Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 25

Morgunblaðið - 30.07.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær „HÆTTU AÐ ÖSKRA, MAÐUR! ÉG ER BARA AÐ HREINSA GLERAUGUN MÍN!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... það sem okkur finnst best. ÉG HELD MATARDAGBÓK ÞÁ ER MORGUNMATURINN SKRÁÐUR … ÞÁ ER ÞAÐ BARA MORGUNSNARLIÐ! SVONA, ELSKAN! KOMDU MEÐ Í RÁNSFERÐ! ÉG HÉLT AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ VERA HEIMA Í DAG! RÁNSFERÐ UM BÚRIÐ! TIL ER ÉG! „BYRJUM Á AÐ RÆÐA STJÓRNMÁL. ÞAÐ VIRÐIST ALLTAF LAÐA ÞAÐ VERSTA FRAM Í FÓLKI.“ mínir orðnir alveg jafn brjálaðir og afi í boltanum.“ Arnór hefur fengist við ýmsa hluti eftir að fótboltaferlinum lauk og m.a. hefur hann búið til hvatn- ingarspil. „Ég skrifa út frá fótbolta- heiminum, en þetta er góð leið til þess að tengjast sjálfum sér og hefja svona innra samtal um hvern- ig hægt sé að takast á við ýmislegt í daglegu lífi.“ Hann segist vera mjög ánægður með hvað fólk sem sé að nota spilin sé ánægt. „Það er ótrú- legt hvað þetta er markvisst.“ Núna á golfið hug hans allan. „Það veitir mér gífurlega ánægju og við erum saman í þessu hjónin. Ég nöldraði í henni í tvö ár að koma, en núna er hún farin að banka í mig á morgnana til að fara í golf.“ Fjölskylda Eiginkona Arnórs er Anna Borg, f. 28.5. 1966. Foreldrar hennar eru Kjartan Borg, f. 21.2. 1939, og Arn- heiður Björnsdóttir, f. 20.1. 1944. Áður var Arnór giftur Ólöfu Ragn- heiði Einarsdóttur, f. 19.3. 1962, og saman eiga þau soninn Eið Smára Guðjohnsen, f. 15.9. 1978, en hann á börnin Svein Aron, f. 12.5. 1988; Andra Lucas, f. 29.1. 2002; Daníel Tristan, f. 1.3. 2006, og Ólöfu Thal- íu, f.1.4. 2015. Börn Arnórs og Önnu eru Kjartan Borg Guðjohn- sen, f. 23.7. 1993, og Arnór Borg Guðjohnsen, f. 16.9. 2000. Systur Arnórs eru Ragnheiður Eiðsdóttir Guðjohnsen, f. 20.1. 1963; Sigríður Matthildur Guðjohnsen, f. 19.6. 1965, og Þóra Kristín Eiðsdóttir, f. 3.8. 1967. Foreldrar Arnórs eru Eiður Guðjohnsen, f. 22.10. 1941, og Arn- rún Sigríður Sigfúsdóttir, f. 8.2. 1945, d. 19.6. 1914. Arnór Guðjohnsen Guðrún Elísabet Magnúsdóttir húsfreyja og verkakona á Húsavík Arnór Kristjánsson sjómaður og verkamaður á Húsavík Sigríður Matthildur Arnórsdóttir deildarstjóri á Húsavík Sigfús Pétursson frá Húsavík fluttist til Bandaríkjanna og var þar trésmiður Arnrún Sigríður Sigfúsdóttir leiðbeinandi í skóla og húsfreyja í Reykjavík Birna Bjarnadóttir húsfreyja á Húsavík, Borðeyri og víðar Pétur Sigfússon gjaldkeri KS á Húsavík, sýndi íslenska glímu á Ólympíuleikunum í London 1908. Fluttist til Vesturheims 1955 Elísabet Þórunn Vigfúsdóttir Melsteð hatta- og kjólagerðarkona og húsfreyja í Reykjavík Guðbrandur Jónsson bókavörður, rithöfundur og ritstjóri í Reykjavík Ragnheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja á Húsavík Þórður Sveinbjörnsson Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík og forstjóri Sparisjóðs Húsavíkur um tíma Kristín Jakobsdóttir Guðjohnsen húsfreyja á Húsavík Stefán Þórðarson Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík Úr frændgarði Arnórs Guðjohnsen Eiður Guðjohnsen múrari og kaupmaður í Reykjavík Gylfi Þorkelsson yrkir á Boðn- armiði: Lífið myndir tekur títt, töfrum kyndir undir grátlegt, fyndið, gamalt, nýtt, gleymdar yndisstundir. Hér er limra eftir Gylfa Þorkels- son: Mikið er garðurinn grænn! Já, gróðurinn fagur og vænn. En uppi í geimi er alltaf á sveimi veturinn, kaldur og kænn. Magnús Halldórsson segir „ort við neyslu hamingjueggja“: Á taðbingnum húkti í höm og henni var skoðun sú töm. Egg á dag, eykur hag. Sú hæna var hamingjusöm. Benedikt Jóhannsson yrkir: Er glíma menn við tímans tog og tækifærin leggja’ á vog, annaðhvort eða ýmsir þá kveða, en best er einatt bæði og. Þetta erindi Guðmundar Arn- finnssonar nefnist „Morgunsigl- ing“: Sólin loftið lýsir, leiðir allar greiðar, út vil ég og ýti unnarjó á sjóinn, reisi segl og sigli síðan yfir víði. Stendur mær á ströndu, stúlka fríð mín bíður. Þá er limran „Í ræktinni“ eftir Guðmund: Það hermt var um herskáu Bínu, að hún væri í essinu sínu, er bóndann hún berði, biti og merði, enda í formi fínu. Og hér er „Gallagripur“ eftir Guðmund: Það orð fór af Albertínu, sem átti heima í Skrínu, að við slefburð og slark, slagsmál og hark hún lægi ekki á liði sínu. Maðurinn með hattinn yrkir: Yfir þessu þjóðin kvelst, það er slæmt að vita, að í fréttum er það helst; aukning veirusmita. Út af kvæði Davíðs frá Fagra- skógi, Dalakofanum, orti Vil- hjálmur Benediktsson Branda- skarði: Illt er að éta einn úr skel og eiga fátt til vina en sælt er að vera saddur vel og syngja um fátæktina. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Garðurinn grænn og hamingjuegg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.