Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa frá kl. 9-12, Boccia kl. 10-11, Félagsvist kl. 13-15.45,Tálgað í tré kl. 13-15.45. Heilsueflandi hádegi- Öndunarnámskeið, skráning í síma 411-2701, Kaffi kl. 14.30- 15.20. Nánari upplýsingar á skrifstofu eða í síma 411 2701 & 411 2702. Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegis- matur kl. 11.40-12.50. Leirnámskeið í núvitund kl. 12.45-14.45. Kaffi- sala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími: 411 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, spjall og blöðin kl. 8.10-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12.Tæknilæsi námskeið Apple kl. 9- 12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.Tæknilæsi námskeið Android kl. 13- 16. Opin Listasmiðja kl. 13-16. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45-15.15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í Jónshúsi. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl. 13-16. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund með Álfhildi frá 11-11.30. Myndlist/listaspírur frá kl. 13. Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl.13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð. Kennt verður á spjaldtölvu alla þriðjudaga milli kl 13. og 15 í sumar. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.Tækni- aðstoð á snjallsíma og spjaldtövur kl. 10.30-11.30. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund í Borgum kl. 10.30. Spjallhópur kl. 13 í listasmiðju. Samfélagshúsið Vitatorgi Á dagskrá í dag er Hópþjálfun í setu- stofu 2. hæð kl. 10.30-11.Tríó Velferðarsviðs kemur að spila í matsal kl.13. Göngferð í verslun kl.15-15.45. Verið öll hjartanlega velkomin. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15 og 18.30, Kaffispjall í króknum frá kl. 9, pútt á flötinni, Skólabraut kl. 10.30, spjaldtölvunámskeið kl. 13.30. Smáauglýsingar Atvinnuhúsnæði Húsnæði undir fótaðgerða- stofu til leigu staðsett í Samfélagshúsinu Bólstaðarhlíð 43. Allar nánari upplýsingar veitir Ragga í síma 535-2760 eða á netfangið ragnhildur.thor- steinsdottir@reykjavik.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Gunnar Einarsson fæddist á Akranesi 10. nóvember 1951. Hann lést á Landspítalunum í Reykjavík 5. júlí 2021. Gunnar var son- ur Einars Árna- sonar í Sól- eyjartungu, f. 19.10. 1921, d. 5.6. 2004, og Halldóru Gunn- arsdóttur frá Steinsstöðum, f. 13.7. 1923, d. 1.9. 2009. Gunn- ar var annar í röð fimm bræðra. Þeir voru: 1. Árni Sig- urðs Einarsson, f. 23.9. 1945, 2. Marteinn Grétar Einarsson, eru: a) Ragnheiður Ólöf, f. 15.11. 2003 b) Einar Oddur, f. 25.3. 2007 2). Pétur Emil, f. 22.11. 1973, unnusta hans er Ramóna f. 10.8. 1975. Barn hans er: Amelía Rún, f. 25. 10. 1999 . 3) Einar Örn, f. 17. 2. 1977, unnusta hans er Stine, f. 1.11. 1980. Synir þeirra eru: a) Gunnar, f. 6.5. 2007, b) Alex- ander, f. 8.11. 2010. Gunnar ólst upp á Akranesi og gekk þar í barnaskóla. Hann fór í Skipstjóra- og stýri- mannaskólann í Reykjavík árið 1970 og útskrifaðist þaðan árið 1972. Gunnar var frá unga aldri á fiskiskipum og hvala- skoðunarskipum síðustu árin. Spannar skipstjórnarferillinn hans um 52 ár. Útför hans verður frá Akraneskirkju í dag, 20. júlí 2021, klukkan 13. f. 3.8. 