Morgunblaðið - 28.07.2021, Page 14

Morgunblaðið - 28.07.2021, Page 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 ✝ Þýðrún fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit í Rang- árvallasýslu 19. jan- úar 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Sigríður Guð- jónsdóttir húsfreyja, f. 9.8. 1900, d. 26.2. 1988, og Páll Jóns- son, bóndi og lista- maður á Stóru-Völlum í Land- sveit, f. 10.1. 1890, d. 29.10. 1943. Systkini Þýðrúnar voru Jens Ríkharður, f. 18.1. 1924, d. 11.12. 2015; Jón, f. 20.1. 1925, d. 12.8. 1958; Sigríður, f. 21.1. 1926, d. 16.6. 2009; Þór, f. 7.2. 1927, d. 22.9. 2008; Óðinn, f. 7.2. 1927, d. 14.12. 2016; Vallaður, f. 16.3. 1928, d. 11.9. 2003; Gunnur, f. 4.1. 1930; Atli, f. 18.8. 1933, d. 11.7. 2021; Ragnheiður, f. 18.8. 1933, d. 8.2. 2014; Ása, f. 19.1. 1935, og Guðrún, f. 9.6. 1938. Eiginmaður Þýðrúnar er Sig- urður Vilhjálmur Gunnarsson, f. 7.12. 1929, vélfræðingur og fyrr- 1968; 3) Pétur Sigurður, f. 5.5. 1962, d. 11.3. 1984, vélfræðingur; 4) Sveinn, f. 15.1. 1969, vélvirki, eigandi og framkvæmdastjóri Micro ryðfrírrar smíði ehf., kvæntur Sigurborgu Hrönn Sig- urbjörnsdóttur og eignuðust þau fjögur börn, Melkorku Rún, f. 2.5. 1992, Davíð, f. 23.1. 1995, d. 23.1. 1995, Rakel Hrönn, f. 17.8. 1996, og Andra Pétur, f. 11.8. 2003. Að auki á Þýðrún tíu langömmubörn. Þýðrún var ávallt kölluð Rúna. Eftir glaðvær ár á æskuheimilinu og ýmis bústörf sem sinna þurfti, bæði á heimilinu og á nágranna- bæjum, flutti Rúna um tvítugt til Reykjavíkur og vann þar við hót- el- og verksmiðjustörf fyrstu árin. Kunnust er hún þó fyrir störf sín sem gæslu- og forstöðumaður gæsluvalla hjá Reykjavíkurborg um þrjátíu ára skeið. Völlurinn sem hún starfaði á var ætíð nefnd- ur Rúnu-róló, bæði af börnunum sjálfum, sem nutu umönnunar Rúnu, og foreldrum þeirra. Við starfslok færðu Leikskólar Reykjavíkur Þýðrúnu viðurkenn- ingu fyrir farsæl störf í þágu reykvískra barna. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 28. júlí 2021, klukkan 13. verandi atvinnurek- andi og fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hans voru Gunnar Bjarnason vélstjóri, f. 15.1. 1905, d. 28.9. 1966, og k.h. Hermannía Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 4.9. 1896, d. 23.7. 1989. Þýðrún og Sig- urður gengu í hjóna- band 24.12. 1954 og var heimili þeirra lengstum að Sæviðarsundi 9 í Reykjavík. Synir þeirra eru: 1) Sigurvin Rúnar, f. 3.12. 1952, vél- tæknifræðingur og forstöðumaður hjá Samskipum, kvæntur Ólafíu Guðrúnu Kristmundsdóttur og eiga þau tvö börn, Láru Rún, f. 15.6. 1977, og Hauk Sörla, f. 14.8. 1980; 2) Gunnar Hermann, f. 10.5. 1956, véltæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðj- unnar ehf., kvæntur Arnbjörgu Önnu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn, Grétu, f. 20.2. 1980, og Sigurð Gunnar, f. 27.5. 1982; sonur Arnbjargar er Bjarni, f. 12.1. Elsku hjartans Rúna mín, ég vil þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og yndisleg- an kærleika. Sestu hérna hjá mér ástin mín horfðu á sólarlagsins roðaglóð. Særinn ljómar líkt og gullið vín léttar bárur þar kveða þýðan óð. Við öldunið og aftanfrið er yndislegt að hvíla þér við lið. Hve dýrlegt er í örmum þér að una og gleyma sjálfum sér. (Jón frá Ljárskógum /Hawaiiskt þjóðlag) Þinn elskandi eiginmaður, Sigurður V. Gunnarsson. Elsku mamma mín, það er svo skrítið hvernig þú ert farin svona skyndilega. