Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 ✝ Sverrir Hauk- ur Halldórsson fæddist á Blöndu- ósi þann 19. mars 1943. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans þann 17. júlí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Krist- jana Guðmunds- dóttir, f. 1909, d. 2005, og Halldór Albertsson, f. 1886, d. 1961. Systkini hans voru Guðrún, f. 1928, d. 2020, Jón Albert, f. 1930, d. 1930, Kristján Albert, f. 1932, Haukur, f. 1938, d. 1942, Dóra, f. 1947, og Haukur, f. 1949. Þann 27.12. 1969 kvæntist hann Dýrunni Ragnheiði Stein- dórsdóttur, Díu, frá Brautar- landi í Vestur-Húnavatnssýslu, f. 1945, d. 2019. Hún starfaði sem snyrtifræðingur. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Þórð- ardóttir, f. 1907, d. 1990, og Steindór Benediktsson, f. 1898, d. 1971. Dætur Sverris og Díu eru tvær: 1. Anna Rut Sverrisdóttir, f. 1966, ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur, gift Birgi Þórarins- syni. Synir þeirra eru: Sverrir Birgisson, f. 1990, í sambúð með Írisi Björk Rúnars- dóttur, f. 1992, og eiga þau dótturina Díönu Sverris- dóttur, f. 2020, Þórarinn Birg- isson, f. 1995, í sambúð með Sól- eyju Baldurs- dóttur, f. 1996, og Hjalti Birgisson, f. 2005. 2. Eydís Dóra Sverrisdóttir, f. 1971, félagsráðgjafi. Á hún synina Jóel Bernburg, f. 2001, og Atla Hrafn Bernburg, f. 2005. Sverrir ólst upp á Blönduósi. Hann vann á sjó sem ungur maður á togurum, millilanda- skipum og hjá Landhelgisgæsl- unni. Starfaði síðan alla tíð hjá Pósti og síma. Vann hann víða um land við línulagnir. Eftir að hann lauk námi sem rafeinda- virkjameistari starfaði hann við hönnun línukerfa og sem yfir- deildarstjóri. Sverrir og Día bjuggu ásamt dætrum sínum allan sinn bú- skap í Reykjavík. Útför Sverris verður gerð frá Neskirkju í dag, 23. júlí 2021, kl. 13. Ég minnist Sverris, tengda- föður míns til tæplega 40 ára, með þakklæti og virðingu. Sverrir var traustur maður, vel lesinn, fróður um margt, skipu- lagður og hafði góða frásagn- arhæfileika. Bókalestur var eitt af hans áhugamálum. Hann var sjálfur vel ritfær og skrifaði meðal annars æviminningar afa síns, Alberts Jónssonar, og studdist þar við áhugaverðar dagbækur hans. Sverrir ritaði einnig sínar eigin æviminningar um vegavinnu sem unglingur í Húnavatnssýslunni og um þátt- töku sína í þorskastríðinu, þá ungur háseti hjá Landhelgis- gæslunni. Hann lýsir því með eftir- minnilegum hætti þegar hann fór um borð í breska togarann Wyre Mariner árið 1962, þá 19 ára að aldri, og dvaldi þar í um hálfan sólarhring. Togarinn var tekinn við ólöglegar veiðar á Selvogsbanka. Um borð stóðst hann ekki freistinguna að þiggja tesopa þrátt fyrir að það hafi verið óheimilt af hálfu Gæslunn- ar að þiggja nokkuð af Bret- unum. Tesopanum lýsir hann vel og sagði hann þann besta sem hann fékk um ævina. Einnig lagði hann sig í hættu við björg- un norska síldarflutningaskips- ins Talis árið 1961. Áhugaverðar og vel skrifaðar frásagnir af æv- intýralegri reynslu ungs manns. Sverrir var listfengur og sótti fjölmörg myndlistarnámskeið í gegnum tíðina. Eftir hann liggja fallegar vatnslitamyndir. Auk þess skar hann út í tré á efri ár- um. Fjölskyldusamvera var Sverri ávallt ofarlega í huga. Fastir liðir hjá fjölskyldunni á sunnudögum voru fjallgöngur og útivist. Þau hjónin stunduðu sund daglega til fjölmargra ára. Sverrir var myndarlegur á velli og líkamlega vel á sig komin, þrátt fyrir að hafa orðið fyrir slæmu vinnuslysi sem ungur maður. Slysi sem tók sinn toll af heilsufari hans. Hann var ræktarsamur við ættingja og vini og átti kær- leiksríkt samband við móður sína. Snyrtimennska einkenndi Sverri alla tíð. Hann sótti rak- arastofuna oftar en flestir. Elvis Presley var hans maður enda bar hárgreiðslan alla tíð þess merki. Þrátt fyrir að vera kvæntur snyrtifræðingi, sem notaði öll dýrustu og bestu frönsku kremin á markaðnum, kom ekkert annað til greina af hans hálfu en að nota Nivea- krem, sem er eflaust besta