Morgunblaðið - 28.07.2021, Page 11

Morgunblaðið - 28.07.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Andrés Magnússon andres@mbl.is Meira en helmingur Covid-sjúklinga í breska heilbrigðiskerfinu var ekki greindur fyrr en eftir innlögn. Töl- fræði úr breska heilbrigðiskerfinu NHS, sem lekið var til dagblaðsins Daily Telegraph, bendir til þess að tugir þúsunda hafi verið skilgreindir sem Covid-sjúklingar í opinberum gögnum, þegar raunin var sú að þeir hrjáðust af öðrum kvillum, sem kröfðust sjúkrahúsmeðferðar. Kórónuveirusmit þeirra hafi svo greinst við reglubundna skimun við innlögn án þess að þeir væru endi- lega veikir af Covid-19. Sérfræðingar segja að þetta hafi verulega skekkt opinbera tölfræði um faraldurinn í landinu, sem er gef- in út daglega á vef hins opinbera, og stjórnvöld vísa til og byggja aðgerðir sínar á. Þær tölur hafi að líkindum ýkt mjög álagið á NHS af völdum kórónuveirunnar. Um 44% lögð inn vegna Covid Gögnin, sem lekið var til Daily Telegraph og taka til allra heilbrigð- isumdæma í Bretlandi, sýna að fram til liðins fimmtudags hafi aðeins 44% sjúklinga, sem skilgreindir voru sem Covid-sjúklingar, verið greind með veiruna fyrir innlögn. Meirihlutinn, 56%, var hins vegar ekki greindur fyrr en eftir innlögn, en allir sjúk- lingar NHS eru skimaðir við kom- una, óháð ástæðu innlagnarinnar. Í gögnunum er ekki að finna neina aðgreiningu þessara sjúklinga í þá, sem lagðir voru inn vegna alvarlegra veikinda, sem svo eru rakin til kór- ónuveirunnar, og hinna, sem komu á sjúkrahús af öðrum ástæðum og hefðu ella ekki verið greindir. Af lekagögnunum virðist hins veg- ar að fjöldi sjúklinga hafi verið lagð- ur inn af öðrum ástæðum og sumir jafnvel ekki greindir fyrr en mörg- um vikum eftir innlögn, sem kynni að benda til þess að einhverjir hafi smitast á sjúkrahúsi. Sem fyrr segir höfðu 44% greinst með veiruna einhvern tímann síð- ustu 14 daga fyrir innlögn, en önnur 43% voru greind innan við tveimur dögum eftir innlögn. 13% voru greind síðar. Allt bendir það til þess að drjúgur hluti þeirra, sem skilgreindir hafa verið sem Covid-sjúklingar, hafi ekki verið það við innlögn og í flestum til- vikum aldrei verið Covid-sjúklingar í eiginlegum skilningi, þótt þeir hafi reynst smitaðir. Þeir hafi ekki verið veikir af Covid-19, heldur veikir með Covid-19. Úrbóta brýn þörf „Þessi gögn eru ákaflega mikil- væg og þau ætti að gefa út reglu- lega,“ hefur blaðið eftir Carl Heneg- an, prófessor við Oxford-háskóla og forstjóra Stofnunar gagnreyndrar læknisfræði við skólann. „Þegar fólk heyrir um innlögn með Covid dregur það þá ályktun að Covid sé líkast til ástæðan fyrir henni, en þessi gögn sýna fram á allt annað.“ Hann hvetur stjórnvöld til þess að gefa út skýrari gögn, þar á meðal hvort kórónuveiran hafi verið aðal- ástæða innlagnarinnar eða ekki. „Það ríður á að þessu verði kippt í liðinn,“ segir Henegan og bætir við að gögnin, sem lögð hafi verið fram til þessa, geti leitt almenning að röngum niðurstöðum um faraldurinn og álagið á heilbrigðiskerfið. Sir Graham Brady, formaður óbreyttra þingmanna Íhaldsflokks- ins í neðri deild breska þingsins, seg- ir ástandið óþolandi. „Það er fráleitt að nærri 18 mánuðum eftir að farald- urinn hófst skuli sundurgreindar innlagnartölur ekki vera gefnar út reglulega,“ segir sir Graham og bæt- ir við: „Að telja alla sjúklinga sem greinast með smit sem Covid-inn- lögn er óhjákvæmilega villandi og gefur ranga mynd af heilbrigðis- afleiðingum veirunnar.