Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
ALMERÍA
27. JÚLÍ - 06. ÁGÚST | 10 DAGAR
FLUG & GISTING
VERÐ FRÁ:
79.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
BEINT FLUG
VERÐ FRÁ:
39.900 KR.*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í gær að hættustig
myndi taka gildi á Landspítala frá miðnætti í gær, 22.
júlí. Viðbragðsstjórnin tók umrædda ákvörðun í ljósi
þess að faraldurinn er í veldisvexti, verkefni Covid-
göngudeildar aukast daglega í samræmi við það, fleiri
sjúklingar í eftirliti eru veikir, fjöldi starfsfólks er í
sóttkví vegna útsetninga og nýlegrar komu erlendis frá,
mönnun er með minnsta móti vegna sumarleyfa auk þess
sem mikil óvissa ríkir um þróun faraldursins, innlagna-
tíðni og alvarleika veikinda.
Fimm starfsmenn á spítalanum eru í einangrun, 10 í
sóttkví A og alls 225 í vinnusóttkví, að því er fram kemur
í tilkynningu frá Landspítala.
„Í raun hefur spítalinn verið að færast af óvissustigi
á hættustig undanfarna tvo sólarhringa með daglegum
fundum viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar og hertum
sóttvarnaraðgerðum innan spítalans. Það er því eðlilegt
að uppfæra viðbúnaðarstig til samræmis við þær aðgerð-
ir.“
Gripið er til þess að lýsa yfir hættustigi þegar at-
burður kallar eftir því að starfað sé eftir viðbragðsáætl-
un. Þá er aukið og breytt álag á fjölmargar starfsein-
ingar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og
tilflutning á verkefnum og starfsfólki.
Farsóttanefnd spítalans ákvað á miðvikudag að
herða sóttvarnarráðstafanir vegna uppsveiflu faraldurs-
ins.
Þannig má einungis einn gestur heimsækja hvern
sjúkling á hverjum degi. Mælst er til þess að börn yngri
en 12 ára komi ekki í heimsóknir nema í samráði við
stjórnendur viðkomandi deilda.
Þeir sjúklingar sem koma á deildir í viðtöl, meðferð
eða rannsóknir að koma einir nema brýna nauðsyn beri
til. Inniliggjandi sjúklingar munu almennt ekki fá leyfi
nema það sé hluti af útskriftarundirbúningi eða endur-
hæfingu.
Landspítali færður af
óvissustigi á hættustig
- Mikil óvissa sögð ríkja um innlagnatíðni og veikindi
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Frá Landspítala Verkefni Covid-göngudeildar
aukast daglega í samræmi við fjölgun smita.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir á
Covid-göngudeild Landspítala,
staðfesti í gær að óbólusettur ein-
staklingur undir 60 ára aldri væri
á leið á Landspítala vegna
Covid-19, þó ekki á gjörgæslu. Fyr-
ir var annar með virkt smit, einnig
óbólusettur, merktur rauður sam-
kvæmt litakóðunarkerfi sem notað
er til að meta einkenni einstakl-
inga sem liggja ekki á spítala.
Þrír eru merktir gulir og eru þeir
allir bólusettir. Aðrir eru merktir
grænir, en virk smit eru alls 296
talsins. Grænir eru þeir sem eru
með væg eða lítil einkenni
Covid-19, gulir eru þeir sem eru
með aukin og svæsnari einkenni
og rauðir eru þeir sem eru með
mjög mikil einkenni, veruleg and-
þyngsli og mikinn hita til að
mynda. Ef viðkomandi er svo lagð-
ur inn á sjúkrahús fellur hann úr
litakóðun göngudeildar.
Rauðir, gulir og grænir
LITAKÓÐUNARKERFIÐ
Esther Hallsdóttir
Unnur Freyja Víðisdóttir
Farið var yfir stöðu kórónuveiru-
faraldursins og þróun hans á upplýs-
ingafundi Almannavarnadeildar rík-
islögreglustjóra og embættis land-
læknis í gær en smitum á Íslandi
hefur fjölgað́ ört síðustu daga.
Á miðvikudag greindust 78
kórónuveirusmit innanlands. Þar af
voru nítján í sóttkví við greiningu og
59 utan sóttkvíar. Af þeim sem
greindust voru 58 fullbólusettir.
Þegar þessi frétt er skrifuð eru 287 í
einangrun og 723 í sóttkví. Sam-
kvæmt upplýsingum af covid.is hafa
85,3% einstaklinga 16 ára og eldri
hér á landi verið fullbólusett gegn
veirunni.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði á upplýsingafundinum í
gær að ráðstafanir á landamærunum
myndu einar og sér ekki duga til að
hefta útbreiðslu veirunnar innan-
lands. Því legði hann til aðgerðir inn-
anlands. Þórólfur telur að aðgerðirn-
ar sem hann leggur til ættu að taka
gildi eins fljótt og hægt er, en vildi
ekki greina frá hverjar þær væru.
