Morgunblaðið - 28.07.2021, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
Skjálfandi Mannlífið við höfnina á Húsavík er fjölskrúðugt á góðviðrisdögum. Hér er sjóköttur á fleygiferð og úti á Skjálfanda siglir skútan Ópal með ferðamenn í hvalaskoðun.
Hafþór Hreiðarsson
Ekki var við öðru að
búast en að ákvörðun
heilbrigðisráðherra
með stuðningi rík-
isstjórnarinnar um að
grípa aftur inn í daglegt
líf og skerða athafna-
frelsi fólks, vegna óhag-
stæðrar þróunar kór-
ónuveirunnar, yrði
umdeild. Og það hefði
sýnt mikla léttúð af
hálfu ríkisstjórnarinnar að efna til
stutts fundar um aðgerðirnar. Fjöl-
miðlar sneru hins vegar öllu haus og
töldu það merki um djúpstæðan
ágreining og jafnvel hugsanleg
stjórnarslit að ráðherrar skyldu
„leyfa“ sér að ræða saman í um þrjá
klukkutíma. Kannski réð þar ósk-
hyggja – sú sama og virðist ráða för
hjá flestum stjórnarandstæðingum
og álitsgjöfum.
Ákvörðun um innleiða að nýju
fjöldatakmarkanir, grímuskyldu, ná-
lægðarmörk og takmörkun af-
greiðslutíma skemmtistaða, er ekki
léttvæg. Með henni er ljóst að ekki
verður staðið við fyrirheit stjórn-
valda um að daglegt líf innanlands
yrði eðlilegt þegar stærsti hluti þjóð-
arinnar hefði verið bólusettur. Og
það hefur ekki aðeins í för með sér
efnahagslegan kostnað heldur ekki
síður neikvæð félagsleg og sálræn
áhrif.
Í frjálsu samfélagi er sérstaklega
mikilvægt að stjórnvöld á hverjum
tíma virði grunnréttindi borgaranna
og starfi innan þeirra valdmarka sem
þeim eru mörkuð. Geti
borgararnir ekki treyst
að þessi regla sé virt
brestur samfélagið.
Hitt er rétt að í varn-
arbaráttu gegn hættu-
legum vágesti ber
stjórnvöldum að grípa
til aðgerða til að verja
borgarana. Sú varn-
arbarátta verður ekki
háð án þess að virða
stjórnarskrárbundinn
rétt einstaklinga og
gæta meðalhófs í öllum
aðgerðum.
Því miður á þetta sjónarmið undir
högg að sækja hér á landi líkt og víða
í hinum frjálsa heimi. Og þess vegna
rífumst við og okkur blæðir á sama
tíma.
Skýr framtíðarsýn nauðsyn
Svo virðist sem margir vilji ekki að
rætt sé um efnahagslegu áhrif þess
að skerða athafna- og félagslegt frelsi
einstaklinga, jafnvel þótt augljóst sé
að til lengri tíma molni undan stoðum
velferðarsamfélagsins og lífskjörum
almennt. Í ferðaþjónustu er áætlað
að tapaður virðisauki vegna farald-
ursins sé nær 150 milljarðar króna,
samkvæmt skýrslu sem Ferða-
málastofa lét gera. Tap þjóðarbúsins
í heild sinni er mun meira.
Það er kórrétt hjá Birgi Jónssyni,
forstjóra flugfélagsins Play, að
stjórnvöld þurfa að setja fram skýra
framtíðarsýn og markmið í barátt-
unni við kórónuveiruna. Í samtali við
mbl.is í síðustu viku sagði Birgir að
stefnan verði að vera skýr og ljóst til
hvers sé barist og hvaða markmiðum
eigi að ná. „Maður er fyrst og fremst
að skynja að fólk átti sig ekki alveg á
því, einu sinni var markmiðið að verja
heilbrigðiskerfið og svo eldra fólkið
en nú er fólk kannski ekki alveg með
á hreinu hver tilgangurinn er,“ sagði
Birgir sem segir að við séum „öll í
sama bátnum“.
Úlfar Steindórsson, fráfarandi
stjórnarformaður Icelandair Group,
er einnig gagnrýninn. Í viðtali við
Viðskiptablaðið bendir hann á að
fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi verið
að „ráða inn helling af starfsfólki,
byggt á ákvörðun sem stjórnvöld
voru búin að taka og tilkynna. Það er
ekki gerandi að ætla svo skyndilega
að breyta því eftir ekki nema hálfan
mánuð, það bara gengur ekki upp.
