Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Tveir ráðherrar falla út af þingi, formaður stjórnmálaflokks er í fall- hættu og þingflokksformaður fellur af þingi ef skoðanakönnun, sem MMR gerði í samstarfi við Morg- unblaðið og mbl.is, gengur eftir. Eins og sjá má verða töluverðar breytingar á þingheimi til samræm- is við það, nýir þingmenn ná kjöri og gamlir ekki. Áður hafa hér í blaðinu verið kynntar niðurstöður könnunarinnar fyrir landið allt, en ef svör úr ein- stökum kjördæmum eru umreiknuð í þingsæti samkvæmt kosningalögum, breytist staðan eilítið, þannig að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur vinna hvor sinn manninn, en Samfylking og Píratar gefa einn eftir hvor. Það þýðir að ríkisstjórnin héldi velli með 33 þingmönnum, þó að meirihlutinn geti tæplega orðið naumari fyrir lífvænlega ríkis- stjórn. Kosningakerfið á Íslandi er frek- ar flókið miðað við hve fáir þing- mennirnir eru og kjördæmin fá. Og ekki verður það einfaldara við það að flokkarnir eru svo margir. Lög kveða á um reiknireglur varðandi þingmannafjölda kjör- dæma, hvernig jöfnunarsætum er útdeilt og þar fram eftir götum. Eins og kjósendur þekkja frá fyrri kosningum þarf lítið að breytast til þess að hrófla við jöfnunarsætum, sem getur haft víðtæk áhrif. Mikil óvissa Rétt er að ítreka að þessir út- reikningar og nafnaskráin að ofan eru ekki föst í hendi. Til þess að reikna út þingmenn eftir kjördæm- um er miðað við kjörsókn í síðustu kosningum, en ekkert er gefið um að hún verði svipuð í öllum kjör- dæmum eða nokkru í haust. Eins munar sums staðar svo litlu að ekki þarf nema nokkur atkvæði til eða frá í einu kjördæmi til þess að breyta stöðunni mikið og langt út fyrir það kjördæmi. Sérstaklega auðvitað ef það verður til þess að einn eða fleiri flokkar falli af þingi, sem gæti vel gerst. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru þrír flokkar rétt fyrir ofan 5% þröskuldinn, sem áskilinn er, og þeir flokkar eru ekki endilega að bítast um sama fylgi. Ekki síður þarf svo að hafa í huga að svörin í könnuninni í hverju kjör- dæmi eru færri en svo að unnt sé að halda því fram að niðurstaðan sé ná- kvæm. Að því leyti má kalla þing- mannatalið að ofan samkvæmisleik, en gefur þó nokkra hugmynd um hvað kunni að vera í spilunum eftir rúma tvo mánuði. Þau verða ekki einföld með níu flokka á þingi. Ráðherrar í hættu Eins og sjá má ná framsóknar- menn engum manni inn í Reykja- víkurkjördæmunum samkvæmt þessu. Þá eru tveir ráðherrar úr leik, þau Lilja Alfreðsdóttir og Ás- mundur Einar Daðason, sem aug- ljóslega væri mikil blóðtaka fyrir flokkinn ef það gengi eftir. Varla yrðu sjálfstæðismenn kát- ari með að missa Birgi Ármannson, þingflokksformann sinn, af þingi eins og þessar tölur benda til, þótt hann hafi raunar sérstakt lag á að lukkast inn á þing. Sömuleiðis er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í hættu í Norðaust- urkjördæmi, er ekki kjördæmakjör- inn en kemst að sem uppbótarmað- ur. Ef hann félli hins vegar af þingi myndi flokkurinn falla með honum. Jafnvel þó