Morgunblaðið - 31.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
9.950 kr.
Steven
Ljósastaur, hæð: 45 cm
Litir: Grár, hvítur og svartur
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888
Nú er runnin upp versl-
unarmannahelgi og verður að
þessu sinni heldur lágstemmdari en
alla jafna. Það eru vonbrigði en
vonandi nýta
landsmenn
engu að síður
tækifærið sem
felst í langri
helgi og vænt-
anlegri veðurblíðu til að hlaða batt-
eríin, eins og það er kallað, og búa
sig undir haustið og veturinn.
- - -
Óskandi er að haustið verði milt
og veturinn skammur, en um
það veit enginn. Og sama óvissa
ríkir um pólitíska haustið og vet-
urinn í stjórnmálunum.
- - -
Brestur hann á með fjögurra ára
fimbulkulda eða geta lands-
menn að minnsta kosti vonast eftir
sæmilega mildu pólitísku vori á
næsta kjörtímabili?
- - -
Pólitíska umræðan hefur verið
hófleg að undanförnu eins og
vera ber á þessum árstíma en lík-
legt er að leikar æsist hratt á kom-
andi vikum.
- - -
Þess mátti sjá merki í furðukröfu
um að kalla saman þing vegna
kórónuveirusmita og ýmissa ann-
arra mála. Bar sú krafa þess merki
að sumir óttast 5%-múrinn og getur
slíkur ótti hæglega valdið frekari
pólitískum upphlaupum á næst-
unni.
- - -
En það er meira áhyggjuefni
hvað gerist eftir kosningar.
Verða flokkarnir margir eða fáir,
sex, sjö, átta eða jafnvel níu?! Eru
líkur á að hægt verði að mynda
starfhæfa ríkisstjórn eða bíður póli-
tískur glundroði handan kosning-
anna? Þetta er meðal þess sem
landsmenn verða að velta fyrir sér
á næstunni.
Hvað er
fram undan?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
María Pétursdóttir, myndlistar-
maður, öryrki og aðgerðasinni, skip-
ar fyrsta sæti á lista Sósíalista-
flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir
komandi alþingiskosningar skv. til-
kynningu frá flokknum. Þór Saari,
hagfræðingur og fyrrverandi þing-
maður, skipar annað sætið og Agni-
eszka Sokolowska, bókavörður og
túlkur, er í því þriðja. Fram kemur
að slembivalinn hópur félaga í
flokknum raðar á lista fyrir kosning-
arnar. Sú aðferð gefi oftast skýrari
mynd af vilja grasrótar en kosning
eða prófkjör. Luciano Dutra, löggilt-
ur skjalaþýðandi, er í 4. sæti, Ester
Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistamaður í 5.
sæti, Hörður Svavarsson leikskóla-
stjóri í 6. og Nanna Hlín Halldórs-
dóttir, nýdoktor í heimspeki, í 7.
María og Þór Saari í efstu sætunum
- Sósíalistaflokkurinn birtir framboðs-
listann í SV-kjördæmi fyrir kosningar
Samsett mynd/Sósíalistaflokkurinn
Frambjóðendur Sjö efstu á framboðslista Sósíalistaflokksins í Kraganum.
Tilboð sem hljóðar upp á tvo millj-
arða hefur borist Ríkiskaupum
vegna uppbyggingar snjóflóða-
varna á Seyðisfirði, og er tilboðið
vel undir kostnaðaráætlun, eða
tæpum 100 milljónum. Ríkiskaup
opnuðu útboðið í vikunni en fyrir
um mánuði var farið í útboð hvað
varðar stálvirki eða grindurnar í
snjóflóðavarnirnar.
Tilboð kom upp á 297 milljónir
sem er 22 milljónum yfir kostn-
aðaráætlun Ríkiskaupa. Einnig er
hafið 200 milljóna króna fornleifa-
verkefni sem var boðið út fyrr í
sumar á Seyðisfirði.
Hugrún Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmda- og umhverfismálastjóri
hjá Múlaþingi, segir þetta hafa
verið gríðarlega langt ferli.
„Jarðvinnan og vinnan á staðn-
um er það sem var verið að opna í
vikunni og það er komið tilboð í
það upp á tvo milljarða. Þetta
verða þrír garðar; Öldugarður,
Bakkagarður og Fjarðargarður.
Þetta var innan kostnaðaráætl-
unar þannig að það er engin
ástæða fyrir því að taka því ekki,“
segir Hugrún. Hún bætir við að
framkvæmdir við verkefnið taki
fimm ár og munu þær hefjast síð-
sumars.
„Það er verið að verja byggðina
í Bakkahverfinu og á Öldunni sem
er norðanmegin í firðinum undir
Bjólfinum.“
Hugrún segir að ekki sé búið að
semja, þar sem sveitarstjórnin sé í
sumarfríi.
„Sveitarstjórnin er ekki búin að
staðfesta en það verður gert þeg-
ar hún kemur úr fríi í byrjun
ágúst.“
Yfir 2 milljarðar
í snjóflóðavarnir
- 297 milljónir í
stálvirki - Verndar
byggðina undir Bjólfi
Morgunblaðið/Eggert
Sól Blíðviðri hefur verið á Seyð-
isfirði sem víðar fyrir austan.