Við skulum vona að skynsemin verði
ofan á í þessu að lokum.“ Úlfar er
ekkert að skafa utan af hlutunum:
„Þetta snýst auðvitað um að
stjórnvöld, þeir fulltrúar okkar sem
kjörnir eru til að stýra landinu, taki
ákvarðanirnar. Það er ekki hægt að
gagnrýna embættismenn fyrir til-
lögur sem þeir leggja til í samræmi
við hlutverk sitt en stjórnvöld verða
að byggja ákvarðanir sínar á stóru
myndinni. Ef kjörin stjórnvöld ætla
ekki að stýra landinu, þá veit ég ekki
til hvers við ætlum að hafa kosningar
í haust. Við gætum þá allt eins beðið
embættismenn um að taka við hlut-
verki þeirra. Ef stjórnmálamenn
þora ekki að taka ákvörðun sem þeir
vita að er rétt út frá heildarhags-
munum, vegna þess að einhverjir
verða brjálaðir, þá eiga þeir að gera
eitthvað annað en að vera í pólitík.“
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra, skilur þessi sjónarmið
atvinnulífsins betur en flestir aðrir
stjórnmálamenn. Í viðtali við Frétta-
blaðið um liðna helgi segir hún að
vissulega sé um bakslag að ræða, en
það sé tímabundið:
„Svo stendur upp á okkur [rík-
isstjórnina, innskot óbk] að svara því
hvernig við ætlum að hafa hlutina til
framtíðar.“
Bjartsýni þrátt fyrir allt
En þolgæði, úthald og kjarkur ein-
staklinganna verða seint kæfð. Jafn-
vel óvissan og síbreytilegar reglur ná
ekki að drepa frumkvæði einstakling-
anna – sem betur fer. Með athafna-
þrá og bjartsýni er verið að leggja
hornsteina bættra lífskjara um allt
land. Fyrir þá sem hafa áhuga á ís-
lensku atvinnulífi hefur verið
ánægjulegt að fylgjast með fréttum
síðustu daga og vikur af góðu gengi
ólíkra fyrirtækja.
Síðasta ár var besta ár hugbún-
aðarfyrirtækisins Tempo, sem er
orðið alþjóðlegt fyrirtæki með hug-
búnaðarlausnir á sviði verk-
efnastjórnunar með yfir 20 þúsund
viðskiptavini. Upplýsingatæknifyr-
irtækið Controlant hefur sprungið út
en fyrirtækið hefur þróað raun-
tímalausnir til að fylgjast með hita-
stigi og staðsetningu á viðkvæmum
vörum í flutningi og geymslu. Ýmis
sprotafyrirtæki hafa náð fótfestu og
fjármögnun – ekki síst tölvuleikjafyr-
irtæki, þar sem koma saman m.a. for-
ritarar, hönnuðir og tónlistafólk sem
býr til vöru óháð landamærum. CCP
þekkja allir, en nýlega lauk hlutafjár-
útboði hjá Solid Cloud og var eft-
irspurnin fjórföld. Hlutabréf þess eru
skráð á First North-markað kaup-
hallarinnar. Hugbúnaðar- og tækni-
fyrirtækin eru fleiri; Laki Power,
GRID, Lucinity, efnagreiningarfyr-
irtækið DTE, IMS-innskönnunarfyr-
irtækið, Sidekick Health, Gagarín,
Mentor, Annata, Stjörnu-Oddi og
þannig má lengi telja. Rótgróin há-
tæknifyrirtæki – Marel og Össur –
standa styrkum fótum og sækja fram
á alþjóðamörkuðum.
Frumkvöðlar og framtaksmenn
eru ekki aðeins að leggja grunn að
bættum lífskjörum hér á landi heldur
að auka fjölbreytileika atvinnulífsins
og fjölga möguleikum okkar allra til
atvinnu. Besti stuðningur sem stjórn-
völd geta veitt frumkvöðlum er að
tryggja stöðugleika og fyrirsjáan-
leika í stjórnarathöfnum – ekki síst í
baráttunni við skæða veiru. Ábyrgðin
liggur ekki hjá embættismönnum,
líkt og Úlfar Steindórsson bendir
réttilega á í gagnrýni sinni á okkur
stjórnmálamennina.
Að minnsta kosti ættum við ekki að
þurfa að rífast um þetta atriði.
Eftir Óla Björn
Kárason » Óvissan og síbreyti-
legar reglur ná ekki
að drepa frumkvæði ein-
staklinganna. Með
bjartsýni er verið að
leggja hornsteina
bættra lífskjara um allt
land.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Við rífumst og okkur blæðir