“ Fjöldi veikra gróflega ofmetinn - Tölfræði um útbreiðslu Covid-19 lekið úr breska heilbrigðiskerfinu - Meira en helmingur smitaðra greindur eftir innlögn - Skilgreindir sem Covid-sjúklingar óháð veikindum eða ástæðu innlagnar AFP Bretland Sjúklingur færður á Royal London Hospital í Whitechapel. Breska heilbrigðiskerfið virðist hafa skilgreint fleiri Covid-sjúklinga en tilefni var til. Heilbrigðisgögn » NHS hefur til þessa skil- greint alla með Covid-smit sem Covid-sjúklinga óháð því hvað amaði að þeim. » 44% smitaðra greindust 14 dögum fyrir innlögn. » 43% greindust fyrstu tvo dagana á sjúkrahúsi. » 13% greindust síðar og hluti þeirra smitaðist á sjúkrahúsi. » Sérfræðingar segja þessa framsetningu villandi og gefa ranga mynd af álagi heilbrigð- iskerfis og alvarleika faraldurs- ins. Ríflega tvö þúsund Indónesar létust af völdum Co- vid-19 í gær. Það er mannskæðasti sólarhringurinn þar í landi frá upphafi faraldurs en smitum hefur fjölgað hratt síðustu vikur. Yfirvöld brugðu á það ráð að nota skipið Umsini sem einangrunaraðstöðu fyrir sýkta. Skipið rúmar 800 sjúklinga og hóf starfsemi í dag. Faraldurinn í vexti í Suðaustur-Asíu AFP Indónesar taka farsóttarskip í gagnið Einn lést, 31 slasaðist og fjögurra er enn saknað eftir sprengingu í efna- verksmiðju í borginni Leverkusen í vesturhluta Þýskalands í gærmorg- un. Hvellurinn frá sprengingunni heyrðist í margra kílómetra fjarlægð og sprengingin fannst á mælum 40 kílómetrum frá slysstað. Íbúar voru beðnir að halda sig inn- andyra á meðan svartur reykjar- mökkur reis upp úr verksmiðjunni. Almannavarnadeild Þýskalands sendi út neyðarviðvörun í farsíma á svæðinu og þar var þeim tilmælum beint til nærstaddra að loka öllum gluggum og hringja ekki í neyðarlín- una nema brýna nauðsyn bæri til. Sprengingin varð á lóð fyrirtækisins Chempark sem rekur urðunar- og sorpbrennslustöð í Bürrig-hverfinu í Leverkusen. Sprengingin olli eldsvoða í þremur leysiefnageymum á svæðinu sem tók nokkrar klukkustundir að slökkva. Lögregla þurfti að loka fjölda hraðbrauta í grendinni vegna skemmda frá högginu. Leikvöllum í nánd við verksmiðjuna var lokað og fólki ráðlagt að borða ekki grænmeti úr görðum sínum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa sætt gagnrýni fyrir viðvörunarkerfin sín eftir að rúmlega 180 manns létu lífið í flóðum fyrr í mánuðinum. Telja sumir þá háu tölu dauðsfalla mega rekja til slæmra rýmingarboða. Því hefur verið kallað eftir að rýming- arboð verði send út með gjallarhorn- um auk farsímaboða og sjónvarps- og útvarpstilkynninga. baldurb@mbl.is Efnaverksmiðja logaði - Sprenging olli gífurlegu tjóni AFP Sprenging Slökkviliðsbílar á leið á vettvang í Leverkusen í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.