum Ínu Sigurlaugu Guðmundsdóttur skrifstofumanni, f. 15.2. 1932, d. 29.11. 2018. Börn þeirra eru: 1) Leifur, kvæntur Steinhildi Hildimundardóttur. Börn þeirra: 1a) Guðmundur Örn, í sambúð með Veroniku Marval. 1b) Heiðdís Ósk, gift Pétri Daníel Ámundasyni og eiga þau þrjú börn. 1c) Elías Steinn. 2) Guðrún, gift Helga Kristóferssyni. Börn þeirra: 2a) skólanum í Reykjavík og sveinsprófi í vélvirkjun hjá Landssmiðjunni og Tækni hf 1957, meira-mótorvélstjóra- prófi í Reykjavík 1957, hlaut meistararéttindi 1960 og lauk verkstjórnarnámskeiði Iðn- aðarmálastofnunar Íslands 1965. Á uppvaxtarárum bjó Ey- steinn á Raufarhöfn og á Rifi á Melrakkasléttu. Að loknum grunnskóla stundaði hann sjó- mennsku frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum. Á náms- árunum vann hann við við- gerðir og járnsmíði fyrir varnarliðið og hjá síld- arversmiðjum á Raufarhöfn. Hann vann hjá Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar þar til hann stofnaði sandblástursfyr- irtæki með öðrum. Hann stofn- aði Vélsmiðju Eysteins Leifs- sonar árið 1959 í gömlu fjósi við Laugaveg 171 og rak til ársins 1975. Hann var vélstjóri hjá Orkustofnun á gufubornum Dofra við Kröflu 1975-1976, vélamaður á m.s. Dettifossi 1976-1977, yfirverkstjóri hjá vélsmiðjunni Þrym hf. 1977- 1979, framleiðslustjóri Múla- lundar 1979-1991, framleiðslu- stjóri hjá Gliti hf. 1991-1992 og síðan vélstjóri og eftirlits- maður framkvæmda hjá Hita- veitu Reykjavíkur og Orku- veitu Reykjavíkur fram á árið 1995 þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Útför Eysteins verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 20. júlí 2021, klukkan 13. Eysteinn, í sambúð með Höllu Björns- dóttur og eiga þau tvö börn. 2b) Krist- ján kvæntur Emil- íu Björg Kofoed- Hansen og eiga þau tvö börn. 2c) Ína Björk. 3) Auður, gift Sigurði J. Pálma- syni. Börn þeirra: 3a) Sigurður Örn. 3b) Leifur Daníel í sambúð með Erlu Björg Kristjáns- dóttur. 3c) Þröstur. Dóttir Sig- urðar úr fyrri sambúð er Hrefna Björk sem er í sambúð með Einari Gunnari Guð- mundssyni og á hún fimm börn, þar af fjögur á lífi. 4) Margrét, gift Árna Níels- syni. Börn þeirra: 4a) Ólafur Þór, kvæntur Signýju Hlín Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn. 4b) Árni Pétur, í sambúð með Ines Ariana og eiga þau eitt barn. 4c) Róbert Orri, í sambúð með Andreu Rún Engilbertsdóttur og eiga þau eitt barn. 4d) Ína Guðrún sem á eitt barn. Eysteinn lauk Barna- og unglingaskóla Raufarhafnar 1947, Héraðsskólanum á Laugarvatni 1949, Íþróttaskól- anum í Haukadal 1950, Iðn- Hönd pabba var hlý og sterk. Hjartað stórt. Margir hafa notið hlýju hans og vel- vilja. Við börnin hans þökkum al- mættinu fyrir að hafa fengið besta pabba í heimi. Hann var pabbinn sem fór með okkur í sund, fjöruferðir, renndi með okkur á sleða, gerði með okkur íþróttaæfingar í stofunni, söng með okkur í bílferðum, breiddi yfir okkur á kvöldin og kyssti blíðlega góða nótt. Hann setti okkur mörk, reiddist þegar við gegndum ekki á yngri árum, en var stoltur þegar við urðum eldri og sýndum að við hefðum sjálfstæðan vilja. Pabbi skutl- aði okkur hvert sem við vildum og vakti eftir okkur á unglings- árum. Hann fagnaði tengdadóttur- inni en treysti tengdasonunum ekki fyllilega í byrjun, en varð svo besti vinur þeirra þegar hann sá að við völdum vel. Pabbi stóð þétt við bakið á okk- ur. Við