„Ég tel að ef menn ákveða sig um
ákveðnar aðgerðir þá sé ekki eftir
neinu að bíða. Þá held ég að menn
eigi að láta það taka gildi eins fljótt
og mögulegt er,“ sagði hann.
Janssen-þegar bólusettir aftur
Þá sagði Þórólfur vernd bóluefna
gegn smiti vera minni en talið var, þó
að vernd gegn alvarlegum veikind-
um sé talin vera 90%. Þá muni þeir
sem bólusettir voru með Janssen fá
aðra bólusetningu sem og þeir sem
hafa ef til vill ekki svarað bólusetn-
ingu nægilega vel. Bóluefni Pfizer
verður líklega notað og segir Þórólf-
ur að nóg af því sé til á landinu. Áætl-
anirnar koma ekki til framkvæmda
fyrr en eftir miðbik ágústmánaðar
þar sem ákveðinn tími þurfi að líða
frá síðasta skammti bóluefnis þar til
örvunarskammtur er gefinn að sögn
Þórólfs. „Þetta er ekki þannig að það
þurfi bara að drífa í því, við verðum
að tryggja að árangurinn verði eins
góður og hægt er,“ sagði Þórólfur.
Nýjar upplýsingar frá Ísrael
bendi til að vernd bóluefna gegn
Delta-afbrigði veirunnar sé minni en
talið hafi verið. Ekki hefði þó verið
birt hve margir þeirra, sem veikst
hefðu alvarlega í Ísrael, væru bólu-
settir, og sama ætti við umBretland,
þar sem hlutfall bólusetninga er
einnig hátt. Delta-afbrigðið sé í mik-
illi sókn í flestum löndum Evrópu og
fjölgunar gæti í innlögnum á sjúkra-
hús. Þetta þýði að hér á landi gætum
við séð útbreitt smit meðal bólu-
settra og verði útbreiðslan nógu mik-
il gætum við séð aukningu í alvar-
legum veikindum og innlögnum. Hér
á landi hafi tveir fullbólusettir þurft
á innlögn að halda á síðastliðnum
vikum. Þá séu sex undir nánu eftirliti
Covid-göngudeildar Landspítalans
og gætu þurft á innlögn að halda á
næstunni.
„Ég held að við þurfum að horfast
í augu við það að Covid lýkur ekki
fyrr en því lýkur í öllum heiminum.
Við erum margbúin að tyggja þetta,
en það er eins og menn telji það hér á
Íslandi, að það sé nóg að hefta út-
breiðsluna hér og þá sé Covid lokið,
en það er bara ekki þannig,“ sagði
Þórólfur. „Ef við ætlum að hafa litlar
takmarkanir innanlands þá þurfum
við að hafa góð tök á landamærun-
um. Annars fáum við bara veiruna
aftur inn og útbreiðslu. Við þurfum
að hafa það í huga. Hversu lengi við
þurfum að búa við það? – ég held að
það gæti verið, í einhverri mynd, í
marga mánuði í viðbót. Við þurfum
að reyna að koma því þannig fyrir að
það verði sem minnst íþyngjandi fyr-
ir alla og við þurfum virkilega að
horfast í augu við það að þetta er
ekki bara einhver nokkurra vikna
barátta sem lýkur svo og við getum
tekið upp fyrra líf. Að mínu mati er
óskynsamlegt að hugsa þannig.
Þetta er lengri barátta en svo,“ sagði
Þórólfur.
Leggur til hertar aðgerðir á ný
- Ný bylgja er hafin í faraldrinum en mikill veldisvöxtur hefur verið á fjölda smitaðra undanfarna daga
- Sóttvarnalæknir telur hertar aðgerðir á landamærunum ekki duga til að draga úr útbreiðslu smita
2
6
4 3
9
17
14
22
16 16
44
58
75
Fjöldi smita
frá 9. júlí
Heimild: covid.is
Heimild: LSH
252.152 einstak-
lingar
eru fullbólusettir en alls
267.154 hafa fengið
að minnsta kosti
einn skammt
78 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
287 eru með virkt smit
og í einangrun
723 einstaklingar eru
í sóttkví
Innanlandssmit
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Skimun á landamærum
9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 14. júlí 15. júlí 16. júlí 17. júlí 18. júlí 19. júlí 20. júlí 21. júlí
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH
296 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid- göngudeildar LSH
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni, s.s.
mikil andþyngsli og hár hiti
10 7 6 7 9
9
24
11
43
18
52
Samantekt
» Vernd bóluefna gegn smiti
er minni en talið var.
» Sóttavarnalæknir telur að-
gerðir á landamærum einar og
sér ekki duga til að stöðva út-
breiðslu nýrra afbrigða veir-
unnar.
» Þórólfur leggur til að að-
gerðir innanlands verði hertar
á ný sem allra fyrst.