Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021 Þ au eru stundum skömm skilin á milli feigs og ófeigs og í þessu tilviki er dvalið við úrslit aukakosninga í Bret- landi sl. fimmtudag. Flestir þóttust sjá þær fyrir, en skutu fram hjá. Óvænt niðurstaða Úrslit þeirra hefðu ekki breytt neinu um styrk stjórn- ar og stjórnarandstöðu í Westminster. Þegar kjör- stöðum hafði verið lokað um miðnætti upplýstu fréttaskýrendur að varla nokkrum manni á talningar- staðnum dytti í hug að Verkamannaflokkurinn ætti minnstu von um sigur. Öll umræðan í framhaldinu snerist um það hvort Keir Starmer myndi geta, eftir þessar viðbótarófarir, hangið á formannsstöðu, enda hefði verið hrópað á afsögn hans eftir seinustu auka- kosningar. En þegar líða tók á morgun varð ljóst að hið óvænta hafði gerst og örfá hundruð atkvæða skildu efstu menn að, flokki Starmers í hag. Frétta- skýrendur hölluðust nú að því að leiðtogi stjórnar- andstöðunnar hefði nú skjól í sínu sæti a.m.k. um hríð. Stuðningsmönnum formannsins var mjög létt. Og þar sem varnarsigurinn var svo óvæntur telja sumir þeirra sér trú um að formaðurinn geti nú snúið vörn í sókn. En í sigurgleðinni komast þeir þó ekki hjá því að gefa raunveruleikanum dálítið svigrúm. Íhalds- flokkur Borisar Johnsons vann stórsigur í síðustu kosningum. Hann stóð við stóra loforðið um að ljúka við Brexit fljótt og vel. Hann hafði löngum sagt að hræðsluáróðurinn gegn útgöngunni stæðist ekki. Þau augljósu sannindi styrkjast með hverjum degi. Er- lend fjárfesting er í fullum gangi í Bretlandi og stór- brotin dæmi um einmitt það seinustu dagana. En er- lend fjárfesting átti að hverfa eins og dögg fyrir sólu „ef menn köstuðu sér blindandi úr ESB og fram af bjargbrúninni og ofan í hyldýpið,“ eins og það hét gjarnan. Allt voru það eins og hverjar aðrar trölla- og draugasögur sem duga best til að hræða lítil börn. Veik staða Verkamannaflokks Og Keir Starmer getur hugsanlega bjargað sér fyrir horn með óvæntum sigri frambjóðanda flokksins í þessum aukakostningum. En það var ekki nóg með að Johnson hefði unnið glæsilegan kosningasigur í des- ember 2019, langt umfram það sem hann taldi sér óhætt að vona eða andstæðingar hans að óttast. Síðan þá hefur hann bætt við sig mönnum í aukakosningum, sem er nánast óþekkt. Sigur Verkamannaflokksins núna felst ekki í því að hann hafi unnið þingmann af Íhaldsflokknum, heldur í því að hann náði því sem stjórnarandstöðuflokkur að halda sínum eigin þing- manni með örfáum atkvæðum! Það er hin þekkta regla að aukakosningar í Bretlandi (sem eru óþekktar hjá okkur vegna kerfis varaþingmanna) hafa tilhneig- ingu til að ganga gegn sitjandi stjórnarflokki. Sé stjórnarmeirihlutinn tæpur saxast smám saman á hann uns hann má ekki við miklu. Á því stigi getur hann sennilega áfram varið sig vantrausti en ekki treyst á að hafa meirihluta fyrir mikilvægustu stjórn- arfrumvörpum. Þetta urðu örlög Johns Majors for- sætisráðherra og tíð hans endaði fljótlega eftir það í niðurlægingu þegar rauði riddarinn Tony Blair kom, sá og sigraði og tryggði Verkamannaflokknum hús- bóndaherbergið í Downingstræti í liðlega 10 ár. Langur þráður og einlitur Það er sláandi að horfa yfir sviðið eða öllu heldur oft- ast sviðna jörð fyrir Verkamannaflokkinn, að Blair undanskildum, og hversu marga formenn þeir reyndu og hversu illa þeir