Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
Lýsing á breytingu aðalskipulags
Jörundarholt og Golfvöllur
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu
á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt
31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vinnslutillaga: Breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar á
íbúðasvæði Jörundarholts.
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness
2005-2017 þannig að íbúðasvæði ÍB10 verði stækkað vegna áforma
um byggingu íbúðakjarna.
Vinnslutillaga: Breyting á aðalskipulagi vegna hótels við
golfvöllinn Leyni.
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness
2005-2017 þannig að gefinn verði kostur á byggingu hótels
við golfvöllinn Leyni.
Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar
www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18.
Ábendingar eiga að vera skriflegar og berast fyrir 7. ágúst 2021 í
þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið
skipulag@akranes.is
fara að skima tíu til tuttugu þúsund
manns á nokkrum dögum, eða á ein-
um degi, fyrir bara þá hátíð. Það eru
aðrar hátíðir í gangi líka á landinu
þannig að ég sé ekki við höfum alveg
getu til að gera það,“ sagði Þórólfur.
„Menn geta nýtt sér hraðgrein-
ingarpróf en það þarf samt gríð-
arlegan mannskap til að sinna því.“
Þórólfur benti á að það sé ekki
endilega verkefni sem ætti að vera á
vegum sóttvarnalæknis, en að heil-
brigðisyfirvöld hafi bent skipuleggj-
endum á að skoða hvort þetta sé
framkvæmanlegt.
„Vissulega er þetta í skoðun, en
þarfnast gríðarlegrar skipulagn-
ingar, þetta er mjög dýrt og ég er
ekki viss um að það myndi takast að
útfæra þetta almennilega með svona
stuttum fyrirvara.“
„Bíða og sjá“
„Við hlustuðum á fundinn, sótt-
varnalæknir hefur komið með til-
lögur og svo á hann eftir að
taka tillit til annarra, þannig
að við erum bara að tala
saman og bíða og sjá,“ segir
Hörður.
Enn er óvíst hvort af
Þjóðhátíð verður en Þór-
ólfur Guðnason sótt-
varnalæknir hefur sagt að
eftir viðburði eins og
Þjóðhátíð, þar sem þús-
undir koma saman,
gætu greinst hundruð
eða þúsundir
kórónuveirusmita.
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Nokkrar útihátíðir fara fram um
helgina þar sem mikill fjöldi fólks
kemur saman. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir hefur lýst áhyggj-
um af mögulegri útbreiðslu kórónu-
veirusmita við slíkar aðstæður.
Þá eru enn fleiri hátíðir á dagskrá
um verslunarmannahelgina og er
þar stærst að venju Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum.
Ein af þeim hátíðum sem fram
fara um helgina er Bræðslan. Áskell
Heiðar Ásgeirsson, einn skipuleggj-
enda tónlistarhátíðarinnar, sagði í
samtali við blaðamann í gær að sem
stæði væri ekkert annað í stöðunni
en að hátíðin færi fram.
„Eins og staðan er núna eru engar
takmarkanir, við vitum að það er
umræða um þær en á meðan það er
bara umræða einhvers staðar þá
getum við ekki brugðist við því,“
sagði Áskell.
Mikið mál að skima alla gesti
Hörður Orri Grettisson, formaður
þjóðhátíðarnefndar, segir að verið sé
að ræða málin hvað varðar mögu-
lega kröfu um að hátíðargestir fram-
vísi neikvæðum niðurstöðum úr
PCR-prófi fyrir kórónuveirunni áð-
ur en þeir mæti í Herjólfsdalinn. Á
upplýsingafundi Almannvarna í gær
sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir það í raun stórmál að skima
alla hátíðargesti.
„Það er svakalegt fyrirtæki að
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Þjóðhátíð 2019 Hátíðin fór ekki fram 2020 vegna faraldursins. Óvitað er hver örlög hátíðarinnar verða þetta árið.
Stórar samkomur
eru áfram á áætlun
- Fjöldi hátíða á dagskrá um næstu og þarnæstu helgi
Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs
Sigurðssonar knattspyrnumanns
hjá Everton, er að sögn íþrótta-
fréttamiðilsins The Athletic öskuill-
ur yfir því að félagið hafi ekki
greint frá því með skilmerkilegri
hætti að hann væri ekki leikmað-
urinn sem hefði verið handtekinn
vegna gruns um brot gegn ólög-
ráða einstaklingi. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að Gylfi Þór sé
umræddur leikmaður.
Delph og Gylfi eru einu 31 árs
leikmenn liðsins en í tilkynningu
frá lögreglunni í Manchester var
greint frá því að sá grunaði væri 31
árs og kvæntur. Hvorugur þeirra
flaug með liðinu til Bandaríkjanna
á æfingamót í síðustu viku en Ever-
ton hefur þegar greint frá því að
Delph hafi verið í sóttkví fyrir
brottför.
Hafi ráðið öryggisgæslu
Samkvæmt The Athletic hefur
Gylfi ráðið sér öryggisgæslu vegna
málsins, götublöðin The Sun og
Daily Mail greindu nýverið frá því
að Everton hefði komið Gylfa fyrir í
skjólshúsi með sólarhringsgæslu á
meðan Alexandra Ívarsdóttir, eig-
inkona hans, dvelur á Íslandi.
Fabian Delph á að vera öskuillur
yfir því hvers lags stöðu Everton
kom honum og fjölskyldunni hans í
með tilkynningu sinni. Hann ætli nú
að hafa hljótt um sig þar til það sé
algjörlega ljóst að hann er ekki sá
grunaði.
