Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 19
Guðbjartur bróðir er fallinn frá,
vantaði aðeins 29 daga til að fylla
9. tuginn. Við vorum níu systkinin
sem fæddumst á árabilinu 1931-
1952. Nú er höggvið skarð í hóp-
inn. Guðbjartur fæddist á loftinu í
húsinu á Hjarðarfelli. Við ólumst
upp við mikil ærsl og leik enda við
þrír bræður nánast hver á sínu
árinu. Við spiluðum mikið marías,
rommý og kvikk. Í æsku lékum við
okkur að hefðbundnum leggjum
og skeljum, Bjargey frænka kom
með skeljar frá Búðum. Þegar við
fluttum niður að Stakkhamri 1944
er mér minnisstætt að okkur
bræðrum var falið að reka kýrnar
niður eftir. Enginn vegur lá þang-
að og þurfti að þrælast yfir keldur
við illan leik.
Guðbjartur gekk í farskóla
sveitarinnar sem var tvær vikur í
senn, byrjaði skólaskylda við 10
ára aldur. Fyrsta veturinn fór
hann í heimavist í Borgarholt,
næsta vetur gengum við bræður
daglega frá Hjarðarfelli að Dal og
eftir að við fluttum að Stakkhamri
vorum við í heimavist í Dal. Um
fermingaraldur fór hann að halda
utan um bókhaldið á kindunum á
Stakkhamri, sem fólst í að ská
fengitíma, burð og afkvæmi. Síð-
ar, eftir fjárskiptin, var farið að
halda utan um vænleika og slát-
urvigt með stofnun sauðfjárrækt-
arfélaga. Guðbjartur var fjár-
glöggur og mjög áhugasamur um
ræktun bæði sauðfjár og naut-
gripa. Var hann um tíma með upp-
gjör á skýrsluhaldi bæði sauðfjár-
og nautgriparæktar fyrir Bsb.
Snæfellinga. Um tvítugt fór hann
nokkrar vertíðir í Keflavík í frysti-
húsvinnu. Haustið 1954 fór hann á
Bændaskólann á Hólum og lauk
búfræðiprófi á einum vetri. Vet-
urinn eftir var hann heima meðan
ég fór norður að Hólum í bænda-
skólann. Þegar ég kom heim gift-
ist hann Elínu Rósu Valgeirsdótt-
ur frá Miklaholti 1956 og flutti
þangað og stofnaði nýbýli. Þau
byggðu upp húsakost í Miklaholti.
Land var ræst fram og tún rækt-
uð. Við þessar miklu jarðabætur
þurfti að létta sér störfin og keypt-
um við bræður saman fyrsta jarð-
vegstætarann í sveitina. Á
óþurrkaárunum upp úr 1980 var
komin sú nýjung að rúlla hey og
árið 1984 keyptum við saman
rúlluvél, þá fyrstu hérna á Snæ-
fellnesi. Þau framleiddu úrvals-
mjólk árum saman og voru verð-
launin í röðum, litlir
mjólkurbrúsar með áletrun. Guð-
bjartur var mjög nákvæmur og
snyrtilegur í umgengi bæði úti og
inni, voru þau hjónin samhent í
því. Guðbjartur hélt utan um bók-
hald Laugargerðisskóla um langt
árabil. Hann stóð fyrir byggingu
íþróttahúss skólans kringum árið
1985. Valgeir sonur hans kenndi
honum að færa bókhald í tölvu.
Hann var framkvæmdastjóri og
húsvörður félagsheimilisins
Breiðabliks og í stjórn þess um
langan tíma. Hann sá um að ráða
hljómsveitir á dansleiki á Breiða-
bliki. Er minnisstætt að eftir einn
dansleik sat hann með Björgvini
Halldórssyni og ströggluðu þeir
um stefgjöld í góða stund. Guð-
bjartur stóð fyrir því að byggt var
við félagsheimilið Breiðablik um
1970. Hann sá um framkvæmdina,
réð smiði til verksins og hélt utan
um allt verkið. Marga stundina
gaf Guðbjartur til samfélagsins
hér í sveitinni sem seint verður
fullþakkað. Kæri bróðir, ég þakka
samfylgdina í gegnum árin.
Bjarni Alexandersson,
Stakkhamri.
Guðbjartur í Miklaholti, elsti
föðurbróðir okkar, kvaddi saddur
lífdaga sunnudaginn 18. júlí sl.
þegar heyannir standa sem hæst
skv. gömlu tímatali. Stærstan
hluta ævinnar var hann bóndi í
Miklaholti og átti allt sitt undir sól
og regni eða veðri og vindum.