svo jöfnunarsætið nýttist annars staðar yrði Miðflokkurinn ekki samur án hans. 9 17 6 33 8 7 7 3 *Þingmenn eru reiknaðir með reiknivél Landskjörsstjórnar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR, en miðað er við kjörsókn í alþingiskosningum 2017. Svör úr kjördæmum voru mjög mismörg, svo niðurstöður smærri flokka í fámennari kjördæmum geta byggst á afar fáum svörum.Ath.: Ekki eru allir listar skipaðir enn. 24,6% 12,9% 5,2% 9,4% 5,1% 13,1% 10,7% 12,2% 5,6% 1,29% Þingmenn kjördæma samkvæmt skoðanakönnun MMR úr spurningavagni MMR 8.-14. júlí SV 13 ÞINGMENN RS 11 ÞINGMENN RN 11 ÞINGMENN NV 8 ÞINGMENN NA 10 ÞINGMENN S 10 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Bjarni Benediktsson (D) ● Jón Gunnarsson (D) ●Willum Þór Þórsson (B) ● Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C) ● Þórhildur SunnaÆvarsdóttir (P) ● Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) ● Guðmundur I. Guðbrandsson (V) ● Bryndís Haraldsdóttir (D) ● Óli Björn Kárason (D) ● Ágúst Bjarni Garðarsson (B) ● Sigmar Guðmundsson (C) Jöfnunarsæti ● Gísli Rafn Ólafsson (P) ● Elín Anna Gísladóttir (C) Kjördæmakjörnir ● Svandís Svavarsdóttir (V) ● Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D) ● Björn Leví Gunnarsson (P) ● Kristrún Frostadóttir (S) ● Orri Páll Jóhannsson (V) ● Hildur Sverrisdóttir (D) ● Hanna Katrín Friðriksson (C) ● Inga Sæland (F) ●Arndís A. Kristínar- Gunnarsd. (P) Jöfnunarsæti ● Daníel E.Arnarson (V) ●— (F) Kjördæmakjörnir ● Guðlaugur Þór Þórðarson (D) ● Halldóra Mogensen (P) ● Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir (C) ● Helga Vala Helgadóttir (S) ● Diljá Mist Einarsdóttir (D) ● Katrín Jakobsdóttir (V) ● Brynjar Níelsson (D) ●Andrés Ingi Jónsson (P) ● Jón Steindór Valdimarsson (C) Uppbót ●— (J) ● Jóhann Páll Jóhannsson (S) Kjördæmakjörnir ● Þórdís K. R. Gylfadóttir (D) ● Stefán Vagn Stefánsson (B) ●Valgarður L. Magnússon (S) ● Haraldur Benediktsson (D) ● Lilja Rannveig Sigurðardóttir (B) ● Teitur Björn Einarsson (D) ● Bergþór Ólason (M) Jöfnunarsæti ●— (J) Kjördæmakjörnir ● Ingibjörg Ólöf Isaksen (B) ● Logi Einarsson (S) ● Njáll Trausti Friðbertsson (D) ● Líneik Anna Sævarsdóttir (B) ● Óli Halldórsson (V) ● Þórarinn Ingi Pétursson (B) ●— (J) ● Hilda Jana Gísladóttir (S) ● Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D) Jöfnunarsæti ● SigmundurDavíðGunnlaugsson (M) Kjördæmakjörnir ● Guðrún Hafsteinsdóttir (D) ● Sigurður Ingi Jóhannsson (B) ●Vilhjálmur Árnason (D) ● Álfheiður Eymarsdóttir (P) ● Oddný G. Harðardóttir (S) ● Ásmundur Friðriksson (D) ● Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) ● Birgir Þórarinsson (M) ● Jóhann Friðrik Friðriksson (B) Jöfnunarsæti ● Hólmfríður Árnadóttir (V) D B M C F S V P J Mjótt á milli feigra og ófeigra flokka - Fylgi má lítið hreyfast til að menn eða flokkar falli af þingi Morgunblaðið/Eggert Alþingi Gengið verður til alþingiskosninga hinn 25. september næstkom- andi, en þá taka kjósendur að sér að vísa þessu fólki til sætis. Eða á dyr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.