Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefur verið rauður þráð- ur í gegnum allt það, sem gengið hefur á vegna kór- ónuveirufaraldurs- ins hér á landi, að upplýsingagjöf frá stjórnvöldum hefur að mestu verið snurðulaus og kapp hefur verið lagt á að fyrir lægi hver staðan væri á faraldr- inum. Upplýsingagjöf hefur verið sinnt með reglulegum blaða- mannafundum og gagnabirtingu á vefnum covid.is. Stjórnvöld gerðu sér augljóslega grein fyrir því að þegar grípa þyrfti til ein- stakra aðgerða þar sem gengið væri á réttindi almennings með íþyngjandi hætti væri nauðsyn- legt að allir væru vel upplýstir um hvers kyns væri, skildu og styddu nauðsynlegar aðgerðir. Greið upplýsingagjöf væri í raun forsenda þess að hægt væri að leggja umfangsmiklar takmark- anir og höft á samfélagið. Vissulega hefur stundum ver- ið kallað eftir meiri upplýsingum en lágu fyrir, til dæmis um stöð- una í bóluefnamálum. Hins vegar hefur alltaf verið auðvelt að fá upplýsingar um umfang faraldursins hér á landi og útbreiðslu og álagið á heil- brigðiskerfið. Þar til nú. Smit hafa breiðst hratt út und- anfarið eftir að hið bráðsmitandi delta-afbrigði af kórónuveirunni barst hingað til lands. Í Morg- unblaðinu í gær var sagt frá því að Landspítalinn hefði tilkynnt á fimmtudag að ekki verði gefnar upplýsingar um það í einstökum tilvikum hvort innlagðir sjúk- lingar með kórónuveiruna hafi verið bólusettir eða ekki óski fjölmiðlar eftir. Var sú skýring gefin að þetta væru svo fáir ein- staklingar og slíkar upplýsingar gætu orðið til þess að starfsfólk á sjúkrahúsinu vissi meira um þá, en það ætti að vita. Sagði þó að færi innlögnum að fjölga yrði bólusetningarstaða gefin út í samráði við sóttvarnalækni. Það er rétt að fáir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna þeirrar bylgju far- aldursins, sem nú stendur yfir. Það eru vitaskuld góðar fréttir og sýna að þótt smitin séu víða sé bóluefnið að gera sitt gagn. Hins vegar hefði mátt ætla að það væri mikilvægt að koma því á framfæri hvort þeir, sem hafa aukin eða alvarlegri einkenni, eins og það er orðað, séu bólu- settir eða ekki. Slíkar upplýs- ingar gætu jafnvel orðið til þess að hvetja þá, sem enn hafa ekki farið í bólusetningu, til að láta af því verða. Þá hefur þess orðið vart á rit- stjórn Morgunblaðsins, að óánægju gæti meðal forystu- manna í heilbrigðiskerfinu með að í fréttum sé áhersla lögð á það hve hátt hlutfall þeirra, sem hafa smitast, eru með engin eða væg einkenni (stöðugt um 97%, góðu heilli) vegna þess að slíkar upp- lýsingar gætu vakið efasemdir um réttmæti og meðalhóf yf- irstandandi aðgerða. Til þeirra aðgerða var gripið vegna þess að eins og ávallt eru þeir, sem þurfa að taka þessar ákvarðanir, eins og flugmenn í blindflugi í þoku. Þótt fátt benti til þess nú að þessi bylgja faraldursins myndi ríða heilbrigðiskerfinu á slig, hefði verið erfitt að verja að- gerðaleysi ef sigið hefði á ógæfu- hliðina. En það á ekki og má ekki vera hlutverk heilbrigðiskerfisins að vera í áróðursstarfi varðandi stefnumörkun og aðgerðir. Við verðum einmitt að geta reitt okkur á að þar láti menn vísindin og gögnin ráða ferð, en ekki síð- ur að þar gæti fyllstu hreinskilni líkt og góðir læknar temja sér. Upplýsingagjöf vekur ekki tortryggni. Það gerir skortur á upplýsingum. Upplýsingagjöf vekur ekki tor- tryggni – það gerir skortur á upplýs- ingum} Upplýsingagjöf á tímum kórónuveirunnar Mikill gaura- gangur hefur verið í þeim, sem af óskiljanlegum ástæðum vilja koll- varpa stjórnar- skránni. Merkilegt er að eitt af því, sem er þyrnir í þeirra augum, er að ekki er hlaupið að því að breyta