Morgunblaðið - 31.07.2021, Page 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Plöturnar þrjár koma út á geisla-
diskum í forláta öskju og er það
norska útgáfan Crime Records sem
stendur að útgáfunni. Útgáfan
atarna er rekin af hugsjónaríku fólki
sem er annt um tónlist, tjá meðlimir
sveitarinnar mér,
þeir Ragnar
Ólafsson og Elv-
ar Atli Ævarsson.
Nægilega lítil til
að sveitin týnist
ekki í excel-
frumskógi en
nógu stór til að halda utan um
sæmilega dreifingu og er pistilritari
þegar farinn að rekast á dóma um
sveitina í alþjóðlegu rokkpressunni.
Fyrri plöturnar tvær, Kiss your
Chora (2007) og The Order of
Things (2010), koma út endur-
hljóðblandaðar og endurhljómjafn-
aðar ásamt aukalögum og þá fylgir
digur bæklingur með myndum og
texta um sögu sveitarinnar, sem
skrifaður er af Birki Fjalari Viðars-
syni sem hefur marga rokkfjöruna
sopið, hvort heldur í hljómsveita-
stússi, skrifum eða almennum
„rekstri“ á rokksenum landans.
En hver er þessi sveit annars?
Jú, hún tók til starfa árið 2004, rétt
um það leyti er hin öfluga harð-
kjarnabylgja sem reið röftum upp
úr 2000 var að líða undir lok. Og
eitthvað rétt við það, því að sveitin
hefði þrifist illa þar stíllega og með-
limir í raun á algerlega einstöku
ferðalagi. Með góðum vilja væri
hægt að líkja Ask the Slave við Dr.
Brotist undan hlekkjunum
Ljósmynd/Juliette Rowland.
Meiri fisk! Ask the Slave veit að þeir fiska sem róa.
Spock en forsendur sveitarinnar þó
harla ólíkar. Á Kiss your Chora
mátti heyra sturlaða spretti með
sterkar rætur í harð- og málm-
kjarna en proggbundnar sveigjur og
beygjur stýrðu um leið málum – í
bland við ægiblíð, tandurhrein popp-
lög? Mr. Bungle og Mars Volta hafa
verið nefndar til skilningsdýpkunar
á þessum hrærigrauti og eiga þær
samlíkingar fullan rétt á sér. Ég sé
síðan í skjölum mínum að ég lýsi
sveitinni sem „efnilegri“ í dómi um
Kiss your Chora, þó að metnaðurinn
og hugmyndaauðgin hafi á köflum
keyrt sjálfa getuna í kaf („Hug-
myndirnar krassandi en úrvinnslan
síðri“). Sé að ég hef einnig vélað um
The Order of Things og er þá í öllu
betra skapi: „… vandræðagangur
sem átti til að einkenna síðasta
verk … er á bak og burt. Stílaflökt
er ekki nægilega sterkt orð til að
lýsa því sem í gangi er hér. Flóknar
taktskiptingar, brass, glyskenndir
sprettir; Sonic Youth-legt surg og
Opeth-leg reisn.“
Crime Records taka enga
áhættu með gripinn nýja og smella
límmiða framan á plötuna þar sem
segir að aðdáendur Faith No More,
Tool, Mothers of Invention, kaffis,
viskís og górillusafna muni ábyggi-
lega finna eitthvað við sitt hæfi.
Grallaragrín þetta tónar vel við
eigindir sveitarinnar sem þrátt fyrir
allt er ekki að taka sig of alvarlega.
Leikplanið hér er sem áður að hafa
allt opið og það er því merkilegt að
sveitin nær samt að halda utan um
eitthvað sem væri hægt að kalla
heildstæðan tón. Hvort það er hljóð-
færaleikurinn, upptökuhljómurinn
eða annað, ég er bara ekki viss á
þessum tímapunkti. En hvort heldur
í öfgabrjálaðri, epískri proggkeyrslu
(„Wounded Knee“) eða í göngutúr
um popplendur („Catch 22“) er al-
veg klárt að þetta er sama hljóm-
sveit. Og Ragnar gerir náttúrlega
mikið fyrir þessa heildarupplifun,
drengurinn býr yfir glæsilegum
raddböndum sem hann nýtir á fjöl-
snærðan hátt; syngur fallega og
næmt, hvasst og reiðilega, allt eftir
því hvað hentar hverju sinni. Stíla-
flöktinu mikla er því sannarlega
viðhaldið á nýja gripnum og er það
vel.
»
Leikplanið hér er
sem áður að hafa
allt opið og það er því
merkilegt að sveitin
nær samt að halda ut-
an um eitthvað sem væri
hægt að kalla heild-
stæðan tón.
Fyrsta plata rokksveit-
arinnar Ask the Slave í
ellefu ár hefur nú litið
dagsins ljós. Ekki nóg
með það heldur hafa
fyrri plöturnar tvær
verið endurútgefnar.
S
penna uppfull af illsku, hatri,
ofbeldi og viðbjóði einkenn-
ir glæpasögurnar um Jönu
Berzelius saksóknara eftir
sænska höfundinn Emelie Schepp
og fimmta bókin, Meistari Jakob, er
engin undantekning.
Samfélagsleg vandamál eru af
ýmsum toga og Emelie Schepp flétt-
ar sögurnar inn í vandamál líðandi
stundar. Að þessu sinni er ljósinu
meðal annars varpað á þá staðreynd
að ekki eru allir eins, og erfiðleikana,
sem þeir sem falla ekki inn í normið,
geta þurft að eiga við með mis-
jöfnum árangri.
Ramminn í Meistara Jakobi er
kunnuglegur: lík, ótti um raðmorð-
ingja, blindgötur, eltingaleikur upp á
líf og dauða, óvænt endalok. Oft hef-
ur verið sagt að talan þrír sé happa-
tala, en Emelie
Schepp virðist
vilja benda á hið
gagnstæða og er
ekki ein um það.
Sagan gengur
hratt fyrir sig
enda má engan
tíma missa.
Lengst af veit
rannsóknarhópurinn ekki hvaðan
vindurinn blæs og vart verður við
óánægju, sem hjá Miu beinist fyrst
og fremst að Jönu. Samt er andi
Ragnars Reykáss alltumlykjandi og
jafnvel Mia étur ofan í sig ýmislegt
eins og ekkert hafi í skorist.
Samskipti og tengsl einstakra
persóna eru áberandi, allt frá ást til
haturs. Mikið er gert úr hug Danilos
og Jönu hvors til annars og eins gef-
ur þráðurinn á milli Jönu og Pers
ýmislegt til kynna. Mia er í ákveð-
inni tilvistarkreppu og spilafélag-
arnir á réttargeðdeildinni eru ekki
allir þar sem þeir eru séðir.
Jana stríðir við fortíðarvanda,
eins og fram hefur komið í fyrri bók-
um. Hann sækir stöðugt meira á
hana og viðbrögð hennar benda til
þess að hringurinn sé tekinn að
þrengjast. Ekki verður bæði haldið
og sleppt.
Emelie Schepp „Spenna uppfull af illsku, hatri, ofbeldi og viðbjóði ein-
kennir glæpasögurnar um Jönu Berzelius saksóknara,“ skrifar rýnir.
Ekki bæði
haldið og sleppt
Glæpasaga
Meistari Jakob bbbbn
Eftir Emelie Schepp.
Kristján H. Kristjánsson þýddi.
mth 2021. Kilja. 395 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR