Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 19

Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 ✝ Eygló Sigur- liðadóttir fæddist á Akureyri 9. september 1944. Hún lést á Land- spítalanum 13. júlí 2021. Foreldrar Eyglóar voru Sig- urliði Jónasson, f. 22.06. 1911, d. 16.02. 2006, og Jóna Gróa Að- albjörnsdóttir, f. 5.10. 1923, d. 8.1. 2007. Börn þeirra eru auk Eyglóar; Una Aðalbjörg, f. 19.3. 1950, og Björn, f. 14.4. 1956. Eygló giftist Birgi R. Páls- syni matreiðslumeistara, 28.11. 1964, f. 5.7. 1939. Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jón- asson, f. 8.10. 1900, d. 31.1. 1951, og Þórsteina Jóhanns- dóttir, f. 22.1. 1904, d. 23.11. 1991. Börn Eyglóar og Birgis eru: 1) Birgir Arnar, f. 18.4. 1964, kvæntur Sesselju Jóhannes- Akureyri. Eygló kynntist Birgi fyrst þegar hún vann hjá KEA en hann var þar mat- reiðslumaður. Þau hófu hjú- skap í Reykjavík 1964 og eign- uðust þá sitt fyrsta barn. Lengst af bjuggu þau í Þrast- arlundi 9 í Garðabæ en síðustu árin voru þau búsett á Strand- vegi 9. Eygló vann alla tíð með manni sínum við veitinga- og þjónustustörf. Þau réðu sig til að mynda bæði í vinnu í Lídó, Skiphól og Glæsibæ, þar sem Eygló vann sem smurbrauðs- dama en Birgir sem mat- reiðslumaður. Árið 1975 stofn- uðu þau skemmtistaðinn Snekkjuna og veitingastaðinn Skútuna í Hafnarfirði ásamt sonum sínum. Árið 1982 fluttu þau reksturinn að Dalshrauni 15 og 10 árum seinna í eigið húsnæði að Hólshrauni 3. Á þessum árum sá Eygló að mestu um reksturinn og stjórn- aði veislusalnum en með ár- unum hafa synirnir tekið við af þeim. Eygló tók einnig virkan þátt í félagsstörfum hjá Sinawik og hjá Kvenfélagi Heimaeyjar. Útför Eyglóar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 23. júlí 2021, klukkan 15. dóttur, f. 1965. Þeirra börn eru a) Arnar Páll, f. 1987, í sambúð með An- gelu Mariu Da C. Dos Santos, f. 1983, börn þeirra eru Anna María, f. 2017, og Samúel, f. 2020. b) Jóhanna Karen, f. 1993, og c) Eygló Björk, f. 1999. 2) Sigurpáll Örn, f. 8.2. 1969, kvæntur Jónu Björt Magnúsdóttur, f. 1972. Þeirra börn eru a) Egill Örn, f. 1993, b) Ívar Már, f. 1995, son- ur hans er Marvin Þór, f. 2018, c) Máni Hrafn, f. 2002. 3) Ómar Már, f. 28.1. 1975, dóttir hans er Írena Björk, f. 1999. Eygló ólst upp á Akureyri, var í Lundagötu 6 en svo í Engimýri 11, þar sem for- eldrar hennar byggðu hús 1953. Hún lauk námi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1961. Hún vann fyrst í bakarínu hjá KEA og síðar í Járn og Gler á Elsku mamma mín hefur kvatt okkur. Er maður einhvern tímann tilbúinn að kveðja ástvin? Núna á þessari stundu er mér þakk- læti til þín efst í huga. Við fengum að ferðast mikið saman í gegnum lífið, ekki bara sem mæðgin heldur unnum við líka saman í mörg ár. Að hafa unnið með foreldrum sínum og fjöl- skyldu í allan þennan tíma er dýrmætt núna. Þú passaðir vel upp á okkur, varst alltaf að athuga hvort allt væri ekki í lagi hjá okkur, al- veg svo mikið að maður var orðinn þreyttur á þessu en svona varst þú, alltaf að passa upp á allt. Það var mikil gleði í kringum þig, alltaf gaman að koma heim í boð til þín. Þér fannst gaman að ferðast og skoða nýja staði og best ef það var á sólríkum stað. Svo fannst þér líka alltaf gott að eyða tíma uppi í sum- arbústað og planta fleiri trjám. Þú varst ákveðin og lést hlutina gerast, það þýddi ekkert að hangsa neitt í kringum þig, varst dugleg að láta heyra í þér ef þess þurfti. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Mamma átti erfitt ár í ár, háði baráttu við krabbamein sem henni hafði tekist að ná góðum árangri við en svo gaf líkaminn sig af álaginu. Mamma lést í faðmi fjöl- skyldunnar, við vorum öll hjá henni og áttum góða stund öll saman og fylgdum henni sein- ustu skrefin eins og hún hefur fylgt okkur eftir í lífinu. Bless mamma mín. Ómar Már. Það er mér afar þungbært að kveðja elsku tengdamóður mína sem hefur verið ein af kjölfest- unum í mínu lífi svo lengi. Jafn- framt er ég þakklát fyrir öll ár- in okkar saman, en hún reyndist mér alla tíð svo góð og milli okkar skapaðist mikil vin- átta. Okkar samleið stóð í 40 ár eða frá því ég kom fyrst á hennar heimili, 16 ára gömul, þegar við Birgir Arnar, elsti sonur hennar, byrjuðum að vera saman. Hún heillaði mig frá upphafi. Hún var einstak- lega falleg og glæsileg, með sterkan og ákveðinn persónu- leika. Hún var mikil smekk- manneskja og fagurkeri, alltaf fallega tilhöfð og heimilið glæsilegt. Hún var dugleg, frumkvöðull í eðli sínu og áræð- in. Hún fylgdist vel með öllum nýjungum og tískustraumum. Þessir eiginleikar nutu sín vel í rekstri fyrirtækis þeirra Birgis, Skútunnar, sem þau stofnuðu saman 1975 og er enn starfandi undir stjórn sona þeirra þriggja. Hún var glaðleg og skemmtileg kona, þótti gaman að klæða sig upp og skemmta sér í góðra vina hópi. Það var gaman að tala við hana, hún fylgdist með öllu, var eldklár og með ákveðnar skoðanir. Hjónaband þeirra Birgis var al- veg einstakt, þau voru sem eitt, samheldin og samstíga og alltaf jafn hrifin hvort af öðru. Þau unnu alla tíð saman við veit- inga- og þjónustustörf. Ég vann um tíma hjá Eygló í Skút- unni og kynntist af eigin raun dugnaði hennar og metnaði við rekstur fyrirtækisins. Hún var afar stolt af drengjunum sínum og barnabörnin sjö voru í miklu dálæti hjá henni. Hún gladdist mikið þegar í hópinn bættust langömmubörn, nú orðin þrjú. Hún naut þess að hitta fjöl- skylduna og var alltaf mætt ef eitthvað var um að vera innan hennar. Hún og Birgir voru mjög gestrisin og yndislegt að koma í heimsókn til þeirra. Minningarnar eru margar og fallegar. Allar sumarbústaða- ferðirnar, veisluborðin hennar, hláturinn hennar og smitandi gleði. Brekkusöngurinn okkar um verslunarmannahelgina. Líf og fjör. Áramótin hér í Hauka- lind sem við hlökkuðum alltaf til. Eygló átti stóran þátt í að búa til stemninguna, kom með freyðivínið, knöllin og góða skapið. Ferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja eru ógleyman- legar og margar fleiri. Síðasta samtalið átti ég við hana tengdamóður mína þar sem hún var stödd á Akureyri með Birgi sínum að hitta gamla æskufélaga. Hún var glöð og bar sig vel. Dagurinn hafði ver- ið skemmtilegur; ferðalag um Eyjafjörðinn í dásemdarveðri og samvera með góðu fólki. Fram undan var kvöldverður með félögunum og hún hlakkaði til. Síðustu mánuðir höfðu tekið á Eygló, erfið meðferð að baki en árangursrík. Hún og við, fólkið hennar, vorum bjartsýn og vongóð um framtíðina. Skyndileg versnun sem leiddi til andláts hennar var