Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is Honeywell gæða viftur Margar gerðir – Láttu gusta umþig! Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Verslunarmannahelgin er fram und- an og eflaust margir sem vilja stinga af með fjölskyldunni í tjaldútilegu. Nú gildir þó 200 manna samkomu- bann og því ljóst að snúið verður að finna pláss. „Mjög mörg tjaldsvæði eru með hólfaskiptingu en við getum það ekki, því miður,“ segir Sigrún Sig- urgeirsdóttir, rekstrarstjóri minja- gripa hjá Vatnajökulsþjóðgarði, um tjaldsvæðið í Skaftafelli. Því sé að- eins pláss fyrir 200 manns. Hún seg- ir snyrtiaðstöðuna í Skaftafelli vel hannaða til að halda inni varma en illa þegar kemur að hólfaskiptingu. „Sóttvarnahólf miðast við að það sé ekki samgangur á milli hólfa og þarna er öll snyrtingin á sama stað. Þannig að þú kannski bíður eftir kló- setti með öðrum úr hinu hólfinu,“ segir Sigrún en mikil aðsókn er í Skaftafell allan ársins hring. Um verslunarmannahelgina sem nú er á næsta leiti segir Sigrún að hún verði í rólegri kantinum. „Við verðum bara með fáa gesti. Þegar 200 manna hámarksfjölda er náð þá verður bara fullt. En auðvitað koma líka aðrir gestir yfir daginn sem eru í gistingu annars staðar, til að ganga að Svartafossi eða öðrum nátt- úruperlum“ Spurð hvernig versl- unarmannahelgin hefur verið síð- ustu ár segir Sigrún vanalega mikið um að vera. „Við höfum verið með marga gesti yfirleitt.“ Þá hefur ver- ið leikjadagskrá, brenna og söngur, auk ferða upp að Svartafossi með frírri leiðsögn. Ekkert svoleiðis verður í ár. „Það verður engin skipulögð dagskrá í ár, því miður,“ segir Sigrún og vonar að það verði hægt að ári liðnu. Fyllist fljótt á Norðurlandi Svipað er upp á teningnum á tjald- svæðinu í Ásbyrgi. „Nei, við getum því miður ekki hólfaskipt út af sam- eiginlegri snyrtiaðstöðu þannig að við erum bara með 200 manna há- marksfjölda,“ segir Hlynur Að- alsteinsson, landvörður á tjaldsvæð- inu, í samtali við Morgunblaðið. Mikil aðsókn hefur verið að tjald- svæðinu í allt sumar vegna blíð- viðris á Norðausturlandi og um 500- 600 manns þegar mest lét. Nú sé aðra sögu að segja. „Síðustu tvær nætur hafa verið rétt rúmlega hundrað manns,“ segir Hlynur. Veðrið spili þó einnig inn í. „Maður býst við rólegri verslunarmanna- helgi.“ Auk þess er útlit fyrir að það muni þurfa að vísa fólki frá. „Ég geri ráð fyrir því já. Við þurftum að gera það núna fyrstu dagana eftir að settar voru á takmarkanir.“ Nýtt bókunarkerfi gerði fólki kleift að panta pláss fram í tímann og kláruðust plássin um fjögur- leytið. „Þannig að öllum sem komu og voru ekki bókaðir eftir það þurfti því miður að vísa frá.“ Spurður hvort það sé orðið upp- bókað um helgina segir hann að það séu komnar inn bókanir en enn sé hægt að bóka pláss. „Maður býst samt alveg við því að það þurfi að vísa ein- hverjum frá núna um helgina.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásbyrgi Á annatímum hafa verið 500-600 manns á tjaldsvæðinu en þar verða nú aðeins 200 um helgina. Fámennt en góðmennt á tjaldsvæðum landsins - Erfitt að hólfaskipta - Engin skipulögð dagskrá í ár Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Rafn Líndal Björnsson læknir, sem hefur starfað í Noregi undanfarin 23 ár, segir mikilvægt að reglugerðum um einangrun vegna Covid-19 sé ekki beitt af handahófi. Sonur hans var settur í fjórtán daga einangrun vegna smits en Rafn bendir á að samkvæmt reglugerð ætti einangr- unin aðeins að vara í tíu daga þar sem drengurinn er einkennalaus og heilsuhraustur. Fjölskyldan kom til landsins fyrr í mánuðinum til að jarða móður Rafns. Sonur hans hafði farið í ferð með vinum sínum til Króatíu og kom seinna til Íslands, eða á mánudaginn í síðustu viku. Þá reyndist hann smitaður af Covid-19, þrátt fyrir að hafa greinst neikvæður í prófi í Nor- egi tveimur dögum fyrir Íslandsferð- ina. „Eins og skiljanlegt er var hann keyrður til Reykjavíkur í blóðprufu og beint inn á Hótel Lind í einangr- un,“ segir Rafn. Geti útskrifast eftir tíu daga Í kjölfarið kynnti Rafn sér gild- andi reglur um einangrun. Í reglu- gerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttkví og einangrun er kveðið á um 14 daga einangr- un í kjölfar smits en þar af þarf við- komandi að vera einkennalaus í sjö daga. Í fylgiskjali