Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 28.07.2021, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 10 mínútur og 38 sek- úndur í þessari undar- legu veröld er saga með ævintýralegum og hlýjum blæ, þrátt fyrir að hún fjalli í raun um ískaldan og erfiðan veruleika jaðarhópa. Sagan segir frá Tekíla-Leilu, konu frá borginni Van í Tyrklandi sem starfar í kynlífsiðnaði í höfuðborg landsins, Istanbúl. Frá- sögnin hefst í raun nálægt endinum, þar sem Leila liggur látin í rusla- tunnu og kallar fram minningar um ævi sína. Lesandinn fær að kynnast Leilu og hópnum sem hana um- kringir, hóp sem samanstendur af fólki sem, ýmist leynt eða ljóst, stendur utangarðs í samfélaginu. Sagan er hjartnæm, hrá, trufl- andi, full af húmor, óþægileg og hríf- andi, allt á sama tíma. Höfundi tekst vel að kynna lesandann og hinar at- hyglisverðu persónur, sem eiga það allar sameiginlegt að hafa ýmsa fjör- una sopið. Vernd- arar Leilu, ef svo má að orði kom- ast, eru mikil- vægustu persón- urnar, ásamt Leilu sjálfri. Ör- litlu ljósi er varp- að á sögur þeirra fimm en helst kynnist lesandinn verndurunum á samskiptum þeirra við Leilu, fyrir og eftir andlát henn- ar. Flestar þeirra eru lesandanum framandi. Þær standa allar á jaðr- inum og hafa mismikla ástríðu fyrir að breyta því ástandi sínu. Allar virðast þær í raun vera fórnarlömb örlaga sinna, rétt eins og Leila sjálf. Þannig eru utanaðkomandi að- stæður, sem má segja að séu að stærstu leyti misrétti kynjanna og fordómar fyrir hinsegin fólki, helsti drifkrafturinn í lífi persónanna. Það er niðurdrepandi sýn en einnig raunsæ í því samhengi sem hún er sett í í bókinni. Höfundi tekst vel að koma lesandanum í skilning um það að fólk sem stendur á jaðri sam- félagsins og lifir lífi sem aðrir hyggj- ast fordæma, hefur í mörgum til- vikum ekki haft val um annað, og er svo ólánsamt að lifa í samfélagi sem því er ekki leyft að tilheyra. Orð höf- undar í lok bókar eiga einkar vel við í þessu samhengi: „Margt í þessari bók er rétt en allt er það skáld- skapur.“ Bókin er þannig smekkfull af aug- ljósum boðskap, ákalli til lesandans um að dæma fólk ekki af örlögum þess. Höfundur áréttar að hvert ein- asta mannsbarn eigi sér sögu og sumar þeirra séu átakanlegri en aðrar. Jafn plássfrekar og persónurnar eru í söguþræðinum þá nær Istanbúl samt einhvern veginn að gnæfa yfir allt. Borgin snertir hvern einasta þráð sögunnar og er borgin, eins og sagan sjálf, samtímis hræðileg og dásamleg. „Istanbúl var sjónhverfing. Misheppnað töfrabragð. […] Það var í rauninni ekki til nein ein Istanbúl. Það voru hins veg- ar til margar útgáfur af Istanbúl sem allar áttu sín á milli í baráttu, sam- keppni og átökum þar sem hver um sig áttaði sig á að aðeins ein þeirra myndi á endanum hafa vinninginn. […] Allar þessar borgir lifðu sínu lífi innan hver annarrar eins og lifandi matrúskur.