Morgunblaðið - 31.07.2021, Page 24
Kveðja frá eig-
inkonu, börnum,
barnabarni og
tengdadætrum
Vagga, vagga,
víða, fagra, undurbreiða haf,
ástarblíðum blævi strokið af,
vagga, vagga,
allar sorgir svæf og niður þagga.
Húmið hnígur
hægt og blítt um endalausan geim.
Stormur felldist fyrir eyktum tveim.
Húmið hnígur.
Hægt í öldudali skipið sígur.
Aldnar vakna
endurminningar, en sofna um leið;
hugann dregur aldan blökk og breið.
Draumar vakna;
duldir þræðir upp í sálu rakna.
Bernsku draumar,
blíðir eins og ljúfrar móður hönd
andann leiða inn í blómskrýdd lönd.
Ljúfir draumar
líða’ um sálu eins og heitir straumar.
(Hannes Hafstein)
Ágústa.
Vinur minn og starfsfélagi til
margra ára, Eyþór Björgvinsson,
er horfinn eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm. Á kveðju-
stund er margs að minnast.
Eyþór hafði snemma áhuga á
röntgen. Síðustu árin sem lækna-
stúdent vann hann á sumrin á
röntgendeild Borgarspítalans. Við
vissum hvor af öðrum, en okkar
kynni byrjuðu ekki fyrr en í apríl
1981. Þá braut ég á mér ökklann
og Kristján samstarfslæknir minn
var nýkominn úr stórri aðgerð.
Röntgendeildin á Landakoti var
því í hálfgerðum lamasessi. Eyþór
var aðstoðarlæknir á skurðdeild-
inni en kom til að hjálpa okkur á
röntgen og var allt sumarið. Síðan
þá hefur vinátta okkar verið órjúf-
anleg.
Eyþór fór til Washington D.C. í
sérnám. Ég fékk að njóta gest-
risni hans og Ágústu þar í einni af
Eyþór
Björgvinsson
✝
Eyþór Björg-
vinsson fæddist
31. mars 1953.
Hann lést 22. júlí
2021.
Eyþór var jarð-
sunginn 29. júlí
2021.
námsferðum mínum.
Hann kom til baka
júlí 1986, sem sér-
fræðingur í röntgen
með ísótóparann-
sóknir sem undir-
grein, og hóf störf á
Landakoti. Það var
auðvelt að vinna með
Eyþóri. Sjúklingur-
inn var alltaf númer
eitt hjá honum. Við
gengum í verk hvor
annars þegar þannig stóð á. Sagt
hefur verið að röntgenlæknar séu
læknar lækna, því til þeirra leiti
aðrir læknar með vandamál og til
að ræða um rannsóknaraðferðir.
Eyþór var alltaf boðinn og búinn
til viðræðna, enda víðlesinn í sinni
fræðigrein.
Þegar stjórnendur Landakots
gáfust upp á rekstrinum 1992
stofnuðu röntgenlæknar Landa-
kots, sem þá voru orðnir fimm
talsins, Röntgen Domus Medica.
Undirbúningurinn tók eitt ár. Oft
var mætt á fund fyrir klukkan sjö
á morgnana til skrafs og ráða-
gerða, áður en starfið á deildinni
hófst. Eyþór hafði skýra sýn á því
hvaða tæki væri best að hafa. Í
hans huga var enginn efi um að
kaupa skyldi spíral-tölvusneið-
myndartæki, sem þá var ný
tæknibylting í þessum rannsókn-
um.
Eyþór var mikill laxveiðimað-
ur, og naut ég góðs af því. Árlega
fékk ég miða fyrir stórum laxi,
sem hann hafði sett í reykingu.
Þegar ég fór utan vissi hann að ég
notaði ekki tollinn, og bað mig
stundum að kaupa ákveðna teg-
und af koníaki í fríhöfninni, sem
var sjálfsagt. Enski fótboltinn var
sameiginlegt áhugamál og voru
farnar nokkrar ferðir á knatt-
spyrnuleiki til Englands. Eyþór
studdi Everton en ég Manchester
United og leiddi þetta oft til
skemmtilegra samræðna.
