Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Side 32
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE IN
DENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
Enska þjóðin svífur um á bleiku skýi eftir fyrsta sigur
sinna manna á Þjóðverjum á stórmóti í heil 55 ár í vik-
unni. Næsta hindrun á vegi Ljónsunganna hans Gareths
Southgates á EM er Úkraína, sem býr að mun skemmri
og ómerkilegri sparksögu en Þýskaland, í átta liða úrslit-
um í kvöld, laugardagskvöld, og einvaldurinn varar
landa sína við að skrúfa væntingar sínar upp úr öllu hófi
– eins og þeir hafa gjarnan tilhneigingu til. „Maður hefur
á tilfinningunni að fólk haldi að við þurfum bara að mæta
til leiks; sigurinn komi svo að sjálfum sér,“ sagði South-
gate í hlaðvarpsþætti enska knattspyrnusambandsins.
Að hans áliti er þetta af og frá. Úkraína hafi sterku liði
á að skipa sem alls ekki megi vanmeta. Hann bendir á, að
leikmenn sínir þekki hina þýsku kollega sína mun betur
en þá úkraínsku og fyrir vikið hafi miklum tíma verið
varið við teikniborðið síðustu daga. Þá fer leikurinn fram
í hitanum í Róm en ekki í Lundúnum og að viðstödddum
sárafáum enskum áhorfendum, ef einhverjum. „Við
verðum að búa okkur mjög vel undir þennan leik og hug-
arfarið er algjört lykilatriði,“ sagði Southgate.
England hefur aldrei orðið Evrópumeistari í knatt-
spyrnu; eini stóri titillinn er heimsbikarinn sjálfur 1966.
Raheem Sterling hefur verið
stjarna Englendinga á EM til
þessa. Hvað gerir hann í Róm?
AFP
Ekki nóg að mæta bara
Englendingar afar bjartsýnir fyrir rimmuna gegn Úkraínu á EM. Mögulega
of bjartsýnir, að dómi landsliðseinvaldsins Gareths Southgates.
„Hemingway var ímynd þess
allra besta í Engilsaxneskri
manngerð. Hann hefur sennilega
haft meiri áhrif en nokkur annar
rithöfundur á þessa kynslóð og
vakið það bezta hjá sinni þjóð, sú
manngerð sem hann var.“
Eitthvað á þessa leið fórust
Halldóri Kiljan Laxness orð þeg-
ar blaðamaður Morgunblaðsins
hitti hann að máli á Gljúfrasteini
í byrjun júlí 1961, daginn eftir
sviplegt fráfall bandaríska rithöf-
undarins Ernests Hemingways.
„Og rithöfundar á fjarlægustu
slóðum hafa skrifað undir aug-
ljósustu áhrifum frá honum,“
hélt Halldór áfram. „Það er erf-
itt að eiga í stuttu máli að taka
saman það sem hefði þurft að
segja um Ernest Hemingway
daginn eftir andlát hans. Það er
ég ekki tilbúinn að gera, þótt
þessi maður hafi verið mér hug-
stæðari en flestir rithöfundar
aðrir.“
Halldór þekkti ekki Hem-
ingway persónulega en þeir
skiptumst á skeytum og skila-
boðum. „Hann vissi af mér og ég
af honum,“ sagði hann og enn
fremur: „Hann átti starfsævi,
sem var ákaflega sterk og áhrifa-
mikil meðan hún entist.“
GAMLA FRÉTTIN
Heming-
way allur
Ernest Hemingway hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1954, ári á undan Halldóri
Laxness. Þegar Halldór bar sigur úr býtum sendi Hemingway honum skeyti.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ögmundur Jónasson
fyrrverandi ráðherra
Eyþór Árnason
sviðsstjóri og skáld
Jaroslav Silhavý
landsliðsþjálfari Tékklands