stjórnarskránni. Birgir Ármannsson, formað- ur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, skrifar þarfa ádrepu um þessi mál í blaðið á fimmtudag. Meginniðurstaðan í grein hans ætti að blasa við öllum. Það á að vera erfitt að breyta stjórnarskrá. Það á ekki að vera auð- velt að hringla með þær grundvallar- reglur, sem við höfum að leiðar- ljósi í okkar lýð- ræðissamfélagi. Breyting á stjórnarskrá á ekki að vera eins og hver önnur lagabreyting. Þeir sem vilja geta rasað að því að breyta stjórnarskránni mega hafa í huga að þeir gætu þurft að iðrast óðagotsins því aldrei er að vita hvernig veður skipast í pólitík og hverjir ná völdum. Núgildandi reglur byggjast á varúð og hafa reynst vel. Varasamt væri að auðvelda upp- stokkun stjórn- arskrár} Breytingar á stjórnarskrá Þ að er stór áfangi að eldast, það á að vera gott að eldast og við eig- um að geta hugsað til eldri ár- anna sem áhyggjulauss lífs, en sú er ekki raunin fyrir marga. Eldri borgurum hafa verið veitt fyrirheit síðustu árin um bætt kjör og leiðréttingu vegna ósanngjarnra skerðinga, en ekkert hefur ver- ið gert. Það er margt sem þarf að gera betur í málefnum eldri borgara. Viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir hjúkrunarrýmum og hafa biðlistarnir lengst hratt síðustu ár. Kallað hefur verið eftir úr- bótum frá stjórnvöldum við fjölgun hjúkr- unarrýma og bætt starfsumhverfi hjúkr- unarheimila. Sveitarfélög ráða mörg hver ekki við reksturinn og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er löngu komið að þolmörkum. Í byrjun þessa árs voru 453 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými á öllu land- inu, þessa biðlista verður að leysa. Meðalaldur Íslend- inga hefur farið hækkandi síðustu áratugi, það segir sig sjálft að með hækkandi meðalaldri þarf að bregðast við, það vandamál mun ekki leysast að sjálfu sér heldur mun versna ef ekkert verður að gert. Fjölbreyttara búsetuúrræði þarf, úrræði sem tekur við þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima en hjúkrunarheimili hentar ekki. Kall- að hefur verið eftir því að það millibilsástand sem þarna skapast verði brúað, fjölgað verði búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Lítið sem ekkert hefur gerst í málefnum eldri borgara á þessu kjörtímabili og er bú- setuúrræði einungis brot af því sem betur má fara. Eldri borgarar eiga að fá að lifa áhyggjulausu lífi og fá til baka frá samfélag- inu sem þeir hafa byggt upp og öðlast þann- ig réttindi, kjör og aðstæður sem þeir eiga skilið. Málefnin verður að vinna í góðu sam- bandi við eldri borgara því þannig náum við góðum árangri. Málefni eldri borgara eru málefni okkar allra. Yngra fólk ber mikinn hag fyrir eldri borgurum og er ekki síður hæft til að vinna að þeim málefnum. Miðflokkurinn hefur alltaf lagt áherslu á að kjör eldri borgara verði bætt og staðið verði við gefin fyrirheit. Sýna verður því fólki sem hefur byggt upp samfélagið að við kunnum að meta framlag þess. Leiðrétting á réttindum, kjörum og aðstæðum eldri borgara getur ekki beðið lengur. fjolahrund@- althingi.is Fjóla Hrund Björnsdóttir Pistill Framtíð okkar allra Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður fyrir komandi alþingiskosningar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Esther Hallsdóttir esther@mbl.is N ý gögn frá Bretlandi benda til þess að bólu- efni verndi fólk jafn vel gegn alvarlegum veik- indum vegna Alfa-afbrigðis Cov- id-19-veirunnar og Delta-afbrigð- isins. Þetta kemur fram í skýrslu embættis landlæknis í Englandi vegna Covid-19-bólusetningar sem kom út í vikunni. Samkvæmt gögnunum, sem safnað var