Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 175. tölublað . 109. árgangur . ÓÐUR TIL LÍNULEGRAR DAGSKRÁR FJÓRIR ÍSLENDINGAR Á HEIMSLEIKUM BROTHÆTT STAÐA HJÁ HÓTELKEÐJUM BJÖRGVIN LÍKLEGUR 9 VIÐSKIPTAMOGGINNNÝ PLATA UNU OG TINNU 24 Hörður Orri Grettisson, for- maður þjóðhátíð- arnefndar, segir nefndina skoða það að sækja um ríkisstyrk eftir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyj- um annað árið í röð eftir að innan- landstakmarkan- ir voru hertar í síðustu viku. „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en okkur fyndist það eðlilegt þegar lokað er á hátíðina með viku fyrir- vara. Það er stjórnvaldsaðgerð og því hljóta yfirvöld að hafa tekið áhrifin af henni með í reikninginn. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert það,“ segir hann við í samtali við Við- skiptamoggann. ÍBV fékk enga ríkisstyrki í fyrra vegna tekjutapsins sem varð en á móti kom að félagið fékk styrki úr ýmsum áttum í fyrra; Vestmanna- eyjabær styrkti það um 20 milljónir króna og einnig nokkur stöndug fyrirtæki í Vestmannaeyjum. „Þess- ir styrkir komu okkur fyrir horn í fyrra og við náðum rétt svo að lifa þetta af. Það óskuðu einhverjir í fyrra eftir því að flytja miðana sína í staðinn fyrir endurgreiðslu svo fé- lagið gat flotið áfram á þeim aurum.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir mikið áfall fyrir samfélagið allt að hátíðinni skuli vera frestað annað árið í röð. Ekki er hafið samtalið um það hvort bærinn þurfi að bregða á það ráð að styrkja félagið til þess að tryggja að barna- og unglingastarf geti haldið áfram. „Ríkið kom ekkert inn í þetta í fyrra og mér finnst eðlilegt að fé- lagið taki það samtal við ríkið enda allt aðrar aðstæður en voru þá. En eðlilega hefur þetta gríðarlega mikil áhrif ef það verður engin Þjóðhátíð.“ Skoða að sækja um ríkisstyrk - Mikið áfall að þurfa að fresta Þjóðhátíð Mikil stemning í dalnum 2019. Töluverður erill var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Röð myndaðist við innritun um morguninn sem náði út fyrir dyr byggingarinnar. Einnig tóku gildi á miðnætti í fyrradag nýjar reglur fyrir komufarþega. Nú þurfa bólusettir farþegar og farþegar með staðfesta fyrri sýkingu að sýna fram á neikvætt Covid-19-próf áður en komið er til landsins. Mikill þungi er á farsóttarhúsum Rauða krossins vegna anna. 180 óbólusettir ferðamenn klára sína sóttkví þar vegna þess að önnur hótel eru talin vísa þeim á brott. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklar annir eru í Leifsstöð bæði vegna innritunar og komufarþega Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ljóst er að forsendur lífskjarasamn- ingsins um lækkun vaxta og aukn- ingu kaupmáttar standast, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins. „Efndir á fyrirheitum stjórnvalda í tengslum við samning- inn eru túlkunaratriði sem samn- ingsaðilar eiga eftir að ræða,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Í samningnum er m.a. kveðið á um að í september 2021 skuli launa- og forsendunefnd meta hvort forsenda lífskjarasamningsins um kaupmátt launa, vexti og yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um stjórnvaldsaðgerð- ir hafi staðist. Nefndin á að tilkynna niðurstöðu fyrir lok september. Talsmenn verkalýðshreyfingar- innar hafa í viðtölum við Morgun- blaðið gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki staðið við allt sem lofað var við gerð lífskjarasamningsins. Halldór Benjamín sagði ljóst að stjórnvöld hefðu til dæmis ekki stað- ið við að gera breytingar á löggjöf um lífeyrissjóði. Það mál dagaði enn einu sinni uppi við þinglok í vor, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. „Ég tel að við getum slegið því föstu að ríkisstjórnin hafi sýnt þau spil sem hún hyggst efna í tengslum við lífskjarasamninginn. Um leið er ljóst að efndirnar urðu ekki þær sem ríkisstjórnin lofaði. Það mun vafalít- ið setja mark sitt á næstu kjaravið- ræður,“ sagði Halldór Benjamín. Hann telur að næstu kjaraviðræð- ur geti orðið mjög snúnar. Kaup- máttur hafi aukist en það sé ljóst að sumar atvinnugreinar standi ekki undir hærra launastigi. „Staða at- vinnugreinanna er mjög misjöfn. Það er erfitt að útkljá síkt misgengi við kjarasamningaborðið,“ sagði Halldór Benjamín. Hann óttast að atvinnuleysi kunni að vaxa og telur að atvinnustigið eigi að vera í for- grunni næstu kjaraviðræðna til að tryggja fulla atvinnu á Íslandi. Atvinnustig fari í for- grunn kjaraviðræðna - Stjórnvöld efndu ekki öll fyrirheit við gerð lífskjarasamnings Morgunblaðið/Golli Atvinnuleysi Framkvæmdastjóri SA kveðst óttast aukið atvinnuleysi. MAukið atvinnuleysi »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.