Miklaholt stendur á holtum í flóa
undan Hafursfelli þar sem oft
blæs hvössum vindum. Að koma í
Miklaholt á hans búskaparárum
með Ellu sinni var einstakt.
Snyrtimennska og nákvæmnin er
lýsandi fyrir þeirra handbragð á
öllu og þau samhent í því. Áhugi á
ræktun búfjár og góðra afurða var
mikill og voru mjólkurbrúsarnir,
verðlaunagripir fyrir framleiðslu á
úrvalsmjólk árum saman, vitni um
snyrtimennsku og nákvæmni, þar
sem þeir voru í röðum uppi á hill-
um á heimili þeirra. Allir hlutir
áttu sinn stað, hvort sem var úti
eða inni. Guðbjarti var falið að
gæta fjárhalds Laugargerðisskóla
og Breiðabliks og stóð hann fyrir
byggingarframkvæmdum á hvor-
um stað fyrir sig. Breiðablik og
Guðbjartur voru í æsku okkar
órjúfanleg heild; væri einhver við-
burður á Breiðabliki þá var Guð-
bjartur þar, húsvörðurinn sem
opnaði húsið og læsti að lokum,
hann kunni á alla takkana í hús-
inu, hvort sem það var ljós, loft-
ræsting eða hljóð, Valgeir sonur
hans var þar ómissandi líka. Allir
hlutir áttu sinn stað á Breiðabliki,
hvort sem það var ryksugan, skúr-
ingagræjurnar, ölið eða nammið.
Þegar við komum sem gestir í
Miklaholt, sem gerðist nokkuð oft
þar sem Stakkhamar og Miklaholt
eru í sömu sveit, þá var þar dul-
arfullt herbergi með tölvu og
prentara með pappír með götum á
köntunum. Þarna færði hann bók-
hald í tölvu langt á undan mörgum
öðrum, enda var Guðbjartur
óhræddur við tækninýjungar. Það
birtist einnig í því að hann og
pabbi keyptu saman eina af fyrstu
rúlluvélum landsins árið 1984,
Claas Rollant 44. Með þeirri
undratækni sem rúlluvélar voru
náðist saman hey á þessum rign-
ingarsumrum þau árin sem erfitt
hefði verið annars. Af föðursystk-
inum okkar var á þessum árum
mestur samgangur við Guðbjart í
Miklaholti, enda hann og pabbi
hvor á sínu árinu og áhugi á bú-
skap og framgangi mála í sveitinni
sameiginlegur. Heyskapur seinni
búskaparár Guðbjartar var minni
hjá honum þar sem hann var að
draga saman, en við komum og
heyjuðum einhver tún hjá honum
handa hestunum okkar heima. Þá
var komið inn í mat og kaffi sem
Ella reiddi fram, Guðbjartur
treysti okkur systrunum fyrir
ýmsum hlutum þar sem hann vissi
að við kunnum vel til verka. Guð-
bjartur kenndi Sigrúnu á fjórhjól-
ið sitt og hún fór um allt tún að
festa enda á rúllunum. Laufey
mjólkaði fyrir hann tvö mál þegar
þau hjónin fóru í brúðkaup Val-
geirs sonar síns og Unnar. Ófá
jólaboð voru haldin í Miklaholti og
síðar varð það að hefð að Guð-
bjartur kom heim að Stakkhamri
á Þorláksmessukvöld í heitt
hangikjöt. Mörg og löng símtölin
voru á milli bræðranna. Ef við svör-
uðum símtalinu og pabbi var ekki
heima þá spjallaði hann drjúga
stund við okkur um framgang bú-
starfa og veðrið. Við vonum að Guð-
bjartur föðurbróðir okkar eigi nú
góða daga í sumarlandinu eilífa.
Laufey og Sigrún,
Stakkhamri.
Í dag verður kvaddur hinstu
kveðju föðurbróðir minn, Guðbjart-
ur Alexandersson, lengst bóndi í
Miklaholti í Miklaholtshreppi. Ég
man auðvitað ekki eftir mér öðruvísi
en að Guðbjartur væri hluti af
heimsmyndinni. Þeir bræður, faðir
minn og hann, voru hvor á sínu
árinu og því nánir. Hjálpsemi var
mikil milli þeirra, þeir áttu ýmis
tæki saman til búrekstursins og
hjálpuðu hvor öðrum á víxl við
margvísleg störf. Svo var samheldni
mikil meðal systkinanna og er enn.