okkur því mikið áfall. Það er þó huggun að hún fékk að upplifa þessa fallegu daga í lokin á æskuslóð- unum og naut lífsins eins og hún gat allt til enda. Sesselja Jóhannesdóttir. Eygló var elst af okkur þremur systkinum sem ólumst upp á brekkunni á Akureyri. Hún var okkur yngri systkin- unum fyrirmynd og stjórnaði svo okkur fannst stundum nóg um. Eygló og Birgir kynntust á Akureyri fyrir ansi mörgum ár- um þegar hann Vestmanney- ingurinn kom norður til að vinna sem kokkur á Hótel KEA. Mér litlu systur fannst þetta mjög spennandi og fylgd- ist vel með framvindu þessa sambands. Þau fluttu fljótlega til Reykjavíkur, Birgir Arnar fæddist og fékk ég að vera sumarpart til að hjálpa Eygló með strákinn, eða það fannst mér. Hún var mikill fagurkeri og vildi bæði vera fín og hafa fínt í kring um sig. Ég þarf ekki nema að líta í kring um mig hér heima hjá mér til að sjá alla fallegu hlutina sem þau hjón hafa gefið mér í gegnum árin. Heimili þeirra var opið okk- ur fjölskyldunni alla tíð þegar við komum að norðan og gist- um í lengri eða skemri tíma í Þrastarlundinum. Minnast dæt- ur mínar þessara tíma með hlý- hug. Eygló og Birgir voru alltaf nefnd saman enda afar sam- rýmd hjón. Ég er viss um að það eru ekki margir dagar sem þau voru aðskilin í gegnum líf- ið. Þau byggðu saman upp fyrirtæki sitt Skútuna í Hafn- arfirði og störfuðu þar sama alla tíð og seinna með sonum sínum sem hafa tekið við fyrir- tækinu. Fyrir um þrjátíu árum komu þau sér upp sumarbústað í Grímsnesinu. Sumarbústaður- inn var þeirra unaðsreitur og eyddu þau þar mörgum stund- um við skógrækt og blómarækt sem þau höfðu mikið yndi af. Við norðanfólkið alltaf velkom- in þangað og áttum þar góðar stundir. Þau höfðu gaman af því að ferðast eins og flest okkar og fóru víða. Eitt sumarið fóru þau í ferð til Þýskalands með strákana og drifu mömmu og pabba með í þá ferð sem varð þeim gömlu ógleymanleg, ekki veit ég hvað pabbi sagði mér oft frá alls konar ævintýrum sem þau lentu í. Síðust vikur hafa verið okkur fölskyldunni erfiðar. Eygló veiktist alvarlega þegar hún var á ferðalagi í sínum gamla heimabæ Akureyri. Sú ferð endaði á Landspítalanum með viðkomu á SAK. Hún lést þann 13. júlí umvafinn sinni góðu fjölskyldu. Elsku Birgir, Birgir Arnar, Sigurpáll, Ómar og fjöl- skyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði, elsku Eygló mín. Þín systir Una Aðalbjörg. Það var aldrei lognmolla þar sem Eygló frænka kom. Hún kunni að njóta lífsins lysti- semda og naut þess að hafa fal- legt í kringum sig. Hvort sem það var heimili þeirra hjóna eða garðurinn. Hún lá heldur sjaldnast á skoðunum sínum eða tilsvörum. Einhvern tíma kvartaði ég yfir fötum sem ég hafði verið klædd í, þótti þau óþægileg. Eygló frænka horfði á mig og and- varpaði og sagði að það væri nú ekki alltaf tekið út með sæld- inni að vera í móð, ég var sjálf- sagt ekki meira en 4 eða 5 ára. Ósjaldan rifjaði hún upp við mig söguna þegar ég fæddist. Mamma og pabbi voru stödd hjá þeim Birgi í Garðabænum til að halda upp á nýárið þegar hringja þurfti á sjúkrabíl sem síðan villtist á leiðinni til Reykjavíkur yfir brýrnar í Kópavoginum sem þá voru ný lagðar. Það var góð saga. Einn af tilgöngum lífsins er að búa til minningar, minningar sem við getum gripið