Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Steinar Ingi Kolbeins
Ragnhildur Þrastardóttir
Tölur yfir fjölda smita sem greind-
ust jákvæð á mánudaginn lágu ekki
fyrir fyrr en um miðjan dag í gær.
En að lokum lá það fyrir að 123 ein-
staklingar greindust með veiruna
innanlands og tveir á landamærum.
Aldrei hafa fleiri greinst með kór-
ónuveiruna á ein-
um degi áður hér
á landi. Nú eru
því 705 ein-
staklingar undir
eftirliti Covid-19-
göngudeildar
Landspítalans og
þrír aukalega
liggja nú inni á
spítala. Líkt og
áður hefur verið
fjallað um notast göngudeildin við
litakóðunarkerfi til þess að flokka
smitaða eftir alvarleika einkenna.
Grænir eru með væg eða engin ein-
kenni, gulir með aukin og svæsnari.
Rauðir teljast þá með alvarleg ein-
kenni. 18 af þeim 705 sem eru í eft-
irliti göngudeildarinnar eru skráðir
gulir og einn rauður. 687 ein-
staklingar eru því grænir og með
væg einkenni.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir
göngudeildarinnar, segir að þrátt
fyrir að göngudeildin skilgreini
flesta sjúklinga sína með væg ein-
kenni séu langflestir í þeim hópi með
einhver einkenni. „Sumu af þessu
fólki líður illa, þetta eru veikindi þótt
við flokkum einkenni þeirra sem
væg,“ segir Runólfur.
Gögnin verði að ráða för
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir
gögnin þurfa að ráða för í framhald-
inu. Hann telur möguleika á því að
þeir 123 sem greindust í gær séu
bara lítill hluti þeirra sem séu raun-
verulega smitaðir í samfélaginu.
„Það er slæmt því það myndi þýða
að veiran sé búin að dreifa sér víða,
en gott að því leytinu til að þótt hún
sé dreifð víða þá eru menn ekki mik-
ið að veikjast.“
Hann bendir þó á að gögn þess
efnis liggi ekki fyrir fyrr en eftir
nokkra daga, þ.e. hve margir veikj-
ast. „Við getum ekki rakið neitt
nema það sem er staðfest. Við rekj-
um ekki drauma, bull og vitleysu.“
Hann segir enn fremur: „Í byrjun
næstu viku tel ég að við ættum að
grafa ofan í þessi gögn, gera þetta
upp og ákvarða svo hvernig við höld-
um síðan áfram. Hanna þær aðgerð-
ir sem við ætlum að grípa til á
grundvelli þessara gagna.“
Bólusetning breytir stöðunni
Kári segir bólusetninguna vissu-
lega breyta stöðunni. „Við erum orð-
in nokkuð vel bólusett þjóð og ætt-
um þar af leiðandi að geta tekið
svona bylgju eins og er að ganga yfir
okkur núna. Það er samt ekki alveg
víst en kemur í ljós á næstu dögum.“
Hann bendir þó á að verði raunin sú
að fólk fari að veikjast mikið í
stórum stíl, þá „sé eins gott fyrir
okkur að grípa til sams konar að-
gerða og við gerðum á síðasta ári“.
Spurður hvað sé næst segir Kári:
„Við þurfum að bólusetja alla þjóð-
ina, eða eins marga og hægt er. Nú
fer að bera á því að við getum bólu-
sett börn líka.“
180 óbólusettir ferðamenn
í farsóttarhúsum
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjón-
armaður farsóttarhúsa, segir stöð-
una verulega þunga í farsótt-
arhúsum Rauða krossins, að
einhverju leyti vegna óbólusettra
ferðamanna.
„Það sem að hamlar okkar starfi
er að við erum með töluverðan fjölda
af ferðamönnum sem eru í fimm
daga sóttkví. Óbólusettir ferðamenn
sem gætu verið annars staðar, ef
hótelin vildu taka við þeim. 180
manns sem gætu verið annars stað-
ar,“ segir Gylfi.
Hann segir bolmagn farsóttarhús-
anna komið að þolmörkum. „Þetta er
alltaf við það að springa. Við erum
með 60 herbergi eftir fyrir ein-
angrun, og miðað við þróunina þá
fyllast þau bara á næstu þremur til
fjórum dögum. Því er orðið mik-
ilvægt að jafnvel ferðaþjónustan
komi inn og hleypi þessum ferða-
mönnum inn á hótelin hjá sér. Þeir
koma til okkar vegna þess að hót-
elin, mörg hver, vilja ekki taka við
þeim. En nú hafa þeir tækifæri til
þess að opna og sækja sér pening.“
123 smitaðir innanlands í gær
- Aldrei fleiri greinst á einum degi - Kári segir gögnin þurfa að ráða för í framhaldinu - Þung
staða á farsóttarhúsum vegna óbólusettra ferðamanna - Hótelin neita að taka á móti óbólusettum
2
6 4 3
9
17 14
24
16 16
44
57
78
85
96 89
71
125
Fjöldi innanlandssmita
frá 28. feb. 2020
Heildarfjöldi
smita frá
9. júlí 2021
Heimild: covid.is
Heimild: LSH
123 ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
1.011 eru í skimunar-
sóttkví
2.030 einstaklingar
eru í sóttkví
Innanlandssmit
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Skimun á
landamærum
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26.2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær
705 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni, s.s.
mikil andþyngsli og hár hiti
120
100
80
60
40
20
0
24.mars 2020
106 smit 5. október 2020
100 smit
26. júlí 2021
123 smit
7.428
staðfest smit alls
3 sjúklingar eru inniliggjandi á legu-
deildum LSHmeð Covid-19
22 einstaklingar af
þeim 705 sem eru
í eftirliti á Covid-göngu-
deild LSH flokkast gulir
74 af þeim
705 sem
eru í eftirliti á
Covid-göngudeild
LSH eru börn
10 9
9
24
11
43
18
52
22
57
26
62
14
71
16
53
36
84
Morgunblaðið/Unnur Karen
Þolinmæði 4.200 sýni voru tekin í gær og sami fjöldi daginn áður.
Kári Stefánsson
Ingibjörg Salóme Steindórs-
dóttir, verkefnastjóri sýnatöku
hjá Heilsugæslunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir vel hafa gengið
í sýnatökunni í gær. Sambæri-
legur fjöldi sýna var tekinn í gær
og daginn áður eða um 4.200
sýni. Hún segir eina muninn milli
daganna vera að gærdagurinn
var betur mannaður. Ingibjörg
telur teymið hafa bolmagn til
þess að tækla þennan fjölda.
„Við gætum tekið miklu fleiri
ef við bætum í mannskap, hús-
næði og tíma. En ég vona að við
séum að ná hámarkinu. Það er
alltaf erfitt að giska út í loftið, en
við bara þurfum að bregðast við
hverju sinni. Þannig erum við Ís-
lendingar, það er bara brugðist
við og gengið í málin. Akkúrat
núna höldum við bara dampi, en
ef það verður einhver marg-
földun á fjölda, þá þarf bara að
skoða það nánar.“
4.200 sýni
tekin á dag
ÁLAG Í SÝNATÖKU
Grunur er um kórónuveirusmit
um borð í skipinu Kap II VE-7 en
einn í áhöfn skipsins fór í sýna-
töku.
Áhöfnin er nú í sóttkví um borð
og verður ekki landað úr skipinu
á meðan beðið er niðurstöðu skim-
unarinnar. Niðurstöður lágu ekki
fyrir þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöldi.
Átta manns í áhöfninni hafa ein-
hver veikindaeinkenni en mismikil
og líðan þeirra sögð bærileg.
Þá hafa fimm manns engum ein-
kennum lýst.
Ljósmynd/Lauri Olavi Pietikäinen
Biðstaða Kap II við höfn í Eyjum.
Grunur um smit um
borð í Kap II VE-7