Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
✝
Höskuldur
Ragnarsson
fæddist á Hrafna-
björgum í Lokin-
hamradal 26. apríl
1942. Hann lést á
heimili sínu 15. júlí
2021.
Höskuldur var
sonur hjónanna
Kristínar Svein-
björnsdóttur hús-
freyju, f. 8.12. 1899,
d. 13.8. 1977, og Ragnars Guð-
mundssonar bónda og oddvita, f.
9.9. 1900, d. 27.1. 1963.
Höskuldur var næstyngstur
níu alsystkina. Þau eru Sigríður,
f. 1924, d. 1998, Gunnar, f. 1926,
d. 2019, Ólafur, f. 1927, d. 1948,
Guðmundur, f. 1930, d. 1981,
Grétar, f. 1933, d. 1952, Anika, f.
1934, Bergþóra, f. 1937, og Halla,
f. 1943, d. 1950.
Hálfsystur Höskuldar, sam-
Reykjavíkur ásamt börnum sín-
um þremur. Börn Höskuldar og
Guðmundu eru: 1) Kristín Ragna
leikskólakennari, f. 1970, gift
Guðmundi Gunnari Símonarsyni
tæknistjóra, f. 1970. Börn þeirra
eru: Höskuldur Ægir, f. 1996,
Embla Ýr, f. 2002, og Rannveig
Berglind, f. 2011. 2) Margrét Sig-
rún grunnskólakennari, f. 1972,
gift Arnari Sigurðssyni
flugumferðarstjóra, f. 1975. Synir
þeirra eru: Elvar Orri Palash, f.
2003, og Haukur Máni Somdip, f.
2007. 3) Ólafur Gunnþór mál-
arameistari, f. 1976, kvæntur
Þórunni Kristínu Snorradóttur
snyrtimeistara, f. 1979. Ólafur á
son fyrir, Fannar Frey, f. 2000, og
Þórunn á fyrir þau Gunnar
Snorra, f. 2001, og Rebekku Líf, f.
2004. Saman eiga Ólafur og Þór-
unn Guðmundu Kristínu, f. 2011.
Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 28. júlí 2021,
klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni.
Slóð á streymið:
https://www.skjaskot.is/hoskuldur
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
www.mbl.is/andlat/
feðra eru: Sigrún, f.
1934, og Lilja, f.
1946.
Höskuldur ólst
upp á Hrafna-
björgum og sleit
barnsskónum í Lok-
inhamradal. Upp úr
tvítugu fór hann á
vertíðir, bæði á
Þingeyri og í Vest-
mannaeyjum. Síðar
hóf hann eigin út-
gerð á bátnum Guðbjörgu Krist-
ínu, fyrst frá Þingeyri og síðar
frá Reykjavík.
Höskuldur kvæntist hinn 8.
desember 1968 Guðmundu Krist-
ínu Guðmundsdóttur sjúkraliða,
f. 30.10. 1949. Foreldrar hennar
eru Guðmundur Sören Magn-
ússon, f. 1922, d. 2009, og Kristín
Gunnarsdóttir, f. 1931. Hösk-
uldur og Guðmunda hófu sambúð
á Þingeyri en fluttu árið 1987 til
Það er svo óendanlega sárt að
kveðja þig elsku pabbi minn. Við
erum búin að vita um tíma, að að
þessu gæti komið fljótlega, en það
er samt ekkert sem undirbýr
mann fyrir það. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að eiga þig sem
pabba. Þótt sorgin yfir því að hafa
þig ekki lengur hjá okkur og veik-
indi þín séu mér efst í huga núna,
þá veit ég að það eiga eftir að
koma betri tímar þar sem ég get
glaðst yfir öllum góðu stundunum
sem við höfum átt saman í gegn-
um árin. Þú varst svo frábær fyr-
irmynd í svo mörgu, dugnaðar-
forkur, mikill húmoristi, ótrúlega
minnugur á allt mögulegt, sér-
staklega ljóð og vísur. Þú lagðir
þig allan fram í því sem þú hafðir
áhuga á, hvort sem það var veiði,
merkja- og frímerkjasafnið þitt
eða skógræktin fyrir vestan, þar
sem við fjölskyldan eigum okkar
paradís. Þökk sé þér og mömmu.
