Morgunblaðið - 30.07.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 177. tölublað . 109. árgangur .
FRÆKINN SIGUR
BLIKA GEGN
AUSTRIA WIEN
EINANGRANDI
SAMSKIPTI Á NETINU
HALDA ÞJÓÐ-
HÁTÍÐ Í GARÐ-
INUM HEIMA
HALASTJARNA Í HLÖÐUNNI 28 LILJA OG HALLDÓR 10MÆTA ABERDEEN NÆST 26
Sól og blíða var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hiti mældist
hæst tuttugu stig í Reykjavík en var að jafnaði rétt undir tutt-
ugu stigum frá hádegi. Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins
gerðu sér ferð á ylströndina í Nauthólsvík. Veðrið hefur ekki
verið með besta móti þetta sumarið og reyna því flestir að
nýta sólina þegar hún þá lætur sjá sig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loksins sól
og blíða í
borginni
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Rafn Líndal Björnsson, læknir í Nor-
egi, ætlar að óska eftir því við lækna á
Covid-göngudeild Landspítalans að
einangrun sonar hans verði aflétt.
Sonurinn var settur í fjórtán daga
einangrun vegna smits eftir komu til
landsins en Rafn bendir á að sam-
kvæmt reglugerð heilbrigðisráðu-
neytisins ætti einangrunin í raun að-
eins að vara í tíu daga þar sem
drengurinn er einkennalaus og
heilsuhraustur. Hann hefur nú verið í
einangrun í ellefu daga.
Reglugerð heilbrigðisráðuneytis-
ins um sóttkví og einangrun kveður á
um að þeir sem smitist af Covid-19
fari í fjórtán daga einangrun en þar af
þarf viðkomandi að vera einkenna-
laus í sjö daga.
Í fylgiskjali hennar stendur hins
vegar að „almennt hraustir einstak-
lingar með engin eða væg einkenni
geti útskrifast úr einangrun ef komn-
ir eru að minnsta kosti 10 dagar frá
greiningu/jákvæðu sýni og þeir hafa
verið alveg einkennalausir í að
minnsta kosti þrjá daga“. Sonur
Rafns er bæði heilsuhraustur og ein-
kennalaus. Rafn hefur spurst fyrir
um málið hjá heilbrigðisráðuneytinu
en ekki fengið svör.
Í skriflegu svari heilbrigðisráðu-
neytisins til Morgunblaðsins segir að
viðkomandi reglugerð sé í gildi og að
fylgiskjalið sé til frekari leiðbeining-
ar. Hins vegar sé meginreglan sú að
einstaklingur með Covid-19 þurfi að
vera í einangrun í hið minnsta fjórtán
daga og þar af sjö daga einkennalaus.
„Telji læknir aftur á móti að þess ger-
ist ekki þörf er mögulegt að einstak-
lingur sæti einangrun í skemmri
tíma, samanber fyrrgreint fylgiskjal
2, en um er að ræða algera undan-
tekningu sem verður aðeins beitt af
lækni að undangengnu hans læknis-
fræðilega mati.“
Beiti ekki lögum af handahófi
Rafn segir að næsta skref sé að
fara formlega fram á það við lækna á
Covid-deildinni að þeir sleppi
drengnum úr einangrun þar sem
hann uppfylli skilyrði reglugerðar-
innar. „Ég skil það ekki þannig að
þetta sé neitt matsatriði heldur að ef
þú uppfyllir skilyrði reglugerðarinn-
ar eigirðu að sleppa eftir tíu daga.
Það sé ekki undantekningaratriði.
Það er náttúrlega ekki eðlilegt að lög-
um sé beitt af handahófi, það er jafn-
ræðisregla sem gildir,“ segir hann.
Lætur reyna á
Covid-reglugerð
- Hægt að aflétta einangrun eftir tíu daga í stað fjórtán
MFær ekki svör … »6
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Farsóttarhús Þétt bókað víða.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikill samdráttur hefur orðið í bók-
unum hjá mörgum ferðaþjónustu-
fyrirtækjum hér á landi síðastliðna
viku. Nemur samdrátturinn í sum-
um tilvikum mörgum tugum pró-
senta.
Tölur sem Morgunblaðið hefur
skoðað hjá einu umsvifamesta mark-
aðstorgi landsins sem þjónustar yfir
þúsund íslensk ferðaþjónustu-
fyrirtæki sýna að samdrátturinn er
verulegur. Þegar aðilar á markaðn-
um eru spurðir hvað kunni að skýra
þennan mikla samdrátt rekja flestir
breytta hegðun ferðamanna til
ákvörðunar sem kynnt var 19. júlí
síðastliðinn þess efnis að allir sem
hingað leggja leið sína, einnig bólu-
settir ferðamenn, þurfi að framvísa
neikvæðu PCR-prófi við komuna til
landsins, ætli þeir að losna við að
sæta sóttkví.
Í vikunni sem tilkynningin barst
(mánudag) nam samdrátturinn hjá
fyrrnefndu markaðstorgi 33%. Í
kjölfar tilkynningar ríkisstjórnar-
innar um hertar sóttvarnaaðgerðir
innanlands, sem bar upp á föstudag-
inn 23. júlí, hefur samdrátturinn
samkvæmt tölum markaðstorgsins
numið öðrum 33%.
Ferðaþjónustuaðilar sem Morg-
unblaðið hefur rætt við segjast flest-
ir hafa fundið fyrir afbókunum und-
anfarna daga. Þó birtist áhrifin ekki
með afgerandi hætti þar sem mun
meira sé um að fólk bóki gistingu og
afþreyingu með mjög skömmum
fyrirvara nú. Það sé gjörbreyting
frá fyrri neysluháttum fólks.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalangar Bólusettir ferðamenn
virðast vilja komast hjá PCR-prófum.
PCR-prófin fæla
ferðamenn frá
- Bókanir dragast mikið saman