Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 30.07.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta leikrit er svona Covid-barn og það er mjög fyndið að vera aftur að reyna að setja það upp í nýrri bylgju,“ segir Anna María Tómas- dóttir um Halastjörnu, leikrit eftir Kieran Knowles, sem verður frum- sýnt í Hlöðunni, Litla-Garði á Akur- eyri, í kvöld, föstudaginn 30. júlí, kl. 20. Önnur og þriðja sýning verða síðan um næstu helgi, föstudaginn 6. ágúst og laugar- daginn 7. ágúst. Hópurinn sem stendur að sýn- ingunni er að stórum hluta að norðan og tengist á ýmsa vegu. Leikararnir Anna Gunndís Guð- mundsdóttir og Einar Aðalsteinsson eru hjón sem kynntust á Akureyri fyrir tíu árum þegar þau störfuðu hjá Leikfélagi Akureyrar. Einar lærði leiklist í London og með hon- um bjó handritshöfundurinn Kieran Knowles. „Ég er svo vinkona Önnu Gunndísar og við bjuggum öll saman í New York, þegar ég var í námi þar,“ segir leikstjórinn. „Við Þór- oddur og Hrönn erum líka vinir og höfum unnið saman í tveimur öðrum verkum. Svo þetta eru í raun vinir að búa til leikrit saman og það er mjög skemmtilegt.“ Nú eða aldrei Aðdragandinn að uppsetningunni hefur verið langur. „Anna Gunndís og Einar eru búin að hafa augastað á þessu leikriti og langað að setja það upp mjög lengi,“ segir Anna María. Uppsetningunni var frestað um rúmt ár vegna heimsfaraldursins en nú er loks komið að frumsýningu. Það er heldur óvenjulegt að setja upp leiksýningar að sumri til, enda hefst leikárið yfirleitt ekki fyrr en að hausti. En Anna María segir að þau hafi orðið að klára verkefnið núna. Verkið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og launasjóði listamanna og voru það sérstakir styrkir sem var úthlutað vegna faraldursins. Svo er Einar, annar leikaranna, að fara í nám í söngleikjatónsmíðum í New York og Anna María að fara að vinna í Þjóð- leikhúsinu. „Svo það er núna eða aldrei, og helst áður en það koma meiri samkomutakmarkanir.“ Anna María segir verkið fjalla um félagslega einangrun og því sé það sérstaklega viðeigandi á þessum tímum. „Það fjallar um hvað sam- skipti á netinu geta verið einangr- andi þótt það séu samskipti.“ Í tæknisamfélagi nútímans verða bergmálshellar netsins til þess að maður heyrir ekki aðrar skoðanir en sínar eigin. „Maður getur misst sjónar á raunveruleikanum þegar maður verður svona einangraður og sér bara eina hlið á málinu,“ segir hún. „En þetta er líka ástarsaga, það er smá Rómeó og Júlía í þessu.“ Hrátt og kalt í hlýlegri Hlöðu Sýningin verður í Hlöðunni, Litla- Garði nálægt flugvellinum á Akur- eyri. „Þetta er gömul hlaða sem er ótrúlega krúttleg. Það komast kannski 50-60 manns fyrir í salnum en við verðum með 30 sæti út af fjar- lægðarreglum. Þetta er braggahlaða með steypugólf og bárujárn. Þetta er ótrúlega hrátt, gróft og lífrænt, kóngulóarvefir og eitthvað gaman.“ Hún segir leikmyndina, búningana og ljósin skapa andstæðu við hlöð- una. Tæknistjóri og ljósahönnuður sé Þóroddur Ingvarsson og Hrönn Blöndal Birgisdóttir hanni leikmynd og búninga og í þeirra sköpunar- verki sé plast og gler áberandi, allt sé hvítt og hreint. „Lýsingin er geggjuð og þetta er mjög mikið „show“. Þetta er svona formhreint, stílhreint og kalt inni í hlýleika hlöð- unnar, sem er falleg og mjúk. Næst- um því smá fútúristískt.“ Hún segir að verkið minni kannski örlítið á þættina Black Mirror. Þetta er svona dæmisaga. Verkið eigi ekki endilega að gerast í samtímanum en þetta sé ekki veruleiki sem sé sér- lega fjarlægur okkur. „Við þurfum að passa okkur, því við gætum endað þarna.“ Algjör hæfileikasprengja Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir, sem semur tónlistina, er einungis 21 árs og er frá Grenivík. „Hún er bara algjör hæfileikasprengja fyrir utan hvað hún er skemmtileg. Hún er að fara í Berklee í tónsmíðanám og er búin að vera að vinna með frábærum tónskáldum. Hún verður svo mikil stjarna,“ segir Anna María. Leikstýran sjálf hefur haft í nógu að snúast þrátt fyrir kófið. Hún leik- stýrði meðal annars sýningunni The last kvöldmáltíð, sem hlaut fjórar til- nefningar á Grímunni, og verki út- skriftarnema af leikarabraut Listaháskóla Íslands, Krufningu á sjálfsmorði, ásamt Mörtu Nordal. Hún vann einnig að kvikmyndinni Dýrinu sem hlaut frumleikaverðlaun á Cannes-hátíðinni nú fyrir skömmu. „Það er bara ótrúlega gaman að gera leikhús þegar vindar blása á móti. Það er alltaf gaman að gera list sem skiptir máli,“ segir hún um verkefnið sem loksins fær að líta dagsins ljós þrátt fyrir áskoranir. Nánari upplýsingar og miða á Halastjörnu er að finna á tix.is. Halastjarna „Þetta er svona formhreint, stílhreint og kalt inni í hlýleika hlöðunnar, sem er falleg og mjúk,“ segir leikstjórinn Anna María. Af einangrun og ást í tækniveröld samtímans - Leiksýningin Halastjarna frumsýnd í Hlöðunni á Akureyri í kvöld Anna María Tómasdóttir Dusty Hill, hinn síðskeggjaði bassa- leikari bandarísku blúsrokksveit- arinnar ZZ Top, er látinn, 72 ára að aldri. Hljómsveitin, sem var allt til andláts Hill einnig skipuð gítarleik- aranum og söngvaranum Billy Gibbons og trommaranum Frank Beard, var með vinsælustu hljóm- sveitum Bandaríkjanna á níunda áratug liðinnar aldar og hefur notið mikillar hylli allar götur síðan. Plötur hennar hafa selst í yfir 50 milljónum eintaka en meðal vinsæl- ustu laganna má nefna „La Grange“, „Give Me All Your Lovin’“, „Legs“ og „Sharp Dressed Man“. Gamansöm en þó kröftug sviðsframkoma tríósins var rómuð, með síðskeggjuðu vinina Hill og Gibbons í framlínunni. Tríóið ZZ Top var stofnað í Tex- as árið 1969. Hill lærði sem dreng- ur á selló en skipti 13 ára yfir á bassann. Hann náði fljótt góðum tökum á hljóðfærinu og lék með blúsaranum Lightnin’ Hopkins þeg- ar trommarinn Beard, sem var fyrrverandi skólabróðir, hvatti hann til að ganga til liðs við tríóið ZZ Top sem Gibbons hafði stofnað. Fyrstu tónleikana hélt ZZ Top árið 1970 og sló sveitin fljótlega í gegn og kom fjölda laga á vinsælda- lista. Hill þótti alla tíð fámáll og kaus að láta bassann tala – og Gibbons um að tala fyrir sveitina. Hann komst þó í fréttir árið 1984 þegar skot hljóp úr skammbyssu, sem hann geymdi í stígvélinu, og hæfði hann í kviðinn. AFP Skeggprúður Dusty Hill þótti fámáll en lék af krafti á bassann með ZZ Top í hálfa öld. Hill bassaleikari ZZ Top látinn Í Gallerí Úthverfu á Ísafirði stend- ur nú yfir sýningin Ungur temur gamall nemur – um rætur mynd- listar á Ísafirði. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor í grafískri hönnun, og tengist sýn- ingin rannsóknarverkefni hans sem fjallar um myndmál í prentsögu Ís- lands 1844-1944. Sýningin er sex vikna verkefni í sýningarrými og listaverka- bókabúð Úthverfu þar sem fjallað er um uppruna myndlistar á Ísa- firði og sagan rakin með myndum, texta, spjalli, viðtölum, málþingum og kynningum. Fjallað er sérstak- lega um feril Kristjáns H. Magn- ússonar (1903-1937) listmálara, sem lærði „hagnýta grafíklist“ í Am- eríku, og fyrsta teiknikennarann hans, Guðmund Jónsson frá Mosdal (1886-1956). Í tilkynningu segir að sýningunni sé ætlað að vera lifandi sýningar- vettvangur sem gefi innsýn í sögu myndlistar á Ísafirði eins og hún birtist hjá listamönnunum tveimur og jafnframt spyrja spurninga og leita svara. Lögð verður áhersla á samtal sýningargesta og þátttak- enda. Þá verða kynntir til sögunnar sjö ungir hönnuðir með tengingu við staðinn og verk þeirra sýnd. Þátttakendurnir eru þau Einar Við- ar Guðmundsson Thoroddsen, El- ísabet Sóldís Þorsteinsdóttir, Fann- ar Már Skarphéðinsson, Jónbjörn Finnbogason, Margrét Lóa Stef- ánsdóttir, Marsibil Sól Þórarins- dóttir Blöndal og Una María Magn- úsdóttir. Leitað er dæma úr myndlistar- sögu svæðisins og kastljósinu varp- að á mikilvægi þess að börn og ung- lingar fái tækifæri til að tjá sig myndrænt með leiðsögn hæfra kennara. Sýning um rætur myndlistar á Ísafirði - Goddur sýningarstjóri í Úthverfu Upprunasaga Á sýningunni í Út- hverfu við Aðalstræti á Ísafirði. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Hjá okkur er alltaf gott úrval af nýlegum glæsilegum tengiltvinn bílum (plug in hybrid) Audi – BMW– Skoda – VW–M.Benz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.