Þar eruð þið búin að skapa sann-
kallaðan sælureit þar sem við fjöl-
skyldan getum verið saman í
dásamlegu umhverfi og skapað
minningar. Þarna áttum við okk-
ar bestu stundir þegar við vorum
öll samankomin og nutum þess að
vera saman, gróðursetja og hlúa
að húsakosti og umhverfinu. Þú
varst mikill fjölskyldumaður og
þú elskaðir að hafa okkur börnin
þín, tengdabörn og barnabörn hjá
ykkur mömmu. Þú varst einstak-
lega umhyggjusamur og hvetj-
andi faðir. Við deilum áhuga á
ræktun, en af því smituðuð þið
mamma mig strax í æsku. Það var
svo gaman að deila með þér
áhuga á ræktun og umhyggju fyr-
ir skóginum okkar. Þú sinntir
gróðrinum þínum af svo mikilli al-
úð og umhyggju og ég hef lært
svo mikið af þér. Það er margt
sem ég hef lært af þér í gegnum
veikindin þín, sérstaklega þessi
einstaki dugnaður og kraftur sem
þú sýndir. Síðustu árin tókst þér
oft að láta okkur gleyma því hvað
þú varst mikið veikur með því að
harka af þér og reyna að taka þátt
í sem flestu og alltaf var gott að
koma til ykkar mömmu. Það var
svo fallegt að fylgjast með ykkur,
þið voruð eins og ástfangnir ung-
lingar. Ég er svo þakklát mömmu
fyrir þá einstöku alúð og um-
hyggju sem hún sýndi við að
hjúkra þér fram á síðustu stundu.
Þú varst svo þakklátur og sagðir
sjálfur að þú hefðir ekki getað
fengið betri þjónustu en þá sem
þú fékkst hjá fjölskyldu þinni.
Um leið og ég kveð þig, elsku
pabbi, vil ég þakka þér fyrir ást-
ina, traustið og umhyggjuna sem
þú sýndir okkur fjölskyldunni og
takk fyrir öll fallegu orðin.
Þín dóttir,
Kristín Ragna
Höskuldsdóttir (Stína).
Einhvers staðar sá ég skrifað
að orðin „ég sakna þín“ fengju
fyrst sanna merkingu þegar ekki
væri lengur hægt að teygja sig
eftir hönd foreldris síns.
Elsku pabbi, ég fékk að halda í
hönd þína síðustu vikurnar þínar.
Þrátt fyrir að sá tími hafi verið
erfiður var hann líka óendanlega
dýrmætur. Við fengum tækifæri
til að segja það sem okkur lá á
hjarta og ég er ekki í nokkrum
vafa um að þegar þú kvaddir viss-
irðu að þú varst elskaður. Og við
vissum öll hversu miklu máli við
skiptum þig. Það var þér nefni-
lega hjartfólgið, mitt í veikinda-
stríðinu, að við vissum að þú elsk-
aðir okkur og að þú varst
þakklátur fyrir lífið okkar allra
saman. Það finnst mér aðdáunar-
vert pabbi, að þú reyndir að nýta
þá litlu orku sem þú áttir eftir til
að koma því til skila að þú elsk-
aðir okkur og værir stoltur af
okkur. Það og sú ótrúlega seigla
sem þú bjóst yfir þegar ljóst var
hvert stefndi stendur upp úr nú
þegar þú ert farinn.
En þú varst svo miklu meira en
sjúkdómurinn sem þú barðist við.