gátum alltaf leitað til hans. Ef eitthvert okkar stóð frammi fyrir vandamáli var hringt í pabba því hann var boðinn og búinn að aðstoða okkur verklega og fjárhags- lega. Velferð okkar kom ávallt á undan þörfum hans. Pabbi var kletturinn í lífi okkar í fjöldamörg ár og mamma kletturinn að baki pabba. Þau hófu ung lífsbarátt- una saman. Pabbi stofnaði vél- smiðju 25 ára gamall og var fljótlega kominn með marga í vinnu. Reksturinn stækkaði. Mamma sá um heimilið. Þau höfðu ekki peningalegt bakland en fengu ómetanlega aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Hann sýndi þor, áræðni, atorku og þrjósku. Fannst síðar meir hafa lagt upp með fífldirfskuna eina að vopni. Æskuheimili okkar var líf- legt. Vinnufélagar pabba og fjölskyldur þeirra urðu vinir og heimagangar. Pabbi og mamma voru mikið fjölskyldufólk og ræktuðu góð samskipti við ættingja og vini. Hjálpsemi var honum í blóð borin. Pabbi var barnakarl, sýndi hlýju og gjafmildi. Var alltaf til í að bulla í börnum og með þeim. Stundum bönkuðu litlir gaurar úr næstu húsum á dyrn- ar á æskuheimili okkar og spurðu hvort Eysteinn gæti komið út að leika. Hreyfing var pabba lífsnauð- syn. Hann fór reglulega í sund og langa göngutúra eftir vinnu. Einnig hjólaði hann í vinnuna löngu áður en það komst í tísku, sem sumum þótti skrítið af fullorðnum manni. Hann hreyfði sig og gerði líkamsæf- ingar eftir því sem heilsan leyfði, allt fram á síðasta dag, og var hreykinn af. Pabbi veiktist alvarlega af sýkingu fyrir liðlega aldarfjór- ungi. Þessi kraftmikli, sterki og óhræddi maður tók breyting- um. Þegar mamma veiktist fyr- ir tæplega áratug var hann orð- inn þreyttur á ástandinu. Þau misstu bæði tökin á líf- inu. Hann keyrði sig þó áfram fram á síðasta dag með orð- unum „aldrei að gefast upp“. Eftir andlát mömmu upplifði pabbi sig umkomulausan og einmana. Hann var ekki lengur sá sem allir leituðu til. Þeir sem heimsóttu hann voru æv- inlega leystir út með brjóst- sykri eða peningagjöf. Það var hans leið til að sýna væntum- þykju, gleðja og gera gagn. Að lokum gafst hann upp. Hann þráði heitast fara í sumarlandið til mömmu. Við trúum því að sálirnar tvær sem mótuðu okk- ur hafi sameinast. Við kveðjum með orðum pabba „Guð gefi þér góða nótt“. Leifur, Guðrún, Auður og Margrét. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Eystein Leifsson, sem lést 10. júlí eftir stutta legu á spítala. Fyrir tæpum þremur árum lést eiginkona hans og tengdamóðir mín, Ína Guð- mundsdóttir, og eftir það var Eysteinn hálfvængbrotinn. Að kynnast þeim heiðurshjónum Ínu og Eysteini var ánægju- legt. Þau voru samrýmd hjón og máttu eiginlega aldrei hvort af öðru sjá. Eysteinn var mikil driffjöður þegar ég kynntist honum og harður af sér til vinnu. Hann var okkur fjöl- skyldunni mikil stoð og stytta, þegar ég lenti í slæmu slysi hér á árum áður og þá hvatti hann mig í aukið framhaldsnám sem hefur komið sér vel. Hann hafði gaman af bílum og sá bíll sem stendur upp úr er Malibu sem hann átti í fjölda ára. Þau bjuggu lengi á Langholtsvegi og þar var oft mikið fjör bæði innan og utan dyra. Það þurfti oft að taka til hendinni í gömlu húsi og var líf og fjör í kringum það og gaman að aðstoða Ey- stein. Einu sinni reyndar blöskraði honum þegar ég mætti í mikið rifinni úlpu til að vinna við bílskúr sem við reist- um. Það gekk það langt að hann vildi