Morgunblaðið - 23.07.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
Mikið úrval lita
bæði á áklæði
og grind.
Sérsmíðum
allt eftir
pöntunum.
Íslensk hönnun og
framleiðsla frá 1960E60
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Stóll E-60 orginal kr. 38.600
Retro borð 90 cm kr. 142.000
(eins og á mynd)
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Norðmenn minntust þess í gær að
tíu ár eru liðinn frá fjöldamorðunum
í Útey og Ósló þann 22. júlí árið
2011. Fyrir áratug myrti Anders
Behring Breivik, nú Fjotolf Hansen,
77 manns.
Þegar klukkan var 25 mínútur
gengin í fjögur föstudaginn 22. júlí
árið 2011, sprakk bílsprengja í mið-
borg Óslóar við skrifstofur ríkis-
stjórnarinnar. Sprengjan olli tölu-
verðu tjóni á byggingum og varð til
þess að átta létu lífið. Um tveimur
tímum síðar hóf Breivik skotárás í
Útey þar sem börn og ungmenni
voru saman komin á samkomustað
ungliðahreyfingar norska Verka-
mannaflokksins. Þar skaut hann 69
til bana og særði enn fleiri á einungis
72 mínútum. Breivik, sem var 32 ára,
sagði ástæðu morðanna vera baráttu
gegn fjölmenningarstefnu og trú
hans væri að múslimar væru að taka
yfir Evrópu. Fyrir árásirnar hlaut
hann þyngsta fangelsisdóm sem
norsk lög bjóða upp á, 21 ár. Dóminn
verður þó hægt að framlengja þegar
þar að kemur.
Árás knúin af hatri
Í gær flutti Erna Solberg for-
sætisráðherra ávarp ásamt Astrid
W.E. Hoem, formanni Ungra jafn-
aðarmanna og einu af vitnum árás-
anna í Útey. „Atburðir 22. júlí gerð-
ust ekki af handahófi. Þetta voru
ekki náttúruhamfarir. Þetta var
markviss pólitísk hryðjuverkaárás,
knúin af öfgakenndri hægrisinnaðri
hugmyndafræði og hatri,“ sagði
Hoem í ræðu sinni. Meðal við-
staddra voru krónprins og krón-
prinsessa Noregs, Hákon og Mette-
Marit. Þá voru nöfn allra fórnar-
lamba árásanna lesin upp.
77 klukkuslög
Síðdegis fór fram minningarguðs-
þjónusta í dómkirkjunni í Ósló þar
sem Jens Stoltenberg, sem gegndi
embætti forsætisráðherra þegar
árásin átti sér stað, flutti ræðu.
„Fyrir tíu árum síðan mættum við
hatri með ást en hatrið er enn til
staðar,“ sagði Stoltenberg í ræðu
sinni, en fyrir nokkrum dögum var
skrifað á styttu í úthverfi Óslóar:
„Anders hafði rétt fyrir sér.“ Fjöldi
manna hefur fordæmt skemmdar-
verkin á styttunni sem er af Ben-
jamin Hermansen sem var myrtur
af þremur nýnasistum árið 2001.
Eftir minningarguðsþjónustuna í
gær hringdu kirkjuklukkur sam-
tímis um allan Noreg. Um kvöldið
slógu klukkur Ráðhússins í Ósló svo
77 slög, eitt fyrir hvert fórnarlamb.
AFP
Minningarathöfn Áratugur er frá fjöldamorðunum í Útey og Ósló.
Mættu hatri með ást
- Áratugur frá fjöldamorðunum í Noregi - 77 létust í árásunum - Hlaut þyngsta
dóm - Lásu upp nöfn fórnarlambanna - Ráðhúsklukkur í Ósló slógu 77 högg
Búið er að dæma aðgerðarsinna á
Kúbu í fangelsi. Sjónlistamaðurinn,
Anyelo Troya, sem kom að gerð tón-
listarmyndbandsins við lagið Patria
y Vida, hefur til að mynda hlotið eins
árs fangelsisdóm. Lagið var ein
kveikjan að mótmælunum sem geisa
á götum Kúbu. Fyrr í vikunni stað-
festu kúbversk yfirvöld að nú færu
fram réttarhöld yfir þeim sem hafa
verið handteknir fyrir að ýta undir
óeirðir í samfélaginu, brotin eru af
ýmsum toga en varða refsingu allt að
20 ára fangelsisvist.
Kúbversk yfirvöld hafa handtekið
mikinn fjölda fólks á grundvelli þess
að það sé svikarar, þar af minnst
hundrað mótmælendur, aðgerða-
sinna og sjálfstæða blaðamenn.
Efnahagsástandið á Kúbu hefur
ekki verið verra frá því að komm-
únistabyltingin átti sér stað. Ofan á
það bætist heimsfaraldurinn sem
hefur leikið þjóðina grátt. Kúbverjar
mótmæla því hvernig ríkisstjórnin
hefur brugðist við þessum erfiðleik-
um en ganga enn lengra og krefjast
frelsis og vilja binda endi á komm-
úníska stjórnarhætti ríkisins.