Þú varst sannur náttúrufræðing-
ur, skógræktandi, húmoristi, ljóð-
unnandi og sögumaður. Þú hafðir
límheila og þreyttist ekki á að
spyrja okkur út í hin og þessi ör-
nefni og bæjarheiti á ferðum okk-
ur vestur á firði. Þú komst okkur
sífellt á óvart með því hversu
minnugur þú varst og hversu
fróður þú varst um hina og þessa
hluti. Og svo hafðir þú gaman af
því að reka okkur á gat með því að
henda fram stökum og spyrja
hvert skáldið væri. Oftar en ekki
komstu að tómum kofunum þar.
Minningarnar um þig eru alltof
margar til að koma þeim fyrir hér
en þær geymi ég allar í hjartanu
og dreg þær fram mér til hugg-
unar. Þú varst frábær pabbi, afi
og tengdafaðir.
Elsku pabbi, ég kveð þig núna
en veit að þú fylgist með okkur.
Ég mun leita að þér í söng mar-
íuerlunnar og spóans, í þyti
trjánna fyrir vestan og í hvert
sinn þegar ég sé blóðberg í blóma.
Ég sakna þín en ég veit að þú hef-
ur fundið frið.
Þín dóttir,
Margrét Sigrún (Magga).
Minn kæri tengdó. Þó svo að
mér finnist árin okkar saman ekki
hafa verið nægilega mörg og finn-
ist sárt að þú hafir ekki komið
fyrr inn í líf mitt (en örverpið þitt
kom á hárréttum tíma) þá höfum
við átt margar góðar stundir sam-
an.
2006, áttavillt, einstæð, tveggja
barna móðir er dregin í útilegu í
afdölum fyrir vestan. Hún er illa
búin og það er haugarigning.
Þegar komið var í dalinn tók á
móti okkur þéttingsfast handtak
og: „Velkomin í Gröfina, hvernig
var vegurinn?“ Við þessi orð
breyttist líf mitt. Ég var komin á
stað sem umvefur mann ást, um-
hyggju, vinnusemi, hlýju og stolti.
Þessi orð lýsa þér elsku vinur. Þú
tókst okkur opnum örmum og
Rebekka og Gunnar eignuðust
strax annan afa. Aldrei leið þeim
öðruvísi en þínum barnabörnum.
Þú tókst strax ástfóstri við hana
Rebekku og sagðir við hana þeg-
ar hún skokkaði inn í rýmið:
„Hvaða litla Rebekkuskott kem-
ur þarna?“ Ég sá hvorki Gunnar
né Rebekku þessa helgi því að
Rebekka sóttist eftir því að bisa
eitthvað með þér og Gunnar fann
sér leikfélaga í drullumallgerð. Ef
við tvö fengjum að ráða þá værum
við bara þar. Og ég veit að þú ert
nú búinn að fá þá ósk uppfyllta
því það er engin spurning að þar
ertu núna. Líklegast ertu að
hugsa af hverju Arnar sé ekki bú-
inn að slá allt holtið, hann var nú
þarna í viku! Gott verður að kom-
ast vestur og heyra þig bisa eitt-
hvað fram eftir langt inn í nóttina
og ég veit að ég á aldrei eftir að
vera ein í dalnum.
Að eiga góðan tengdapabba er
alls ekki sjálfgefið, en við vorum
nú heldur betur sammála um það
okkar á milli að betri tengda-
pabba og -dóttur væri ekki hægt
að hugsa sér. Við áttum ótrúlega
margt sameiginlegt og oft flæddu
spurningarnar yfir mann í tíma
og ótíma. Uppáhaldsumræðuefn-
ið okkar var steinar og kristallar,
sem við söfnuðum bæði. Stöðluð
spurning fylgdi alltaf ef annað
okkar fór eitthvert: „Jæja,
fannstu einhverja steina?“ svo
laumuðum við að hvort öðru
steinum sem okkur höfðu áskotn-
ast.
Guðmunda Kristín kemur svo í
heiminn 2011. Styrkist okkar
samband og tengsl okkar uxu
með hverjum deginum og við urð-
um góðir vinir. Við höfum verið
dugleg að bralla ýmislegt þessi ár
saman sem fjölskylda. Við ferð-
uðumst mikið og okkur þótti rosa-
lega gaman að fara saman í Veiði-
vötn. Að fá að veiða með afa var
heiður, því var tekið alvarlega, því
eins og við vitum jú bæði er það
alvörumál að fara í veiði.
Þú mátt svo sannarlega kveðja
þetta jarðríki sáttur því að þér
hefur tekist svakalega vel að
skilja eftir frábærar minningar
með þínu fólki. Þið Munda hafið
komið upp einum albestu börnum
sem ég hef kynnst. Þú hefur
kennt Óla að virða, elska, hlusta
og vera til staðar fyrir sína. Það
er það sem þú gerðir fyrir þína!
Það verður skarð sem ekki er
hægt að fylla sem þú skilur eftir,
en það er bara í lagi því það er
skarð sem þú átt og enginn annar.
Elsku besti Höskuldur minn,
ég veit að þú ert kominn á fullt í
Gröfinni. Þín verður sárt saknað
og þú átt alltaf þinn stað í hjarta
mínu.
Þín uppáhaldstengdadóttir,
Þórunn.
Látinn er nú í Reykjavík vinur
minn Höskuldur Ragnarsson
(Hössi) sem fæddur var á Hrafna-
björgum í Arnarfirði. Kynni okk-
ar Höskuldar byrjuðu þegar hann
reri frá Þingeyri á fyrsta bátnum
sínum, sem bar nafnið Guðbjörg
Kristín ÍS, en þá vann ég í frysti-
húsinu. Ekki var það nú stór bát-
ur, mig minnir að hann hafi verið
um tvö tonn, en Hössi fiskaði ekki
minna en aðrir á stærri bátum.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa áhuga á veiði, bæði stang-
veiði og skotveiði.
Fyrsta haustið mitt á Þingeyri
tók hann mig með á rjúpu á Dynj-
andisheiði en þar þekkti hann
hverja þúfu, hvert gil og hvern
hjalla og vissi ávallt hvert átti að
fara miðað við veður og snjóalög.
Ekki stóð á því að leiðbeina borg-
arbarninu hvernig átti að haga
sér á veiðislóð og kenna honum
örnefni, bæði þau sem voru á
kortum og þau sem voru heima-
tilbúin, eins og Guðmundarlág,
Beygjurnar og Litlu-Ljótarvatn.
Eina mjög minnisstæða veiðiferð
fórum við á rjúpu, inn í Ísafjarð-
ardjúp, og mættum þar mjólkur-
bílnum í ljósaskiptunum og á und-
an honum flaug fjöldi rjúpna, sem
minntu helst á snjótittlingahóp.
Þarna gerðum við góða veiði og
seinni part dags komum við á Ísa-
fjörð og fengum okkur malt og
prins póló.
Þegar við lögðum á Breiðadals-
heiðina var kominn bylur. Það var
orðið dimmt og blint og urðum við
að moka okkur niður sneiðinginn
áður en við komum svo að stórum
skafli sem við komumst ekki yfir.
Þarna urðum við að láta fyrirber-
ast fram á nótt og skilja bílinn eft-
ir en bóndinn í Breiðadal veitti
okkur hjálparhönd og síðan feng-
um við far til Þingeyrar um nótt-
ina. Rjúpurnar, byssurnar og bíll-
inn voru í heila viku uppi á heiði
þangað til að fært var yfir að
nýju.
Við félagarnir fórum gjarnan
saman að veiða á Iðu og veit ég að
Hössi hafði mjög gaman af þeim
veiðiferðum. Svæðið er ekki
langt, og er frekar auðvelt yfir-
ferðar þrátt fyrir að það geti verið
sandbleytur hér og þar. Þegar
þrekið var farið að minnka, og
Hössi varð að vera með súrefni,
þá voru góð ráð dýr hvernig hægt
væri að leysa úr því. Það var nú
ekki vandamál; keyptur var for-
láta stóll í Góða hirðinum og hann
bundinn á pallinn á pallbílnum.