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi mínu. Þegar ég hugsa til baka eru svo ótrúlega margar góðar og dýr- mætar minningar sem koma upp í hugann. Ég var alltaf svo montinn af því að þú værir mamma mín, Rúna á Rúnu-róló. Vinirnir sóttu mikið í það að vera í Sævó því þú tókst öllum opnum örmum og öll- um leið vel í návist þinni. Þú varst elsta mamman í vinahópnum en það var ekki að sjá og finna, sér- staklega þar sem þú keyrðir um á flotta Sabbanum þínum. Ég mun aldrei gleyma afmæl- unum sem þú hélst fyrir mig, kök- unum sem þú bakaðir og svo mátti ég alltaf bjóða eins mörgum og ég vildi. Þú passaðir alltaf upp á að ég væri snyrtilega til fara, gerðir við gömul föt og keyptir ný. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir þér og reyndi að vera til friðs. Eitt skiptið asnaðist ég til þess að skrópa í skólanum og hélt ég myndi komast upp með það en það var fátt sem fór fram hjá þér og þú fattaðir að ég hefði verið heima þegar þú sást að stólnum hafði verið snúið, ég lærði mína lexíu af því. Þegar ég fór í sveit á sumrin þá saknaði ég þín mikið en þú komst oft í heimsókn og ég gleymi aldrei hlýjunni, brosinu og ilminum þeg- ar ég sá þig á hlaðinu. Æskuminningarnar eru marg- ar og ég er svo þakklátur fyrir uppeldið sem ég fékk. Ég mun aldrei gleyma öllum tjaldferðalög- unum um landið, litnum á tjaldinu þegar tjaldljósið hékk á súlunni, hljóðinu í prímusnum þegar þú yljaðir upp tjaldið áður en ég sofn- aði, þá oft með Pétur bróður mér við hlið. Árið 1984 urðum við öll fyrir miklu áfalli þegar við misstum Pétur bróður aðeins 21 árs í sjó- slysi. En við vorum umvafin góðu fólki sem hélt utan um okkur og man ég að þar var séra Árni Berg- ur heitinn ofarlega á lista. Það getur enginn skilið það að missa barnið sitt eins og þú varðst fyrir elsku mamma en þú með þinn kraft og dugnað hélst áfram með okkur hin í fanginu til síðasta dags. Það eru ekki margir dagar síðan þú sagðir við mig að Pétur hafi birst þér með fallega brosið sitt, nú heldur hann utan um þig elsku mamma. Þegar Bogga mín varð á vegi mínum tókst þú henni með opnum örmum og áttuð þið mjög gott samband ykkar á milli. Ég mun aldrei gleyma orðunum sem þú sagðir við mig rétt áður en þú kvaddir: „Þú gafst mér hana.“ Börnin mín hefðu ekki getað fengið betri ömmu, þau sóttu allt- af svo mikið í að vera hjá þér. Væntumþykjan réð alltaf ríkjum og þú varst alltaf svo stolt af þeim enda átt þú mikinn þátt í því hvar þau eru stödd í dag. Þú byrjaðir strax að kenna þeim góð gildi eins og vinnusemi, heiðarleika og að bera virðingu fyrir sér og öðrum. Maður er aldrei tilbúinn að kveðja manneskju eins og þig og mig langaði svo í enn eitt Sólval- lasumarið með þér. Sitja á ver- öndinni og hlusta á lækinn eða fylgjast með þér rölta til okkar bræðra og segja okkur þegar þú valdir þennan fallega stað sem mun geyma minningu þína um ókomna tíð. Elsku mamma, ég sakna þín mjög mikið og mun alltaf gera. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, megir þú fara í friði. Þinn sonur, Sveinn Sigurðsson. Lítil stúlka hefur stofnað býli í túngarðinum við torfbæinn Stóru- Velli í Landsveit þar sem hún fæddist og ólst upp í stórum systk- inahópi. Leikföngin hennar eru bein, sem hún hefur safnað og mynda gripina sem tryggja búinu lífsviðurværi. Seinna meir eignast stúlkan sitt fyrsta leikfang sem ekki var fengið að láni úr dýrarík- inu. Það var dúkkuhaus sem henni þótti ákaflega vænt um. Búskap- urinn hjá stúlkunni hefur gengið vel, og þegar húmaði að kveldi hef- ur hún eflaust séð fjölina sína, sem var rúmið hennar, í hillingum. Í litlum torfbæ þar sem margir bjuggu var ekki til rúm fyrir alla. Mamma talaði alltaf fallega um æskuár sín með þakklæti og hlýju þar sem allir hjálpuðust að til að tryggja að allir kæmust skamm- laust til manns. Það var mikil gæfa fyrir okkur bræður að þessi unga duglega og hjartahlýja stúlka, með sitt stóra hjarta, varð síðar meir móðir okk- ar. Hún, með aðstoð pabba, stýrði heimili okkar bræðra af myndar- brag, var alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á eða við þyrftum leiðsögn á leið okkar fyrstu árin. Mamma hef- ur alla tíð verið kjölfestan í okkar fjölskyldu, hefur tryggt samstöðu og umgjörð sem sameinar okkur með það að leiðarljósi, að allir fái að njóta sín og að öllum líði vel. Mamma og pabbi voru mikil náttúrubörn og nutu þess á sínum yngri árum að fara í tjaldútilegur. Margar skemmtilegar minningar eru frá þessum árum, ekki síst þeim fyrstu þegar búnaðurinn var botnlaust léreftstjald sem pabbi hafði fengið í fermingargjöf. Gjarn- an var tjaldað á bökkum Minni- Vallalækjar í nágrenni Stóru- Valla, æskuheimilis mömmu. Þar hittust gjarnan systkini hennar og makar þeirra með sín börn. Rifj- aðir voru upp atburðir bernskunn- ar, sagðar skemmtisögur og stig- inn dans á fögrum kvöldum. Við bræðurnir nutum þess að leika okkur úti í náttúrunni og var læk- urinn freistandi áskorun fyrir okk- ur. Seinna meir eignuðust foreldr- ar mínir vandað tjald með útskoti og himni og þótti það mikil fram- för. Árið 1981 ákváðu foreldrar mín- ir að byggja sumarbústað í landi Minni-Valla við Minnivallalæk og nefndu hann Sólvelli. Seinna meir var bústaðurinn stækkaður og þannig útbúinn, að margir gætu verið á sumarbústaðasvæðinu í einu. Bygging bústaðarins og öll umgjörð hans hefur í 40 ár reynst sælureitur fjölskyldunnar. Áhugi mömmu og pabba á skógrækt og smekkvísi og virðing gagnvart náttúrunni hafa gert sumarbústað- inn og landið í kring að ævintýra- heimi. Foreldrar mínir nutu þess að hafa synina, tengdadæturnar og ömmu- og afabörnin hjá sér í bú- staðnum. Oft var gestkvæmt á Sól- völlum, enda var mamma vinsæl heim að sækja. Hún tók ávallt vel á móti gestum, ungum sem öldnum, með sinni glaðværð, fallegu fram- komu og gestrisni. Seinna meir hafa synirnir og tengdadætur kom- ið sér fyrir á lóð Sólvalla og er þar nú búsældarlegt yfir að líta. Seinasta ferð mömmu í sum- arbústaðinn var rúmri viku fyrir andlát hennar. Þá mætti öll fjöl- skyldan að Sólvöllum og hélt upp á 40 ára afmæli bústaðarins. Glatt var á hjalla og foreldrar mínir nutu þess enn einu sinni að vera umvafin fjölskyldunni. Farið var í leiki, borðaður góður matur og stiginn dans í samkomutjaldinu. Þetta reyndust seinustu dansspor mömmu í þessu jarðlífi. Elsku mamma, með söknuði og sorg í hjarta kveð ég þig með þakk- læti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Minninguna um góða móður mun ég varðveita ævilangt. Hvíl í guðs