Morgunblaðið - 31.07.2021, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
G
eta tvö tölvuforrit af sömu
tegund orðið „ósammála“
um niðurstöður í útreikn-
ingum sínum? Greinarhöf-
undur var að fylgjast með seinni
kappskák sjöttu umferðar heimsbik-
armótsins í Sotsjí á fimmtudaginn
og spennandi staða kom upp í þess-
ari stöðu:
Heimsbikarmót FIDE 2021; 5.
umferð:
Duda (Pólland) – Vidit (Indland)
Vidit hafði gefið riddara fyrir þrjú
peð en var kominn í vandræði vegna
frelsingjans á a-línunni. Hvítur átti
tvo kosti, annars vegar að leika 38.
cxb4 cxb4 39. Rc7 og síðan 40. a6,
eða að leika strax 38. Rxb4 cxb4 39.
a6. Stockfish á Chess24 taldi það
greinlega besta kostinn en Stockfish
á Chessbomb var á annarri „skoðun“
og taldi stöðu hvíts lakari eftir þann
leik. Hún leiðrétti sig raunar síðar.
Pólverjinn valdi kröfuharðari leikinn
og virtist byggja ákvörðun sína á
þeirri vissu að „þungu fallstykkin“ –
drottningin og hrókurinn – hlytu að
sjá um sitt:
38. Rxb4 cxb4 39. a6 bxc3 40. a7
c2 41. a8(D) Hb1+ 42. Kg2 c1(D)
Nú er báðir komnir með drottn-
ingu og svartur á þrjú peð en þau
veita ekkert skjól.
43. Ha7+ Kf6 44. Df8+ Ke5 45.
He7+ Kd5 46. Df3+ Kc5 47. Hc7+
Kb4 48. Db7+ Ka5 49. Da7+ Kb5
50. Db8+
– mátið blasir við og svartur gafst
upp.
Með þessum sigri komst Pólverj-
inn áfram og teflir við heimsmeist-
arann í fjögurra manna úrslitum. Í
sömu umferð vann Magnús Carl-
sen báðar kappskákirnar gegn
Frakkanum Etienne Bacrot. Bar-
átta Magnúsar við hinn 19 ára
gamla Rússa Esipenko var æsi-
spennandi og eftir að kappskák-
unum báðum lauk með jafntefli tók
um fimm klukkustundir fá fram úr-
slit í tveimur atskákum og tveimur
hraðskákum. Í augnablikinu
standa miklar líkur til þess að í ein-
víginu um 3. sætið verði einnig teflt
um sæti í áskorendakeppninni.
Rússinn Vladimir Fedoseev og
Íraninn Tamin Tatatabaei tefldu í
gær um sætið í undanúrslitum og
það gerðu einnig Sam Shankland
og Sergei Tiviakov. Shankland,
sem hefur alið allan sinn aldur í
Bandaríkjunum, vann fyrstu skák-
ina á miðvikudaginn en tapaði á
fimmtudaginn. Hann hefur léttan
og skemmtilegan skákstíl og náði
að slá úr keppni áttfaldan Rúss-
landsmeistara:
Heimsbikarmót FIDE 2021; 5.
umferð:
Sam Shankland – Peter Svidler
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. h4!?
Smá sprell í byrjun tafls en
Shankland vildi tefla á móti uppá-
haldsbyrjun Svidlers, Grünfelds-
vörninni, sem kemur upp eftir 3.
Rc3 d5.
3. … Bg7 4. Rc3 d6 5. e4 Rc6 6.
Rge2 0-0 7. f3 e5 8. d5 Rd4 9. Be3
Nú er skyndilega komið upp
Samisch-afbrigði kóngsindversku
varnarinnar.
9. … c5 10. dxc6 bxc6 11. Rxd4
exd4 12. Bxd4 Hb8 13. Dc2 c5 14.
Bf2 Be6 15. 0-0-0 Rd7 16. Hxd6
Da5 17. Be1 Re5 18. f4?!
Gengur beint til verks en betra
var að tryggja varnirnar með 18.
b3.
18 … Rxc4 19. Bxc4 Bxc4 20. e5!
Hugmyndin var að loka á
„kóngsindverska“ biskupinn.
20. … Hfd8 21. Hxd8 Hxd8 22.
h5 Bxa2 23. hxg6 hxg6 24. Re4
Hin krítíska staða. Svidler getur
haldið jafnvægi með 24. … Db5 því
að drottningin valdar d7-reitinn.
24. … Db6?? 25. Bh4 Hd4 26.
Rf6+ Kf8 27. Bf2!
Í þessu liggur munurinn. Svart-
ur er varnarlaus.
27. … Bxf6 28. exf6 Dxf6 29.
Dxc5+ Hd6 30. Dc8+!
– og Svidler gafst upp. Eftir 30.
… Hd8 er einfaldast að leika 31.
Dxd8+ Dxd8 32. Hh8+ Ke7 33.
Bh4+ f6 34. Bxf6+ o.s.frv.
Þungu fallstykkin
sjá um sitt
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Heimasíða FIDE.
