Morgunblaðið - 28.07.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021
ELVIS-EFTIRHERMA KRUFIN.
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... góð fjölskyldutengsl.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐ SKYLDI NÝJA ÁRIÐ
BERA Í SKAUTI SÉR?
ÉG VAR AÐ FINNA FRÁBÆRA
TÓFÚ-UPPSKRIFT!
KOMDU AFTUR
GAMLA ÁR!
KLI
PP
KLI
PP
SEGÐU GARÐABRÚÐU
AÐ LÁTA FLÉTTUNA Á
SÉR SÍGA NIÐUR! ÞAÐ
MUN MARGBORGA SIG
FYRIROKKUR!
EINKALEYFA-
STOFA
HELDURÐU
AÐ HÚN MUNI
LAUNA OKKUR?
NEI, EN ÉG ÞEKKI
HÁRKOLLUGERÐAR-
MEISTARA!
HANN ER NÁNAST ALVEG
EINS - VANTAR BARA
STÆRRI BARTA.
byrjun var ég eini starfsmaðurinn,
en í dag starfa 34 hjá félaginu.“
Það er greinilegt við að hlusta á
Garðar að hann hefur brennandi
áhuga á starfinu og er mjög stoltur
af fyrirtækinu sem hann hefur leitt
frá upphafi.
„Ferðalög á framandi slóðir hafa
alltaf heillað mig og hef ég meðal
annars komið til Perú, Sádi-Arabíu,
Rússlands, Egyptalands og Víet-
nam. Sádi-Arabía er land sem ég
hef engan áhuga á að fara til aftur,
að minnsta kosti ekki undir núver-
andi stjórn, en Perú á hinn bóginn
er land sem ég gæti sannarlega
mælt með, en þar býr afar gott fólk
og mikil fjölbreytni í landslaginu.“
Með auknum ferðalögum hefur
áhuginn á ljósmyndun vaxið. „Það
er mjög gaman að geta tekið góðar
myndir af fjölskyldunni og áhuga-
verðum stöðum um heiminn.“
Fjölskylda
Eiginkona Garðars er Zemfira
Alieva, lögfræðingur og snyrti-
tæknir, f. 10.10. 1985, og fjöl-
skyldan býr í Flatahverfinu í
Garðabæ. Foreldrar hennar eru
hjónin Asad Aliev, fv. lögreglufor-
ingi, f. 25.12. 1955, og Nadezhda
Alieva verslunareigandi, f. 24.8.
1961. Þau búa í Naberezhnye
Chelny í Tatarstan í Rússlandi.
Barn Garðars og Zemfiru er Nadja
Lillín, brjóstamjólkurþegi í Garða-
bæ, f. 23.11. 2020. Önnur börn
Garðars eru Agnes Anna, nemi í
Reykjavík, f. 9.4. 1997; Alex Bald-
ur, nemi í Garðabæ, f. 16.2. 2005;
Ríkharður, nemi í Garðabæ, f.
25.11. 2006. Systkini Garðars eru
Sigríður Sóley, starfsmaður mötu-
neytis í Reykjavík, f. 4.7. 1962;
Hólmfríður, kennari og tónlist-
arkona í Reykholti í Borgarfirði, f.
15.9. 1964, og Magnús Garðar, at-
hafnamaður og fjárfestir í Reykja-
vík, f. 12.10. 1967.
Foreldrar Garðars eru hjónin
Jónína Garðarsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, f.
10.10. 1939, og Friðjón Skarphéð-
insson rafvirkjameistari, f. 2.9.
1936, d. 19.1. 2018.
Garðar Hannes
Friðjónsson
Matthildur Einarsdóttir
húsfrú í Vík í Mýrdal
Sveinn Guðmundsson
trésmiður í Vík í Mýrdal
Sigríður Sóley Sveinsdóttir Hallgrímsson
húsfrú í Reykjavík
Garðar Hannes Guðmundsson
lögreglumaður í Reykjavík
Jónína Garðarsdóttir
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík
Jónína Sveinsdóttir
húsfrú í Aðalvík og í Reykjavík
Guðmundur Snorri Finnbogason
bóndi og oddviti í Aðalvík og kaupmaður í Rvk.
Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir
húsfrú á Kistu í Vatnsnesi
Jónas Jóhannsson
bóndi á Kistu í Vatnsnesi
Hólmfríður Jónasdóttir
húsfrú í Reykjavík
Skarphéðinn Friðjón Jónsson
sjómaður í Reykjavík
Ingveldur Jónsdóttir
húsfrú í Reykjavík
Jón Jónsson
verkamaður í Reykjavík
Úr frændgarði Garðars Hannesar Friðjónssonar
Friðjón Skarphéðinsson
rafvirkjameistari í Reykjavík
Á laugardaginn orti Jón Arn-
ljótsson á Boðnarmiði:
Tíðarfarið trauðla skil,
títt þó spána skoði.
Virðist nóg af vindi til,
en væta ekki í boði.
Magnús Halldórsson hélt áfram:
Hér mun verða súld um sinn,
sífellt lækkar gengið.
Vætu getur, væni minn,
á vægum prísum fengið.
Gunnar Hólm Hjálmarsson segir
að Ísland skipti væntanlega um lit:
Allar hömlur afþakkar
- eins og Jói sagði.
Ferðamála forsprakkar
falla á eigin bragði.
Gunnar J. Straumland yrkir
„Spádómslimrur“:
Í nútíð er sagan oft segin,
þar sjáum við lífsgönguveginn.
Framtíðarspá
í fortíð má sjá
og allt fer það víst einhvern veginn.
Ég miða við fortíð og man að
mest var þá klúðrað og flanað.
Nú spái ég því
spádómnum í
að enn verði anað og ganað.
Til framtíðar lít ég með furðu,
þar finna má hluti sem urðu,
eru og verða
von okkar ferða
er heimurinn liggur í lurðu.
„Híðbjörn“ verður Guðmundi
Arnfinnssyni að yrkisefni:
Björn vann að bryggjusmíði
og brúargerð stundaði af prýði,
hvert vor fram á haust
hann vann sleitulaust,
en á veturna lá’ ann í híði.
Friðrik Steingrímsson yrkir:
Flokkar auka fárra trú
þó fögur loforð opni,
um kjósendurna keppa nú
með covidið að vopni.
Stökur eftir Örn Arnarson:
Drottinn hló í dýrðarkró.
Dauðinn sló og marði
eina mjóa arfakló
í hans rófugarði.
Bros og grátur eru í
ísamáti freðin.
Kuldahlátur hlæ ég því.
Hún er fátíð gleðin.
Dýrt er landið, drottinn minn,
dugi ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf að vinna.
Mér varð allt að ís og snjó.
Oft var svalt í förum.
Ekki skaltu undrast þó
andi kalt úr svörum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Tíðarfarið og spádómslimrur