Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
&STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
Gísli J. Alfreðsson, fyrr-
verandi þjóðleikhús-
stjóri, lést á Landspít-
alanum sl. miðvikudag,
28. júlí, 88 ára að aldri.
Gísli Jakob fæddist
24. janúar 1933 og ólst
upp í Keflavík. For-
eldrar hans voru Alfreð
Gíslason, bæjarfógeti og
sýslumaður í Keflavík,
(1905-1976) og Vigdís
Jakobsdóttir (1906-
2001).
Strax á barnsaldri
steig Gísli fyrst á leik-
svið, þ.e. með barna-
stúku í Keflavík og var þátttakandi í
útvarpsleikritum. Gísli stundaði nám
í Leiklistarskóla Ævars Kvaran sam-
hliða menntaskólanámi, lauk stúd-
entsprófi frá MR og stundaði nám í
rafmagnsverkfræði í
tvö ár við Technische
Hochschule í Münch-
en. Sneri sér þó fljót-
lega að leiklistinni og
hóf nám við Leiklist-
arskóla Kammer-
spieleleikhússins í
München.
Að námi loknu starf-
aði Gísli við Residenz-
Theater í München í
eitt ár auk þess sem
hann var aðstoðarleik-
stjóri við þáttagerð í
sjónvarpi. Gísli leik-
stýrði nokkrum verk-
um hjá Grímu eftir heimkomuna og
var leikari við Þjóðleikhúsið 1962-
1983. Hann var þjóðleikhússtjóri
1983-1991 og skólastjóri Leiklist-
arskóla Íslands 1992-2000. Þá leik-
stýrði hann fjölda leikrita í útvarpi og
sjónvarpi. Eftir starfslok hjá Þjóð-
leikhúsinu lék Gísli í nokkrum kvik-
myndum, m.a. þýskum myndum. Þá
þýddi Gísli á annan tug leikrita fyrir
leiksvið og útvarp, var lengi í stjórn
Félags íslenskra leikara og formaður
þess 1975-1983.
Gísli kvæntist í apríl 1967 Guðnýju
Árdal (f. 1939), fyrrv. ritara. Gísli var
áður kvæntur Juliane Michael leik-
konu en þau skildu. Börn Gísla og
Guðnýjar eru Anna Vigdís Gísladótt-
ir (f. 1967) og Alfreð Gíslason (f.
1975). Stjúpbörn Gísla eru Helga El-
ísabet Þórðardóttir (f. 1956), Úlfar
Ingi Þórðarson (f. 1959), Einar
Sveinn Þórðarson (f. 1961) og Þórður
Jón Þórðarson (f. 1963). Dóttir Gísla
frá því áður er Elfa Gísladóttir (f.
1955). Afa- og langafabörnin eru alls
sautján.
Andlát
Gísli J. Alfreðsson, fv. þjóðleikhússtjóri
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Góð aðsókn var að gosstöðvunum í
blíðviðrinu í gær. Ætla má að stað-
urinn verði fjölsóttur þessa helgi
þar sem landsmenn nýta
verslunarmannahelgina og gott
veður er í kortunum. „Það má ætla
að gosið hafi aðdráttarafl, veður-
spáin er góð svo það má alveg bú-
ast við því,“ segir Ásmundur Rún-
ar, aðstoðaryfirlögregluþjónn
almannavarnadeildar. Hann segist
ekki hafa sérstakar áhyggjur af
þeirri hópamyndun sem kann að
eiga sér stað við gosið. „Við hvetj-
um fólk til að fara varlega og virða
þær reglur sem eru í gildi. Það er
nægt svæði þarna þannig að fólk
ætti að geta framfylgt reglum og
tekið tillit hvað til annars.“
Ásmundur segir eitthvað um að
fólk hafi snúið sig á fæti eða
meiðst lítillega á göngu sinni og þá
þarf björgunarsveitarfólk til að
koma fólkinu niður og til aðstoðar.
Hann vill því brýna fyrir fólki að
fara ákaflega varlega og búa sig
vel fyrir gönguna. „Það hefur
gengið vel og við biðjum fólk að
fara varlega og fylgjast með á
facebooksíðu lögreglunnar á Suð-
urnesjum og eins í fjölmiðlum ef
það eru einhverjar tilkynningar frá
okkur.“ Hann vísar þá til dæmis í
fregnir af gosþoku sem hefur áður
gert vart við sig og þess háttar
sem kann að hafa áhrif á áætlanir
göngugarpa sem ætla sér að gos-
inu.
Bogi Adolfsson, formaður björg-
unarsveitar Þorbjörns, segir að
viðbúnaður yfir helgina verði með
svipuðu móti og áður. „Það verður
bara þessi hefðbundni viðbúnaður,
nema það bætist við mánudagur.
Ef gosið ætlar að halda áfram að
vera með þessi læti sem það er bú-
ið að vera með verður það að öllum
líkindum mjög fjölsótt þessa
helgi.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gos Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir gosstöðvarnar með Norðurflugi í gær og náði þar meðfylgjandi myndum. Hefðbundinn viðbúnaður verður við gosstöðvarnar um helgina.
Gosið hafi aðdráttarafl þessa helgi
Læti Bogi Adolfsson telur líklegt að eldgosið í Geldingadölum verði fjölsótt um helgina ef lætin í því halda áfram.
- Blíðskaparveður í kortunum
- Hvetja fólk til þess að fara varlega