hennar stendur hins vegar að „al- mennt hraustir einstaklingar með engin eða væg einkenni geti út- skrifast úr einangrun ef komnir eru að minnsta kosti 10 dagar frá grein- ingu/jákvæðu sýni og þeir hafa verið alveg einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga“. Sonur Rafns er bæði heilsuhraustur og einkenna- laus. Rafn hefur leitað svara vegna þessa en komið að lokuðum dyrum. „Þessi undantekning birtist ekki á covid.is. Ég sendi skilaboð og spurði út í þetta, hvort þau hefðu gleymt að setja inn undantekninguna, sleppt henni viljandi eða hvort það væri bú- ið að breyta reglugerðinni. Þau gátu ekki svarað og vísuðu mér áfram,“ segir hann. Þá hafði hann samband við heilbrigðisráðuneytið en hefur ekki fengið svör þrátt fyrir ítrekun. Hann segir son sinn bera sig vel og kvarti ekki. Þetta hafi hins vegar töluverð áhrif á hans líf. „Hann átti að fara til Noregs í gær og fara í skólann í næstu viku, hann átti líka að taka við íbúð í næstu viku í Þránd- heimi þannig að fyrir hann er þetta náttúrlega mikið mál.“ Fjölskyldan ætlaði að halda út til Noregs í gær en bíður nú á Íslandi eftir því að dreng- urinn losni úr einangrun. Í skriflegu svari heilbrigðisráðu- neytisins til Morgunblaðsins segir að viðkomandi reglugerð sé í gildi. Hins vegar sé meginreglan sú að einstak- lingur með Covid-19 þurfi að vera í einangrun í hið minnsta 14 daga og þar af sjö daga einkennalaus. „Telji læknir aftur á móti að þess gerist ekki þörf er mögulegt að einstakling- ur sæti einangrun í skemmri tíma, samanber fyrrgreint fylgiskjal 2, en um er að ræða algera undantekningu sem verður aðeins beitt af lækni að undangengnu hans læknisfræðilega mati.“ Fer fram á afléttingu Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að hætt hafi verið að útskrifa einstak- linga eftir tíu daga þegar Alfa-af- brigðið tók að breiðast út. „Við höf- um ekki mikið notað þetta undanfarna mánuði, þetta var meira í notkun í vetur. Það er alltaf læknir á Covid-göngudeildinni sem ákveður hvenær er viðeigandi að aflétta ein- angrun,“ segir hún. Rafn segir að næsta skref sé að fara formlega fram á það við Covid- deildina að þeir sleppi drengnum úr einangrun þar sem hann uppfylli skilyrði reglugerðarinnar. „Ég skil það ekki þannig að þetta sé neitt matsatriði heldur að ef að þú upp- fyllir skilyrði reglugerðarinnar eig- irðu að sleppa eftir tíu daga. Það sé ekki undantekningaratriði. Það er náttúrlega ekki eðlilegt að lögum sé beitt af handahófi, það er jafnræð- isregla sem gildir,“ segir hann. Fær ekki svör um Covid-reglugerð - Samkvæmt reglugerð geta hraustir einstaklingar með engin eða væg einkenni útskrifast úr ein- angrun vegna Covid-19 tíu dögum eftir greiningu hið minnsta í stað fjórtán - Læknir lætur á það reyna Morgunblaðið/Ásdís Reglur Sonur Rafns hefur dvalið í farsóttarhúsi vegna Covid-19 í 11 daga. Rafn L. Björnsson Tjaldsvæðinu á Hömrum hefur verið skipt upp í fjögur sóttvarnahólf og geta mest 200 gestir dvalið í hverju hólfi. Tjaldsvæðið við Þórunnar- stræti tekur um 200 gesti og er því eitt sóttvarnahólf. Hertar sam- komutakmarkanir vegna Covid-19 hafa mikil áhrif á starfsemi tjald- svæða bæjarins og getu þeirra til að taka á móti gestum. Tryggvi Marinósson, fram- kvæmdastjóri Hamra, útilífs- og um- hverfismiðstöðvar skáta, segir að búist sé við þó nokkrum fjölda gesta um helgina þó svo að hátíðinni Ein með öllu hafi verið aflýst. „Það koma alltaf margir gestir á tjaldsvæðin þótt ekki sé nein sérstök hátíð í gangi. Það verður ýmislegt um að vera í bænum,“ segir hann. Heimamenn sækja í töluverðum mæli inn á svæðið við Hamra á góð- viðrisdögum en í ljósi breyttra að- stæðna eru þeir nú beðnir að njóta útivistar á öðrum svæðum á meðan þetta ástand varir. Mikill fjöldi gesta hefur verið á tjaldsvæðunum í sum- ar, sem dæmi voru gistinætur Ís- lendinga um 13 þúsund fleiri fyrstu 15 daga mánaðarins en voru í fyrra og 1.700 fleiri gistinætur hjá útlend- ingum á sama tíma. „Það hefur verið nokkuð þétt á báðum svæðum í sum- ar,“ segir Tryggvi en í gær var eitt hólf af fjórum orðið vel fullt og búist við fjölgun um helgina. Skipt upp í fjögur hólf á Hömrum - Tjaldsvæðin á Akureyri mjög vel sótt Hamrar Börn að leik í blíðviðrinu. Morgunblaðið/Margrét Þóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.