Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
Enginn er alvitur eða sér alla
framtíð í hendi sér. Jafnvel
ekki staksteinar sem eru þó bratt-
ir og góðir með sig. Ambrose
Pritchard, viðskiptaritstjóri The
Telegraph, hefur þó verið hittnari
en margir þeirra sem véla um
heimsmál í víð-
lesnum pistlum.
- - -
Nú síðast segir
hann pólskan
ráðherra jafna
langt til er hann
nefni samninginn
um rússnesku gas-
leiðsluna til Þýska-
lands í höfuðið á
Molotov-Ribben-
trop, sem páruðu
forðum undir ill-
ræmdan griðasátt-
mála Stalíns og Hit-
lers.
- - -
Joe Biden hafði áður fordæmt
þennan gassáttmála, eins og
Trump á undan honum, en síðan
kúvent eins og „Tony“ boðaði í
Hörpu, og kallaði Björn Bjarnason
að Blinken hefði þar og þá lagt
gull í lófa Lavrovs.
- - -
Og nú minnir Björn á sjónarmið
Pritchards um að ESB geti
ekki lengur leikið tveimur skjöld-
um í málinu og síst eftir að Pól-
verjar hafi unnið lykilmál fyrir
ESB-dómstóli, sem sagði ESB
framvegis skylt að horfa til
áhættu allra aðildarríkjanna í
orkumálum.
- - -
Telji Pritchard þau úrslit gjör-
breyta myndinni. Gas-
skömmtun Pútíns stangist á við
dóminn og von hans sé að geta
þvingað ESB til að hafa niður-
stöðu eigin dómstóls að engu.
- - -
Í því felist í raun tilvistarógn við
ESB.
Ambrose
Evans-Pritchard
Gasaleg úrslit
STAKSTEINAR
Björn
Bjarnason
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
OTTA VÖ TÆ
Af
. .
NÝ SENDING AF
REGNJÖKKUM
OG REGNBUXUM
Stærðir 14-32 eða 42-60
w.
veg
.
.
Hreyfils sið v/Grensásveg , 108 Reykjavik | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Skötumessan í í Gerðaskóla í Garði
úthlutaði styrkjum að uppphæð rúm-
ar fimm milljónir króna til góðra
málefna þegar hin árlega Skötu-
messa var haldin á miðvikudags-
kvöld.
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður hefur leitt Skötumessuna frá
upphafi. Hann sagði að stærsta verk-
efnið sem nú var styrkt sé að útbúa
sérhönnuð samskiptaskilti. Þau
verða sett upp hjá öllum grunnskól-
um á Suðurnesjum. Skiltin eiga að
auðvelda tjáskipti nemenda með ólík-
an bakgrunn og tungumálakunnáttu.
Þá fékk Velferðarsjóður Suður-
nesja myndarlegan styrk til að
hjálpa þeim nemendum í FSS sem
þess þurfa með að kaupa mat í skól-
anum. Einnig voru margir einstak-
lingar styrktir til náms eða vegna
annarra þarfa sem gerð var nánari
grein fyrir við úthlutunina.
Fjölbreytt skemmtiatriði voru að
vanda. Dói og Baldvin léku á harm-
ónikkur, Páll Rúnar Pálsson frá
Heiði í Mýrdal söng og eins tóku lag-
ið félagarnir Davíð og Óskar. Jarl
Sigurgeirsson leiddi fjöldasöng og
Karen Guðmarsdóttir tók nokkur
lög. Rúnar Þór og hljómsveit léku.
Ræðumaður kvöldsins var Óttar
Guðmundsson geðlæknir sem talaði
um Þorlák helga. gudni@mbl.is
Skötumessan styrkti góð málefni
- Rúmlega fimm milljónum króna var
úthlutað á messunni í Gerðaskóla
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Skötumessa Ásmundur Friðriks-
son afhenti styrkina.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, hef-
ur tekið ákvörðun um að tjá sig ekki
um kæruna, sem Arnar Sigurðsson,
eigandi Santewines lagði fram til
lögreglu á hendur honum. Þar er
hann sakaður um vísvitandi rangar
sakargiftir eftir að hafa kært Arnar
og tvö félög í hans eigu, Sante SAS
og Santewines ehf., fyrir meint
skattsvik.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, segir að Ívar
hafi aðeins skrifað undir kæruna
sem forstjóri, fyrir hönd ÁTVR.
Kæran sem varðar vísvitandi
rangar sakargiftir beinist aftur á
móti að honum persónulega og því
vill Sigrún ekki tjá sig um hana.
„Þetta hefur bara sína leið í kerf-
inu, málin eru í vinnslu hjá lögreglu
og skattayfirvöldum,“ segir Sigrún
og bætir við að málin verði ekki rek-
in í fjölmiðlum.
ÁTVR byggði ásakanir sínar á því
að Sante væri ekki með virðisauka-
skattsnúmer og hefði því ekki goldið
skatt af sölunni. Arnar benti á að fé-
lagið væri víst með slíkt númer og
auk þess fullsnemmt að saka menn
um skattsvik áður kæmi að uppgjöri
tímabilsins. Sigrún vildi ekki heldur
tjá sig um þetta fyrir hönd ÁTVR.
Lögregla hefur nú á sínu borði
bæði kæru vegna skattsvika og
kæru vegna rangra sakargifta og er
það undir henni komið hvort rann-
sókn fari fram.
ÁTVR hefur lýst þeirri afstöðu
sinni að netverslun á við þá sem
Arnar rekur, feli í sér ólöglega starf-
semi og um sé að ræða augljósan
málamyndagerning. Arnar segist
aftur ekki vera að sniðganga lögin
heldur laga starfsemina að þeim.
Ívar Arndal ætlar
ekki að tjá sig
- Tvö mál á borði
lögreglu og eitt hjá
skattayfirvöldum
Ríkið Ívar J. Arndal, forstjóri
ÁTVR, vill ekkert segja.