kremið eftir allt saman, þar sem hann var nær hrukkulaus fram í andlátið. Bílarnir hans voru síð- an sér kapítuli þar sem snyrti- mennskan náði nýjum hæðum. Dætur hans, Anna Rut og Ey- dís, kölluðu hann gjarnan pabba pena. Tengdaforeldrar mínir, Sverrir og Día, voru glæsileg hjón og sálufélagar. Þau hafa nú bæði kvatt þessa jarðvist með stuttu millibili. Ég þakka þeim samfylgdina til margra ára, vel- vildina í minn garð, hvatninguna til góðra verka og ánægjulega samveru, sem ég sakna. Guð blessi minningu þeirra. Birgir Þórarinsson. Sverrir mágur okkar hefur nú kvatt jarðlífið. Heilsu hans hafði hrakað mikið nú síðustu miss- erin. Ekki höfðum við samt gert okkur grein fyrir því að fráfall hans bæri svo brátt að eins og raun bar vitni. Aðeins er liðið rúmlega eitt og hálft ár síðan konan hans lést, hún systir okk- ar. Vafalaust hafa veikindi hennar síðustu árin sem hún lifði haft veruleg áhrif á hans heilsu. Sverrir, ásamt dætrun- um tveimur, var ötull við að sinna henni svo eftir var tekið í þeim veikindum sem hún glímdi við síðustu árin. Sverrir var góður handverks- maður. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að fara á ýmis myndlistarnámskeið og málaði hann myndir í framhaldi af þeirri menntun sinni. Þegar hann var svo kominn á eftirlaun lærði hann tréútskurð. Meðal annars eru í eigu okkar listilega útskornir plattar unnir af hon- um, sem þau hjónin gáfu okkur í tækifærisgjafir. Þá var ættfræð- in honum hugleikin. Í því sam- bandi er óhjákvæmilegt að minnast á samantekt hans á æviminningum föðurafa hans, Alberts Jónssonar, frá Stóru- völlum í Bárðardal. Þessar ævi- minningar voru að mestum hluta byggðar á dagbókum Al- berts, sem Sverrir gróf upp í Þjóðarbókhlöðunni. Þessa sam- antekt lét Sverrir prenta og gaf út í takmörkuðu upplagi fyrir ættingja og vini. Að lokum kveðjum við Sverri með virðingu og hlýju. Blessuð sé minning hans. Við ásamt fjölskyldum okkar færum dætrunum og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Benedikt og Ingólfur. Í dag kveðjum við Sverri Halldórsson, samstarfsmann okkar til margra ára hjá Síman- um. Með honum er genginn tryggur vinur og samferðamað- ur. Við Sverrir kynntumst fyrst 1967 þegar hann var í síma- vinnuflokk Kjartans Sveinsson- ar í þá daga var gist í tjöldum og unnið við loftlínur sem voru fyr- ir gamla sveitasímann. Ég man vel eftir óhappi þegar Sverrir féll til jarðar úr símastaur sem brotnaði og hann slasaðist á fæti, hann náði aldrei fullum bata á fætinum. Sverrir vann margvísleg störf hjá Símanum og Mílu í áratugi hann var vel liðinn og afar vin- sæll meðal samstarfsmanna sinna enda léttur, þægilegur og traustur félagi. Síðustu samskipti okkar Sverris voru þegar ég sendi honum mynd frá Mývatni 24. júní sl. Myndin sem ég sendi honum var af minnisvarða um félaga okkar og vini sem létust af slysförum við lagningu ljós- leiðara yfir Mývatn árið 1999, Sverrir svaraði með skilaboðum til baka svo ég vissi að honum þótti vænt um að sjá þessa mynd. Vottum fjölskyldu Sverris innilega samúð. Blessuð sé minning Sverris Halldórssonar. Gunnar Þórólfsson. Sverrir Haukur Halldórsson ✝ Vigdís var fædd á Vopna- firði 28. september 1926. Hún lést 5. júlí 2021. Móðir hennar var Stefanía Guð- rún Pétursdóttir, fædd 8. apríl 1896, dáin 30. maí 1972. Faðir hennar var Stefán Þórðarson, fæddur 18. júní 1877, dáinn 10. september 1952. Hún átti eina hálfsystur, Friðbjörgu Friðbjörnsdóttur, f. 11. janúar 1922, d. 22. október 2009. Vigdís eignaðist Gunnar Stefán Magnússon, f. 21. nóv- ember 1950, d. 27. janúar 1977. Eiginmaður Vigdísar var Ei- ríkur Ísaksson, f. 24. júní 1931, d. 18. maí 2008. Börn þeirra eru: Kristín Eiríks- dóttir, f. 7. mars 1954. Kristín er gift Ingemar Ja- resten, f. 29. ágúst 1952, og eiga þau 4 drengi; Gunnar, f. 30. júní 1979, Kristoffer, f. 28. desember 1984, Markus, f. 23. mars 1989, Rickard, f. 23. mars 1989. Sigrún Eiríksdóttir, f. 22. júlí 1961. Sigrún er gift Þor- steini Þórhallssyni, f. 