1953, 3. Einar Halldór Einarsson, f. 14.9. 1961, 4. Guð- mundur Einarsson, f. 19.7. 1963. Gunnar kvænt- ist Ragnheiði Jó- hönnu Péturs- dóttur, f. 26.8. 1952, þann 11.9. 1971. Foreldrar hennar voru Pétur Ásbjörns Georgsson, f. 5.6. 1931, d. 24.7. 1987, og Emilía Jónsdóttir, f. 3.2. 1934, d. 3.8. 2017. Börn Gunnars og Ragn- heiðar eru þrjú: 1) Halldóra, f. 3.12. 1972, gift Hafþóri Ólafs- syni, f. 11.7. 1970. Börn þeirra Elsku pabbi. Þú varst alltaf sá aðili sem stóðst með mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og kletturinn okkar allra. Hvort sem um var að ræða flutning í fyrsta hús- næðið, málningarvinnu, pössun barnabarnanna, alltaf til taks í spjall í símann eða skutlast hing- að og þangað ef eitthvað var. Þú ert farinn svo skyndilega og ég veit ekki hvernig ég fer að því að kveðja þig. Sjórinn var stór partur af þínu lífi og varstu í 52 ár til sjós. Á fiskiskipum framan af en síðustu ár á hvalaskoðunarskipi. Þú hafðir sérstaklega gaman af því, enda áttirðu gott með að um- gangast fólk og varst léttur í lund. Þú hafðir sérstaka ánægju af að deila sögum af sjónum og samferðamönnum í gegnum lífið. Þar varstu líka í essinu þínu og hafðir mikla frásagnargáfu, með mikinn húmor, þó væri nokkur svartur á köflum. Eins og hjá mörgum sjó- mannsbörnum voru helgarnar ekki endilega laugardagur og sunnudagur, heldur sá tími sem þú varst í landi. Var hann nýttur til hins ýtrasta. Þá fylgdum við þér út um allt í heimsóknir eða niður á bryggju að athuga með skipið. Ýmis samtölin sem þú hefur þurft að eiga við mig í gegnum árin. Það var unglingsstelpan að gráta yfir vandamálum lífsins, stórum og smáum. Hárblásarinn settur í gang fyrir allar aldir og vakti allt heimilið. Sami ungling- ur og fullyrti að Duran Duran væri miklu betri hljómsveit en Bítlarnir. … og viðurkenndi síð- ar að Bítlarnir væru auðvitað bestir. Tónlistarlegt uppeldi var mjög gott á Reynigrundinni og voru ófáir tónleikarnir sem við sáum saman. Jethro Tull í Laugardals- höll og Hallgrímskirkju, Simply Red, hinir ýmsu jólatónleikar og streymi undanfarið í Covid. Simply Red-tónleikarnir voru einir bestu tónleikar sem við höf- um farið á, Jethro Tull í Hall- grímskirkju standa einnig upp úr og voru tónleikar sem við rifj- uðum oft upp og er ég þakklát fyrir þær minningar með þér. Við fórum einnig í mörg ferða- lög saman, fjölskyldan mín og þið mamma. Tenerife og ferðir um landið. Þú skildir ekkert í sólbekkjaglöðu dóttur þinni við sundlaugarbakkann en þú vildir vera á ferðinni um eyjuna og skoða þig um. Ferðir um Norð- urland verða einnig í minnum hafðar en þá keyrðum við um svæðið og skoðuðum okkur um og matarveislur eða út að borða að kveldi. Að ógleymdum öllum matarveislunum heima eða í bú- staðnum í Borgarfirði. Þar voruð þið mamma í sérflokki í hvers kyns matargerð. Lambalæri a la pabbi og með því, verður alltaf í uppáhaldi. Fótbolti var þér einnig hug- leikinn og voru auðvitað ÍA og Liverpool í sérstöku uppáhaldi. Margar stundirnar og helgarnar hafðirðu gaman af að horfa á fót- bolta með þessum liðum og öðr- um. Á næstunni hefðuð þið mamma átt 50 ára brúðkaups- afmæli og 70 ára afmælið þitt í nóvember. Þið voruð ekkert fyrir stórar veislur en örugglega hefð- um við hist í góðan mat og hver veit hvort Anfield hefði loksins fengið heimsókn í vetur. Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og staðið við bakið á mér. Ég elska þig og var stolt af að vera dóttir þín. Halldóra. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum. Að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Með sorg í hjarta viljum við minnast kærs vinar okkar sem féll skyndilega frá hinn 5. júlí sl. Þessi samleið hefur varað í tæp 50 ár í gegnum saumaklúbbinn Feilsporið. Við minnumst margra samverustunda og mikið var alltaf gaman. Það var ekki síst Gunna að þakka, alltaf með gamanyrði á vörum, húmorinn óborganlegur og mikið var nú hlegið. Nú við leiðarlok er hugur okk- ar hjá vinkonu okkar, Röddu Hönnu, og fjölskyldunni allri. Minning um góðan dreng lifir. Dóra, Óli Grétar, Helga Jóna, Þráinn, Rún Elfa, Jón, Guðbjörg, Ásgeir, Pálína, Jón og Kristrún. Gunnar Einarsson ✝ Elín Sigríður Axelsdóttir fæddist í Hvammi þann 28. sept- ember 1921. Hún lést á dvalarheim- ilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 4. júlí 2021. Faðir hennar var Axel Björns- son og móðir Mar- grét Vigfúsdóttir. Hún var einkabarn foreldra sinna en síðar tóku þau að sér ungan pilt, Þórð Arnaldsson, sem fórst í flugslysi í Héðinsfirði árið 1947. Einnig var í fósti hjá fjölskyldunni Ingimar Brynjólfsson frá Steinsstöðum í Öxnadal en hann kom þang- að er hann var á fermingar- aldri. Ingimar og Sigríður felldu síðar hugi saman og ár- ið 1947 gengu þau í hjóna- band. Þau eign- uðust þrjá syni. Elstur er Þórður, fæddur 3. mars 1949. Sonur hans er Eyþór, kona hans er Valentina Vrinceanu frá Rúmeníu. Börn þeirra eru: Hildur Ana, Elisabet Maria og Alex- andra Vali. Annar er Björn, fæddur 19. apríl 1957. Kona hans er Elín Björnsdóttir. Sonur þeirra er Axel Dagur. Kona hans er Naila Zahin Ana frá Bangla- dess. Þriðji er Sveinn, fæddur 21. janúar 1962. Kona hans er Oddný Jónsdóttir. Synir þeirra eru Ingimar og Hjörleifur. Útför Elínar fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal í dag, 20. júlí 2021, klukkan 11. Ég var ekki mánaðar gamall þegar ég kom í fyrsta skipti til ömmu Siggu á Ásláksstöðum. Foreldrum mínum hafði hug- kvæmst að gefa mér nafn. Hald- ið var norður í land með mig í burðarrúmi. Langamma mín var á lífi. Hún átti að fá að vera við- stödd. Ég var nefndur Eyþór í höfuð móðurafa míns. Þetta var fyrsta ferðin af mörgum. Þær skiptu tugum. Heimili Ingimars og Siggu á Ás- láksstöðum varð hluti af tilveru minni um langa tíð. Ferðir á öll- um árstímum. Um vetur þegar snjórinn var um allt. Á vorin þegar ærnar voru að bera. Þá kynntist ég litlum lömbum. Svo kom sumarið með heyskap. Haustið með réttum. Og vet- urinn með jólum. Öllum þessum árstíðum kynntist ég vel í sveitinni hjá afa og ömmu. Ég dvaldi þar í hátt á annan tug sumra. Mörg þeirra með Magnúsi Rósmari frænda mínum úr Akraselinu í Reykja- vík sem átti sín tíu sumur á Ás- láksstöðum. Þótt tæpur áratug- ur skildi okkur að styrktist frændskapurinn á túninu og við matarborðið hjá Siggu. Ég var níu ára haustið þegar afi og amma seldu kúabúið. Dapurlegt föstudagskvöld settist drengurinn við matarborðið. Á eftir hringdi hann í hina