Um leið og ég þakka Eyþóri
fyrir vináttu og samstarf liðinna
ára, sem aldrei bar skugga á, flytj-
um við hjónin Ágústu konu hans,
börnum, tengdabörnum og barna-
barni og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þorkell Bjarnason.
Eftir hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm hefur kær vinur
okkar nú kvatt þetta líf. Líf sem
var gott líf í öllum skilningi, bæði
hvað varðar fjölskyldu en einnig
atorku, lífsferil og lífsgæði al-
mennt. Það er sannarlega ekki
gefið að geta á skilnaðarstund
glaðst með sínum nánustu yfir öllu
sem hefur verið áorkað á lífs-
ævinni eins og Eyþór gat, ævi sem
varð þó styttri en flest okkar
reikna með.
Eyþór var ljúfur maður og góð-
ur, glaðlyndur, traustur, fé-
lagslyndur og vinsæll meðal vina
sinna. Hann og Ágústa hafa hald-
ist í hendur svo til alla þeirra ævi
en þau bundust böndum ung að
árum og áttu rúm 50 ár saman.
Þau eignuðust þrjú yndisleg börn
og eitt barnabarn, bjuggu sér fal-
leg heimili á nokkrum stöðum hér
á landi sem erlendis, komu sér
upp fallegum athvörfum frá
amstri dagsins og ferðuðust víða,
innanlands sem utan. Eyþór og
Ágústa voru samstíga í lífinu og
svo samrýnd að eftir var tekið.
Við, ásamt Jóni Hrafnkelssyni
og Margréti Björnsdóttur, sem
lést langt fyrir aldur fram fyrir
tveimur árum, vorum svo lánsöm
að tengjast Eyþóri vinaböndum
fyrir alllöngu. Þótt samveran yfir
svona langt tímabil hafi verið mis-
mikil á hverjum tíma, eins og
gengur og gerist, voru þetta alltaf
gæðastundir sem við áttum sam-
an. Vinahópurinn hittist gjarnan í
matarboðum eða fór saman í ferð-
ir innanlands, sum okkar deildum
veiðiferðum saman, önnur sum-
arbústaðaferðum eða sólarlanda-
ferðum og fleira mætti telja til.
Stórt skarð hefur því verið höggv-
ið í vinahópinn enn á ný.
Eyþór var laxveiðimaður af lífi
og sál og snerust sumrin hjá þeim
hjónum oftast nær um þá iðju.
Ágústa var að sjálfsögðu með í því
sporti enda lunkinn veiðimaður
sjálf. Börnin þeirra voru sömu-
leiðis aldrei langt undan og hafa
öll fengið veiðibakteríuna í einni
eða annarri mynd. Það var ynd-
islegt að sjá fjölskylduna samein-
ast um laxveiði og þau áttu marg-
ar og góðar stundir saman við þá
iðkun; minningar um sporðaköst
og annan atgang á árbökkum fal-
legrar íslenskrar náttúru munu
ylja um alla tíð. Okkur vinunum
þótti skemmtilegt að vera með
Eyþóri í veiði. Það var unun að
horfa á hann kasta stönginni,
köstin voru löng og falleg. Hann
var einn af þeim sem „lesa árnar“,
vissi alltaf hvar fiskarnir lágu og
setti nánast alltaf í fisk þegar aðrir
fóru fisklausir heim. Hann var
óspar á leiðsögn til sér óreyndari
veiðimanna, var óeigingjarn veiði-
maður í holli, alltaf léttur í lund og
jákvæður. Eðalmaður í alla staði.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin en enn erfiðara er það fyrir
fjölskylduna. Eyþór og Ágústa
hafa nú farið saman í gegnum
þessi erfiðu veikindi hans síðast-
liðin tvö og hálft ár, hönd í hönd
sem fyrr, og gefið hvort öðru
styrk og kraft á þeirri leið. Á
kveðjustund ríkti sátt og þakklæti
fyrir þá ævi sem þau og börnin
þeirra og barnabarn áttu saman.