Erfið byrjun
Everton réð nýlega nýjan stjóra,
Rafael Benítez, en fyrstu vikurnar
hans í starfi hafa verið erfiðar. Fé-
lagið hefur neyðst til að draga sam-
an seglin á samfélagsmiðlum á
meðan mál Gylfa er til rannsóknar
en iðulega reyna félögin að tefla
fram glansmynd af leikmannahópn-
um á þessum tíma árs áður er
keppnistímabilið hefst.
Breska götublaðið The Sun hefur
greint frá erfiðri stemningu innan
leikmannahóps Everton eftir upp-
götvunina. Haft er eftir heimildar-
manni þeirra innan Everton: „Liðs-
félagar hans voru furðu lostnir,
þeir höfðu ekki hugmynd um málið
fyrr en félagið sagði þeim frá því.
Sá handtekni er afar vinsæll innan
hópsins svo þeir eiga bágt með að
trúa þessu.“
Liðsfélagi Gylfa
sagður öskuillur
yfir ruglingnum
- Ekki greint með skilmerkilegum
hætti frá því að ekki væri átt við Delph
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum
króna á öðrum ársfjórðungi, borið
saman við 11,4 milljarða tap á sama
fjórðungi í fyrra. EBIT var neikvæð
á fjórðungnum um 7,8 milljarða
króna og skánar um 4,5 milljarða frá
fyrra ári.
Félagið birti uppgjör sitt í gær-
kvöldi í aðdraganda hluthafafundar
sem haldinn verður síðar í dag. Þar
verður borið undir hluthafa félags-
ins að auka hlutafé þess og selja til
Bain Capital Credit á genginu 1,43
krónur á hlut. Við lokun markaða í
gær stóð gengi félagsins í sama
gengi en það hefur lækkað talsvert í
viðskiptum í Kauphöll frá því að
Delta-afbrigði kórónuveirunnar tók
að setja strik í reikninginn hér á
landi. Farmiðatekjur félagsins
námu 3,7 milljörðum króna á fjórð-
ungnum, samanborið við 1,2 millj-
arða á sama fjórðungi í fyrra. Auka-
tekjur af farþegum námu 570
milljónum samanborið við 300 millj-
ónir í fyrra. Þá námu tekjur af
fraktflutningum 2,7 milljörðum og
jukust úr 2 milljörðum á sama fjórð-
ungi 2020. Aðrar tekjur námu 1,9
milljörðum króna og jukust úr 800
milljónum í fyrra.
Félagið bendir á að umsvif þess
hafi aukist talsvert á fjórðungnum
miðað við síðasta ár. Þannig hafi fé-
lagið beint vélum sínum að nýju til
15 áfangastaða og þá hafi brottfarir
aukist úr 28 á viku í apríl í 160 í ný-
liðnum júnímánuði.
Þá segir í tilkynningu félagsins að
flugframboð þess verði 43% í júlí
miðað við sama mánuð 2019 en hafi
einungis verið 15% miðað við sama
ár í fyrra. Þá er sætanýting áætluð
um 70% í júlí, samanborið við 47% í
nýliðnum fjórðungi.
Bókunum hefur fjölgað
„Viðspyrnan er hafin og við erum
að auka flugið jafnt og þétt í hverri
viku. Þessi aukning í umsvifum sem
og áframhaldandi áhrif af Covid-19-
faraldrinum höfðu veruleg áhrif á
rekstrarniðurstöðu fjórðungsins en
mikil aukning bókana fyrir flug á
seinni hluta ársins hafði jákvæð
áhrif á handbært fé frá rekstri,“
segir Bogi Nils Bogason, forstjóri
Icelandair, og bendir á að það hafi
numið 24 milljörðum króna á fjórð-
ungnum.
Handbært fé frá rekstri nam 8,2
milljörðum á fjórðungnum en hafði
verið neikvætt sem nam 12,2 millj-
örðum á sama fjórðungi í fyrra. Þá
er lausafjárstaða félagsins sterk eða
45,6 milljarðar. Þar af er handbært
fé og lausafjársjóðir 24 milljarðar.
Brennir enn stórum fjárhæðum
- Icelandair tapaði 6,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi - Tapið 10,8 milljarðar það sem af er ári
- Lausafjárstaðan jákvæð um 45,6 milljarða - Handbært fé frá rekstri 8,2 milljarðar í lok fjórðungsins
„Á dauða mínum átti ég von en
ekki þessu,“ segir Helgi Björns-
son söngvari um þá stöðu sem
komin er upp í samfélaginu. Bú-
ið var að falast eftir honum á
einhverjar hátíðir yfir versl-
unarmannahelgina en hann
hafði þá verið búinn að taka
ákvörðun um að láta nægja að
halda streymistónleika, líkt og
hann varð frægur fyrir að gera á
meðan samkomutakmarkanir
voru í hámarki.
Hann segist ekki hafa verið
svo séður heldur hafi hug-
myndin verið að bjóða upp á
þennan valkost fyrir þá sem
eiga ekki heimangengt eða
kjósa að eyða versl-
unarmannahelginni ann-
ars staðar en á
útihátíðum.
Helgi fékk
Reiðmenn
vindanna til
liðs við sig
ásamt
leynigest-
um.
Verslunar-
manna Helgi
BÚINN AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN
UM STREYMISTÓNLEIKA
Helgi
Björnsson