Á miðvikudaginn lýsti Joe Biden,
forseti Bandaríkjanna, því yfir að
Bandaríkin stæðu með mótmælend-
unum og tjáningarfrelsi þeirra. For-
seti Kúbu, Miguel Diaz-Canel, hélt
fjögurra klukkustunda langt ávarp í
ríkissjónvarpinu í kjölfarið. Þar sak-
aði hann Biden um hræsni þar sem
Bandaríkin hertu viðskiptabannið
gagnvart Kúbu undir stjórn Trumps
og Biden hafi ekki enn aflétt því
banni. Díaz-Canel telur að það sé
stór þáttur í því slæma ástandi sem
hefur verið á Kúbu. Utanríkisráð-
herra Kúbu kennir einnig Banda-
ríkjunum um.
Sakar Banda-
ríkin um hræsni
- Réttað yfir mótmælendum á Kúbu
AFP
Mótmæli Margir hafa verið hand-
teknir fyrir að ýta undir óeirðirnar.
Innanríkisráðherra Bretlands, Priti
Patel, hefur samið við Frakka um
greiðslu upp á 54 milljónir punda,
eða um níu milljarða íslenskra
króna, fyrir aukna gæslu á Ermar-
sundi til þess að stemma stigu við
ólöglegum innflytjendum, sem
reyna að komast yfir sundið á bát-
kænum. Annar samningur var und-
irritaður í nóvember sem hljóðaði
upp á rúmar 28 milljónir punda og
hefur upphæðin því tæplega tvö-
faldast í nýja samningnum.
Það sem af er þessu ári hafa um
8.500 innflytjendur komið til Dover
á Englandi sem er meira en allt síð-
asta ár. Sumir draga í efa að nýi
samningurinn dugi mikið, þar sem
franska strandlengjan er löng.
BRETLAND
AFP
Ermarsund Gæsla eykst um helming.
Níu milljarðar í
gæslu á Ermarsundi
Opnunarhátíðar-
stjóri Ólympíu-
leikanna í Japan,
Kentaro Koba-
yashi, var sagt
upp í gær, aðeins
einum degi fyrir
opnunarhátíð
leikanna.Upp-
sögnina má rekja
til upptöku af
grínatriði sem
Kobayashi setti á svið fyrir 23 ár-
um. Atriðið hefur vakið mikla reiði
meðal fólks sem sakar Kobayashi
um að hafa gert lítið úr örlögum
fórnarlamba helfararinnar með
gríni sínu. Eftir að honum var sagt
upp gaf Kobayashi út yfirlýsingu
þar sem hann segist fullur iðrunar.
„Ég skil að heimskulegt orðaval
mitt á sínum tíma sé rangt og ég sé
eftir þessu,“ segir hann.
ÓLYMPÍUHNEYKSLI
Rekinn fyrir að
segja brandara
Kentaro
Kobayashi
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Bandaríkin og Þýskaland hafa gert
með sér samning um jarðgasleiðsl-
una Nord Stream 2 sem mun liggja
frá Rússlandi til Þýskalands.
Leiðslan mun flytja um 55 millj-
arða rúmmetra af jarðgasi árlega
undir Eystrasaltið til Þýskalands og
annarra landa í Vestur-Evrópu.
Leiðslan hefur þó ekki sefað áhyggj-
ur manna af því að Rússar noti
orkuna sem vopn í deilum við önnur
ríki. Óttast er að Vladimír Pútín,
Rússlandsforseti, noti leiðsluna til
þess að svipta Úkraínumenn þeim
tekjum sem þeir hafa af orkusölu til
Evrópu. Margir telja gasleiðsluna
styrkja efnahagslegt tak Rússa á
Evrópu og pólitísk áhrif.
Þvingunaraðgerðir
Árið 2019 beitti bandaríska þingið
refsiaðgerðum gegn þeim fyrir-
tækjum og einstaklingum sem komu
að Nord Stream 2. Aðgerðirnar
vöktu reiði Þjóðverja en þeir sögðu
þær vera inngrip í innanríkismál
Þýskalands. Þvingunaraðgerðirnar
voru því dregnar til baka í maí á
þessu ári.
Í samningi Bandaríkjamanna og
Þjóðverja er kveðið á um að aðgerð-
irnar séu dregnar til baka gegn því
að Þjóðverjar hugi að hagsmunum
Úkraínu og annarra Evrópuþjóða
gagnvart ógn Rússa. Þjóðverjar
hafa því heitið að takmarka innflutn-
ing orku frá Rússlandi ef Rússar
nota orkuna sem vopn gegn Úkra-
ínu. Í samningnum segir einnig að
Þýskaland muni leggja fram 70
milljónir Bandaríkjadala, eða um 8,8
milljarða íslenskra króna, til að bæta
öryggi orkumannvirkja Úkraínu.
Utanríkisráðherrar Úkraínu og
Póllands leggjast gegn lagningu
gasleiðslunnar og telja samninginn
vera yfirborðskenndan og ekki
nægilega strangan til að verjast ógn
Rússa.
Standa saman um Nord Stream 2
- Gasleiðslan flytur um 55 milljarða
rúmmetra af jarðgasi til Evrópu árlega
AFP
Gas Leiðslurnar flytja jarðgas.