Hörkubarátta Shankland t.v. og Tiviakov við taflið sl. fimmtudag.
Þrátt fyrir von-
brigði, baráttu og
ósigra má upplifa sig-
ur í nánast flestum
kringumstæðum.
Það er nefnilega
svo ótrúlega merki-
legt og þakkarvert,
þrátt fyrir allt, hvað
hægt er að upplifa já-
kvæða hluti og öðlast
djúpa og dýrmæta
reynslu, jafnvel bara í
sárustu aðstæðum og neyð. Í
gegnum allt að því óviðunandi tíð-
indi og atvik, þjáningu og stað-
reyndir.
Þegar þú finnur þig örvinglaðan,
gersamlega máttlausan, algjörlega
yfirbugaðan, rændan allri virðingu
og reisn, vittu þá að þar er Guð
sem elskar þig út af lífinu og mun
reisa þig upp úr stundlegum van-
mætti til eilífs sigurs.
Allt mun
verða nýtt
Inni í blámanum úti
við ysta haf tekur við
annar heimur þar sem
þér hefur verið búinn
staður utan tíma, efn-
is og rúms.
Þar ríkir fegurð og
friður, fyrirgefning og
réttlæti, sumar og
sátt, líf í fullri gnægð.
Þú gengur á skýjum
himins inn í endurnýj-
un lífdaga. Þar sem
allt verður nýtt og kærleikurinn,
fegurðin og friðurinn vara að ei-
lífu.
Auðmýkt
Að biðja Guð um náð og mis-
kunn er ekki merki um vanmátt
eða veikleika heldur styrkleika.
Auðmýkt sem gott er að gangast
og gagnast okkur best í lífinu.
Takk Guð fyrir táknmál táranna
sem glóa svo fallega í minning-
unni. Tárin eru dýrðleg gjöf sem
minna á miskunn Guðs á erfiðum
tímum sem og á gleðistundum.
Gleymum því ekki.
Verið ávallt góðum Guði falin.
Honum sem er höfundur og full-
komnari lífsins.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Þar er Guð
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Takk fyrir táknmál
táranna sem glóa
svo fallega í minning-
unni. Tárin eru dýrðleg
gjöf sem minna á mis-
kunn Guðs á erfiðum
tímum sem og á gleði-
stundum.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Júlíana Silfá Jónsdóttir fæddist
1. ágúst 1865 á Eyrarnesi í Snæ-
fellssýslu. Eftir fermingu vann
hún sem vinnukona í Barðastrand-
arsýslu og í Stykkishólmi, en flutt-
ist síðan til Elliðaeyjar þar sem
hún giftist Magnúsi Einarssyni
hafnsögumanni árið 1892 og átti
með honum dótturina Silvu Bryn-
hildi. Hún varð ekkja tveimur ár-
um síðar og fluttist þá til Reykja-
víkur og lenti um vorið 1912 í
slagtogi með Jóni Jónssyni sem,
skv. Morgunblaðinu 17.11. 1913,
þótti „fremur ófús til vinnu“ og
bjuggu þau síðast á Brekkustíg 14.
Skötuhjúin þóttu gefin fyrir sop-
ann og var Júlíana þekkt fyrir mik-
ið skap. Bróðir Júlíönu var Eyjólf-
ur Jónsson, oft kallaður Eyjólfur
sterki. Hann flutti til Reykjavíkur
1912 og bjó fyrst hjá systur sinni,
en flutti síðan á Dúksstíg. Hann
var fjáður á þess tíma mælikvarða,
þótt ekki bæri hann það með sér.
það kastast í kekki milli systk-
inanna og sló Eyjólfur til hennar
svo á henni sá.
1. nóvember 1913 finnur Eyjólf-
ur miklar magakvalir og kennir
um skyri sem hann hafði fengið hjá
Júlíönu. Hann fer til vinnu, en það
dregur af honum næstu daga og
13. nóvember deyr hann á Land-
spítalanum. Böndin bárust fljótt að
Júlíönu og hún gekkst við glæpn-
um, en sagðist hafa keypt rottueit-
ur að áeggjan Jóns. Ekki þótti full-
sannað að Jón hefði lagt á ráðin
um morðið á Eyjólfi. 24. apríl 1914
var Júlíana dæmd til dauða og
greiðslu málskostnaðar. Dómnum
var síðar breytt í ævilangt fangelsi
og var Júlíana vistuð á Landakots-
spítala fram að andláti hennar 15.
júní 1931.
Dómurinn yfir Júlíönu fyrir
bróðurmorðið var síðasti dauða-
dómur sem kveðinn var upp á Ís-
landi.
Júlíana hafði geymt fyrir hann
kistil nokkurn, þar sem hann
geymdi sparisjóðsbók og eitthvert
lausafé. Þegar hann sækir kistilinn
sér hann að bókin er horfin og eitt-
hvað af peningunum. Þegar Eyj-
ólfur ætlar að innheimta skuldina
skilar Júlíana honum bókinni en
Merkir Íslendingar
Júlíana Silfá Jónsdóttir