Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ljóst er að forsendur lífskjarasamn- ingsins um lækkun vaxta og aukn- ingu kaupmáttar standast, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins. „Efndir á fyrirheitum stjórnvalda í tengslum við samninginn eru túlkunaratriði sem samningsað- ilar eiga eftir að ræða,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Eins og þetta blasir við mér þá geta næstu kjara- viðræður orðið afskaplega snúnar. Þar eru nokkrir þættir sem vert er að íhuga. Ég les í Morgunblaðinu orð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar um að það eigi að standa vörð um kaupmáttinn. Hann hefur sannarlega aukist á þessu tímabili. En það er alveg ljóst að sumar atvinnugreinar standa ekki undir hærra launastigi. Staða atvinnugreinanna er mjög misjöfn. Það er erfitt að útkljá slíkt misgengi við kjarasamningaborðið,“ sagði Halldór Benjamín. Eitraður kokteill Hann sagði að sennilega munum við sjá hærra atvinnuleysisstig en við höfum séð um langt skeið. Hall- dór Benjamín sagði það vera óá- sættanlegt og þess vegna telur hann að atvinnustigið eigi að vera í for- grunni næstu kjaraviðræðna til að tryggja fulla atvinnu á Íslandi. Hann kvaðst ekki geta tekið undir þau orð forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni að ekki sé ástæða til að óttast langtímaatvinnuleysi. „Við sjáum að langtímaatvinnu- leysi, hlutfall þeirra sem eru at- vinnulausir í tólf mánuði eða lengur, er að aukast. Það þýðir að fólk er lengur atvinnulaust en áður. Samtök atvinnulífsins hafa varað við því í á annað ár að við munum sjá meira at- vinnuleysi en áður í nútímahagsögu. Því miður sé ég teikn á lofti um að það sé að rætast. Þá verðum við komin með þá blöndu að búa við hátt verðbólgustig, nú um 4,3 prósent sem er umtalsvert yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans, og um leið verulegt atvinnuleysi. Nú þegar við erum á leið inn í enn eina bylgjuna af faraldrinum finnst mér áhyggju- efni ef menn hafa ekki áhyggjur af þessum baneitraða kokteil.“ Ræða þarf breytt viðhorf Fram kom í viðtali við Aðalstein Á. Baldursson, formann Framsýnar – stéttarfélags, að enn sé verið að flytja inn erlent starfsfólk. Skýtur það ekki skökku við þegar langtíma- atvinnuleysi er að aukast? „Ég er nýbúinn að fara hringinn í kringum landið. Því miður er það svo að það er erfitt að manna öll störf, sérstaklega í ferðaþjónustu og fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa þurft að leita til erlendra starfsmanna til að manna störfin. Auðvitað er það ótrúleg staða að á sama tíma og at- vinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni takist atvinnurekendum ekki að manna laus störf. Það er mikil óheillaþróun,“ sagði Halldór Benja- mín. Hann telur að þetta sé mögu- lega tákn þess að breyting hafi orðið á grunngildum samfélagsins. Þetta þurfi að ræða, ekki aðeins á milli at- vinnulífsins og verkalýðshreyfingar- innar heldur almennt við eldhúsborð landsmanna. Stjórnvöld efndu ekki allt Talsmenn verkalýðshreyfingar- innar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki staðið við allt sem lofað var við gerð lífskjarasamningsins. Hvað segir SA um það? „Það þarf að fara fram heildstætt mat á því hverjar efndir stjórnvalda hafa verið,“ sagði Halldór Benjamín. Hann sagði ljóst að stjórnvöld hafi til dæmis ekki staðið við að gera breytingar á löggjöf um lífeyris- sjóði. Það mál dagaði enn einu sinni uppi við þinglok í vor, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. „Ég tel að við getum slegið því föstu að ríkisstjórnin hafi sýnt þau spil sem hún hyggst efna í tengslum við