6. ágúst 1962, og eiga þau þrjú börn: Eirík, f. 25. mars 1982, Davíð, f. 18. júní 1985, Ásdís, f. 18. júní 1985. Vigdís átti síðan 13 barnabarnabörn. Elsku mamma! Þú varst jörðuð í kyrrþey föstudaginn 9. júlí. Þú varst orðin háöldruð, hefðir orðið 95 ára í haust, og varðst þess vegna hvíldinni fegin. Minning- arnar um þig eru okkur systr- um ríkar í huga. Við fæddumst að Ási í Ásahreppi og bjuggum þar með ykkur í nokkur ár eða þar til við fluttumst að Rauða- læk í Holtum. Ég, Kristín, var þá 10 ára, Gunnar fjórum árum eldri og Sigrún aðeins 3 ára. Pabbi tók þar við Kaupfélaginu af afa okkar. Þið pabbi bjugguð okkur systkinum gott heimili og er margs að minnast úr æsku okkar. Þegar við syst- kinin komust á legg og urðum fullorðin fluttist ég dóttir þín, Kristín, til Noregs. Bróðir okk- ar og einkasonur þinn Gunnar dó ungur að aldri, aðeins 27 ára. Blessuð sé minning hans. Þið pabbi fluttust síðan frá Rauðalæk og í Hafnarfjörð. Sigrún var þá aðeins 18 ára og fluttist hún með ykkur. Stuttu seinna kynnist Sigrún manni sínum Þorsteini og byrja þau ung að búa. Á sama tíma flutt- ist Kristín heim frá Svíþjóð með manni sínum Ingemar og syni þeirra Gunnari. Við systur og fjölskyldur áttum yndisleg- ar stundir með ykkur hérna heima á þessum árum. Kristín fluttist síðan með sína fjöl- skyldu til Svíþjóðar 1986. Þið pabbi komuð til Kristínar og fjölskyldu til Svíþjóðar á hverju ári og dvölduð þið þá yf- ir lengri tíma á heimili okkar, okkur og börnum til mikillar ánægju. Börnin okkar systra eiga hlýjar og góðar minningar um góða ömmu. Þú hafðir líka mikla ánægju af að koma í sumarbústaðinn með pabba á Rauðalæk og dvelja þar í sveit- inni ykkar. Þið pabbi höfðuð unun af að ferðast, fóruð oft í hitann á Spáni. Við söknum þín, elsku mamma, og munum alla tíð geyma þig í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Dætur þínar, Kristín Eiríksdóttir og Sigrún Eiríksdóttir. Vigdís Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTHILDAR SIGURRÓSAR ÓLAFSDÓTTUR læknaritara, Ísafirði, sem var jarðsungin 13. júlí. Guðjón Bjarnason Elín Árnadóttir Ólafur Jóhann Sæmundsson Unnur Árnadóttir Sigurður Arnar Jónsson Sigríður Guðjónsdóttir og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS ÓLAFS ODDSSONAR húsasmíðameistara, áður til heimilis að Nýhöfn 3, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og alúð. Sigurður Ingi Geirsson Katrín Davíðsdóttir Kristjana Geirsdóttir Tómas Freyr Marteinsson Gunnar Þór Geirsson Elísabet Pálmadóttir Arna Guðrún Geirsdóttir Ævar Björn Þorsteinsson afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, EYÞÓR BJÖRGVINSSON læknir, Kópavogstúni 9, Kópavogi, lést á blóðlækningadeild Landspítala fimmtudaginn 22. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Ágústa Benný Herbertsdóttir Ástrík eiginkona, móðir og amma, RAGNHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR sjúkraliði, lést sunnudaginn 18. júlí á Landspítalanum. Útför hennar verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. júlí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en bent á líknarsjóði Oddfellow-reglunnar. Þórarinn Th. Ólafsson Ágústa M. Þórarinsdóttir Andrew Brydon Kristín Th. Þórarinsdóttir Egill Harðarson Ólöf H. Þórarinsdóttir Einar Espólín Storo og barnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VILBERG KARLSSON, óðalsbóndi í Hala, Háfshverfi, lést þriðjudaginn 29. júní. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Finnbogi Jóhann Jónsson Bettina Wunsch Níls Bjarni Jóhannsson Irena Sól Nílsdóttir Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, SVALA ÍRIS SVAVARSDÓTTIR, Huldugili 6, Akureyri, lést af slysförum miðvikudaginn 21. júlí. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Friðgeir Vilhjálmsson Kolbrún Halldórsdóttir Svavar Sigurðsson Eva Rut Friðgeirsdóttir Sandra Sif Friðgeirsdóttir Sigmar Ari Valdimarsson barnabörn og systkini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.