friði. Meira á: www.mbl.is/andlat Gunnar H. Sigurðsson. Desember 1986 hitti ég þig fyrst, ég var búin að kvíða þeirri stundu svolítið. Þú komst heim og fórst að baka smákökur. Þegar þú sást mig inni hjá Svenna þínum þá komst þú með fullan disk af smá- kökum handa mér, þar fékk ég fyrstu kökurnar frá þér og alls ekki þær síðustu elsku Rúna. Eftir stutt kynni komstu fram við mig eins og ég væri dóttir þín, enda var ég bara 16 ára, þú varst alltaf að gefa mér hárteygjur og alls konar dúllerí. Þegar við fórum saman í búðir mátti ég ekki horfa á flíkur eða hluti sem mér leíst vel á án þess að þú keyptir þær handa mér. Þú varst alltaf að gefa. Okkur kom allt- af vel saman, meira að segja þótt ég hafi flutt inn á þig og búið hjá þér í tvö ár. Ég man alltaf hvað ég fékk oft að heyra hvað það væri tómlegt í Sævó eftir að við fluttum út. Þú fékkst mig í vinnu á Rúnu róló svo ég fékk þann heiður að vinna með þér líka. Svo ég kynntist vinkonum þínum, Diddu og Marsý, sem ég veit að hafa tekið brosandi á móti þér þegar þú kvaddir. Öll börnin mín fengu að njóta þess að vera með þér á róló og fannst þeim stundum nóg um þegar hin börnin kölluðu þig ömmu en þú komst eins fram við öll börnin hvort sem þau voru þín eða ekki og fóru meira að segja mörg þeirra heim með ný- prjónaða sokka og vettlinga. Börn- unum mínum fannst aldrei leiðin- legt þegar til stóð að fara í pössun í Sævó, þar var öll athyglin á þeim. Það var spilað, teiknað, teflt og bakað. Við fórum ófáar ferðir saman á Sólvelli, fylltum bílinn af börnum, mat og aðallega garni og svo var tíminn vel nýttur í prjónaskap. Það voru einnig nokkrar ferðirnar sem við fórum vestur á Vígholtsstaði, þér fannst alltaf svo gaman að koma til pabba og mömmu. Þér fannst alltaf svo gaman að skreppa eitthvað í heimsóknir eða búðir en uppáhaldið var að fara út að borða og uppáhaldsstaðurinn þinn var Laugaás. Síðustu ár fór orka þín að minnka en ef þú heyrðir af bílfari austur á Sólvelli þá fylltist þú af orku og varst tilbúin til brottfarar á engum tíma. Það var ómetanlega mikil hjálp sem við fengum frá þér í öll þessi ár og ég vona að mér hafi tekist að gera slíkt hið sama fyrir þig þegar þú fórst að finna fyrir vanmætti. Ég veit reyndar um eitt sem ég gat ekki gert fyrir þig en reyndi þó, það var að baka uppáhaldsköku fjöl- skyldunnar, það gekk ekki og þú lést mig alveg vita af því. Þetta eru ekki mörg minningar- orð á blaði en ég ætla frekar að halda minningu þinni ljóslifandi um ókomin ár. Að vita til þess að núna ertu umvafin englum og sérstak- lega strákaenglunum þínum, Pétri og Davíð, það gerir sorgina mildari. Þín bíða ærin verkefni að dekra þá og faðma, á meðan ætla ég að halda utan um Sigga þinn því söknuður hans er mikill. Elsku besta Rúna mín, takk fyr- ir allt. Elsku besta Rúna mín, þú ert í okkar hjarta. Eins og falleg blómarós, sem gulli einu skartar. Þú ert eins og sólin björt, sem aldrei leggst í dvala. Lýsir veginn okkar fram, líf þitt var okkur að ala. Viljum við þér þakka nú, alla þessa daga. Þú hefur gefið okkur trú, staðfestu og aga. Þín, Sigurborg H. Sigurbjörnsdóttir. Elsku besta amma Rúna okkar. Það er engin leið að telja upp allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur í stuttu máli. Þvílík forrétt- indi sem það voru fyrir okkur að fá að eyða svona miklum tíma og alast upp á Rúnuróló, eins og hann var alltaf kallaður. Það stakk alltaf að- eins þegar hinir krakkarnir kölluðu þig líka ömmu Rúnu en við vorum fljót að leiðrétta það, þú varst sko amma okkar en ekki þeirra. En við þurftum svo að læra að deila þér með öðrum krökkum þar sem ásóknin í nærveru þína var mikil og kom úr öllum áttum. Það var alltaf gaman að fá að gista hjá ömmu og afa í Sævó. Sofn- uðum alltaf við sama sönginn og bænirnar og vöknuðum fyrir allan aldur til þess að fá hafragraut, horfa á barnatímann og borða nammi. Margir af okkar bestu vin- um voru svo heppnir að fá að kynn- ast þér og muna enn eftir því að þú áttir alltaf til Kinder-lengjur í vesk- inu sem þú keyptir í Rangá. Þinn helsti ótti var að eiga svöng barnabörn, sem reyndust vera óþarfa áhyggjur, því kræsingarnar og maturinn sem alltaf var á borð- um þegar maður kom til þín var of- an í heilan her. Við höfum aldrei farið heim svöng eftir heimsókn hjá ömmu. Það var alltaf jafn gaman að heyra áhugaverðu sögurnar og spyrja þig út í æskuna þína sem var alveg mögnuð og erfitt að ímynda sér. Við munum halda áfram að tala um það hvernig þú ólst upp í torf- kofa með 11 systkinum, fékkst einn dúkkuhaus í jólagjöf og fórst á hesti yfir læki og móa til þess að komast í skólann. Minningarnar eru svo margar, hvort sem það var þegar þú leyfðir okkur alltaf að vinna þegar við spil- uðum veiðimann og marías, þegar þú baðst alltaf um aukaglassúr á snúðana þegar við fórum í bakaríið (sama hversu mikill glassúr var á þeim fyrir) eða þegar við bökuðum ófáar hjónabandssælurnar, þá eru það allt minningar sem við munum aldrei gleyma. Gjafmildari manneskju er ekki hægt að finna. Þó svo þú hafir stundum verið við slæma heilsu hefðirðu aldrei tekið það í mál að halda jólin án þess að gefa öllum börnum, barnabörnum, langömmu- börnum og tengdabörnum jólagjaf- ir. Tókst það ekki í mál að auðvelda þér lífið og gefa öllum pening held- ur mættirðu galvösk í Kringluna og valdir gjafir fyrir alla samvisku- samlega. Jólin verða ekki eins án þín, enda munum við ekki eftir jól- unum án þess að hafa þig og afa með okkur á aðfangadag. Við vitum hvað þú hefðir gefið mikið fyrir það að fá að hitta fyrsta afabarnið hans pabba sem von er á í heiminn í haust en við vitum líka að þú munt fylgjast vel með og leið- beina okkur og ófæddri Sigur- björnsdóttur í gegnum lífið. Við erum svo ótrúlega lánsöm og þakklát fyrir að hafa átt svona gott samband við þig og hvað við höfum alltaf lagt það í vana okkar að heim- sækja ömmu og afa eins oft og við gátum. Þó svo maður viti hvernig lífið endar þá er maður samt aldrei tilbúinn til þess að sleppa svona dýrmætri manneskju eins og þú varst. Við eigum svo margar góðar minningar með þér sem við mun- um alltaf varðveita. Það er enginn eins og amma Rúna. Þín yngstu og bestu, Melkorka Rún, Rakel Hrönn og Andri Pétur. Elsku amma, það er kveðju- stund. Við getum ekki lýst því hversu ánægð við erum að hafa náð að kveðja þig áður en þú skildir við. Einungis viku áður vorum við öll samankomin í bústaðnum á Sól- völlum og dönsuðum og trölluðum saman í veislutjaldinu. Yndislegar minningar í safnið um ömmu Rúnu. Við munum fyrst eftir okkur með þér á róló, ömmuróló eins og við kölluðum hann alltaf. Þar lék- um við okkur og hjálpuðum til við að sortera og útdeila vettlingum og sokkum til barna sem ekki áttu slíkt sjálf. Þú varst alltaf að prjóna á okkur barnabörnin og munaði bara ekkert um að prjóna aukapör fyrir þær tvær kynslóðir af Reyk- víkingum sem sóttu rólóinn þinn í gegnum tíðina. Ef minnið svíkur okkur ekki vorum við stundum dá- lítið abbó að hinir krakkarnir voru farnir að kalla þig ömmu Rúnu líka. En það var einmitt það, þú tókst öll börn til þín og hugsaðir vel um þau og þeirra velferð. Heima í Sævó var sjaldan lognmolla og kapphlaupið inn í eldhús að fá að sleikja afganginn af kreminu þegar þú varst að baka, það lá við slags- málum en þú passaðir alltaf upp á að allir fengju krem, kökur og nóg af pönnsum. Það er okkur líka minnisstætt í janúar sl. þegar þú fagnaðir 90 ára afmæli í miðjum heimsfaraldri. Þá vildum við ekki leyfa deginum að líða hjá án þess að fagna og komum því saman, gamla kjarnafjölskyldan, í takt við samkomutakmarkanir, þið afi, strákarnir ykkar og tengdadætur og við barnabörnin. Við höfðum þá ekki hist á þennan máta í hartnær 30 ár og grínuðumst við með að við sætum saman á krakkaborðinu. Þú kenndir okkur margt amma og varst stoð og stytta fjölskyldunnar á svo margan hátt, varst ekki hrædd við að láta okkur heyra það ef við vorum ekki nógu dugleg að koma í heimsókn og líka í hina átt- ina, dugleg að hrósa því sem vel var gert. Við munum alltaf sakna þín amma, takk fyrir okkur. Gréta Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnar Gunnarsson. Rúna frænka var merkileg kona fyrir margra hluta sakir. Ég man vel eftir því þegar hún kom norður í Holtsmúla með fjölskyldu sinni á uppvaxtarárum mínum. Það var nánast árlegur viðburður að fjöl- skyldan kæmi norður að sumri. Ef heyskapur stóð yfir tóku Rúna og Siggi þátt í honum og ef hesta- mannamót var á Vindheimamelum voru þau mætt þar. Þau gerðu sér far um að taka þátt í störfunum í sveitinni hjá foreldrum mínum. Þegar svo bar undir gátu þau dval- ið upp undir viku í senn. Þetta voru ætíð skemmtilegar stundir og glöddu móður mína mikið. Mamma og Rúna voru miklar vinkonur enda á svipuðum aldri. Þær voru líka svipaðar á svo margan hátt. Þær hlógu eins og höfðu líka kímnigáfu, glaðsinna og elskulegar á allan hátt. Nú þegar Rúna er farin yfir móðuna miklu finnur maður sterkt hve sá missir er sár. Rúna gerði sér nefnilega far um að fylgjast með okkur, fólkinu hennar í Skagafirði. Hún var frændrækin eins og svo margir aðrir af þessari ætt, Stóru- vallaætt. „Nú hringir Rúna mín ekki lengur í mig,“ sagði móðir mín við mig á dögunum og ég fann hve söknuður hennar var mikill. En það eru fleiri sem sakna, það veit ég. Sigurður minn og börnin og fjölskyldur þeirra hafa misst mikið. Þeim votta ég öllum samúð mína frá innstu hjartarótum. Sigurður, synir og fjölskyldur, megi guð blessa ykkur og styrkja. Ari Jóhann Sigurðsson. Þýðrún Pálsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR JÓNSSON húsasmíðameistari, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Sléttuvegi, laugardaginn 24. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. ágúst klukkan 13. Guðrún S. Óskarsdóttir Sólveig Óskarsdóttir Hilmar Baldursson Gunnar Óskarsson Dagný Brynjólfsdóttir Fanney Óskarsdóttir Guðjón Erling Friðriksson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.