lífskjarasamninginn. Um leið er ljóst að efndirnar urðu ekki þær sem ríkisstjórnin lofaði. Það mun vafalítið setja mark sitt á næstu kjaraviðræður,“ sagði Halldór Benjamín. Aukið atvinnuleysi óásættanlegt - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, telur að næstu kjaraviðræður geti orðið snúnar - Ræða þarf efndir stjórnvalda á aðgerðum sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninginn Halldór Benjamín Þorbergsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningnum. Nýjar sóttvarnareglur eru bylmings- högg fyrir tónleikahald innanlands en bransinn var rétt að komast á skrið eftir rúmt ár án venjubundinna tekna. Tónlistarfólk safnar gjarnan tekjum í stórum stíl á stuttum tíma- bilum og verslunarmannahelgin er eitt þeirra. „Þetta er lykilatriði hjá mörgum tónlistarmönnum. Þeir geta lifað nokkra launalausa mánuði eftir að hafa búið vel í haginn á tímabilum sem þessum. Sveiflurnar eru hluti af starfinu! Tónlistarmenn missa vinn- una oft á ári,“ segir Gunnar Hrafns- son, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Hann líkir verslunamannahelginni við vertíð: „Þetta eru nokkur tímabil. Jólavertíðin, sumarvertíðin og árshá- tíðavertíðin. Margir sitja núna eftir með sárt ennið og það er morgunljóst að í hagsmunabaráttu tónlistarmanna þarf að bretta upp ermar næstu mán- uði ef ástandið skánar ekki.“ Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri STEF, deilir áhyggj- um Gunnars. „Við sáum það í upp- gjöri okkar frá síðasta ári að það varð algjört hrun í tekjum af tónleikahaldi fyrir höfunda eða tæplega 80% minna en árið á undan.“ Hún segist þó ánægð með við- bragðshraða bransans. „Það sem er ánægjulegt að sjá í þessu ástandi er hvað bransinn er fljótur að bregðast við og skipuleggja nýja viðburði. Þessir streymistónleikar sem komu inn á síðasta ári voru góð hugmynd en tekjurnar eru bara dropi í hafið miðað við tekjurnar í venjulegu ár- ferði.“ Þær takmarkanir sem nú eru í gildi valda vandræðum í tónleika- haldi en Gunnar bendir í því sam- hengi sérstaklega á nándarregluna. Hann kveðst þó feginn að tveggja metra reglan hafi ekki orðið fyrir val- inu í þetta sinn. „Með eins metra reglunni er þetta einn fermetri á mann en þegar það er tveggja metra regla þarf hver einstaklingur fjóra fermetra.“ baldurb@mbl.is Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson Skemmtun Bræðslan fór fram síðustu helgi á Borgarfirði eystra og var þannig ein af síðustu takmarkalausu tónahátíðunum sem haldnar eru í bili. Vertíð í vaskinn í tónleikahaldi - Hagsmunaöflin í viðbragðsstöðu Gunnar Hrafnsson Guðrún Björk Bjarnadóttir Kvartmíluklúbburinn boðaði í gær til sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða, en um er að ræða kvikmyndaverk- efni á vegum BBC fyrir bílaþáttinn vinsæla, Top Gear. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverf- isstofnun, kvaðst í samtali við Morgunblaðið efast um lögmæti keppninnar og sagði stofnunina líta ólöglegan utanvegaakstur alvarlegum augum. „Það er alveg skýrt að það er ekki hlutverk landeig- anda að veita heimild til aksturs utan vega á sínu landi vegna kvikmyndatöku. Þetta er ekki hans hlutverk heldur Umhverfisstofnunar,“ segir Daníel. Framleiðslu- fyrirtækið True North hugðist klára tökurnar en Daníel sagði það gert án leyfis stofnunarinnar. Fylgst verði með því að rask verði afmáð. urdur@mbl.is Top Gear í spyrnu á Íslandi - Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi til aksturs utan vega Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sandur Tökur fóru fram við Hjörleifshöfða í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.