ömmu sína á Reynimelnum í Reykja- vík. Hún spurði hvað hann segði. Allt leiðinlegt. Kýrnar farnar og Svenni frændi líka. Ferðum í Ásláksstaði fækkaði ekki þótt kýrnar færu á aðra bæi. Nokkur sumur til viðbótar tóku við og heimsóknir á hinum ýmsu tímum. Síðustu áramótin sem ég var hjá þeim spurði amma Sigga hvað ég vildi fá að borða. Má ég fá KEA-kjötbollur og kartöfmumús? Að sjálfssögðu var orðið við því. Ég var skiptinemi í Kosta Ríka þegar Ingimar afi kvaddi lífið. Þá flutti amma Sigga af Ásláksstöðum til Akureyrar. Settist þar að. Hlutirnir breytt- ust en héldu samt áfram. Ég dvaldist í gömlu sveitinni fyrir nokkrum vikum. Engar kýr eða heyskapur en heitur pottur kominn í staðinn. Dætur mínar nutu þess að busla þar. Svona breytist tíminn en sumt verður áfram kyrrt. Nú er amma Sigga farin. Ég er staddur í Rúmeníu með fjölskylduna og get ekki fylgt henni síðasta spölinn. En hún verður á sínum stað í hug- anum. Eyþór Þórðarson. Sigríður, tengdamamma mín, var tæplega aldargömul þegar hún kvaddi þennan heim. Ég kynntist henni fyrst þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum aldarfjórðungi. Við fyrstu kynni var hér á ferð ákaf- lega hlédræg kona en síðan komst ég að því hve minnug og fróð hún var. Hún var einka- barn, sem var óalgengt á þess- um tíma, og ólst upp í gamla sveitasamfélaginu þar sem mannmargt var á hverju heimili og samgangur mikill á milli bæja. Aldrei kom ég að tómum kofunum hjá henni, sérstaklega ef sögurnar tengdust Eyjafirði eða ættum hennar langt aftur í aldir og hafði hún gaman af að segjast vera komin bæði af Tík- ar-Manga og Vellygna Bjarna ef henni fannst fólk taka sig of há- tíðlega. Skemmtilegast var að hlusta á hana og föður minn rifja upp sögur af skáldum, skólameisturum og öðrum litrík- um persónum á Akureyri og ná- grenni á miðri síðustu öld og þá var oft gaman að vera fluga á vegg. Sigríður gaf mér innsýn í ótal margt frá fyrri tímum, hvort sem það voru álfa- eða ástarsögur, gömul vinnubrögð í sveitinni eða annað sem varpaði ljósi á fortíðina. Árið 1999 missti hún eiginmann sinn og flutti úr sveitinni inn til Akureyrar. Þessum breytingum öllum tók hún af þeirri yfirvegun sem ein- kenndi hana ætíð. Hún fékk sér farsíma, lærði á strætó og gat bjargað sér í mörg ár, líka eftir að hún flutti á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Fram á síðustu stundu gat hún lesið sér til ánægju og voru það aðallega ævisögur og bækur með þjóð- legum fróðleik sem hún hafði gaman af og styttu henni stund- ir, því að horfa á sjónvarp höfð- aði aldrei til hennar. Tengdamamma mín var líka „amma Sigga“, hlý og góð amma sem þótti afar vænt um son- arsynina og sjá þeir nú á bak ömmu sinni sem hefur verið fastur hluti af tilveru þeirra frá upphafi. Það er merkileg tilviljun að kveðja Sigríði 20. júlí en það er einmitt brúðkaupsdagur þeirra Ingimars. Þennan dag árið 1947 gengu þau í hjónaband í kirkj- unni á Möðruvöllum í Hörgár- dal, sama stað og við kveðjum hana í dag. Oddný Sigurrós Jónsdóttir. Elín Sigríður Axelsdóttir HINSTA KVEÐJA Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Haðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Elín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.