Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Hjá okkur er alltaf gott úrval af nýlegum glæsilegum tengiltvinn bílum (plug in hybrid) Audi – BMW– Skoda – VW–M.Benz Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Fornleifafræðingar Háskóla Íslands hefjast handa við uppgröft Þing- eyraklausturs að nýju eftir helgi. Þetta er í þriðja skipti sem þau fara norður á Þingeyrar að grafa upp en talið er að klaustrið sem þar stóð hafi verið eitt helsta klaustur lands- ins og vellauðugt. „Okkur gengur mjög vel að ald- ursgreina,“ segir dr. Steinunn Krist- jánsdóttir fornleifafræðingur, en þau hafa undanfarið rannsakað frjó- korn úr jarðveginum sem sýna fram á að alls konar ræktun hafi farið þar fram. Þar að auki vinna þau náið með Ís- lenskri erfðagreiningu við DNA- rannsóknir á mannabeinum úr klaustrinu. „Þannig að tímabilin eru mjög skýr,“ segir Steinunn. Eldgos og faraldur „Þessi byrjunarrannsókn sem við erum að gera með frjókorn sýnir að það eru mjög skýrar breytingar. Bæði þegar klaustrið er stofnað og byrjað að reka það, þegar það endar og síðan þarna í kringum svarta- dauða,“ segir Steinunn. Þá hafi verið eldgos um svipað leyti og klaustrið var stofnað. „Það er gos í Heklu þarna 1104 sem hjálpar okkur,“ seg- ir Steinunn en talið er að klaustrið hafi tekið til starfa árið 1112 og verið formlega sett 1133. Faraldur svartadauða setti svip sinn á klaustrið og þar af leiðandi umhverfið í kring þegar hann geis- aði hér á landi í tvígang á 15. öld. „Ábótinn, yfirmaðurinn, deyr 1402 og margir munkanna deyja bæði þegar faraldurinn kemur þá og þeg- ar hann kemur aftur 1492.“ Þrátt fyrir mikið mannfall hagn- aðist þó klaustrið mikið á faraldr- inum í bæði skiptin. „Fólk var að heita á klaustrið til þess að kveða þetta niður. Það fór aldrei illa efna- hagslega þrátt fyrir þetta mikla mannfall,“ segir Steinunn. „Af því að fólk vissi ekki hvað þetta var og trúði því bara að ef það héti á klaustrið myndi þetta kannski hverfa.“ Það hafi þó verið eitt af því sem leiddi til siðaskiptanna 1550 en klaustrinu var lokað 1551. „Það var upphafið að þessu falli. Fólk hætti að trúa á þetta.“ Þetta er þriðja sumarið sem Steinunn og samstarfsfólk hennar vinna við gröft á svæðinu, öll sumur síðan 2018 að sumrinu 2019 und- anskildu. „Við þurftum að taka hlé þá, sem voru mikil vonbrigði,“ segir hún en það sumar var ekki veitt fjár- magn til uppgraftar í Þingeyra- klaustri. Eldgos og far- aldur við Þing- eyraklaustur - Uppgröftur hefst að nýju eftir helgi - Þriðja sumarið á Þingeyrum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyrar Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur að störfum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt deili- skipulag fyrir Brekknaás og Vindás í Seláshverfi. Um er að ræða sex óbyggðar lóðir, skammt fyrir ofan hesthúsabyggðina í Víðidal. Þarna verða byggð fimm tveggja hæða hús með 12 íbúðum í hverju húsi, alls 60 íbúðir. Einnig verður byggður bú- setukjarni fyrir fatlaða með alls sjö íbúðum. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Selásbraut, Brekknaási og Vind- ási, og liggur sunnan við fjölbýlishús við Vindás. Stærð þess er 1,8 hekt- arar. Svæðið er að mestu óraskað í dag, gróið holt með lúpínu og trjá- gróðri. Stutt er í skóla og frístundir í Seláshverfi og svæði hestamanna- félagsins Fáks í Víðidal. Í næsta ná- grenni er leikskólinn Blásalir. Sam- kvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er svæðið skilgreint sem íbúðasvæði. Umhverfisáhrif eru talin verða óveruleg. „Um er að ræða óbyggðan reit í þegar byggðu hverfi, þétting- arreitur. Sett er einnar hæðar hús næst byggðinni við Vindás til þess að lágmarka áhrif nýrrar byggðar á hverfið. Skipulagið gerir ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum,“ seg- ir m.a. í deiliskipulagstillögunni. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til 13. apríl. Nokkrar athuga- semdir bárust, flestar frá íbúum í ná- grenninu. Þeir höfðu m.a. áhyggjur af skuggavarpi, skertu útsýni og sól- artíma á veröndum. Einnig af há- vaða og ljósum frá bílum á bílastæði. Íbúi í Vindási 3 telur að þessar fram- kvæmdir muni lækka verðgildi íbúð- anna þar sem þeirra helsti kostur sé sólskinið og ósnortin náttúra á bak við húsið. Í umsögn verkefnisstjóra skipu- lagsfulltrúa kemur fram að nýjar byggingar muni ekki skerða sólskin á suðurhlið Vindáss 1-3. Þá hafi verið bætt inn í deiliskipulagið kvöð um gróður á milli bílastæða við nýju hús- in og Vindás til að draga úr hávaða og ljósmengun. Leggur hann til að deiliskipulagið verði samþykkt með áorðnum breytingum. Tölvumynd/Landmótun Nýja byggðin Þarna munu rísa fimm hús með 12 íbúðum og búsetukjarni, sem sést efst til hægri á myndinni. Nýbyggingar munu rísa í Seláshverfinu - Alls 67 íbúðir skammt fyrir ofan hesthúsabyggð í Víðidal Það má segja að hljómsveitin Skíta- mórall ræsi allar vélar þetta sum- arið, eftir um það bil 13 mánaða dvala. Í kvöld hitar sveitin upp fyrir tónleika Helga Björns sem streymt verður í beinni útsendingu frá Hót- el Borg. Um er að ræða upptöku af 30 ára afmælistónleikum Skíta- mórals sem haldnir voru í Hörpu í fyrra. „Þeir höfðu náttúrlega ekkert spilað og eiginlega ekkert hist í 13 mánuði þegar þeir stigu á svið þarna á Selfossi,“ segir Einar Bárð- arson, umboðsmaður sveitarinnar, um Kótelettuna fyrr í mánuðinum. Gamaldags Skímó-rokk Skítamórall sendi á dögunum frá sér nýtt lag þar sem Einar reimar á sig Skímó-skóna eftir langa pásu. „Ég hef ekki samið lag fyrir Skítamóral í um 15 ár þannig að það verður gaman að sjá hvernig mannskapurinn tekur í það. Lagið heitir Innan í mér og þar er farið aftur í þetta „old-style“-Skímó-rokk og ról,“ segir Einar. ari@mbl.is Skímó hitar upp fyrir Helga Björns í kvöld Ljósmynd/MummiLú Aftur á svið Skítamórall á Kótelettunni á Selfossi 2021.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.