Hössi, með súrefnisslönguna í
nefinu og súrefniskút við hliðina á
sér, fór upp á pall á stiga og ég
bakkaði bílnum út í á. Þar sat
minn maður og veiddi og veiddi.
Það var alveg sama hvort hann
sat á pallinum úti í á eða stóð á
bakkanum; hann veiddi.
Fyrir tveimur árum heimsótt-
um við hjónin Hössa og fjölskyldu
í athvarfið sem þau eiga í Keldu-
dal í Dýrafirði. Þar vex nú skógur
sem áður voru melar og klappir
því þau hafa verið dugleg að
rækta landið. Við keyrðum út í
Svalvoga og yfir í Lokinhamradal
og þaðan áfram yfir í Stapadal,
þarna þekkti Hössi hverja þúfu
og hvern stein á æskuslóðum sín-
um.
Við hjónin viljum votta fjöl-
skyldu Hössa innilega samúð og
að lokum vil ég þakka þér, kæri
vinur, fyrir vináttuna og ferðalag-
ið sem við höfum átt saman.
Sjáumst í sumarlandinu.
Sigurbjörn.
Höskuldur
Ragnarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HANNES G. JÓNSSON,
fv. stöðvarstjóri á Rjúpnahæð,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við
Sléttuveg laugardaginn 24. júlí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsamtök.
Margrét Birna Hannesdóttir Sigurður Jónsson
Guðný Hannesdóttir Baldur Gylfason
Herdís Hannesdóttir
Hannes Þór, Ragnheiður Hlíf, Björn Óðinn,
Elín Ósk, Eyrún, María, Atli Már, Stella Rögn
og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐBJARTUR ALEXANDERSSON
frá Miklaholti II,
Hraunvangi 1, Hafnarfirði,
lést á Brákarhlíð, Borgarnesi sunnudaginn
18. júlí. Útförin fer fram í Miklaholtskirkju föstudaginn 30. júlí
klukkan 13. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug.
Alexander Guðbjartsson Dueanngam Guðbjartsson
Valgeir Guðbjartsson Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir
og amma,
HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Hraunbæ 196, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. júlí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Skógarbæ fyrir góða umönnun.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Bergþór Theodór Ólafsson
Jón Ingi Ingimundarson
Árni Þór Ingimundarson Shireen Maria Thor
Björn Ingimundarson María Hafsteinsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
VIGDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR,
Lækjargötu 10, Hvammstanga,
andaðist laugardaginn 24. júlí á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Hvammstanga.
Guðrún Þ. Guðmundsdóttir Árni Björn Ingvarsson
Kristín H. Guðmundsdóttir Birgir Ævar Einarsson
Garðar Þ. Guðmundsson Róberta Gunnþórsdóttir
Edda Heiða Guðmundsdóttir
Inga M. Guðmundsdóttir Elvar Hallgrímsson
Anna M. Guðmundsdóttir Þór Oddsson
Davíð E. Guðmundsson Auður S. Jónsdóttir
og ömmubörnin
Ástkær móðir okkar,
SVANHILDUR ERNA JÓNSDÓTTIR,
áhugakona um stjörnuspeki og
sálfræði,
lést á Sunnuhlíð sunnudaginn 25. júlí.
Útför fer fram í kyrrþey.
Sigrún Elín, Sigríður Ósk,
Bogi Örn, Kristján Einar,
barnabörn og tengdadætur
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
EYÞÓR BJÖRGVINSSON
læknir,
Kópavogstúni 9,
lést á Landspítala fimmtudaginn 22. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju fimmtudaginn
29. júlí klukkan 13.
Ágústa B. Herbertsdóttir
Ólína Þorleifsdóttir
Eyþór Ingi Eyþórsson Inga R. Bachmann
Ásta Eyþórsdóttir
Finnur Már Eyþórsson Björg Ó. Gunnarsdóttir
Gróa Laufey Eyþórsdóttir