Jólaboð, afmælisveislur og önnur til-
efni til að koma saman voru nýtt til
hins ýtrasta. Jólaboðin í Miklaholti
voru haldin af miklum rausnarskap,
kökur og ávextir borin fram og spil-
að og hlegið langt fram á kvöld. En
nú hafa slík boð verið haldin í háa
herrans tíð svo góð sem þau voru.
Guðbjartur tilheyrði þeirri kyn-
slóð þessa lands sem byggði upp sín
nærsamfélög með margvíslegu sjál-
boðaliðastarfi í þágu þeirra. Hann
var virkur þátttakandi í því á marg-
víslegan hátt, meðal annars söng
hann í kirkjukórnum, bassarödd
með bróður sínum, ásamt öðrum
sveitungum. Einnig sá hann um
rekstur félagsheimilisins Breiða-
bliks um árabil. Þar með varð hann
fyrsti vinnuveitandi minn utan for-
eldrahúsa. Ég sá um sjoppurekstur
og samlokusölu þar hjá honum á
mörgum sveitaböllum sem „hús-
ið“ hélt. Þetta voru ævintýralegir
tímar. Röggsemi Guðbjartar var
viðbrugðið en þarna þurfti að
halda í marga þræði, samskipti
við lögreglu og hljómsveitir „að
sunnan“, ráða starfsfólk, bæði
samlokusmyrjara og dyraverði
og síðast en ekki síst tjónka við
mis „auðvelda“ samkomugesti.
Þessi störf leysti Guðbjartur vel
eins og önnur sem honum voru fal-
in.
Búið í Miklaholti var aldrei
stórt en mikil var natni og ástund-
un þeirra hjóna, Guðbjartar og El-
ínar Rósu, sem féll frá langt fyrir
aldur fram. Það er mér minnis-
stætt hve góðum afurðum Guð-
bjartur náði úr kúm sínum, með
mjög lítilli kjarnfóðurgjöf. Þetta
var á þeim árum þegar sérstakur
skattur var lagður á kjarnfóður til
að vinna gegn offramleiðslu og
þótti víða vera eftirtektarverður
árangur.
Ég kom oft að Miklaholti sem
barn og líka eftir að ég hafði lokið
námi í búfræðum. Ég met það æv-
inlega að Guðbjartur sýndi mér
áhuga og ekki síður eftir að ég
lagði búvísindin fyrir mig. Hann
talaði við mig eins og jafningja
um landbúnað og annað sem var
efst á baugi. Stjórnmál voru þar
vitaskuld á meðal, þar hafði hann
mikinn áhuga og skoðanir. Börn
gleyma því ekki þegar fullorðnir
sýna þeim áhuga. Þannig minnist
ég míns góða frænda að leiðarlok-
um. Ég votta frændum mínum,
Alexander og Valgeiri, og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu sam-
úð. Hvíl í friði frændi minn.
Erna Bjarnadóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021
✝
Sigrún Jonný
Sigurðar-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 14.
september 1936.
Hún lést á Ísa-
fold, Garðabæ 23.
júlí 2021.
Foreldrar Sig-
rúnar voru Sig-
urður Gíslason
loftskeytamaður,
f. á Minna-
Knarrarnesi á Vatnsleysu-
strönd 26. júlí 1903, d. 25.
Hinn 28. ágúst 1954 giftist
Sigrún Jonný Guðmundi Hall-
dórssyni, f. 20. nóvember
1925, d. 21. apríl 1996. For-
eldrar hans voru Halldór
Guðmundsson frá Hellu og
Amalía Gísladóttir frá Hraða-
stöðum í Mosfellssveit. Börn
þeirra Sigrúnar og Guð-
mundar eru Þórunn Sigríður
og Halldór. Barnabörn Sig-
rúnar eru fimm talsins ásamt
einu langömmubarni.
Sigrún stundaði nám í
barnaskóla Hafnarfjarðar,
síðan í Flensborgarskólanum
og Húsmæðraskóla Reykja-
víkur.
Útför Sigrúnar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 30. júlí 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 10.
febrúar 1979, og
Þórunn Sigurð-
ardóttir hús-
móðir, f. í
Hafnarfirði 26.
júní 1908, d. 29.
júlí 1980. Systir
Sigrúnar er Ásta
snyrtifræðingur,
f. 12. mars 1947.
Uppeldisbróðir
hennar var Hörð-
ur Jafetsson
kennari, f. 12. júní 1932, d. 4.
september 2003.
Þegar ég var lítil þótti mér
ekkert betra en að skríða í
fangið á ömmu minni sem hug-
hreysti mig og kunni allra
meina bót. Það var ekkert sem
amma hefði ekki gert fyrir mig
eða með mér.