dugðu. Harold Wilson hafði sigrað Alec Douglas Home í kosningum 1964. Wilson tapaði kosningum fyrir Edward Heath og sigraði hann svo á nýjan leik. Verkamannaflokkurinn sigraði seinast undir forystu Harolds Wilsons 1974 og hélt flokk- urinn embætti forsætisráðherra í nokkur ár. En þá var komið að Margréti Thatcher og John Major sem unnu næstu fernar kosningar í röð. Blair er eini sann- kallaði sigurvegarinn úr röðum Verkamannaflokks- ins. Þegar hann sigraði með glæsibrag 1997 hafði flokkurinn ekki sigrað í þingkosningunum síðan 1974 eða í 23 ár samfellt. Fjölmargir höfðu reynt sig í kosn- ingum en án árangurs: Callaghan, Michael Foot, Neil Kinnock í tvígang. Fjórði leiðtoginn, John Smith, varð bráðkvaddur eftir 2 ár í embætti og reyndi ekki á hann í kosningum. Blair vann þrennar kosningar í röð og eftir 10 ár samfellt í embætti lét hann undan sí- felldum þrýstingi frá Gordon Brown um að „standa við gamalt loforð um að hleypa honum að“. Brown tapaði sínum einu kosningum 2010 og nú standa líkur til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki unnið kosningar síðan 2005 þegar þeir fá að reyna næst, hugsanlega árið 2024. Aðeins tveir sigurvegarar í hálfa öld Þá sýnir söguyfirlitið að í aðdraganda þeirra kosninga hefðu aðeins tveir leiðtogar Verkamannaflokksins leitt flokk sinn til sigurs í kosningum, allt frá 1974, eða í hálfa öld, þeir Harold Wilson og Tony Blair. Það er allt með miklum ólíkindum. Og sé horft til þriðja tímabilsins þar á undan sést að frá 1935 sitja þessir sem forsætisráðherrar frá Íhaldsflokki og Verka- mannaflokki: Stanley Baldwin (Í), Neville Cham- berlain (Í), Winston Churchill (Í), Clement Atttlee (V), Winston Churchill (Í), Anthony Eden (Í), Harold MacMillan (Í), Alex D. Home (Í), Harold Wilson (V), Edward Heath (Í). Og þegar horft er til baka um næstum heila öld þá eru forsætisráðherrar á vegum Verkamannaflokksins nærri því að flokkast sem und- antekingar frá hefðbundnu valdaskeiði Íhaldsflokks- ins í Downingstræti. Það er stundum talað um breytta tíma í stjórnmálum og vissulega má benda á hrakfarir sænskra krata í kosningum eftir langa yfir- burðastöðu. Vanmat sinn eigin flokk Og það má einnig benda á hrakfarir danska Íhalds- flokksins eftir hvarf Pouls Schlüthers úr forystu- hlutverki, eftir að hafa setið í rúm 10 ár samfellt sem forsætisráðherra. Schlüter tók þann pólitíska pól í sína hæð að gera flokk sinn og stefnu hans lítt sjáan- lega. Hann vildi fátt af því vita, hvað þá að líkja sínum flokki við það sem þá var að gerast hjá hægri mönn- um undir leiftrandi forystu þeirra Thatcher og Ro- nalds Reagans. Schlüther gekk svo langt í þessum áherslum að hann kom beinlínis í veg fyrir að frú Thatcher kæmi í opinbera eða hálfopinbera heimsókn til Danmerkur til að hún næði ekki að tengja hann sjálfan og flokkinn við þá ímynd sem þau stóðu fyrir og náðu óneitanlega miklum árangri. En hann hafði hins vegar ekkert á móti því að samsama sig og flokk- Könnunum skjöplast og sjálfskipuðum spámönnum ’ Hér á landi eru til þeir stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokki sem telja fínast alls að feta slóð norrænna stjórnmálamanna, sem margir eru sem vasaútgáfur af óáhuga- verðum stjórnmálamönnum sem ESB hefur á sínu bandi og í því. Reykjavíkurbréf02.07.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.