Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Verbena
hinn fullkomni
sumarilmur
Sigurður Jónsson,
fyrrverandi varafor-
maður Landssam-
bands eldri borgara
(LEB) og fyrrverandi
bæjarstjóri í Garði
fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins, skrifaði
grein sem birt var í
Morgunblaðinu 9. júlí
með fyrirsögninni
„Sterkari Sjálfstæðis-
flokkur nauðsyn-
legur“. Þar hrósar hann Sjálfstæð-
isflokknum og gerir lítið úr öðrum
flokkum. Í greininni gagnrýnir
hann meðal annars dómsmál sem
Flokkur fólksins vann fyrir hönd
ellilífeyrisþega. Hann skrifar:
„Flokkur fólksins hefur helst afrek-
að það á kjörtímabilinu að fara í
mál við ríkið vegna klaufaskapar
Alþingis í lagasetningu um al-
mannatryggingar. Málið vannst og
var þar með hægt að færa tekju-
hæstu lífeyrisþegum milljarða í
bætur.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Sigurður og aðrir varðhestar
fjórflokkanna deila þessari fölsku
og ósanngjörnu frásögn og þetta er
án efa ekki í síðasta sinn sem þörf
er fyrir að hrekja þessa dæmalausu
þvælu.
Í málinu sem Sigurður nefnir
komst Landsréttur að þeirri nið-
urstöðu að ríkið hefði brotið gegn
eldri borgurum með því að skerða
greiðslur til þeirra með afturvirkri
og íþyngjandi löggjöf. Niðurstaðan
í þessu máli varð til þess að ríkið
greiddi 32.000 eldri borgurum um
sjö milljarða króna með vöxtum.
Langflestir sem fengu þessa leið-
réttingu voru fólk með lágar eða
meðaltekjur. Burtséð frá því hverj-
ir hafa fengið hvað, þá er það gjör-
samlega óviðeigandi að fyrrverandi
varaformaður LEB tali það niður
að Landsréttur hafi dæmt eldri
borgurum í vil. Þetta mál snýst um
ólögmætar skerðingar á greiðslum
til ellilífeyrisþega og fólk ætti að
fagna því að einhver hafi tekið það
að sér að verja réttindi aldraðra.
Einnig er rangt að segja að þetta
dómsmál sé eina afrek Flokks
fólksins á kjörtímabilinu. Á síðasta
þingfundi kjörtímabilsins voru tvö
baráttumál Flokks fólksins sam-
þykkt; að stofna hagsmunafulltrúa
eldra fólks og að blindum og sjón-
skertum standi til boða að fá leið-
söguhund sér að kostnaðarlausu.
Að ná þessum málum í gegn er
fagnaðarefni fyrir flokkinn enda
koma þingmál stjórnarandstöðu-
flokka sjaldan til atkvæða og eru
nánast aldrei samþykkt. Flokkur
fólksins hefur lagt fram á fjórða
tug þingmála, bæði frumvörp og
þingsályktunartillögur, sem nær
undantekningalaust hafa verið
„svæfð í nefnd“ ár eftir ár og hafa
því aldrei komist til atkvæða-
greiðslu. Því er það afar merkilegt
að Alþingi hafi samþykkt þessi tvö
þingmál flokksins.
Þessi tvö mál eru ekki þau fyrstu
sem Flokkur fólksins
hefur fengið samþykkt
á Alþingi. Árið 2018
náðu þingmenn flokks-
ins að fella niður
skerðingar á styrkjum,
sem öryrkjar og lífeyr-
isþegar fá, til að
standa straum af
kostnaði við útgjöld
vegna veikinda. Með
þessu var hætt að
skerða lífeyri vegna
hjálpartækjastyrkja,
lyfjakaupastyrkja og
bensínstyrkja. Þessi
breyting sparar 6.000 öryrkjum og
eldri borgurum að meðaltali um
120.000 kr. á hverju ári.
Flokkur fólksins hefur staðið
vörð um hagsmuni eldra fólks á
liðnu kjörtímabili. Í stað þess að
veita þessari baráttu stuðning hafa
Sigurður Jónsson, og hans fyrrver-
andi samstarfsmaður og fyrrver-
andi formaður LEB, Þórunn Svein-
björnsdóttir, sem er nú í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn, stöðugt
streist á móti þessari baráttu. Þau
hafa gagnrýnt allan þann árangur
sem Flokkur fólksins hefur afrekað
og hunsað fjölda umsagnarbeiðna
frá Alþingi um þingmál flokksins.
Þar á meðal eru þingmál um bú-
setuöryggi í dvalar- og hjúkrunar-
rýmum, frumvarp um 100.000 kr.
frítekjumark vegna lífeyristekna,
frumvarp um að lífeyrir almanna-
trygginga fylgi ávallt launaþróun
eins og hún kemur fram í launa-
vísitölu, frumvarp um að hjálpar-
tæki verði undanþegin virðis-
aukaskatti, frumvarp um eignarrétt
og erfð lífeyris, tillaga um afnám
vasapeningafyrirkomulagsins, til-
laga um aukið lýðræði og gagnsæi í
lífeyrissjóðum og frumvarp um af-
nám skerðinga vegna launatekna
aldraðra.
Það er sárara en tárum taki að
fólk sem hefur tekið virkan þátt í
hagsmunabaráttu aldraðra beiti
svona pólitískum brögðum til þess
að koma í veg fyrir samstöðu í
þeim sanngirnis- og réttlætismálum
sem Flokkur fólksins hefur verið að
mæla fyrir á Alþingi. Það liggur í
hlutarins eðli að við náum frekar
árangri sameinuð en sundruð.
Svar við grein
Sigurðar Jónssonar
Eftir Sigurjón
Arnórsson » Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Sigurður
og aðrir varðhestar
fjórflokkanna deila
þessari fölsku og
ósanngjörnu frásögn.
Sigurjón
Arnórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Flokks fólksins.
Hver er tilgangurinn með fyrirsögn
fjölmiðla eins og; „…grunaður um
að hafa brotið gegn barni“ þegar
um ungling er að ræða. Þegar rætt
er um börn í þessu samhengi verður
manni illa brugðið. Barn fyrir mér í
þessu samhengi er ekki 16 ára ung-
lingur, þó svo að samkvæmt ís-
lenskum lögum sé unglingurinn
barn til 18 ára aldurs. Samkvæmt
almennum hegningarlögum er það
lögbrot að hafa samræði eða önnur
kynferðismök við barn sem er
yngra en 15 ára. Hvers vegna er
viðmiðið í hegningarlögunum 15 ár?
Mögulega er það vegna þess að vit-
að er að börn á aldrinum 15-17 ára
eru mörg hver vel virk kynferðis-
lega.
Dregnar eru upp svörtustu
myndir af máli til að hneyksla og til
að fá sem flest „klikk“ á fyrirsögn.
Nokkurra ára gamalt mál er af ein-
hverjum undarlegum hvötum dreg-
ið upp og menn teknir af lífi nánast
í beinni fyrir tilstuðlan slúðurs
ásamfélagsmiðlum. Aðgát skal höfð
og gæta þarf sannmælis í notkun
orða. Saklaus þar til sekt er sönnuð.
Sigríður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Villandi fyrirsagnir
og æsifréttastíll
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hæstiréttur Hafa
skal í huga að ein-
staklingur er saklaus
þar til sekt er sönnuð.
Fasteignir