Amma bakaði fyrir mig
pönnukökur í þúsundatali, lét
undan og gaf mér bangsann
sem ekki var hægt að skilja við
í búðinni og kenndi mér að
leggja kapal. Amma var alltaf
tilbúin að leika og gat setið með
mér tímunum saman og litað,
drullumallað með mér í eldhús-
inu eða, eins og ég kallaði það,
að baka og setti á svið með mér
leikrit og söngleiki. Allt varð
ævintýri með ömmu.
Einföldustu hlutir eins og að
leggja á borð fyrir kaffiboð
urðu samtímis æfing í natni og
að njóta fegurðarinnar í
minnstu smáatriðum. Ég var
alltaf hálfgerð fylgja ömmu
minnar og í gegnum allan leik-
inn gaf amma mér veganesti út
lífið sem ég mun aldrei geta
þakkað henni nægilega.
Nú þegar ég er orðin eldri
langar mig enn að skríða í fang-
ið á ömmu og hverfa inn í æv-
intýraheim sem bara getur orð-
ið til hjá lítilli stúlku og ömmu
hennar.
Sumar manneskjur skína
jafn skært og sólin – þannig
manneskja var amma mín,
Jonný.
Sigrún Jonný Óskarsdóttir.
Jonný frænka, stóra systir
mömmu, mamma hennar Þór-
unnar frænku sem okkur
fannst alltaf svo mikil skvísa
og Halldórs frænda sem býr í
Kaupmannahöfn og er dansk-
ari en margir Danir, hefur
sleppt tökum á lífinu og smellt
sér yfir í sumarlandið. Þar er
hún örugglega í rauðum jakka,
með drykk í hönd og hlær dill-
andi hlátri með ljóshærðu vel
greiddu vinkonum sínum sem
við munum svo undurvel eftir.
Jonný frænka var, eins og
mamma hennar og amma, alin
upp í Alþýðuflokknum, í Kven-
félagi Alþýðuflokksins sem
stofnað var undir tunglmyrkva
en gömul speki segir það
öruggt merki stórtíðinda fyrir
kvenfólk. Það var tákn um-
brota og nýrra tíma og það var
svo sannarlega baksagan í ævi-
sögu frænku okkar sem var
fædd árið 1936 og upplifði því
ótrúlega miklar breytingar á
samfélaginu og stöðu kvenna.
Þegar við hugsum til baka
þá var Alþýðuflokkurinn stór
hluti af sögunni hennar, hvort
sem það var að mæta á flokks-
þing, baka fyrir kosninga-
kaffið, nefndarstörf, hringja út
eða taka sæti á lista. Já, hún
frænka okkar hafði sko skoðun
á málefnum og ekki síst mönn-
um. Og henni leiddist ekki að
segja okkur að hún hefði feng-
ið jólakort frá formönnum
flokksins eða ákveðnum bæj-
arstjóra sem henni þótti mikið
til koma.
Við eigum ljúfar minningar
tengdum jólunum og Jonný.
Hún bakaði alltaf handa okkur
brauð á jólunum sem við borð-
uðum með súpunni á aðfanga-
dag og með afgöngum af ham-
borgarhryggnum í
jóladagsboðinu, en í þeim boð-
um sagði hún stundum alls
konar hluti við matarborðið
sem fengu suma í fjölskyld-
unni til að roðna. Hún frænka
okkar hafði mikinn áhuga á
okkur systkinunum og á
krökkunum okkar, hún spurði
oft um þau og var stolt af þeim
og því sem þau voru að gera.
Elsku mamma, Þórunn,
Halldór og fjölskyldur – það er
skrýtið að hugsa til þess að
þessum kafla í lífi okkar sé
lokið. Bókin um Jonný frænku
er komin upp í hillu, full af fal-
legum minningum og myndum
í huganum – Jonný og
mamma, heimsóknir á Norð-
urvanginn, á Suðurbrautina,
úr sjoppunni og ekki síst
Jonný að strauja vinnuskyrt-
urnar hans pabba – minningar
sem við munum eiga áfram,
fyrir það erum við þakklát –
það þurfa allir að eiga eina
Jonný frænku.
Steinunn Þorsteins-
dóttir, Hálfdan Þor-
steinsson og Sigurður
Þorsteinsson og
fjölskyldur.
Sigrún Jonný
Sigurðardóttir
✝
Svanhildur Erna Jónsdóttir fæddist
í Reykjavík 16. júlí 1935. Hún and-
aðist á Sunnuhlíð 25. júlí 2021.
Foreldrar hennar voru Guðrún Krist-
jánsdóttir og Jón Gauti Jónatansson.
