Morgunblaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 33
Margir gleðjast nú yfir
árangri Breiðabliks eftir að lið-
ið sló út félag með mikla hefð,
Austria Wien. Skiljanlega.
Næsti andstæðingur er Aber-
deen sem eitt sinn varð Evr-
ópumeistari bikarhafa undir
stjórn sir Alex Fergusons. Á
þeim árum dróst Aberdeen tví-
vegis á móti ÍA og kemur nú
aftur til Íslands.
Ég legg til að forystufólk í KSÍ
beiti sér fyrir því á vettvangi
UEFA að notast verði við gamla
fyrirkomulagið í Evrópukeppn-
um á nýjan leik. Landsmeist-
arar fari í Evrópukeppni meist-
araliða og bikarmeistarar í
Evrópukeppni bikarhafa. Eina
undantekningin væri að sigur-
vegarar í keppnunum gætu tek-
ið aftur þátt í þeim. Liðin sem
lenda ofarlega í deildakeppnum
fara í Evrópukeppni félagsliða.
Útsláttarfyrirkomulag í ætt við
bikarkeppni.
KSÍ hefur svo sem farnast
ágætlega án þess að ég sé að
stjórnast í því en ég held að
minni þjóðir ættu að kasta
þessu fram. Með þessu myndi
aftur opnast tækifæri fyrir
smáþjóðir eins og okkur að fá
sigursælustu lið Evrópu í heim-
sókn. Barcelona, Real Madríd,
Juventus, Benfica og Liverpool
mættu íslenskum liðum á árum
áður í Evrópukeppnum. Einnig
lið eins og Dynamo Kiev, Köln,
Gladbach, Sporting Lissabon,
Mónakó og Aston Villa sem þá
voru með þeim bestu í Evrópu.
Nýlega var því mótmælt mjög
að til yrði ný keppni þar sem
drifkrafturinn var von um auk-
inn hagnað og fleiri leiki. Fyrst
mönnum misbýður það þá
mætti alveg eins breyta Meist-
aradeildinni þar sem drifkraft-
urinn var svipaðs eðlis þótt
þessar keppnir séu ekki sam-
bærilegar. Mér hefur aldrei
fundist eðlilegt að lið geti orðið
Evrópumeistari meistaraliða án
þess að verða meistari í heima-
landinu.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Í ÁRBÆNUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þegar júlí er að renna sitt skeið er
Valur með fjögurra stiga forskot í
efsta sæti Pepsí Max-deildar
kvenna í knattspyrnu. Munurinn á
Val og Breiðabliki jókst í vikunni
eftir að Þór/KA og Breiðablik
gerðu jafntefli og í gær vann Valur
stórsigur á Fylki í Árbænum 5:1.
Barátta Vals og Breiðabliks um
Íslandsmeistaratitilinn gæti orðið
bráðskemmtileg. Þau eiga eftir að
mætast í Smáranum og kapp-
hlaupið er því ansi opið. Ekki er
langt í þá viðureign en hún er fyr-
irhuguð hinn 13. ágúst.
Fram undan er mikil barátta hjá
Fylki um að halda sætinu í deild-
inni. Í gegnum árin hefur liðið
nokkrum sinnum sveiflast á milli
efstu og næstefstu deildar og hjá
félaginu vill fólk væntanlega sjá
meiri stöðugleika. Liðið er með
jafn mörg stig og Keflavík og
tveimur á eftir Tindastóli. Stiga-
söfnunin hjá liðunum er ekki slæm
í sögulegu samhengi og verður
áhugavert að sjá hversu mörg stig
mun þurfa til að halda sætinu í
deildinni.
_ Mist Edvardsdóttir skoraði
fyrstu tvö mörk Vals í leiknum þótt
hún hafi leikið sem miðvörður.
Þegar liðin mættust á sama velli í
fyrra skoraði Mist fjögur mörk.
Hefur þar af leiðandi skorað sex
mörk í síðustu tveimur leikjum
gegn Fylki á útivelli.
_ Katrín Vala Zinovieva kom
inn á hjá Fylki í gær og lék sinn
fyrsta leik í deildinni í sumar en
Katrín fæddist árið 2004. Hún lék
einn leik í deildinni í fyrra.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í Lautinni Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fjórða mark Vals.
Forskotið á
toppnum jókst
- Mist raðar inn mörkum í Árbænum
FYLKIR – VALUR 1:5
1:0 Bryndís Arna Níelsdóttir 5.