“ Lýsingarnar á Istanbúl gera sög- una á köflum draumkennda, örlítið óraunverulega, þó um raunveruleg- an stað sé að ræða. Það er ljóst að höfundur þekkir hvert skúmaskot borgarinnar vel, eða nær í það minnsta að blekkja lesandann til þess að halda það. Virkjar öll skilningarvitin Stíll höfundar er óvenjulegur og nær að virkja öll skilningarvit lesandans. Við lesturinn finnur hann fyrir hita- svækjunni í Istanbúl, bragðar brúð- kaupstertur, finnur stæka lyktina af áríðandi hættunni sem fylgir brenni- steinssýru, heyrir óþolandi köll máv- anna og sér „litadýrð morgunroð- ans“ á himninum í Istanbúl. Þrátt fyrir að stíllinn sé fullur af smáat- riðum er hann samtímis blátt áfram og jafnvel örlítið stirður á köflum, þó sé ekki gott að segja hvort það sé verk höfundar eða þýðanda. Á heildina litið er 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu ver- öld framandi saga um áföll og sigra sem fær lesandann til þess að hugsa um misréttið í heiminum. Bókin nær að greypa sig í minni lesandans, henni verður ekki gleymt svo glatt. Ljósmynd Dogan Kitap/Zeynel Abi Hjartnæm „Bókin nær að greypa sig í minni lesandans, henni verður ekki gleymt svo glatt,“ segir um sögu Elif Shafak, 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld. Sagan gerist í Istanbúl sem gnæfir yfir allt. Skáldsaga 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld bbbbn Eftir Elif Shafak. Þýðandi Nanna B. Þórsdóttir. Mál og menning, 2021. Kilja, 365 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Saga af jaðrinum Þrettán árum eftir að dómstóll ákvað að faðir bandarísku tón- listarkonunnar Britney Spears, James P. Spears, yrði fjárhalds- maður hennar og með alhliða um- sjón með hennar málum, hefur nýr lögmaður söngkonunnar krafist þess að faðirinn víki og skipt verði um fjárhaldsmann. Britney Spears tjáði sig í fyrsta skipti um fyrirkomulagið fyrir rétti fyrir mánuði síðan og kvaðst afar ósátt við það. Hún kvaðst búa við ofríki föður síns sem ráðskist með líf hennar og nú, eftir að hún gat ráðið annan lögmann en þann sem fór áður með málið, þá hefur sá tek- ið þetta skref. Lögmaðurinn, Mat- hew S. Rosengart, er fyrrverandi saksóknari og hefur á síðustu árum unnið fyrir ýmsar stjörnur skemmt- anageirans vestanhafs. Krafan um að faðirinn hætti afskiptum af söngkonunni, sem mun vera afar efnuð, er sögð í The New York Tim- es vera fyrsta skref í að Spears öðl- ist frekara sjálfræði en fyrir- komulagið sem ríkt hefur kallar Rosengart „Kafkaíska martröð“ fyrir Spears. Britney Spears er 39 ára. Hún missti sjálfræðið árið 2008 eftir að hafa um tíma glímt við andleg veik- indi en hún átti þá tvö ung börn. Faðirinn hætti afskiptum af Spears AFP Frelsiskrafa Stuðningsfólk Britney Spears hefur krafist þess að faðir tónlist- arkonunnar hætti að stjórna lífi hennar. Hryllingskvikmyndin Særingamaðurinn, The Exorcist, sló í gegn árið 1973 í leikstjórn Williams Friedkin og nutu kvikmyndahúsagestir um heimsbyggðina þess að láta söguna um andsetna unga stúlku hræða sig. Myndin hreppti Óskarsverðlaun fyrir besta handrit eftir útgef- inni sögu. Nú hefur framleiðslufyrirtækið Universal tryggt sé réttinn til að gera þrjár nýjar kvikmyndir út frá sögunni um særingamanninn og greiðir samkvæmt The Guardian 400 milljónir dala fyrir réttinn. Ekki verð- ur um endurgerð upphaflegu sögunnar að ræða heldur er þeim lýst sem spennandi framhaldi af atburðunum sem þar koma við sögu. Upplýst hefur verið að ein af stjörnum gömlu myndarinnar, leikkonan Ellen Burstyn, verði aftur í einu aðalhlutverkanna en Leslie Odom Jr. verð- ur einnig í stóru hlutverki. Fyrsta kvikmynd þríleiksins mun verða frum- sýnd í kvikmyndahúsum haustið 2023 en fyrirhugað er að seinni mynd- irnar tvær verði í kjölfarið aðgengilegar í streymi. Þríleikur út frá Særingamanninum Max von Sydow í myndinni frá 1973.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.