til á stundum eins og þessari. Minn- ingar um stóru systir mömmu sem fór reglulega til útlanda og keypti hluti sem voru framandi í mínum augum, kastanettur, sombrero-hatta og pils úr antil- ópu skinni. Nýlegri minningar eins og þegar þau Birgir komu og heimsóttu okkur til Parísar, þar standa upp úr ævintýrið um leigubílstjórann sem ætlaði að halda ferðatöskunum í gísl- ingu þar borgað yrði tvöfalt uppsett verð og kvöldið sem við þvældumst um í 5. hverfi og um rue Mouffetard, mikið sem það var hlegið það kvöld. Samveran í Egyptalandi í kringum gift- inguna okkar verður einnig dýrmætari með hverjum deg- inum. Elsku Birgir, Birgir Arnar, Sigurpáll og Ómar og fjölskyld- ur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin lifir áfram, Rósa Rut Þórisdóttir, Marwan Soliman. Eygló Sigurliðadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést laugardaginn 17. júlí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Seljakirkja.is. Eyrún Magnúsdóttir Andrés Magnússon Áslaug Gunnarsdóttir Jón Magnússon Guðrún Bergþórsdóttir Ásmundur Magnússon Ásdís Þrá Höskuldsdóttir Steinunn S. Magnúsdóttir Jesper Madsen Sæmundur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR RITCHIE SAMÚELSSON flugvirki, Kleifarási 3, lést á Landspítalanum 21. júlí. Jarðarför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landsbjörg. Guðrún Björnsdóttir Hulda Guðrún Valdimarsd. Ragnar Páll Bjarnason Harpa Valdimarsdóttir Ómar Einarsson Elfa Hrönn Valdimarsdóttir Freyr Friðriksson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY SKAGFJÖRÐ ÓLAFSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð 15. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Hjartans þakkir til starfsfólks á Víðihlíð fyrir elskulegheit og góða umönnun. Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn F. Sigurharðarson Sigrún Hrönn Þorsteinsd. Rögnvaldur Ólafsson Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginkona, dóttir, systir, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN EGILSDÓTTIR alþingismaður, Hauksstöðum, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 24. júlí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið – endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Friðbjörn Haukur Guðmundsson Egill Ásgrímsson Sigríður Lúthersdóttir Egill Örn Egilsson Tiffany Starton Kristjana L. Friðbjarnard. Axel Örn Sveinbjörnsson Guðmundur Friðbjarnarson Guðrún Helga Ágústsdóttir Hekla Karen Friðbjarnard. og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Stykkishólmi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. júlí. Útförin auglýst síðar. Edda Ingvarsdóttir Sigurður Pétur Guðnason Rannveig Ingvarsdóttir Hörður Sigurjónsson Rakel Ingvarsdóttir Þorvaldur Karlsson Gústaf Hinrik Ingvarsson Benedikt Gunnar Ingvarsson Sigríður Haraldsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR BRIMIR HJALTASON, Raufarhöfn, lést á HSN á Húsavík þriðjudaginn 20. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Signý Einarsdóttir Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir Fjóla Björg Þorgeirsdóttir Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir Hörður Ingimar Þorgeirsson Hugrún Elva Þorgeirsdóttir makar, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.