Við kveðjum góðan vin með
þökk fyrir allt.
Helga Hrefna Bjarnadóttir,
Ásta Möller, Haukur Þór
Hauksson.
Fallinn frá er kær vinur og fóst-
bróðir eftir hetjulega baráttu við
illvíg veikindi.
Kynni okkar Eyþórs hófust í 11
ára bekk í Vogaskóla. Ég hafði
ekkert þekkt hann fyrir þann tíma
en hafði spilað fótbolta á móti hon-
um á Ljósheimavelli ásamt félaga
Ólafi heitnum Angantýssyni.
Strax og ég kom í bekkinn mynd-
aðist með okkur Eyþóri og Óla
traust vinátta. Þó þannig að tengsl
okkar Eyþórs og samskipti urðu
miklu meiri. Við fylgdumst að upp
í menntaskóla, fórum saman á fót-
bolta- og handboltaleiki, útihátíðir
í Saltvík og Húsafelli og sveitaböll.
Á menntaskólaárum vorum við í
tíðum sendiferðum á jeppanum
Mána fyrir Björgvin föður Eyþórs
en hann rak útgerðarfyrirtækið
Gletting í Þorlákshöfn. Þetta voru
skemmtilegir tímar og gekk á
ýmsu hjá okkur félögunum hvað
varðar færð og veður en alltaf skil-
uðum við okkur á áfangastað.
Eftir menntaskóla fór hvor sína
leið. Eyþór var kominn með lífs-
förunaut sinn hana Ágústu og
fluttu þau utan í nokkur ár til að
stunda nám. Eftir heimkomu
þeirra tókum við upp þráðinn sem
hefur ekki slitnað síðan.
Áhugamál Eyþórs fyrir utan
fjölskylduna voru stangveiði og
fótbolti. Um fótbolta var hann
manna fróðastur og eftir að hann
veiktist varð það hans helsta af-
þreying að horfa fótbolta. Sameig-
inlegt áhugamál okkar var veiði.
Eyþór fylgdist grannt með veiði,
sérstaklega í Eystri- og Ytri-
Rangám, en árnar þekkti hann
eins og fingur sína. Eyþór var
veiðimaður af guðs náð og dellu-
karl í þeim efnum. Hann las vatnið
mjög vel og var með afbrigðum
þolinmóður og fiskinn. Í einni ferð
okkar í Eystri-Rangá ákváðum
við félagarnir að vaða yfir ána hjá
Stóra-Hofi og reyna vesturbakk-
ann. Gerði á okkur úrhellisrign-
ingu og óx mjög í ánni. Bjargaði
Eyþór þá sennilega lífi mínu þeg-
ar ég flaut upp á bakaleiðinni. Reif
hann í öxlina á mér og dró þar til
ég náði aftur botni. Hæst stendur
þó í minningunni síðasti veiðitúr-
inn fyrir þremur árum þegar Ey-
þór bauð mér og Kristínu dóttur
minni í veiði í Brynjudalsá. Þar
var hann í essinu sínu og lagði sig
allan fram um að Kristín myndi fá
fisk.
Eyþór var vinur vina sinna,
traustur og lét sér annt um velferð
þeirra. Hann hafði skap og festu
og var baráttumaður, fylginn sér í
þeim málum sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Gott var að leita til hans
og mér þótti vænt um þegar hann
leitaði til mín og nýtti mína þekk-
ingu.
Í byrjun febrúar 2019 fékk ég
frá honum sms: „Sæll gamli vinur,
nú gefur á bátinn, ég er kominn á
gjörgæslu með bráðahvítblæði.“
Eftir þetta náði ég að heimsækja
hann nokkrum sinnum en síðan
kom covid og heimsóknirnar
breyttust í símtöl. Vikulega
hringdi ég í hann og ræddum við
þá um heima og geima.
Við María fengum að heim-
sækja Eyþór 25. júlí sl. Ræddum
við félagarnir saman stutta stund
um farinn veg og góðar stundir.
Þetta var notaleg stund sem við
erum þakklát fyrir. Æðrulaus
sagði hann mér að orrustan væri
töpuð og kvöddumst við í bili.
Minningar um góðan vin lifa
áfram.
Við María, Kristín og Halldóra
Inga vottum Ágústu og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúð.
Ingileifur Einarsson.
Í dag kveðjum við Eyþór
Björgvinsson sem lést í liðinni
viku eftir erfiða baráttu við illvíg
veikindi. Leiðir okkar lágu saman
þegar kynni tókust með Eyþóri
Inga og Ingu dóttur okkar. Fyrir
átta árum eignuðust þau Gróu
Laufeyju sem varð strax auga-
steinn afa síns. Eyi afi og Gróa
afastelpa áttu gott samband, sem
hún mun búa að alla sína ævi,
missir hennar er mikill. Við hjónin
munum minnast góðra stunda hjá
Eyþóri og Ágústu í Brekkugerði
þar sem eftir máltíðir var spjallað
fram eftir kvöldi, farið yfir veiði-
sögur og mögulegar samveru-
stundir við straumvötn.
Aðaláhugamál Eyþórs var
stangveiði, sem þau Ágústa stund-
uðu saman. En nú hefur Eyþór
kvatt þegar veiðitímabil straum-
vatna er í hámarki og líklega taka
aðrar veiðislóðir á móti honum.
Við þökkum fyrir samveruna og
minnumst þess að hann var alltaf
til staðar ef aðstoðar var þörf.
Minningar um gæsku og ljúft við-
mót munu fylgja okkur og einnig
afastelpunni. Við sendum samúð-
arkveðjur til Ágústu og allra í fjöl-
skyldum þeirra hjóna.
Guðrún og Rúnar.
Kær vinur, granni og félagi,
Eyþór Björgvinsson, er fallinn frá
eftir erfið veikindi.
Fyrir fjölmörgum árum stofn-
uðum við grannaklúbb, fern hjón í
Brekkugerðinu. Klúbburinn fékk
nafnið Brekkusniglar og var
nefndur í höfuðið á götunni okkar.
Fyrstu árin fórum við í nokkurra
daga veiðiferð í Langá á Mýrum.
Í þessum ferðum voru þau hjón
Eyþór, ásamt sinni ástkæru
Ágústu, yfirleitt fengsælust.
Flottari veiðmann var vart hægt
að finna. Smám saman breyttust
Brekkusniglarnir í ferðaklúbb og
var þá farið í nokkurra daga
skipulagða ferð á áhugaverða
staði innanlands. Næsta ferð átti
að vera ferð um Austurland, en
hún frestaðist vegna veikinda Ey-
þórs og verður núna aldrei farin.
Á veturna var skipst á að halda
matarboð með góðum guðaveig-
um. Brekkusniglar kveðja nú
yndislegan félaga og vin, hæv-
erskan og hvers manns hugljúfa.
Við munum ætíð sakna hans og
mun hópurinn ekki vera samur
eftir brottför hans.
Við biðjum guð um styrk
Ágústu til handa svo og börnun-
um og litlu Gróu ásamt fjölskyld-
unni allri sem nú horfir á eftir
yndislegum syni, maka, pabba,
afa og tengdaföður.
Með þökk fyrir allar frábæru
samverustundirnar.
Eiríkur og Þórhildur,
Hreinn og Guðrún,
Björn og Helga Lára.
Í dag kveð ég minn góða vin,
Eyþór. Við kynntumst gegnum
eiginkonur okkar um það leyti
sem læknanáminu var að ljúka.
Margt var á döfinni á þessum ár-
um. Við að stofna fjölskyldu og
stefndum á sérnám. Þá skildi leið-
ir um hríð. Hann fór með fjöl-
skyldu sinni vestur til Bandaríkj-
anna en ég fór til Svíþjóðar með
minni. Þrátt fyrir það hélst sam-
bandið. Á þeim tíma voru skrifuð
sendibréf til að segja frá því
helsta, fjölskyldu og námi en ferð-
ir til Íslands voru fátíðar. Eftir að
heim var komið varð sambandið
aftur nánara.