endilega gefa mér aðra úlpu sem hann átti því hann skammaðist sín fyrir mig. Ég hafði nú gaman af og var oft hlegið að þessu enda átti Ína auðvelt með að gera bros- lega hluti mjög fyndna. Ey- steinn var alltaf snöggur til ef einhver þurfti aðstoðar við og man ég sérstaklega eftir því þegar annað barnið okkar hjóna var að koma í heiminn. Þá var hringt í Eystein því hann ætlaði að gæta nafna síns. Ég var varla búinn að skella á þá var Eysteinn kominn til að sækja nafna sinn. Við áttum gott síðasta spjall þegar ég var á leiðinni heim úr vinnu mánu- daginn 5. júlí og þá hrósaðir þú mér svo mikið að það var nán- ast eins og þú værir að kveðja en mér leið vel eftir að hafa rætt þetta lengi við þig. Ég vil þakka fyrir sam- veruna og alla bíltúrana sem við tókum saman. Nú ert þú aftur kominn til Ínu þinnar og býður henni í bíltúrinn í sumar- landinu. Blessuð sé minning þín, Helgi Kristófersson. Elsku afi minn, ekki bjóst ég við því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn þegar við kvödd- umst í símann. Eins og alltaf voru síðustu orðin okkar „I love you so very, very much“. Dag- legu símhringingarnar frá þér eru ekki daglegar lengur og það er sárt að hugsa til þess að ég fái ekki oftar „Afi“ á skjá- inn, muni ekki heyra röddina þína, hitta þig og knúsa. Ljúfasti, ákveðni afi sem vildir allt fyrir alla gera en varst á sama tíma svo mikill töffari. Afi sem æfðir box, beygðir þig og teygðir og varst álíka liðugur og köttur, áttir flottustu bílana og varst munn- hörpusnillingur með meiru. Það var ansi notalegt að taka Prins Póló-stopp hjá þér í hlaupa- túrunum, þessum sem þú varst að æfa þig upp í og ætlaðir þér að fara með mér í. Með tilkomu nýja tryllitækisins þíns, göngu- grindarinnar, varstu kominn með ákveðið forskot. Það er undarlegt að hugsa til baka til síðustu tveggja heim- sókna minna til þín. Þegar við sátum á bekknum við tjörnina, fylgdumst með gæsunum tveimur sem komu svo nálægt okkur að við hefðum nánast getað klappað þeim og þú tókst utan um mig og baðst um mynd af okkur saman, eitthvað sem mér smávegis brá við að heyra því þú varst ekki vanur að vilja verða fyrir barðinu á linsunni. Í síðustu heimsókn minni til þín tók ég af þér myndskeið (sem ég er mjög þakklát fyrir að eiga) þar sem þú ert að kveðja okkur mömmu, pabba og litlu frændsystkini í anddyrinu heima hjá þér, veifar bless og færð fingurkossa á móti. Bæði þessi minningarbrot eru frá sólríkum dögum. Þetta fær mig til að hugsa það að þú varst al- veg tilbúinn að kveðja og hitta sólargeislann í lífinu þínu sem þú saknaðir meira en orð fá lýst og er ég þess fullviss að amma hafi tekið afar vel á móti þér með sínum hlýja faðmi. Mikið sem mér þykir vænt um þig. Guð gefi þér góða nótt. Þín, Ína Björk. Elsku afi minn. Eitt er víst að ekkert varir að eilífu og það vitum við öll. Ég á margar minningar tengdar þér, alltof margar til þess að skrifa hér. Fátt fannst mér betra en að koma heim til ykkar á Lang- holtsveginn og sitja á spjalli við eldhúsborðið um allt og ekkert. Oft átti ég það til að liggja í sófanum í stofunni og bara hlusta. Að kíkja í kvöldheim- sókn og njóta þess að vera með ykkur, það var einhver góður andi þarna yfir. Ég man þegar amma bað okkur Ólaf um að taka til í bílskúrnum og henda á haugana, því skúrinn væri fullur af drasli. Minn maður var nefnilega ekkert alltof mikið til í að henda dóti þaðan. Amma harðbannaði þér að kíkja út fyrr en við værum búnir að taka til og henda. Eftir stutta stund varstu kominn til þess að skoða hverju væri verið að henda. Amma var ekki lengi að ná í þig og fara með þig aftur inn í hús. Það var ávallt tekið á móti manni með hlýju og meira en velkomið að koma hvenær sem var. Allar heimsóknirnar, kvöldverðir, spjall yfir kakó, bíltúrar. Mér þykir mjög svo vænt um þessar minningar. Einhvern daginn á ég eftir að setjast við kaffiborðið og spjalla við ykkur að nýju með kakóbolla í hendi. Elsku besti afi minn, ég elska þig! Kristján Helgason. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Á svona stundum hrannast minningarnar upp. Það var alltaf tekið vel á móti mér á Langholtsveginum og síðan í Hjallaselinu. Þegar ég var lítill bjóstu til kakó og svæfðir mig með því að syngja Guttavísur á meðan ég taldi kvistina í loftinu. Eftir því sem árin liðu varstu alltaf til í að spjalla og oft var stutt í bullið. Þú varst mjög duglegur að æfa, hjóla og lyfta, byggja þig upp og hugsa um heilsuna. „Aldrei að gefast upp“ eins og þú sagðir. Þegar ég og Halla bjuggum á jarðhæðinni hjá ykkur ömmu þá var raclette rétturinn okkar, enda fátt sem amma borðaði meira af. Seinna voru pítsa- veislur í Hjallaseli með Sigurði Erni, samverustundir sem við höfðum gaman af. Þú varst fjölskyldurækinn og hugsaðir vel um þína nánustu. Kotmúli, hús stórfjölskyldunn- ar í Fljótshlíðinni, var þér kær staður því það sameinaði alla þína afkomendur undir sama þaki. Ég er þakklátur fyrir allar góðu minningarnar með þér og veit að þú ert á góðum stað, í faðmi ömmu Ínu. Eysteinn Helgason. Hvað allt fer hratt í gegnum hugann á þessari kveðjustund við fráfall elsku besta bróður míns. Eftir sitja minningar um ást, kærleika og gleði, en ekkert er við þessu að gera nema þakka fyrir liðna daga með honum frá fyrstu samverustundum í for- eldrahúsum á Raufarhöfn til daga sem hitta okkur öll að lok- um, en misfljótt. Nú er elsku bróðir minn besti kominn til Ínu sinnar, sem hann þráði heitast. Þökkum fyrir liðinn tíma með þeim. Elsku Leifur, Guðrún, Auður og Margrét. Guð blessi ykkur og ykkar fjölskyldur. Mínar kærustu kveðjur, Ingibörg Leifsdóttir. Góðar kveðjur og óskir, bróðir, inn í land eilífðarinnar. Minningar rifjast upp hvern- ig þú þolinmóður – sem ekki var sterka hliðin þá – kenndir mér að hjóla á stóru karl- mannsreiðhjóli, fórst að tína kríuegg eða umgangast æðar- varpið hennar ömmu ásamt því að fylgjast með laxagengdinni í Deildaránni og koma stundum með nokkra í reykhúsið til Ninna frænda – allt með mig í eftirdragi. Nú eða þegar þú stökkst í sjóinn eftir mér ósyndum og bjargaðir mér; þá skall hurð nærri hælum og mamma bara glöð þegar við komum holdvotir heim! Síðar rakst þú vélsmiðju um tíma þar sem allt að 15 iðn- aðarmenn störfuðu þegar mest lét. Þar vann ég mín mennta- skólaár og lærði vélvirkjun jafnframt. Þú varst góður fag- maður og leiddir menn þína vel. Í einkalífi þínu áttir þú Ínu sem lífsförunaut og börnin fjög- ur sem voru ykkur öll til ánægju og sóma. Síðustu árin voru þér að mörgu leyti erfið vegna van- heilsu og ekki dró söknuður vegna makamissisins þar úr. Því voru þér þessi lífslok ekki svo óvelkomin og þér mun fagnað „hinum megin“. Innilegar samúðarkveðjur okkar Addýjar og fjölskyldu okkar til Leifs, Guðrúnar, Auð- ar, Margrétar og fjölskyldna þeirra. Hinsta kveðja, Erlingur. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Elsku bróðir minn, ég sakna þín mikið. Ég sakna símtalanna okkar á hverjum degi. Alltaf kvöddumst við og sögðum „Guð gefi þér góða nótt“. Þú varst alveg einstakur bróðir og hjálpsamur. Þegar við Haraldur giftum okkur þá snöruðuð þið Ína í veislu fyrir okkur og þú sagðir: „Hvað vilj- ið þið borða?“ Auðvitað pönt- uðum við rjúpur. Þannig voruð þið Ína, alltaf reiðubúin. Elsku bróðir, nú ert þú kominn í Sumarlandið til Ínu þinnar og allra annarra ástvina. Börnun- um þínum Leifi, Guðrúnu, Auði, Margréti og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur og set litla ljóðið eftir föður okkar: Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Góða nótt elsku bróðir. Þín systir, Rannveig Lovísa. Upprunanum aldrei gleymi, er sem hlýir geislar streymi köldu, grái grjóti frá. Oft um vor í unaðsheimi undradýrð þar mesta sá. Þannig minntist Leifur Ei- ríksson, faðir Eysteins, heima- byggðar sinnar á Melrakka- sléttu. Þangað norður leitaði hugur hans oft – rétt eins og annarra sem þaðan eru. For- eldrar Eysteins, Leifur og Sveinbjörg Lúðvíka, föðursyst- ir mín, byggðu húsið Harðang á Raufarhöfn, þar fæddist Ey- steinn og ólst upp. Leifur var forystumaður Raufarhafnar um langt árabil – í sveitarstjórn, kenndi við barnaskólann og stofnaði til unglingaskóla og kenndi heima hjá sér. Það var því oft gestkvæmt í Harðangri og ekki spillti er Lúlla frænka mín settist við hljóðfærið og lék undir söng gestanna – einstak- lega glaðvær og vel gerð kona. Svo fluttu þau hjónin suður – á eftir börnum sínum eins og svo margir aðrir. Þar lágu leiðir Eysteins og Ínu hans saman og svo nátengd voru þau í huga fólks að í um- ræðunni runnu Eysteinn og Ína saman í eina manneskju. Ég kom ungur á heimili þeirra í Reykjavík og fannst mikið til um flottheit á öllu, m.a. að þau höfðu flugvélastóla í stofunni – svoleiðis hafði ég aldrei séð en dreymdi um að fara eins að síðar; aldrei varð úr því. En þá fyrst kynntist ég frænda mínum vel er ég og kona mín ásamt Eysteini, Ínu og börnum þeirra tókum autt og yfirgefið hús í Fljótshlíðinni á leigu og byggðum upp sem sumardvalarstað. Mikið var gaman að kynnst svo náið þeim Ínu og Eysteini og börnum þeirra öllum; ein- staklega ánægjulegur, harð- duglegur og samhentur hópur enda gekk uppbygging í takt við það. Að loknum vinnudegi settumst við niður við grill eða góðar kökur og spjölluðum um forelda okkar í bland við Rauf- arhöfn og Miðtún. Frændsemin ríkti – einlæg vinátta og kær- leikur. Ég fylgdist svo með frænda mínum og Ínu – þau litu inn hjá okkur og sömuleiðis fengum við okkur kaffibolla á Laugateignum í þeirra fallega húsi. Þá spillti ekki vináttunni að Ína og ég unnum saman í menntamálaráðuneytinu í fjög- ur ár og þar skipaði Ína sér- stakan sess hjá starfsfólkinu – traust og dugleg. Við lát henn- ar missti frændi minn helming- inn af sjálfum sér – ef svo má komast að orði. Hann beið eftir því að hitta Ínu sína aftur og ég er þess fullviss að hjá henni fékk hann góðar móttökur. Á kveðjustundu þökkum við hjónin Eysteini allt samstarf og vináttu sem aldrei bar skugga á. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Guð blessi þig frændi minn og gefi þér frið. Níels Árni Lund. Eysteinn Leifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.