fram til 13. júní á þessu ári, veittu bóluefni um 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum vegna Alfa- afbrigðis veirunnar og um 96 pró- senta vörn vegna Delta-afbrigðisins. Um tíu prósenta munur var þó á vörn bóluefnanna við almennum einkennum vegna afbrigðanna (e. symptomatic disease), það er ein- kennum sem ekki teljast alvarleg eða tilefni til innlagnar. Tveir skammtar af bóluefni veittu að meðaltali 89 prósenta vörn gegn slíkum einkennum af völdum Alfa- afbrigðis Covid-19 en um 79 pró- senta vörn gegn einkennum af völd- um Delta-afbrigðisins. Gögnin eru ekki aðgreind eftir tegundum bóluefna, en fjögur bólu- efni hafa verið samþykkt til notk- unar í Bretlandi. Þau eru bóluefni Pfizer-BioNTech, Moderna, Oxford- AstraZeneca og Janssen. Einn af hverjum fjórum ekki lagður inn vegna Covid-19 Samkvæmt gögnum sem breska heilbrigðiskerfið (NHS) birti í fyrsta sinn opinberlega í vikunni, og greint er frá í The Telegraph, liggur einn af hverjum fjórum sjúk- lingum, sem flokkaðir hafa verið sem Covid-19-innlagnir, á spítala af öðrum ástæðum. Breska heilbrigðiskerfið hefur frá því í mars birt daglega fjölda þeirra sem lagðir eru inn með Cov- id-19. Eitt helsta markmið stjórn- valda í baráttunni við veiruna þar ytra hefur verið að verja heilbrigð- iskerfið álagi. Eftir beiðni frá heilbrigðis- ráðherra landsins hafa tölurnar nú í fyrsta sinn verið aðgreindar í þá sem liggja inni vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar og þá sem liggja inni af öðrum ástæðum en eru einnig smitaðir af kórónuveir- unni. Spítölum hefur verið gert að safna þessum upplýsingum og ná gögnin nú aftur til 18. júní á þessu ári. Allir sem lagðir eru inn á spít- ala í Bretlandi eru skimaðir reglu- lega fyrir veirunni. Þannig hafa þeir sem leggjast inn á spítala af öðrum ástæðum en Covid-19, til dæmis vegna fótbrots, og vita jafnvel að þeir séu smitaðir, verið taldir með í tölfræðinni yfir þá sem lagðir eru inn með kórónuveiruna, án þess að greint sé á milli þeirra og þess hóps sem er alvarlega veikur vegna Cov- id-19. Af 5.021 sem var lagður inn á spítala í liðinni viku smitaður af Covid-19 voru 1.166 á spítala vegna annarra kvilla. Gagnrýni hefur heyrst frá þingmönnum breska íhaldsflokksins í kjölfar birtingarinnar þess efnis að ríkisstjórnin hafi byggt ákvarðanir sínar hingað til á gölluðum og mis- vísandi gögnum. Þeir telja að gögn- in hafi átt að vera birt fyrir mörg- um mánuðum. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó bent á að einstaklingar gætu glímt við veikindi sem tengjast kórónu- veirunni óbeint þrátt fyrir að hafa ekki verið lagðir inn beinlínis vegna Covid-19, svo sem vegna heilablóð- falls sem veiran gæti hafa aukið lík- ur á. Verndi jafn vel gegn Alfa og Delta AFP Bólusetning Vel gengur að bólusetja gegn kórónuveirunni í Bretlandi. Talið er að bólusetningar hafi komið í veg fyrir um 60 þús- und dauðsföll í Bretlandi fram til 11. júlí. Þá hafi þau komið í veg fyrir um 52.600 sjúkra- húsinnlagnir hjá fólki eldra en 65 ára í Bretlandi, þar af um 8.800 innlagnir meðal ein- staklinga 65 til 74 ára, 20.300 innlagnir einstaklinga 75 til 84 ára og 23.500 inn- lagnir 85 ára og eldri. Þetta kemur fram í skýrslu embætt- is landlæknis í Englandi. Þá er talið að að bólusetningar hafi komið í veg fyrir 21,3-22,9 milljónir smita þar í landi. Samkvæmt skýrslunni vernda bóluefnin vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Covid-19 og ávinn- ingur af þeim meiri en möguleg áhætta vegna auka- verkana. Bólusetning verndar BÓLUSETNINGAR BJARGA MANNSLÍFUM Í BRETLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.