Eyþór varð röntgenlæknir og
starfaði lengst af í Röntgen Dom-
us Medica. Hann var góður lækn-
ir og ávallt boðinn og búinn að
leysa úr vandamálum ef á þurfti
að halda. Hann var alltaf jákvæð-
ur, glaðlegur og hjálpsamur.
Gegnum árin fórum við saman í
ferðir með fjölskyldunum og vin-
um bæði innanlands og erlendis.
Eyþór var alla tíð mikill veiðimað-
ur, hafði alist upp við veiðar frá
blautu barnsbeini. Við fórum
saman í ótal veiðiferðir og oft voru
eiginkonur okkar með í för. Áhug-
inn var mikill og það var ekki
hægt annað en að smitast af þeim
áhuga. Að standa á árbakkanum á
sumardegi í íslenskri náttúru og
renna fyrir lax, það voru hans
sælustundir. Önnur áhugamál
voru fótboltinn og bóklestur og þá
aðallega lestur spennusagna og
skiptumst við oft á bókum.
Í byrjun árs 2019 veiktist Ey-
þór af alvarlegum sjúkdómi sem
hefur nú lagt hann að velli. Þetta
hefur verið erfiður tími fyrir hann
og fjölskylduna. Í veikindum sín-
um sýndi Eyþór einstakt æðru-
leysi. Hann var líka lánsamur að
eiga góða fjölskyldu sem studdi
hann á allan hátt. Í byrjun júlí átt-
um við Eyþór góða stund saman
þegar við horfðum á leik í Evr-
ópukeppninni í fótbolta og Ágústa
eldaði fyrir okkur dýrindiskvöld-
mat. Stundin var góð en í svona
aðstæðum getur enginn verið al-
veg sáttur. Hann átti gott líf,
sagði mér það sjálfur þegar við
kvöddumst. Vildum báðir að það
hefði orðið lengra. Minningar um
góðan vin lifa. Ágústu, börnunum
og fjölskyldum þeirra votta ég
innilega samúð.
Jón Hrafnkelsson.
HINSTA KVEÐJA
Vinur okkar og félagi,
Eyþór Björgvinsson, er lát-
inn langt fyrir aldur fram. Í
áratugi var hann félagi í
hinum víðkunna lækna-
bolta klukkan átta á laug-
ardagsmorgnum í Ásgarði,
Garðabæ. Það var alltaf
gott að vera með Eyþóri í
liði, þar sem hann var
keppnismaður.
Við félagar hans og koll-
egar kveðjum hann með
söknuði, hans skarð er
vandfyllt. Okkar innileg-
ustu kveðjur sendum við
fyrir hönd félaga okkar í
klúbbnum, til Ágústu,
Ólínu, móður hans og
barna.
Uggi Agnarsson og
Björgvin Bjarnason.
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Okkar ástkæri
ÁGÚST ÞÓRARINSSON
húsasmíðameistari,
Rauðalæk 73 í Reykjavík,
lést á Grund föstudaginn 9. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni á bit.ly/ath80. Hjartans þakkir fá starfsmenn
Fríðuhúss og Vegamóta á Grund fyrir ást og umhyggju.
Þeim sem vilja minnast Gústa er bent á minningarkort
Alzheimersamtakanna og Grundar.
Sigríður Hanna Jóhannesdóttir
Ebba G. Guðmundsdóttir Hafþór Hafliðason
Jóhannes Þór Ágústarson Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir
Hanna Hulda, Hafliði, Embla María og Hrafnhildur Freyja
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
KRISTINS KRISTINSSONAR
húsasmíðameistara,
Álfhólsvegi 104.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grensásdeildar og á
hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir hlýhug og góða umönnun.
Ásdís Þórarinsdóttir
Sigrún Kristinsdóttir Hinrik Már Ásgeirsson
Kristinn Gunnar Kristinsson Margrét Jóna Gestsdóttir
og barnabörn