Morgunblaðið - 28.07.2021, Side 8

Morgunblaðið - 28.07.2021, Side 8
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi, segir æsi- spennandi kosningabaráttu fram undan á næstu vikum. Af niður- stöðum skoðanakannana sé ljóst að afar mjótt sé á munum í „fallbarátt- unni“, en þar geti minnsta breyting haft veruleg og víðtæk áhrif á þing- styrk annarra flokka og hverjir komist á þing. Þar séu og ýmsir for- ystumenn tæpt settir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Stefán í Dag- málum um ástand og horfur í stjórnmálum nú, tæpum tveimur mánuðum fyrir alþingiskosningar. Dagmál eru streymi Morgunblaðs- ins, opið öllum áskrifendum. Stefán telur því óvarlegt að spá of miklu um úrslitin, en minnir á að kannanir hafi hneigð til þess að of- mæla suma flokka og vanmæla aðra. Þess utan geti breytt eðli þeirra sumra haft áhrif á kjörfylgi. Æsispennandi barátta fram undan Morgunblaðið/Arnar Steinn Dagmál Stefán Pálsson ræðir þjóðmálin við Andrés Magnússon í dag. 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 Bólusetningar gegn kórónu- veirunni hafa gert gagn og því fleiri sem þiggja þær, þeim mun betri tök má ætla að náist á faraldrinum. En þýðir það að rík- isvaldið ætti að beita hvaða með- ulum sem er til að þvinga fólk í bólu- setningar? Jón Magnússon hæsta- réttarlögmaður fjallar um þetta mál á blog.is og segir meðal ann- ars: „Franska byltingin 1789 markaði tímamót. Þá varð til stjórnarskrá sem lögfesti jafnstöðu allra franskra borgara. Nú hefur franska þingið ákveðið að breyta því, að gera mun á þeim sem eru Kóvíd bólusettir og þeim, sem eru það ekki. - - - Heilbrigðisstarfsfólk er með lögunum skyldað til að láta bólusetja sig. Þá verða til heilsu- passar. Án þeirra má fólk ekki ferðast með flugvélum, járn- brautalestum, borða á veit- ingastöðum eða koma á ýmis söfn eða aðra opinbera staði. - - - Angela Merkel Þýskalands- kanslari boðar takmarkanir á frelsi þeirra sem eru ekki bólu- settir. Í Bretlandi er talað um að setja reglur um skyldubólusetn- ingu skólafólks. - - - Dómstólar eiga eftir að fjalla um það hvort að þessi mis- munun borgaranna samræmist grundvallarlögum samfélagsins.“ - - - Jón segir í lok pistilsins þá einu von eftir að dómstólar Evrópu „standi sig og dæmi alla þá lög- gjöf ólöglega sem tekur af borg- araleg réttindi þeirra sem ekki láta bólusetja sig.“ Jón Magnússon Of langt gengið í baráttunni? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Togbáturinn Valþór GK-123 hefur verið sviptur leyfi til veiða í atvinnu- skyni í fjórar vikur vegna ítrekaðrar löndunar fram hjá hafnarvog. Fram kemur á vef Fiskistofu að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin 20. júlí sl. og gildi frá og með 24. ágúst og til og með 20. september. Í ákvörðun Fiskistofu kemur fram að við löndun úr skipinu hinn 28. apríl sl. hafi hafnarstarfsmaður orðið þess var að 572 kíló af þorski voru flutt af löndunarstað án þess að aflinn hafi verið veginn á hafnarvog. Er það brot við lög um umgengni nytjastofna sjávar þar sem mælt er fyrir um að allur afli fiskiskips skuli veginn á hafnarvog þegar við löndun sem og mælt er fyrir um að ekið skuli lönduðum afla rakleitt á hafnarvog. Skipið hafði áður verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur fyrr í sumar vegna sambærilegs brots. karitas@mbl.is Ítrekað verið landað fram hjá vigt - Fiskistofa sviptir Valþór GK leyfi í fjórar vikur - Var svipt leyfi fyrr í sumar Ljósmynd/Hilmar Bragi Útgerð Fiskistofa hefur nú í tvígang í sumar svipt Valþór GK veiðileyfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.