1:1 Mist Edvardsdóttir 13.
1:2 Mist Edvardsdóttir 15.
1:3 Cyera Hintzen 17.
1:4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 77.
1:5 Elín Metta Jensen 90.
MM
Mist Edvardsdóttir (Val)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
M
María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki)
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylki)
Mary Vignola (Val)
Lára Kristín Pedersen (Val)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson – 7.
Áhorfendur: 79.
FRJÁLSAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Guðmundur Karlsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari og Íslandsmethafi í
sleggjukasti, fylgdist grannt með
þegar Guðni Valur Guðnason keppti
í kringlukasti á Ólympíuleikunum í
Tókýó aðfaranótt föstudags. Guðni
Valur fékk þrjú köst en öll voru þau
ógild og hann því úr leik.
„Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt
þegar maður er með þrjú köst. Kalt
metið fannst mér þetta vera svona
„allt eða ekkert“ hjá honum við að
reyna að ná inn í úrslitin. Hann lét
svolítið vaða á þetta. Séð utan frá
var spennustigið kannski aðeins of
hátt og þá detta svona tæknileg
smáatriði aðeins út, en þetta var
bara hárfínt framhjá.
Ég held að ef hann hefði komið
fyrsta kasti sínu inn í geira þá hefði
það verið með nokkru afli í og þá
nokkurn veginn nógu langt til þess
að eiga séns á því að komast inn. Svo
þegar það eru 16 keppendur og þú
bíður eftir öðrum 15 að kasta kasti
númer tvö, þú hefur bara þrjú köst,
þá minnkar spennustigið ekkert á
milli og menn hafa kannski ekki náð
að höndla það,“ sagði Guðmundur
við Morgunblaðið en hann starfar nú
sem framkvæmdastjóri Frjáls-
íþróttasambands Íslands.
Guðni Valur var eini frjáls-
íþróttamaður Íslands á leikunum og
sagði Guðmundur að því hefði vit-
anlega fylgt aukin pressa. „Þetta er
náttúrlega svolítið áberandi þegar
við erum bara með einn keppanda,
þegar það gengur ekki upp hjá hon-
um. Það er voða erfitt að setja eitt-
hvað beint út á þetta. Þetta er svolít-
ið svona „stöngin inn, stöngin út“.
Hann setti allt í þetta og það gekk
bara ekki í þetta sinn. Það þarf ein-
faldlega að vinna aðeins með það og
greina hvað fór úrskeiðis og hvað má
betur fara í framhaldinu.“
Erum langt á eftir
Keppendur fyrir Íslands hönd á
Ólympíuleikum hafa ekki verið jafn
fáir síðan á leikunum árið 1964, sem
fóru einmitt einnig fram í Tókýó. Þá,
líkt og í ár, voru keppendur aðeins
fjórir. Hvað þarf að laga til þess að
fjölga íslenskum keppendum á Ól-
ympíuleikum og öðrum stórmótum?
„Það er ansi margt. Í rauninni er
þetta samspil afreksstefnu, stefnu
stjórnvalda, samþykki samfélagsins
fyrir því að setja aukinn kraft í
íþróttirnar, mannvirkja og aðstöðu
sem þarf að verða miklu betri til
þess við getum átt einhvern séns.
Þegar maður hefur kynnt sér hvað
er í gangi í löndunum í kringum okk-
ur sést að við erum langt á eftir.
Við þurfum einhvers staðar að
fara að stíga niður fæti og taka
næstu skref í þessu jákvæða upphafi
sem við höfum t.d. gert með afreks-
sjóði ÍSÍ, í sameiningu með ÍSÍ og
stjórnvöldum,“ sagði Guðmundur.
Aðstaðan til skammar
Hann sagði þó morgunljóst hvert
helsta vandamálið væri. „Grunn-
urinn að þessu öllu, svo ég tali út frá
frjálsum íþróttum, er að mann-
virkjamálin og aðstaða okkar á höf-
uðborgarsvæðinu er til skammar.
Hún er raunverulega engin í
frjálsum í dag. Laugardalshöllin er
allt of mikið bókuð í alls konar við-
burði og aðgengið þar er ekki eins
og við myndum vilja hafa það,“ sagði
Guðmundur og tók dæmi um að ekki
væri hægt æfa né keppa á Laugar-
dalsvelli og að Mjóddin væri ekki
enn tilbúin. Sagði hann að eigi upp-
bygging að geta átt sér stað í hvaða
íþrótt sem er þyrfti almennileg að-
staða einfaldlega að vera til staðar,
og að hluti af því væri að geta haft
yfir að ráðafagteymum ýmiss konar
sem íþróttafólk gæti gengið að sem
vísum og leitað til.
„Mér finnst að það þurfi að móta
þessa framtíðarsýn og setja okkur
einhvers konar stefnumörkun þar
sem kemur fram hvenær við ætlum
að gera ákveðna hluti. Menn hafa
rætt svissneska módelið og norska
módelið. Í raun þurfum við að fara í
þessa átt og það er það sem við vilj-
um gera,“ sagði hann og bætti að
lokum við að nú þyrfti einfaldlega að
halda áfram og reyna að fjölga í hópi
afreksíþróttafólks.
„Við horfum alveg björtum augum
til framtíðar hvað það varðar en þeir
aðilar okkar sem eiga kannski mestu
möguleikana þurfa því miður að vera
töluvert í útlöndum til þess að æfa,“
sagði Guðmundur Karlsson.
Allt eða ekkert hjá Guðna
- Þörf á skýrri afreksstefnu
- Aðstaða frjálsíþróttafólks í ólestri
AFP
Tókýó Guðni Valur Guðnason kastar á Ólympíuleikvanginum. Tvö fyrri
köstin voru ógild og það þriðja það stutt að hann gerði það ógilt sjálfur.
Alfreð Gíslason og þýska karla-
landsliðið í handknattleik stigu
stórt skref í átt að átta liða úrslit-
unum á Ólympíuleikunum í Tókýó í
dag með því að vinna sannfærandi
sigur á Norðmönnum, 28:23. Þar
með eru bæði Noregur og Þýska-
land með fjögur stig fyrir loka-
umferðina en Brasilía er með tvö.
Aron Kristjánsson hafði betur í
uppgjörinu við Dag Sigurðsson
þegar íslensku þjálfararnir mætt-
ust. Barein vann Japan 32:30 og er
með 2 stig, jafnmörg og Portúgal,
en Japan er án stiga. sport@mbl.is
Mikilvægur sigur
fyrir Alfreð
AFP
Spenntur Alfreð fylgist með á hlið-
arlínunni á Ólympíuleikunum.
Selemon Barega, 21 árs gamall Eþí-
ópíumaður, fékk fyrstu gull-
verðlaun frjálsíþróttakeppninnar á
Ólympíuleikunum í Tókýó í gær
þegar hann sigraði í 10.000 metra
hlaupi á 27;43,22 mínútum. Úg-
andamennirnir Joshua Cheptegei
og Jacob Kiplimo voru báðir um
hálfri sekúndu á eftir honum.
Barega er aðeins 21 árs en hefur
verið í fremstu röð og fengið gull-
verðlaun á heimsmeistaramótum
unglinga, bæði í flokkum U18 og
U20 ára, og þá fékk hann silfur á
HM fullorðinna í Katar 2019.
Ungur Eþíópíu-
maður sá fyrsti
AFP
Vann Selemon Barega hleypur með
eþíópíska fánann eftir sigurinn.
Suðurafríska
sundkonan Tatj-
ana Schoenmaker
setti í gær nýtt
heimsmet í 200
metra bringu-
sundi þegar hún
varð ólympíu-
meistari í grein-
inni í Tókýó.
Schoenmaker
sló ólympíumetið
í undanúrslitunum þegar hún synti á
2:19,16 mínútum. Í úrslitasundinu
gerði hún enn betur og sló heims-
metið með frábærum endaspretti og
synti á 2:18,95 mínútum. Hún er
fyrsta suðurafríska konan sem fær
ólympíugull í sundi á þessari öld en
Schoenmaker var áður búin að fá
silfur í 100 metra bringusundinu.
Emma McKeon frá Ástralíu sigr-
aði í 100 metra skriðsundi á ólympíu-
meti, 51,96 sekúndum. Sjötta gull
Ástrala í sundinu á þessum leikum.
Heimsmeistararinn Evgeni Rilov
frá Rússlandi fékk sitt annað gull á
leikunum þegar hann sigraði í 200
metra baksundi en hann hafði áður
unnið 100 metra baksundið. Rilov
setti ólympíumet og synti á 1:53,27
mínútum. sport@mbl.is
Heimsmet
féll í sundinu
í Tókýó
Tatjana
Schoenmaker