Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
AFLÝST
Borgarnes | Á einum góðviðrisdegi
var gamli fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Borgarnesi að vinna í garð-
inum heima hjá sér sem er við sjáv-
arsíðuna, ofan við göngustíg sem
liggur meðal annars að Bjössaróló.
Kemur þá erlendur maður að
rekkverkinu með plastdollu og bið-
ur um vatn. Í ljós kom að hann ætl-
aði ekki að drekka vatnið heldur var
þarna um listamann að ræða sem
var að mála vatnslitamyndir. Eftir
að hafa fært honum vatnið fór ég að
skoða myndirnar og ræða málin.
Maðurinn er lærður myndlistar-
maður og heitir Igor Gaivoronski,
hann var þarna á ferðalagi með
konu sinni, sem heitir Larisa.
Eftir að hafa keypt myndina sem
hann var með á trönunum var þeim
hjónum boðið í kaffi. „Hann er
símálandi hvar sem við förum, hann
finnur alltaf eitthvað sem hann
verður að mála og það á staðnum,“
sagði frúin. Þau eru frá Lettlandi en
hafa búið á Íslandi í átta ár og líkar
vel.
Hjónin voru sammála um að Eng-
lendingavíkin væri mjög sérstök og
útsýnið stórbrotið yfir Brákar-
sundið og til Hafnarfjallsins.
Sögðust þau ákveðin í því að
koma aftur til að mála fleiri myndir.
Báðu um vatn en enduðu í kaffi
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Borgarnes Igor Gaivoronski vatnslitamálari frá Lettlandi við Englendingavík ásamt konu sinni, Larisu.
Umræða hefur verið um hvort kom-
inn sé tími til að hefja bólusetn-
ingar á börnum gegn Covid-19. Ný-
lega birtist stutt grein í blaðinu
Pediatric Infectious Disease Journ-
al (PIDH) eftir
prófessorana Ás-
geir Haraldsson,
Þorvarð Jón
Löve og Valtý
Stefán Thors. Í
greininni lýsa
þeir niðurstöðum
tveggja rann-
sókna sem gerð-
ar voru á Íslandi
um afstöðu for-
eldra til bólu-
setninga barna.
Í fyrri rannsókninni fengu þeir
svör um 3.400 foreldra barna yngri
en 16 ára um það hvort þeir myndu
þiggja bólusetningar fyrir börn sín.
80% foreldra svöruðu því jákvætt
(líklega, mjög líklega og örugglega).
Í seinni rannsókninni fengu þeir
svör nær 2.500 foreldra barna yngri
en fjögurra ára um hvort þeir
myndu þiggja bólusetningu gegn
Covid-19 fyrir börn sín. Tæplega
70% svöruðu jákvætt. Könnunin var
gerð í febrúar og mars, þ.e. áður en
umræða um bólusetningar barna
gegn Covid-19 hófst að marki.
„Í raun og veru snýst þetta ann-
ars vegar um bólusetningar al-
mennt og að það stendur til að út-
rýma Covid, hvort sem það síðan
tekst eða ekki. Til þess að verja alla
þá þarf að bólusetja alla,“ segir Val-
týr Stefán Thors, prófessor og
barnasmitsjúkdómalæknir og einn
höfunda greinarinnar. „Þessi um-
ræða um bólusetningar hjá börnum
er í raun og veru sú að börn svara
bóluefnum yfirleitt mjög vel og við
gerum ráð fyrir að þau muni mynda
gott ónæmi og vera vel varin.“
Valtýr segir langlíklegast að
þessi bóluefni séu algjörlega örugg
fyrir börn, þótt það sé ekki algjör-
lega ljóst ennþá. Hann segir að þess
vegna telji þeir að það þurfi að stíga
varlega til jarðar í þeim efnum að
fara strax af stað. „Ekki síst vegna
þess að börnum farnast almennt
mjög vel ef þau smitast af Covid. Þá
eru þó aðrir þættir eins og langvar-
andi afleiðingar af Covid-sýkingum
sem er ekki alveg vitað hvernig eru
hjá börnum sem við erum einmitt
að rannsaka núna.“ rebekka@mbl.is
Taka vel í bólu-
setningar barna
- „Bólusetja þurfi alla til að verja alla“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bólusetning Foreldrar taka já-
kvætt í bólusetningar barna.
Valtýr Stefánsson
Thors