Hún var gift Birgi Sigmundi Bogasyni,
sem er látinn, og börn þeirra; Sigrún
Elín, Kristján Einar, Jón Gauti (látinn),
Sigríður Ósk og Bogi Örn. Barnabörn
eru Birgir Sveinn, Katrín Lára og Jon-
athan Soth.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Þá er vegferðinni lokið. Rúm-
lega 86 ár og ekki öllum gefið.
Mamma var elst sinna systkina,
ábyrgðarfull og stanslaust í
kennslugírnum. Hún hélt því
áfram þegar hún eignaðist sín
eigin börn, leitaði uppi orð í orða-
bókum, útskýrði hugtök, hafði
þolinmæði fyrir píanóglamri og
öðru sem smáfólkið var að taka
sér fyrir hendur. Ein af okkar
fyrstu minningum var að liggja
undir stofuborði með pela og
hlusta á enskuframburð í útvarp-
inu svo og kennslu í esperanto
sem var þó ekki vitað fyrr en síð-
ar hvað var. Þetta voru rólegu
stundirnar í Laufási þar sem allir
tóku sér smá lúr. Okkar fyrsta
menningarvakning.
Á árunum sem við bjuggum í
Laufási við Fífuhvammsveg í
Kópavogi þá var mamma heima-
vinnandi mestallan tímann og
höldum við að pabba hafi fundist
það hálfgerður lúxus. Hann
hugsaði kannski ekki út í að hún
væri með fjögur snarvitlaus börn
yfir sér sem rifust næstum stans-
laust. Hún reyndi aftur og aftur
að senda okkur út að leika en var
stöðugt kölluð út til að skakka
leikinn. Enginn friður. Þetta var
ekki auðvelt og léttir fyrir hana
þegar hún komst út á vinnu-
markaðinn þótt það hafi verið í
frystihúsið til skamms tíma. Hún
fékk fljótlega vinnu í bókhaldi
hjá Toyota-umboðinu og þar með
var bókaraferillinn hafinn.
Við systurnar lærðum ansi
mikið af henni sem við viður-
kennum auðvitað ekki auðveld-
lega, nema síðustu árin, og
hvarflar oft að okkur að við hefð-
um kannski betur hlustað aðeins
fyrr. Ótrúlegt samt hvað vistað-
ist í þessa litlu kolla. Hún ól okk-
ur upp í því að vera sjálfstæðar
og þrautseigar konur og má
segja að hún hafi verið femínisti
þótt það hafi kannski farið
framhjá okkur á þeim tíma.
Enda hugtakið ekki almennt
þekkt þá. Hún stóð fyrir sínu og
við sitt.
Við systur höfum oft hugsað
hvernig ævi hennar hefði orðið ef
hún hefði getað fylgt draumum
sínum og lært í Barcelona í stað
þess að hefja barneignir. Í okkar
huga hefði hún örugglega skapað
sér nafn í þeim geira sem hún
hefði valið sér.
Við viljum minnast mömmu
eins og hún var, hlæjandi yfir
tarotspilum, gerandi stjörnukort,
eldandi roast beef, eða klump
eins og við kölluðum það, og leit-
andi í orðabókum ef við vorum að
velta einhverju fyrir okkur og
hún var ekki 100% viss eða vildi
bara sanna mál sitt. Afleiðingin
er sú að önnur leitar í orðabækur
og hin leitar á Google til að sanna
mál sitt eða að finna rétt svör.
Samt eru bara fjögur ár á milli
okkar. Sem dæmi þá vorum við
systur að leita að orðinu „ill-
fygli“, til fróðleiks þá finnst orðið
ekki á Google en fannst eftir
mikla leit í Íslensku orðsifjabók-
inni. Orðið er undir sagnorðinu
„að fygla“ og hefði mamma haft
mikið gaman af þessu brölti okk-
ar og notið þess að sú sem leitar
á Google uppötvaði að ekki finnst
nú allt þar. Erfitt að kyngja
samt.
Við erum þakklátar fyrir leið-
sögnina og það öryggi sem hún
veitti okkur í uppeldinu, og
kveðjum hana með kærleika,
virðingu og eftirsjá.
Sigrún Elín og Sigríður Ósk.
Svanhildur Erna
Jónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN HULDA MAGNÚSDÓTTIR
frá Hólmavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. júní.
Útför fór fram frá Hólmavíkurkirkju 23. júlí
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
María S. Magnúsdóttir Hreinn Hlíðar Erlendsson
Gunnlaugur R. Magnússon Guðrún Helga Engilbertsdóttir
Þorbjörg Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar