Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.2021, Qupperneq 2
Eldgosið í Geldingadölum 19. mars -27. júlí Flatarmál hrauns, km2 Rúmmál hrauns, milljónir m3 4,28 109,1 11,3 Myndataka úr lofti Pleiades gervitungl TF-FMS sniðmælingar Riegel Lidar 27. júlí var flatarmál hraunsins 4,28 ferkílómetrar sem er á við meira en 600 Laugardalsvelli Hraunið er orðið um 109,1 milljón rúmmetrar Hraunrennslið er um 11,3 rúmmetrar á sek- úndu sem eru yfir 45 vörubílshlöss á mínútu Ný gosop Heimild: Jarðvísinda- stofnun HÍ, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands 19.3. 1.4. 1.5 1.6 1.715.4. 15.5 15.6 15.7 19.3. 1.4. 1.5 1.6 1.715.4. 15.5 15.6 15.7 19.3. 1.4. 1.5 1.6 1.715.4. 15.5 15.6 15.7 Hraunflæði, m3/s Það myndi því fylla yfir 100 þúsund Laugardalslaugar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meðalhraunrennsli úr gígnum í Geldingadölum frá 2. júlí til 27. júlí var um 11 m3/sek. Nýjar mælingar voru gerðar þriðjudaginn 27. júlí þegar teknar voru loftmyndir með myndavél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins. Hraunið hefur streymt í Meradali og þykknaði hraunið þar að meðaltali um einn metra á dag síðustu 8-10 daga, að sögn Jarðvísindastofnunar HÍ. Gosið hefur sést vel frá höfuðborg- arsvæðinu undanfarið eftir að það skyggir á kvöldin. „Þetta gos er bara í góðum gír,“ segir Þorvaldur Þórð- arson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ. „Takturinn í gosinu er bara eins og hann hefur verið. Hann er mjög reglulegur. Það koma hrinur og svo róast yfirborðsvirknin á milli. Það eru engir púlsar, heldur stöðug virkni á meðan hrinan er í gangi. Ég held að gosið stoppi ekki á meðan. Það heldur áfram að pumpa hrauni í gegnum innri rásirnar. Ég tel að þegar yfirborðsvirknin stoppar þá sé gígurinn að hlaða gasi inn í grunna kerfið. Stórar gasbólur sem rísa hraðar en kvikan viðhalda kviku- strókunum. Gasbólurnar rísa mun hraðar en bráðin og sleppa hraðar en restin af kvikunni. Eftir smá tíma er þarna afgasað magn af kviku sem ekki hefur farið hratt af stað. Þá tæmist byssan og kerfið þarf að hlaða hana aftur. Ég held að þetta geti skýrt þessar hrinur.“ Lítið gat á stórum geymi Þorvald grunar að meginflæðið í gegnum undirrásirnar hafi færst yfir í Meradali. Yfirflæðið uppi við gíginn og straumur í Meradali sé vegna þess að hraunflæðið hafi verið of mikið fyrir flutningskerfið undir yfirborðinu. „Að sjálfsögðu getur þetta gos hætt á morgun, en mín til- finning er sú að þetta geti verið með okkur í einhver ár. Það byggi ég fyrst og fremst á því hversu stöðugt flæðið er og eins því hvernig gosið byrjaði. Það hefur haldið sömu fram- leiðslu nokkurn veginn. Mér finnst það benda til þess að það hafi orðið til lítið gat á stóran geymi. Það lekur hægt úr honum.“ Þorvaldur segir að venjulega komi stórt gat á kvikugeyminn í eldgos- um. Þau byrji með töluverðum látum og geymirinn tæmist tiltölulega fljótt. Nú rennur hraun úr geymi sem er á um 17 km dýpi undir Fagra- dalsfjalli. Safnast hefur í hann í þús- undir ára. Langvinn eldgos eru þekkt á okk- ar dögum. Þorvaldur nefnir til dæm- is Pu‘u ‘Ô‘ô-eldgosið á Havaí sem stóð í 35 ár, frá 1983 til 2018. Slík eld- gos eru oft dyngjuleg og svipar til gossins í Fagradalsfjalli. Nóg er til af íslenskum jarðmyndunum eftir svipuð gos eins og Hallmundar- hraun, Litla-Dyngja og Svarta- Dyngja. Einnig Leitahraun úr Leit- inni austan við Lambafell sem m.a. myndaði Rauðhóla. Það rann bæði til Þorlákshafnar og ósa Elliðaánna. Gosið getur staðið í einhver ár - Hraunflæðið hefur haldist mjög jafnt frá byrjun gossins - Takturinn er reglulegur og eins og hann hefur verið - Langvinn dyngjuleg gos eru þekkt á okkar dögum - Mörg merki um slík gos á Íslandi Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Eldfjallafræðingur „Þetta gos er bara í góðum gír,“ sagði Þorvaldur Þórðarson prófessor um eldgosið í Geld- ingadölum sem hefur staðið í 134 daga. Hann sagði að eldgosið gæti hætt á morgun en líka staðið í einhver ár. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 TENERIFE 04. - 11. ÁGÚST FLUG & GISTING VERÐ FRÁ: 59.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG 04. -11. ÁGÚST VERÐ FRÁ: 49.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mikið álag hefur verið á farsóttar- húsunum og opnaði Rauði krossinn þriðja slíka húsið á dögunum. Það virðist ekki duga mikið lengur því allt stefnir í að húsin verði stútfull í dag eða á morgun, en nú eru 250 manns í einangrun í farsóttarhús- unum. Rauði krossinn sér líka um ferðamenn í skimunarsóttkví og eru þeir nú um 170. Að auki eru 30 manns í sóttkví í farsóttarhús- unum. „Ef plássin fyllast þýðir það að annaðhvort þurfum við að fækka þeim plássum sem við höfum fyrir ferðamennina eða grípa til annarra ráða sem við höfum ekki á þessari stundu,“ segir Gylfi Þór Þorsteins- son, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Hann skorar á ferðaþjónustuna að leggja hönd á plóg og taka á móti ferðamönnum í skimunar- sóttkví til að létta aðeins farginu af farsóttarhúsunum. „Hótel gætu hugsanlega tekið eina til tvær hæðir undir þessa farþega sem eru í fimm daga sóttkví og rukkað þá sérstaklega fyrir það. Þetta gæti verið dýrari gisting því þeir þurfa meiri þjón- ustu. En það er auðvitað undir ferðaþjónustunni komið hvort hún telur það rýmast innan sinnar starfsemi eða ekki.“ Gylfi segist vera í stöðugum vandræðum með pláss og líklegt að öll pláss verði full á morgun. „Við vitum að veiran er að breið- ast út og að fólk er að koma sam- an í stórum stíl á stöðum eins og til dæmis í Nauthólsvík í dag. Á meðan jákvæð sýni greinast yfir hundrað á dag eins og undanfarið er ástandið alvarlegt.“ Gylfi segir stjórnvöld þurfa að búa til langtímaáætlun um hvernig bregðast skuli við fjölgun smita og skorti á einangrunarplássum. „Þeir sem hafa verið að koma til okkar í einangrun eru aðilar sem geta ekki verið heima hjá sér. Þarna innan um eru líka einhverjir sem annars myndu enda inni á Landspítala, ekki vegna veikinda heldur heimilisaðstæðna þeirra, og þá þyrfti Landspítalinn að taka á móti þeim. Við erum að verja Landspítalann með okkar aðgerð- um og nú þarf að gera langtíma- áætlanir um hvernig þetta á að vera, í það minnsta út ágúst.“ Gylfi segir starfsmannavanda plaga farsóttarhúsin og erfitt sé að finna tíma til þess að þjálfa starfs- fólk. „Okkur gengur jafn illa og öðr- um að finna starfsmenn, við héld- um að við værum komin nokkurn veginn fyrir vind og búin að ráða nógu marga, en á meðan fjölgunin er svona mikil þurfum við alltaf að bæta við starfsmönnum.“ Gylfi segir að ef smittölur verði áfram háar og faraldurinn haldi áfram á mikilli siglingu sé ástandið dökkt næstu vikur. „Það eru fleiri innlagnir þannig að aukin veikindi eru að gera vart við sig. Við sjáum að miðað við innlagnir – og spítalinn er nú þegar á neyðarstigi – þá stefnum við inn í mjög erfiðar vikur,“ segir Gylfi. logis@mbl.is Alvarlegt ástand á farsóttarhúsunum - Fyllist líklega á morgun - Skorar á ferðaþjónustuna Gylfi Þór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.